Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 12. mars 2025 07:00 Varðstaða um líffræðilega fjölbreytni er eitt brýnasta viðfangsefni umhverfismála í dag og áherslumál hjá nýrri ríkisstjórn. Mikil hnignun hefur orðið í líffræðilegri fjölbreytni á alþjóðavísu. Vistkerfum er raskað, búsvæði tegunda skreppa saman og tegundum í útrýmingarhættu fjölgar hratt. Staða okkar hér á Íslandi hvað varðar líffræðilega fjölbreytni er um margt sérstök. Sérstaðan felst ekki í mikilli tegundafjölbreytni heldur í vistkerfum sem hafa mótast og þróast með þeim virku ferlum, eldvirkninni, jöklunum og veðrinu, sem hafa frá öndverðu einkennt landið. Staðsetning Íslands úti í miðju Atlantshafi gerir okkur að mikilvægum dvalar- og viðkomustað fuglastofna og í hafinu mætast hlýir og kaldir hafstraumar sem skapa aðstæður fyrir auðugt og fjölbreytt sjávarlífríki. Auðlindir náttúrunnar hafa haldið í okkur lífinu frá landnámi og eru enn í dag grundvöllur velmegunar okkar. En náttúran hefur líka látið á sjá og á Íslandi finnast mikið röskuð vistkerfi sem nauðsynlegt er að koma í betra horf. Vaxandi ásókn er í auðlindir og landrými fyrir margvíslegar athafnir. Þessu fylgir álag á lífríki og viðkvæm vistkerfi sem brýnt er að lágmarka eins og kostur er. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi í verndun líffræðilegrar fjölbreytni á heimsvísu. En það gerist ekki af sjálfu sér heldur kallar á pólitískt frumkvæði og skýra stefnumörkun. Dýpra alþjóðasamstarf og virk þátttaka í alþjóðlegum vísindarannsóknum eru lykilinn að því að hámarka árangur Íslands í þessum efnum. Þess vegna tel ég einboðið að Ísland gerist aðili að IPBES, milliríkjavettvangi vísinda og stefnumótunar um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu, og hef sett af stað vinnu í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu sem miðar að þessu. IPBES er helsti vettvangur alþjóðlega vísindasamfélagsins til að safna, greina og koma á framfæri grundvallarupplýsingum um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni og veita ráðgjöf á þessu sviði. Sú ráðgjöf hefur þegar sett mark sitt á alþjóðlega stefnumótun umhverfismála, svo sem hjá samningum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og eyðimerkurmyndun. Lykillinn að öflugu starfi IPBES eru skýrslur sem byggjast á heildstæðu mati á viðamiklum vísindagögnum af ýmsum toga. Skýrslurnar hafa fjallað um margvísleg málefni: samspil líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmála, framandi tegundir, sjálfbæra nýtingu, hlutverk líffræðilegrar fjölbreytni við að tryggja fæðuöryggi, samspil við lýðheilsu, hlutverk fyrirtækja og margt fleira. Skýrslurnar hafa reynst notadrjúgar í allri stefnumótun í málaflokknum. Starfsemi IPBES er stýrt af aðildarþjóðum. Þar hafa þær tækifæri til að leggja línurnar en einnig að tryggja aðkomu sinna sérfræðinga að lykilverkefnum. Ísland hefur hingað til aðeins verið áheyrnaraðili en með fullri aðild skapast tækifæri til að styrkja framlag Íslands á alþjóðavettvangi og koma íslenskum áherslum betur á dagskrá, meðal annars þegar kemur að málefnum norðurslóða. Með þátttökunni gefst okkur líka tækifæri til að efla sess líffræðilegrar fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu í krafti baklandsins sem IPBES færir okkur. Þannig náum við vonandi betri árangri í þeim viðfangsefnum sem brýnust eru hér á landi. Vinna stendur nú yfir við gerð heildstæðrar stefnu um líffræðilega fjölbreytni. Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem hefur farið fyrir stýrihópi um málið, mun greina frá stöðu vinnunnar á kynningarfundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 13. mars kl. 9:30. Fundinum verður streymt á vef Stjórnarráðsins. Ég hvet öll þau sem hafa áhuga á málaflokknum til að fylgjast með og taka þátt í umræðunni. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Varðstaða um líffræðilega fjölbreytni er eitt brýnasta viðfangsefni umhverfismála í dag og áherslumál hjá nýrri ríkisstjórn. Mikil hnignun hefur orðið í líffræðilegri fjölbreytni á alþjóðavísu. Vistkerfum er raskað, búsvæði tegunda skreppa saman og tegundum í útrýmingarhættu fjölgar hratt. Staða okkar hér á Íslandi hvað varðar líffræðilega fjölbreytni er um margt sérstök. Sérstaðan felst ekki í mikilli tegundafjölbreytni heldur í vistkerfum sem hafa mótast og þróast með þeim virku ferlum, eldvirkninni, jöklunum og veðrinu, sem hafa frá öndverðu einkennt landið. Staðsetning Íslands úti í miðju Atlantshafi gerir okkur að mikilvægum dvalar- og viðkomustað fuglastofna og í hafinu mætast hlýir og kaldir hafstraumar sem skapa aðstæður fyrir auðugt og fjölbreytt sjávarlífríki. Auðlindir náttúrunnar hafa haldið í okkur lífinu frá landnámi og eru enn í dag grundvöllur velmegunar okkar. En náttúran hefur líka látið á sjá og á Íslandi finnast mikið röskuð vistkerfi sem nauðsynlegt er að koma í betra horf. Vaxandi ásókn er í auðlindir og landrými fyrir margvíslegar athafnir. Þessu fylgir álag á lífríki og viðkvæm vistkerfi sem brýnt er að lágmarka eins og kostur er. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi í verndun líffræðilegrar fjölbreytni á heimsvísu. En það gerist ekki af sjálfu sér heldur kallar á pólitískt frumkvæði og skýra stefnumörkun. Dýpra alþjóðasamstarf og virk þátttaka í alþjóðlegum vísindarannsóknum eru lykilinn að því að hámarka árangur Íslands í þessum efnum. Þess vegna tel ég einboðið að Ísland gerist aðili að IPBES, milliríkjavettvangi vísinda og stefnumótunar um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu, og hef sett af stað vinnu í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu sem miðar að þessu. IPBES er helsti vettvangur alþjóðlega vísindasamfélagsins til að safna, greina og koma á framfæri grundvallarupplýsingum um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni og veita ráðgjöf á þessu sviði. Sú ráðgjöf hefur þegar sett mark sitt á alþjóðlega stefnumótun umhverfismála, svo sem hjá samningum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og eyðimerkurmyndun. Lykillinn að öflugu starfi IPBES eru skýrslur sem byggjast á heildstæðu mati á viðamiklum vísindagögnum af ýmsum toga. Skýrslurnar hafa fjallað um margvísleg málefni: samspil líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmála, framandi tegundir, sjálfbæra nýtingu, hlutverk líffræðilegrar fjölbreytni við að tryggja fæðuöryggi, samspil við lýðheilsu, hlutverk fyrirtækja og margt fleira. Skýrslurnar hafa reynst notadrjúgar í allri stefnumótun í málaflokknum. Starfsemi IPBES er stýrt af aðildarþjóðum. Þar hafa þær tækifæri til að leggja línurnar en einnig að tryggja aðkomu sinna sérfræðinga að lykilverkefnum. Ísland hefur hingað til aðeins verið áheyrnaraðili en með fullri aðild skapast tækifæri til að styrkja framlag Íslands á alþjóðavettvangi og koma íslenskum áherslum betur á dagskrá, meðal annars þegar kemur að málefnum norðurslóða. Með þátttökunni gefst okkur líka tækifæri til að efla sess líffræðilegrar fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu í krafti baklandsins sem IPBES færir okkur. Þannig náum við vonandi betri árangri í þeim viðfangsefnum sem brýnust eru hér á landi. Vinna stendur nú yfir við gerð heildstæðrar stefnu um líffræðilega fjölbreytni. Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem hefur farið fyrir stýrihópi um málið, mun greina frá stöðu vinnunnar á kynningarfundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 13. mars kl. 9:30. Fundinum verður streymt á vef Stjórnarráðsins. Ég hvet öll þau sem hafa áhuga á málaflokknum til að fylgjast með og taka þátt í umræðunni. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar