Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar 12. mars 2025 08:01 Það er gömul saga og ný að brýn þörf er á fjölgun hjúkrunarrýma. Á sjötta áratug síðustu aldar tóku óhagnaðardrifin félagasamtök, Sjómannadagsráð, af skarið og byggði upp dvalarheimili fyrir samborgara sína, ekki síst þá sem höfðu unnið hörðum höndum í sjávarútvegi og áttu erfitt með að tryggja sér öruggt skjól á efri árum. Þessi uppbygging var fjármögnuð með margvíslegum hætti: Happdrætti DAS, söfnunarátaki og með stuðningi úr samfélaginu. Úr þessu framtaki spruttu Hrafnistuheimilin sem í dag eru stærstu hjúkrunarheimili landsins og sinna hundruðum íbúa með vandaðri þjónustu. Og enn í dag fer allur ágóði í áframhaldandi uppbyggingu og að efla þjónustu við okkar fólk. Hægagangur í uppbyggingu slæmur fyrir alla Síðustu áratugi hefur fjölgun og uppbygging hjúkrunarrýma hins vegar verið á forræði ríkis og sveitarfélaga, sem hefur flækt mál og uppbygging nýrra hjúkrunarheimila hefur verið of hæg. Þessi seinagangur hefur skapað óviðunandi stöðu þar sem fjölmargir aldraðir þurfa að bíða í langan tíma eftir að komast inn á hjúkrunarheimili sem leggur þungar birgðar á bæði fólkið sjálft og ástvini þeirra. Þá er ótalinn sá umfangsmikli kostnaður sem heilbrigðiskerfið ber vegna þess að ekki séu til næg hjúkrunarrými fyrir eldri borgara. Nú verðum við því að horfa til fyrri reynslu og leyfa einkaaðilum eins og Sjómannadagsráði og fleirum að láta verkin tala. Leiguverð verður að endurspegla raunkostnað Ástæða þess að félagasamtök og einkaaðilar hafa ekki treyst sér sjálf til að eiga frumkvæðið að byggingu hjúkrunarrýma, eins og gert var á árum áður, er einfaldlega sú að fyrir því er ekki rekstrargrundvöllur. Ríkið hefurhingað til hafnað því að greiða eðlilega leigu fyrir húsnæði hjúkrunarheimila en greiðir þess í stað svokallað húsnæðisgjald ásamt framlögum úr framkvæmdasjóði aldraðra. Það eru smámunir samanborið við raunkostnað rekstrar húsakostsins og kostnað við byggingu hjúkrunarheimilisins - húsnæðisgjaldið útleggst á 1300 krónur á fermetrann á Hrafnistu við Laugarás, en yfirleitt leigist atvinnuhúsnæði á 3500 krónur á fermetrann. Það verður lagt í dóm lesandans að ákveða hvort einhver treysti sér í fjárfestingu á þessum grundvelli. Við þurfum 100 ný hjúkrunarrými á ári Við þurfum 100 ný hjúkrunarrými á ári hverju næstu fimmtán árin. Þúsund eða fimmtánhundruð hjúkrunarrými verða ekki tilbúin með því að smella fingri, nú eða með einhverjum töfralausnum á borð við að breyta gömlum og óhentugum húsakosti í hjúkrunarrými eða með því að púsla saman gámahúsum og kalla það söluvænlegum hugtökum. Það verður gert með því að horfa til lengri tíma, vanda til verka og hafa ávallt einhver uppbyggingarverkefni í pípunum. Áætlanir þurfa að vera skynsamlegar og standast, og fylgt eftir af aðilum sem horfa til þess að veita þjónustu en ekki græða. Hlutverk hins opinbera ætti að vera að semja við aðila eins og Sjómannadagsráð til að tryggja að sífellt sé litið til framtíðar og fjölgun hjúkrunarrýma sé í takti við fjölgun í hópi þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Það er kominn tími á að stjórnmálamenn, fyrirtæki og almenningur taki höndum saman og axli ábyrgð. Með réttum áherslum og samvinnu er hægt að tryggja eldra fólki mannsæmandi umönnun, líkt og Sjómannadagsráð sýndi að væri mögulegt á sínum tíma. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sjávarútvegur Hjúkrunarheimili Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að brýn þörf er á fjölgun hjúkrunarrýma. Á sjötta áratug síðustu aldar tóku óhagnaðardrifin félagasamtök, Sjómannadagsráð, af skarið og byggði upp dvalarheimili fyrir samborgara sína, ekki síst þá sem höfðu unnið hörðum höndum í sjávarútvegi og áttu erfitt með að tryggja sér öruggt skjól á efri árum. Þessi uppbygging var fjármögnuð með margvíslegum hætti: Happdrætti DAS, söfnunarátaki og með stuðningi úr samfélaginu. Úr þessu framtaki spruttu Hrafnistuheimilin sem í dag eru stærstu hjúkrunarheimili landsins og sinna hundruðum íbúa með vandaðri þjónustu. Og enn í dag fer allur ágóði í áframhaldandi uppbyggingu og að efla þjónustu við okkar fólk. Hægagangur í uppbyggingu slæmur fyrir alla Síðustu áratugi hefur fjölgun og uppbygging hjúkrunarrýma hins vegar verið á forræði ríkis og sveitarfélaga, sem hefur flækt mál og uppbygging nýrra hjúkrunarheimila hefur verið of hæg. Þessi seinagangur hefur skapað óviðunandi stöðu þar sem fjölmargir aldraðir þurfa að bíða í langan tíma eftir að komast inn á hjúkrunarheimili sem leggur þungar birgðar á bæði fólkið sjálft og ástvini þeirra. Þá er ótalinn sá umfangsmikli kostnaður sem heilbrigðiskerfið ber vegna þess að ekki séu til næg hjúkrunarrými fyrir eldri borgara. Nú verðum við því að horfa til fyrri reynslu og leyfa einkaaðilum eins og Sjómannadagsráði og fleirum að láta verkin tala. Leiguverð verður að endurspegla raunkostnað Ástæða þess að félagasamtök og einkaaðilar hafa ekki treyst sér sjálf til að eiga frumkvæðið að byggingu hjúkrunarrýma, eins og gert var á árum áður, er einfaldlega sú að fyrir því er ekki rekstrargrundvöllur. Ríkið hefurhingað til hafnað því að greiða eðlilega leigu fyrir húsnæði hjúkrunarheimila en greiðir þess í stað svokallað húsnæðisgjald ásamt framlögum úr framkvæmdasjóði aldraðra. Það eru smámunir samanborið við raunkostnað rekstrar húsakostsins og kostnað við byggingu hjúkrunarheimilisins - húsnæðisgjaldið útleggst á 1300 krónur á fermetrann á Hrafnistu við Laugarás, en yfirleitt leigist atvinnuhúsnæði á 3500 krónur á fermetrann. Það verður lagt í dóm lesandans að ákveða hvort einhver treysti sér í fjárfestingu á þessum grundvelli. Við þurfum 100 ný hjúkrunarrými á ári Við þurfum 100 ný hjúkrunarrými á ári hverju næstu fimmtán árin. Þúsund eða fimmtánhundruð hjúkrunarrými verða ekki tilbúin með því að smella fingri, nú eða með einhverjum töfralausnum á borð við að breyta gömlum og óhentugum húsakosti í hjúkrunarrými eða með því að púsla saman gámahúsum og kalla það söluvænlegum hugtökum. Það verður gert með því að horfa til lengri tíma, vanda til verka og hafa ávallt einhver uppbyggingarverkefni í pípunum. Áætlanir þurfa að vera skynsamlegar og standast, og fylgt eftir af aðilum sem horfa til þess að veita þjónustu en ekki græða. Hlutverk hins opinbera ætti að vera að semja við aðila eins og Sjómannadagsráð til að tryggja að sífellt sé litið til framtíðar og fjölgun hjúkrunarrýma sé í takti við fjölgun í hópi þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Það er kominn tími á að stjórnmálamenn, fyrirtæki og almenningur taki höndum saman og axli ábyrgð. Með réttum áherslum og samvinnu er hægt að tryggja eldra fólki mannsæmandi umönnun, líkt og Sjómannadagsráð sýndi að væri mögulegt á sínum tíma. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun