Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar 12. mars 2025 08:01 Það er gömul saga og ný að brýn þörf er á fjölgun hjúkrunarrýma. Á sjötta áratug síðustu aldar tóku óhagnaðardrifin félagasamtök, Sjómannadagsráð, af skarið og byggði upp dvalarheimili fyrir samborgara sína, ekki síst þá sem höfðu unnið hörðum höndum í sjávarútvegi og áttu erfitt með að tryggja sér öruggt skjól á efri árum. Þessi uppbygging var fjármögnuð með margvíslegum hætti: Happdrætti DAS, söfnunarátaki og með stuðningi úr samfélaginu. Úr þessu framtaki spruttu Hrafnistuheimilin sem í dag eru stærstu hjúkrunarheimili landsins og sinna hundruðum íbúa með vandaðri þjónustu. Og enn í dag fer allur ágóði í áframhaldandi uppbyggingu og að efla þjónustu við okkar fólk. Hægagangur í uppbyggingu slæmur fyrir alla Síðustu áratugi hefur fjölgun og uppbygging hjúkrunarrýma hins vegar verið á forræði ríkis og sveitarfélaga, sem hefur flækt mál og uppbygging nýrra hjúkrunarheimila hefur verið of hæg. Þessi seinagangur hefur skapað óviðunandi stöðu þar sem fjölmargir aldraðir þurfa að bíða í langan tíma eftir að komast inn á hjúkrunarheimili sem leggur þungar birgðar á bæði fólkið sjálft og ástvini þeirra. Þá er ótalinn sá umfangsmikli kostnaður sem heilbrigðiskerfið ber vegna þess að ekki séu til næg hjúkrunarrými fyrir eldri borgara. Nú verðum við því að horfa til fyrri reynslu og leyfa einkaaðilum eins og Sjómannadagsráði og fleirum að láta verkin tala. Leiguverð verður að endurspegla raunkostnað Ástæða þess að félagasamtök og einkaaðilar hafa ekki treyst sér sjálf til að eiga frumkvæðið að byggingu hjúkrunarrýma, eins og gert var á árum áður, er einfaldlega sú að fyrir því er ekki rekstrargrundvöllur. Ríkið hefurhingað til hafnað því að greiða eðlilega leigu fyrir húsnæði hjúkrunarheimila en greiðir þess í stað svokallað húsnæðisgjald ásamt framlögum úr framkvæmdasjóði aldraðra. Það eru smámunir samanborið við raunkostnað rekstrar húsakostsins og kostnað við byggingu hjúkrunarheimilisins - húsnæðisgjaldið útleggst á 1300 krónur á fermetrann á Hrafnistu við Laugarás, en yfirleitt leigist atvinnuhúsnæði á 3500 krónur á fermetrann. Það verður lagt í dóm lesandans að ákveða hvort einhver treysti sér í fjárfestingu á þessum grundvelli. Við þurfum 100 ný hjúkrunarrými á ári Við þurfum 100 ný hjúkrunarrými á ári hverju næstu fimmtán árin. Þúsund eða fimmtánhundruð hjúkrunarrými verða ekki tilbúin með því að smella fingri, nú eða með einhverjum töfralausnum á borð við að breyta gömlum og óhentugum húsakosti í hjúkrunarrými eða með því að púsla saman gámahúsum og kalla það söluvænlegum hugtökum. Það verður gert með því að horfa til lengri tíma, vanda til verka og hafa ávallt einhver uppbyggingarverkefni í pípunum. Áætlanir þurfa að vera skynsamlegar og standast, og fylgt eftir af aðilum sem horfa til þess að veita þjónustu en ekki græða. Hlutverk hins opinbera ætti að vera að semja við aðila eins og Sjómannadagsráð til að tryggja að sífellt sé litið til framtíðar og fjölgun hjúkrunarrýma sé í takti við fjölgun í hópi þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Það er kominn tími á að stjórnmálamenn, fyrirtæki og almenningur taki höndum saman og axli ábyrgð. Með réttum áherslum og samvinnu er hægt að tryggja eldra fólki mannsæmandi umönnun, líkt og Sjómannadagsráð sýndi að væri mögulegt á sínum tíma. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sjávarútvegur Hjúkrunarheimili Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að brýn þörf er á fjölgun hjúkrunarrýma. Á sjötta áratug síðustu aldar tóku óhagnaðardrifin félagasamtök, Sjómannadagsráð, af skarið og byggði upp dvalarheimili fyrir samborgara sína, ekki síst þá sem höfðu unnið hörðum höndum í sjávarútvegi og áttu erfitt með að tryggja sér öruggt skjól á efri árum. Þessi uppbygging var fjármögnuð með margvíslegum hætti: Happdrætti DAS, söfnunarátaki og með stuðningi úr samfélaginu. Úr þessu framtaki spruttu Hrafnistuheimilin sem í dag eru stærstu hjúkrunarheimili landsins og sinna hundruðum íbúa með vandaðri þjónustu. Og enn í dag fer allur ágóði í áframhaldandi uppbyggingu og að efla þjónustu við okkar fólk. Hægagangur í uppbyggingu slæmur fyrir alla Síðustu áratugi hefur fjölgun og uppbygging hjúkrunarrýma hins vegar verið á forræði ríkis og sveitarfélaga, sem hefur flækt mál og uppbygging nýrra hjúkrunarheimila hefur verið of hæg. Þessi seinagangur hefur skapað óviðunandi stöðu þar sem fjölmargir aldraðir þurfa að bíða í langan tíma eftir að komast inn á hjúkrunarheimili sem leggur þungar birgðar á bæði fólkið sjálft og ástvini þeirra. Þá er ótalinn sá umfangsmikli kostnaður sem heilbrigðiskerfið ber vegna þess að ekki séu til næg hjúkrunarrými fyrir eldri borgara. Nú verðum við því að horfa til fyrri reynslu og leyfa einkaaðilum eins og Sjómannadagsráði og fleirum að láta verkin tala. Leiguverð verður að endurspegla raunkostnað Ástæða þess að félagasamtök og einkaaðilar hafa ekki treyst sér sjálf til að eiga frumkvæðið að byggingu hjúkrunarrýma, eins og gert var á árum áður, er einfaldlega sú að fyrir því er ekki rekstrargrundvöllur. Ríkið hefurhingað til hafnað því að greiða eðlilega leigu fyrir húsnæði hjúkrunarheimila en greiðir þess í stað svokallað húsnæðisgjald ásamt framlögum úr framkvæmdasjóði aldraðra. Það eru smámunir samanborið við raunkostnað rekstrar húsakostsins og kostnað við byggingu hjúkrunarheimilisins - húsnæðisgjaldið útleggst á 1300 krónur á fermetrann á Hrafnistu við Laugarás, en yfirleitt leigist atvinnuhúsnæði á 3500 krónur á fermetrann. Það verður lagt í dóm lesandans að ákveða hvort einhver treysti sér í fjárfestingu á þessum grundvelli. Við þurfum 100 ný hjúkrunarrými á ári Við þurfum 100 ný hjúkrunarrými á ári hverju næstu fimmtán árin. Þúsund eða fimmtánhundruð hjúkrunarrými verða ekki tilbúin með því að smella fingri, nú eða með einhverjum töfralausnum á borð við að breyta gömlum og óhentugum húsakosti í hjúkrunarrými eða með því að púsla saman gámahúsum og kalla það söluvænlegum hugtökum. Það verður gert með því að horfa til lengri tíma, vanda til verka og hafa ávallt einhver uppbyggingarverkefni í pípunum. Áætlanir þurfa að vera skynsamlegar og standast, og fylgt eftir af aðilum sem horfa til þess að veita þjónustu en ekki græða. Hlutverk hins opinbera ætti að vera að semja við aðila eins og Sjómannadagsráð til að tryggja að sífellt sé litið til framtíðar og fjölgun hjúkrunarrýma sé í takti við fjölgun í hópi þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Það er kominn tími á að stjórnmálamenn, fyrirtæki og almenningur taki höndum saman og axli ábyrgð. Með réttum áherslum og samvinnu er hægt að tryggja eldra fólki mannsæmandi umönnun, líkt og Sjómannadagsráð sýndi að væri mögulegt á sínum tíma. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar