Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar 11. mars 2025 14:32 Þekking og fáfræði hafa tekist á frá örófi alda. Hindurvitni og bábiljur láta ekki kveða sig niður svo auðveldlega, ekki síst þegar ráðamenn sjá sér hag í því að koma þeim í sífellu á kreik að nýju. Og það hefur lengi tíðkast: stórir og smáir kóngar og keisarar fyrri alda hafa alltaf óttast það mest að alþýða manna fengi frið til að móta sér hugmyndir um raunverulega stöðu sína og möguleika í heiminum og samfélaginu. „Fasisminn nærist ekki síst á því að andstæðingar hans mæta honum í nafni framfara sem sögulegrar reglu.“ Þetta skrifaði þýski gyðingurinn og menningarfræðingurinn Walter Benjamin á fjórða áratug síðustu aldar, landflótta í París. Það sem Benjamin á hér við er að þegar fasismi og önnur skyld óáran veður uppi í samfélaginu þýðir ekkert að syngja samtímanum lof. Þvert á móti þurfum við að horfa gagnrýnum augum á heiminn í kringum okkur og spyrja: hvað er enn ógert, hvar blasir óréttlætið við, hvar eiga horfnar kynslóðir enn tilkall til þess að við bætum samfélagið og hegðun okkar á jörðinni? Háskólar eru stofnanir þar sem þekkingin á því sem gera þarf myndast og grær – og er miðlað áfram út í samfélagið, gegn öfgum og fáfræði. Þannig taka háskólar alltaf afstöðu gegn hvers kyns sérhagsmunum og síngirni sem að endingu eru ekkert annað en eyðingar- og heimsendaöfl. Þess í stað tekur háskólinn afstöðu með mannkyninu, með lífinu á jörðinni, með plánetunni. Háskóli Íslands er þar engin undantekning og á næstu árum og áratugum mun hann sinna þessu hlutskipti sínu af síauknum þrótti – vegna þess að samfélag okkar kallar á það. Vorjafndægur eru í vændum. Snjórinn og kuldinn munu að lokum mega sín lítils andspænis rísandi sól og gróandanum. Höldum út og teygum að okkur kalt og frískandi loftið. Tökumst á við verkin sem við blasa með gleði og vorhug, í þeirri fullvissu að sumarið verður gott og haustið fallegt. Höfundur er prófessor í heimspeki og frambjóðandi í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Þekking og fáfræði hafa tekist á frá örófi alda. Hindurvitni og bábiljur láta ekki kveða sig niður svo auðveldlega, ekki síst þegar ráðamenn sjá sér hag í því að koma þeim í sífellu á kreik að nýju. Og það hefur lengi tíðkast: stórir og smáir kóngar og keisarar fyrri alda hafa alltaf óttast það mest að alþýða manna fengi frið til að móta sér hugmyndir um raunverulega stöðu sína og möguleika í heiminum og samfélaginu. „Fasisminn nærist ekki síst á því að andstæðingar hans mæta honum í nafni framfara sem sögulegrar reglu.“ Þetta skrifaði þýski gyðingurinn og menningarfræðingurinn Walter Benjamin á fjórða áratug síðustu aldar, landflótta í París. Það sem Benjamin á hér við er að þegar fasismi og önnur skyld óáran veður uppi í samfélaginu þýðir ekkert að syngja samtímanum lof. Þvert á móti þurfum við að horfa gagnrýnum augum á heiminn í kringum okkur og spyrja: hvað er enn ógert, hvar blasir óréttlætið við, hvar eiga horfnar kynslóðir enn tilkall til þess að við bætum samfélagið og hegðun okkar á jörðinni? Háskólar eru stofnanir þar sem þekkingin á því sem gera þarf myndast og grær – og er miðlað áfram út í samfélagið, gegn öfgum og fáfræði. Þannig taka háskólar alltaf afstöðu gegn hvers kyns sérhagsmunum og síngirni sem að endingu eru ekkert annað en eyðingar- og heimsendaöfl. Þess í stað tekur háskólinn afstöðu með mannkyninu, með lífinu á jörðinni, með plánetunni. Háskóli Íslands er þar engin undantekning og á næstu árum og áratugum mun hann sinna þessu hlutskipti sínu af síauknum þrótti – vegna þess að samfélag okkar kallar á það. Vorjafndægur eru í vændum. Snjórinn og kuldinn munu að lokum mega sín lítils andspænis rísandi sól og gróandanum. Höldum út og teygum að okkur kalt og frískandi loftið. Tökumst á við verkin sem við blasa með gleði og vorhug, í þeirri fullvissu að sumarið verður gott og haustið fallegt. Höfundur er prófessor í heimspeki og frambjóðandi í rektorskjöri við Háskóla Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun