Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar 10. mars 2025 22:33 Ég starfaði eitt sinn sem sálfræðingur fyrir Lækna án landamæra í Írak. Þá hafði nýverið geysað mikil óöld í landinu og næsta borg var raunar enn hersetin af vígamönnum sem frömdu þar mörg voðaverk. Margir á svæðinu þar sem ég vann höfðu gengið í gegnum gífurleg áföll og mikil þörf var fyrir áfallahjálp. Samstarfsfólk mitt var mjög forvitið um Ísland og þegar það komst að því að Ísland væri eitt friðsælasta land í heimi furðuðu margir sig á því að hér væri þörf fyrir fleiri hundruð sálfræðinga. Á þeim tíma var hægt að telja sálfræðinga á fingrum annarrar handar í Írak. Ég varð líka hugsi og hugsa enn oft um furðu fólks yfir þessu. Síðan þetta var hef ég setið með ótal Íslendingum sem hafa sagt mér sögu sína í viðtölum. Enn í dag sit ég nær daglega agndofa yfir öllum áföllunum og erfiðleikunum sem svo ótrúlega margir hafa gengið í gegnum. Jafnt ungir sem aldnir. Allt andlega, líkamlega og kynferðislega ofbeldið, vanrækslan, eineltið, alkóhólisminn, fátæktin, slysin, ástvinamissirinn, náttúruhamfarirnar og svo mætti áfram telja. Á okkar litla friðsæla landi. Það sem hefur líka endurtekið slegið mig er leiðin sem langflestir hafa farið við að takast á við áföllin, það er að harka bara af sér, kveinka sér ekki og fara áfram á hnefanum. Enda dugnaður lengi verið hin æðsta dyggð á landinu okkar harðbýla. Þessi aðferð hefur vissulega komið mörgum yfir erfiða hjalla í lífinu þegar fátt annað hefur verið í boði en að harka af sér eftir áföll og halda áfram. En þetta er ekki hjálpleg aðferð til lengri tíma og fer í allt of mörgum tilfellum að vera hluti vandans en ekki lausn hans. Það er nefninlega mannlegt og eðlilegt að finna til eftir áföll og ef við fáum ekki eða gefum okkur ekki rými til að finna til og vinna úr því sem við höfum gengið í gegnum getum við lent í vondum vítahring þar sem við fyllumst jafnvel skömm og öðrum erfiðum tilfinningum. Ég get fullyrt að aðferðin að vera bara dugleg og harka af sér er óhjálpleg og í mörgum tilfellum skaðleg þegar kemur að því að takast á við áföll. Við þurfum einmitt að horfast í augu við áföllin okkar og leyfa okkur að ganga í gegnum þann sársauka sem þeim fylgir til þess að komast yfir þau og ná bata. En enn þann dag í dag heyrast gamlar tuggur um að fólk þurfi bara að vera duglegra, hætta þessu væli og hver og einn sé sinnar gæfu smiður. Kulnun sé bara leti, fátækt framtaksleysi og kvíði aumingjaskapur. Áföll þurfi einfaldlega að taka á kassann, best sé að bera harm sinn í hljóði, vera bara duglegri og bera sig vel. Það gerðu forfeður okkar og mæður og þá hlýtur það að vera rétta aðferðin. Ég velti því fyrir mér hvort það sé einmitt þessi arfleið hörku og dugnaðar sem gerir það að verkum að hér á Íslandi er þörf fyrir alla þessa sálfræðinga. Íslendingar lenda nefninlega allt of margir í ofbeldi og öðrum áföllum og það bara virkar ekki að taka það endalaust á kassann. Nú sem aldrei fyrr er einmitt tíminn til að sýna sjálfum sér og öðrum skilning og mildi. Styðja fólk til að horfast í augu við eigin vanda og vinna úr honum í staðinn fyrir að segja fólki endalaust að harka bara af sér og vera duglegra. Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég starfaði eitt sinn sem sálfræðingur fyrir Lækna án landamæra í Írak. Þá hafði nýverið geysað mikil óöld í landinu og næsta borg var raunar enn hersetin af vígamönnum sem frömdu þar mörg voðaverk. Margir á svæðinu þar sem ég vann höfðu gengið í gegnum gífurleg áföll og mikil þörf var fyrir áfallahjálp. Samstarfsfólk mitt var mjög forvitið um Ísland og þegar það komst að því að Ísland væri eitt friðsælasta land í heimi furðuðu margir sig á því að hér væri þörf fyrir fleiri hundruð sálfræðinga. Á þeim tíma var hægt að telja sálfræðinga á fingrum annarrar handar í Írak. Ég varð líka hugsi og hugsa enn oft um furðu fólks yfir þessu. Síðan þetta var hef ég setið með ótal Íslendingum sem hafa sagt mér sögu sína í viðtölum. Enn í dag sit ég nær daglega agndofa yfir öllum áföllunum og erfiðleikunum sem svo ótrúlega margir hafa gengið í gegnum. Jafnt ungir sem aldnir. Allt andlega, líkamlega og kynferðislega ofbeldið, vanrækslan, eineltið, alkóhólisminn, fátæktin, slysin, ástvinamissirinn, náttúruhamfarirnar og svo mætti áfram telja. Á okkar litla friðsæla landi. Það sem hefur líka endurtekið slegið mig er leiðin sem langflestir hafa farið við að takast á við áföllin, það er að harka bara af sér, kveinka sér ekki og fara áfram á hnefanum. Enda dugnaður lengi verið hin æðsta dyggð á landinu okkar harðbýla. Þessi aðferð hefur vissulega komið mörgum yfir erfiða hjalla í lífinu þegar fátt annað hefur verið í boði en að harka af sér eftir áföll og halda áfram. En þetta er ekki hjálpleg aðferð til lengri tíma og fer í allt of mörgum tilfellum að vera hluti vandans en ekki lausn hans. Það er nefninlega mannlegt og eðlilegt að finna til eftir áföll og ef við fáum ekki eða gefum okkur ekki rými til að finna til og vinna úr því sem við höfum gengið í gegnum getum við lent í vondum vítahring þar sem við fyllumst jafnvel skömm og öðrum erfiðum tilfinningum. Ég get fullyrt að aðferðin að vera bara dugleg og harka af sér er óhjálpleg og í mörgum tilfellum skaðleg þegar kemur að því að takast á við áföll. Við þurfum einmitt að horfast í augu við áföllin okkar og leyfa okkur að ganga í gegnum þann sársauka sem þeim fylgir til þess að komast yfir þau og ná bata. En enn þann dag í dag heyrast gamlar tuggur um að fólk þurfi bara að vera duglegra, hætta þessu væli og hver og einn sé sinnar gæfu smiður. Kulnun sé bara leti, fátækt framtaksleysi og kvíði aumingjaskapur. Áföll þurfi einfaldlega að taka á kassann, best sé að bera harm sinn í hljóði, vera bara duglegri og bera sig vel. Það gerðu forfeður okkar og mæður og þá hlýtur það að vera rétta aðferðin. Ég velti því fyrir mér hvort það sé einmitt þessi arfleið hörku og dugnaðar sem gerir það að verkum að hér á Íslandi er þörf fyrir alla þessa sálfræðinga. Íslendingar lenda nefninlega allt of margir í ofbeldi og öðrum áföllum og það bara virkar ekki að taka það endalaust á kassann. Nú sem aldrei fyrr er einmitt tíminn til að sýna sjálfum sér og öðrum skilning og mildi. Styðja fólk til að horfast í augu við eigin vanda og vinna úr honum í staðinn fyrir að segja fólki endalaust að harka bara af sér og vera duglegra. Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun