Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar 10. mars 2025 22:33 Ég starfaði eitt sinn sem sálfræðingur fyrir Lækna án landamæra í Írak. Þá hafði nýverið geysað mikil óöld í landinu og næsta borg var raunar enn hersetin af vígamönnum sem frömdu þar mörg voðaverk. Margir á svæðinu þar sem ég vann höfðu gengið í gegnum gífurleg áföll og mikil þörf var fyrir áfallahjálp. Samstarfsfólk mitt var mjög forvitið um Ísland og þegar það komst að því að Ísland væri eitt friðsælasta land í heimi furðuðu margir sig á því að hér væri þörf fyrir fleiri hundruð sálfræðinga. Á þeim tíma var hægt að telja sálfræðinga á fingrum annarrar handar í Írak. Ég varð líka hugsi og hugsa enn oft um furðu fólks yfir þessu. Síðan þetta var hef ég setið með ótal Íslendingum sem hafa sagt mér sögu sína í viðtölum. Enn í dag sit ég nær daglega agndofa yfir öllum áföllunum og erfiðleikunum sem svo ótrúlega margir hafa gengið í gegnum. Jafnt ungir sem aldnir. Allt andlega, líkamlega og kynferðislega ofbeldið, vanrækslan, eineltið, alkóhólisminn, fátæktin, slysin, ástvinamissirinn, náttúruhamfarirnar og svo mætti áfram telja. Á okkar litla friðsæla landi. Það sem hefur líka endurtekið slegið mig er leiðin sem langflestir hafa farið við að takast á við áföllin, það er að harka bara af sér, kveinka sér ekki og fara áfram á hnefanum. Enda dugnaður lengi verið hin æðsta dyggð á landinu okkar harðbýla. Þessi aðferð hefur vissulega komið mörgum yfir erfiða hjalla í lífinu þegar fátt annað hefur verið í boði en að harka af sér eftir áföll og halda áfram. En þetta er ekki hjálpleg aðferð til lengri tíma og fer í allt of mörgum tilfellum að vera hluti vandans en ekki lausn hans. Það er nefninlega mannlegt og eðlilegt að finna til eftir áföll og ef við fáum ekki eða gefum okkur ekki rými til að finna til og vinna úr því sem við höfum gengið í gegnum getum við lent í vondum vítahring þar sem við fyllumst jafnvel skömm og öðrum erfiðum tilfinningum. Ég get fullyrt að aðferðin að vera bara dugleg og harka af sér er óhjálpleg og í mörgum tilfellum skaðleg þegar kemur að því að takast á við áföll. Við þurfum einmitt að horfast í augu við áföllin okkar og leyfa okkur að ganga í gegnum þann sársauka sem þeim fylgir til þess að komast yfir þau og ná bata. En enn þann dag í dag heyrast gamlar tuggur um að fólk þurfi bara að vera duglegra, hætta þessu væli og hver og einn sé sinnar gæfu smiður. Kulnun sé bara leti, fátækt framtaksleysi og kvíði aumingjaskapur. Áföll þurfi einfaldlega að taka á kassann, best sé að bera harm sinn í hljóði, vera bara duglegri og bera sig vel. Það gerðu forfeður okkar og mæður og þá hlýtur það að vera rétta aðferðin. Ég velti því fyrir mér hvort það sé einmitt þessi arfleið hörku og dugnaðar sem gerir það að verkum að hér á Íslandi er þörf fyrir alla þessa sálfræðinga. Íslendingar lenda nefninlega allt of margir í ofbeldi og öðrum áföllum og það bara virkar ekki að taka það endalaust á kassann. Nú sem aldrei fyrr er einmitt tíminn til að sýna sjálfum sér og öðrum skilning og mildi. Styðja fólk til að horfast í augu við eigin vanda og vinna úr honum í staðinn fyrir að segja fólki endalaust að harka bara af sér og vera duglegra. Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsmódelið Atli Ísleifsson skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ég starfaði eitt sinn sem sálfræðingur fyrir Lækna án landamæra í Írak. Þá hafði nýverið geysað mikil óöld í landinu og næsta borg var raunar enn hersetin af vígamönnum sem frömdu þar mörg voðaverk. Margir á svæðinu þar sem ég vann höfðu gengið í gegnum gífurleg áföll og mikil þörf var fyrir áfallahjálp. Samstarfsfólk mitt var mjög forvitið um Ísland og þegar það komst að því að Ísland væri eitt friðsælasta land í heimi furðuðu margir sig á því að hér væri þörf fyrir fleiri hundruð sálfræðinga. Á þeim tíma var hægt að telja sálfræðinga á fingrum annarrar handar í Írak. Ég varð líka hugsi og hugsa enn oft um furðu fólks yfir þessu. Síðan þetta var hef ég setið með ótal Íslendingum sem hafa sagt mér sögu sína í viðtölum. Enn í dag sit ég nær daglega agndofa yfir öllum áföllunum og erfiðleikunum sem svo ótrúlega margir hafa gengið í gegnum. Jafnt ungir sem aldnir. Allt andlega, líkamlega og kynferðislega ofbeldið, vanrækslan, eineltið, alkóhólisminn, fátæktin, slysin, ástvinamissirinn, náttúruhamfarirnar og svo mætti áfram telja. Á okkar litla friðsæla landi. Það sem hefur líka endurtekið slegið mig er leiðin sem langflestir hafa farið við að takast á við áföllin, það er að harka bara af sér, kveinka sér ekki og fara áfram á hnefanum. Enda dugnaður lengi verið hin æðsta dyggð á landinu okkar harðbýla. Þessi aðferð hefur vissulega komið mörgum yfir erfiða hjalla í lífinu þegar fátt annað hefur verið í boði en að harka af sér eftir áföll og halda áfram. En þetta er ekki hjálpleg aðferð til lengri tíma og fer í allt of mörgum tilfellum að vera hluti vandans en ekki lausn hans. Það er nefninlega mannlegt og eðlilegt að finna til eftir áföll og ef við fáum ekki eða gefum okkur ekki rými til að finna til og vinna úr því sem við höfum gengið í gegnum getum við lent í vondum vítahring þar sem við fyllumst jafnvel skömm og öðrum erfiðum tilfinningum. Ég get fullyrt að aðferðin að vera bara dugleg og harka af sér er óhjálpleg og í mörgum tilfellum skaðleg þegar kemur að því að takast á við áföll. Við þurfum einmitt að horfast í augu við áföllin okkar og leyfa okkur að ganga í gegnum þann sársauka sem þeim fylgir til þess að komast yfir þau og ná bata. En enn þann dag í dag heyrast gamlar tuggur um að fólk þurfi bara að vera duglegra, hætta þessu væli og hver og einn sé sinnar gæfu smiður. Kulnun sé bara leti, fátækt framtaksleysi og kvíði aumingjaskapur. Áföll þurfi einfaldlega að taka á kassann, best sé að bera harm sinn í hljóði, vera bara duglegri og bera sig vel. Það gerðu forfeður okkar og mæður og þá hlýtur það að vera rétta aðferðin. Ég velti því fyrir mér hvort það sé einmitt þessi arfleið hörku og dugnaðar sem gerir það að verkum að hér á Íslandi er þörf fyrir alla þessa sálfræðinga. Íslendingar lenda nefninlega allt of margir í ofbeldi og öðrum áföllum og það bara virkar ekki að taka það endalaust á kassann. Nú sem aldrei fyrr er einmitt tíminn til að sýna sjálfum sér og öðrum skilning og mildi. Styðja fólk til að horfast í augu við eigin vanda og vinna úr honum í staðinn fyrir að segja fólki endalaust að harka bara af sér og vera duglegra. Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun