Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar 10. mars 2025 14:31 Það er sami rassinn undir öllum. Jakob Bjarnar blaðamaður hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í útvarpsviðtali í morgun á Bylgjunni og hann talaði um að það hafi orðið siðrof þegar hann var að tala um sjálftökuna hér á landi. Hann var í því samhengi að tala um laun borgarstjórans, Heiðu Hilmisdóttur, og fleiri nýleg mál sem hafa verið að koma upp í samfélaginu. En er þetta nýtt á nálinni hér á landi? Nei, það er það ekki. Það er nefnilega þannig að það er ekki sama hvort þú ert séra Jón eða Jón nú eða Inga eða Inga „kvartmilljarður“, það gilda ekki sömu lögin um þau. Ég er ekki að nenna að fara langt aftur í tímann að finna dæmi en ég verð að taka hattinn að ofan fyrir núverandi ríkisstjórn að afnema handahafalaun forsetans sem geta numið 8 milljónum á ári. En færum okkur nær og skoðum fyrirrennara Heiðu borgarstjóra sem hún tók fyrsta sætið af Dag B. Eggerts, manninum sem fékk orlofsgreiðslur 10 ár aftur í tímann, hvar á byggðu bóli yrði svona samþykkt? Og núna situr sá maður á Alþingi Íslendinga. Eða verkalýðsforingjar hvort heldur hjá Rafiðnaðarsambandinu eða Ragnar Þór hjá VR. Ég nenni nú ekki heldur að fara út í þá sálma, við þekkjum þá horror-sögu, kannski ágætt að klingja út með því að segja það glymur hæst í tómri tunnu. En þetta er ekki búið þegar fólk í stjórnunarstöðum á vegum hins opinbera, og tala nú ekki um á höfuðborgarsvæðinu, er að fá að auki aksturspeninga ofan á launin. Eins og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfur keyrði ég á mínum lúsarlaunum á milli Selfoss og Reykjavíkur í 5 ár og fékk ekki krónu fyrir að sækja vinnu. En þegar ég heyrði á sínum tíma hafi bæjarstjóri Kópavogs verið á aksturstyrk fyrir nokkrum árum sem þá var eitthvað nálægt 150 kallinum á mánuði sem ég veit ekki hver er í dag datt andlitið að mér. Þetta er sami bæjarstjórinn sem ætlar að fara að skera niður hjá bænum vegna nýgerðra kjarasamninga kennara. Eins ef það er rétt ef fólk sest á þing sem vann hjá því opinbera í háum stjórnunarstöðum getur gengið að því vísu að fara í sitt gamla starf að lokinni þingmennsku getur það talist eðlilegt? Ég er ekki viss að þetta myndi líðast á hinum frjálsa vinnumarkaði, er ekki eitthvað bogið hérna? Kannski ekki skrýtið að á Alþingi Íslendinga sitji aðallega miðaldra lögfræðingar og „fyrrum opinberir starfsmenn“ Hvernig væri það, þyrftum við ekki að fá Elon Musk lánaðan í svona viku til að fara í tiltekt hjá því opinbera? Ætli hann myndi ekki byrja á því að sameina öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem hefði átt að vera búið fyrir löngu síðan. Síðan hugsa ég að hann myndi afnema alls konar rugl og sukk á vegum hins opinbera. Hvar er okkar Elon Musk sem hikar ekki við að fara í tiltekt? Íslenskir stjórnmálamenn, hvort heldur á sveitarstjórnarstiginu eða á alþingi, væri ekki ágæt byrjun að byrja á ykkur sjálfum og sýna alvöru fordæmi áður en þið farið að skera niður hjá okkur hinum aumingjunum á hamstrahjólinu. Fyrr verðið þið ekki marktækir og traustið mun ekki koma af sjálfu sér heldur ávinnur maður það sér inn með verkum sínum en ekki bara með orðum rétt fyrir kosningar. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sami rassinn undir öllum. Jakob Bjarnar blaðamaður hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í útvarpsviðtali í morgun á Bylgjunni og hann talaði um að það hafi orðið siðrof þegar hann var að tala um sjálftökuna hér á landi. Hann var í því samhengi að tala um laun borgarstjórans, Heiðu Hilmisdóttur, og fleiri nýleg mál sem hafa verið að koma upp í samfélaginu. En er þetta nýtt á nálinni hér á landi? Nei, það er það ekki. Það er nefnilega þannig að það er ekki sama hvort þú ert séra Jón eða Jón nú eða Inga eða Inga „kvartmilljarður“, það gilda ekki sömu lögin um þau. Ég er ekki að nenna að fara langt aftur í tímann að finna dæmi en ég verð að taka hattinn að ofan fyrir núverandi ríkisstjórn að afnema handahafalaun forsetans sem geta numið 8 milljónum á ári. En færum okkur nær og skoðum fyrirrennara Heiðu borgarstjóra sem hún tók fyrsta sætið af Dag B. Eggerts, manninum sem fékk orlofsgreiðslur 10 ár aftur í tímann, hvar á byggðu bóli yrði svona samþykkt? Og núna situr sá maður á Alþingi Íslendinga. Eða verkalýðsforingjar hvort heldur hjá Rafiðnaðarsambandinu eða Ragnar Þór hjá VR. Ég nenni nú ekki heldur að fara út í þá sálma, við þekkjum þá horror-sögu, kannski ágætt að klingja út með því að segja það glymur hæst í tómri tunnu. En þetta er ekki búið þegar fólk í stjórnunarstöðum á vegum hins opinbera, og tala nú ekki um á höfuðborgarsvæðinu, er að fá að auki aksturspeninga ofan á launin. Eins og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfur keyrði ég á mínum lúsarlaunum á milli Selfoss og Reykjavíkur í 5 ár og fékk ekki krónu fyrir að sækja vinnu. En þegar ég heyrði á sínum tíma hafi bæjarstjóri Kópavogs verið á aksturstyrk fyrir nokkrum árum sem þá var eitthvað nálægt 150 kallinum á mánuði sem ég veit ekki hver er í dag datt andlitið að mér. Þetta er sami bæjarstjórinn sem ætlar að fara að skera niður hjá bænum vegna nýgerðra kjarasamninga kennara. Eins ef það er rétt ef fólk sest á þing sem vann hjá því opinbera í háum stjórnunarstöðum getur gengið að því vísu að fara í sitt gamla starf að lokinni þingmennsku getur það talist eðlilegt? Ég er ekki viss að þetta myndi líðast á hinum frjálsa vinnumarkaði, er ekki eitthvað bogið hérna? Kannski ekki skrýtið að á Alþingi Íslendinga sitji aðallega miðaldra lögfræðingar og „fyrrum opinberir starfsmenn“ Hvernig væri það, þyrftum við ekki að fá Elon Musk lánaðan í svona viku til að fara í tiltekt hjá því opinbera? Ætli hann myndi ekki byrja á því að sameina öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem hefði átt að vera búið fyrir löngu síðan. Síðan hugsa ég að hann myndi afnema alls konar rugl og sukk á vegum hins opinbera. Hvar er okkar Elon Musk sem hikar ekki við að fara í tiltekt? Íslenskir stjórnmálamenn, hvort heldur á sveitarstjórnarstiginu eða á alþingi, væri ekki ágæt byrjun að byrja á ykkur sjálfum og sýna alvöru fordæmi áður en þið farið að skera niður hjá okkur hinum aumingjunum á hamstrahjólinu. Fyrr verðið þið ekki marktækir og traustið mun ekki koma af sjálfu sér heldur ávinnur maður það sér inn með verkum sínum en ekki bara með orðum rétt fyrir kosningar. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar