Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 7. mars 2025 11:31 Um langt árabil var málaflokkur umhverfis- og náttúruverndar vanfjármagnaður. Í tíð minni sem umhverfisráðherra voru þó fjárheimildir til umhverfismála aukin um tæp 50% á fjórum árum. Það var gert vegna ríkrar áherslu á náttúruvernd og umhverfis- og loftslagsmál á þeim tíma. Mér var það fyllilega ljóst að það var ekki nóg. Það kom mér því verulega á óvart (og olli mér miklum vonbrigðum) þegar Jóhann Páll Jóhannsson nýr umhverfisráðherra boðaði fyrr í vikunni umtalsverðan niðurskurð í ráðuneyti sínu, alls um 600 m.kr., nú þegar á þessu ári. Það eru háar fjárhæðir í litlu ráðuneyti. Til að setja í samhengi, þá er þetta svipuð upphæð og rennur úr ríkissjóði til Samkeppniseftirlitsins og sviðað og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ fær. Þetta er 2,5 sinnum meira en fer í rekstur embættis ríkissáttasemjara og er um 1/4 af framlagi ríkisins til nýrrar Náttúruverndarstofnunar. Það er alltaf mikilvægt að ráðstafa almannafé með ábyrgum hætti. En þessi ákvörðun ráðherra er óábyrg og ekki í þágu almannaheilla. Hann kýs að skera niður meðan það vantar fjármagn í loftslagsmál og orkuskipti, í ofanflóðavarnir og landvörslu, og í aðgerðir til varnar líffræðilegri fjölbreytni svo eitthvað sé nefnt. Loftslagsráð og umhverfisverndarsamtök hafa bent á að frekari fjármögnun loftslagsaðgerða sé nauðsynleg til að ná viðunandi árangri hérlendis og svo uppfylla megi alþjóðlegar skyldur okkar Íslendinga. Það er því erfitt að sjá hvað umhverfisráðherra Samfylkingarinnar gengur til með blóðugum niðurskurði í umhverfismálum. Á að skera niður opinber störf? Á að hætta með mikilvægverkefni? Hvert er planið? Ráðherrann verður að útskýra hvernig hann telji sig geta tekið 600 m.kr. úr brýnum verkefnum innan málaflokka ráðuneytisins án þess að það komi niður á opinberri þjónustu eða árangri í umhverfismálum. Ráðherranum væri nær að beina auknu fjármagn til ofangreindra málaflokka og til félagasamtaka sem t.d. misstu séstakt fjármagn til verkefnastyrkja í ráðherratíð Guðlaugs Þórs. Aukið fjármagn til félagasamtaka er mikilvægt ekki síst í ljósi þess að engir stjórnmálaflokkar á Alþingi munu veita ráðherranum aðhald í umhverfismálum. Það aðhald verður því að koma utan frá og til þess þurfa umhverfisverndarsamtök fjármagn. Ríkisstjórnin undir forystu Samfylkingarinnar hefur kastað teningunum í umhverfismálum. Það á sérstaklega að greiða götu virkjana og fjarlægja nauðsynlega varnagla úr umhverfislöggjöfinni, þrátt fyrir að Samfylkingin hafi tekið þátt í að koma þeim varnöglum í lög á sínum tíma. Ráðherrann ætlar að virkja eftir uppskrift hægrisinnaðra hagsmunaafla með einföldun regluverks og undanþágum, eins og nýlegt frumvarp ráðherrans í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur ber með sér. Þá boðar ráðherrann færri aðgerðir í loftslagsmálum. Engar aðgerðir í þágu náttúruverndar eða til verndar líffræðilegri fjölbreytni hafa verið boðaðar. Og, nú á að draga úr fjárheimildum til umhverfismála. Umhverfi og náttúra eiga sér greinilega enga talsmenn í ríkisstjórn sem helst stundar niðurrif í málaflokknum. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ganga gegn hagsmunum samtímans og framtíðarkynslóða og eru mikil afturför í íslenskum stjórnmálum og stefnumótun hins opinbera í þágu umhverfis- og náttúruverndar. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og fyrrv. umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Um langt árabil var málaflokkur umhverfis- og náttúruverndar vanfjármagnaður. Í tíð minni sem umhverfisráðherra voru þó fjárheimildir til umhverfismála aukin um tæp 50% á fjórum árum. Það var gert vegna ríkrar áherslu á náttúruvernd og umhverfis- og loftslagsmál á þeim tíma. Mér var það fyllilega ljóst að það var ekki nóg. Það kom mér því verulega á óvart (og olli mér miklum vonbrigðum) þegar Jóhann Páll Jóhannsson nýr umhverfisráðherra boðaði fyrr í vikunni umtalsverðan niðurskurð í ráðuneyti sínu, alls um 600 m.kr., nú þegar á þessu ári. Það eru háar fjárhæðir í litlu ráðuneyti. Til að setja í samhengi, þá er þetta svipuð upphæð og rennur úr ríkissjóði til Samkeppniseftirlitsins og sviðað og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ fær. Þetta er 2,5 sinnum meira en fer í rekstur embættis ríkissáttasemjara og er um 1/4 af framlagi ríkisins til nýrrar Náttúruverndarstofnunar. Það er alltaf mikilvægt að ráðstafa almannafé með ábyrgum hætti. En þessi ákvörðun ráðherra er óábyrg og ekki í þágu almannaheilla. Hann kýs að skera niður meðan það vantar fjármagn í loftslagsmál og orkuskipti, í ofanflóðavarnir og landvörslu, og í aðgerðir til varnar líffræðilegri fjölbreytni svo eitthvað sé nefnt. Loftslagsráð og umhverfisverndarsamtök hafa bent á að frekari fjármögnun loftslagsaðgerða sé nauðsynleg til að ná viðunandi árangri hérlendis og svo uppfylla megi alþjóðlegar skyldur okkar Íslendinga. Það er því erfitt að sjá hvað umhverfisráðherra Samfylkingarinnar gengur til með blóðugum niðurskurði í umhverfismálum. Á að skera niður opinber störf? Á að hætta með mikilvægverkefni? Hvert er planið? Ráðherrann verður að útskýra hvernig hann telji sig geta tekið 600 m.kr. úr brýnum verkefnum innan málaflokka ráðuneytisins án þess að það komi niður á opinberri þjónustu eða árangri í umhverfismálum. Ráðherranum væri nær að beina auknu fjármagn til ofangreindra málaflokka og til félagasamtaka sem t.d. misstu séstakt fjármagn til verkefnastyrkja í ráðherratíð Guðlaugs Þórs. Aukið fjármagn til félagasamtaka er mikilvægt ekki síst í ljósi þess að engir stjórnmálaflokkar á Alþingi munu veita ráðherranum aðhald í umhverfismálum. Það aðhald verður því að koma utan frá og til þess þurfa umhverfisverndarsamtök fjármagn. Ríkisstjórnin undir forystu Samfylkingarinnar hefur kastað teningunum í umhverfismálum. Það á sérstaklega að greiða götu virkjana og fjarlægja nauðsynlega varnagla úr umhverfislöggjöfinni, þrátt fyrir að Samfylkingin hafi tekið þátt í að koma þeim varnöglum í lög á sínum tíma. Ráðherrann ætlar að virkja eftir uppskrift hægrisinnaðra hagsmunaafla með einföldun regluverks og undanþágum, eins og nýlegt frumvarp ráðherrans í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur ber með sér. Þá boðar ráðherrann færri aðgerðir í loftslagsmálum. Engar aðgerðir í þágu náttúruverndar eða til verndar líffræðilegri fjölbreytni hafa verið boðaðar. Og, nú á að draga úr fjárheimildum til umhverfismála. Umhverfi og náttúra eiga sér greinilega enga talsmenn í ríkisstjórn sem helst stundar niðurrif í málaflokknum. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ganga gegn hagsmunum samtímans og framtíðarkynslóða og eru mikil afturför í íslenskum stjórnmálum og stefnumótun hins opinbera í þágu umhverfis- og náttúruverndar. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og fyrrv. umhverfisráðherra.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun