Menntakerfi með ómarktækar einkunnir Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 7. mars 2025 07:01 Frumvarp Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, um námsmat er nú til meðferðar á Alþingi. Í frumvarpinu leggur hún til að skólaeinkunnir verði notaðar sem lokamat grunnskóla á færni nemenda þegar þeir klára 10. bekk. Þetta sætir furðu í ljósi þess að skólaeinkunnir eru ósamanburðarhæfar á milli skóla. Þannig segir rannsókn Menntamálastofnunar frá 2022 að „35% nemenda búa við það að [skólaeinkunn] þeirra er líklega umtalsvert lægri eða hærri en hefði verið í öðrum skóla. [...] Ósamræmi er í hvernig námsmati er beitt eftir skólum.“ Önnur rannsókn sömu stofnunar staðfesti þráláta einkunnaverðbólgu skólaeinkunna jafnvel þótt skipt hefði verið úr tölustöfum yfir í bókstafi til að reyna að sporna við henni. Frumvarp ráðherra þýðir því að enginn samanburðarhæfur mælikvarði verður til um gæði skólastarfs eða færni barna við lok grunnskólagöngu. Þá verður umsóknum barna um framhaldsskólavist forgangsraðað út frá einkunnum sem eru ósamanburðarhæfar. Afleiðingin er að brotið verður gegn reglu um jafnræði óháð búsetu, bæði á meðan grunnskólagöngu stendur og einnig við innritun í framhaldsskóla. Hver eru rök ráðherrans fyrir þessu? Í umræðum um málið á Alþingi nefnir hún tvö atriði: „Svo er það náttúrlega líka ekki gott að vera með samræmd próf í 10. bekk því að þá fer allur veturinn í að kenna út frá því. [...] Svo er líka hætta á því að samræmd lokapróf [...] leiði til einsleits nemendahóps [...] Framhaldsskólar verða líka að taka ábyrgð á því að stuðla að fjölbreyttu samfélagi.“ Fyrri röksemdin stenst ekki skoðun. Samræmd próf kanna færni nemenda samkvæmt aðalnámskrá, til dæmis í lestri, reikningi og náttúruvísindum. Ef kennsla snýst um að tryggja að nemendur nái hæfniviðmiðum aðalnámskrár er það einmitt til marks um að prófin virki sem skyldi. Heilbrigt skólastarf byggir á skýrum hæfniviðmiðum og kennarar stýra síðan sinni kennslu með þau í huga. Seinni röksemdin gengur út frá því að yfirvöld eigi að tryggja „fjölbreytni“ í nemendahópum frekar en að einstaklingar komist áfram á eigin verðleikum. Þessi afstaða virðist byggja á úreltum hugmyndum um jafnar útkomur fremur en jöfn tækifæri. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að stýra samsetningu nemendahópa framhaldsskóla út frá óskýrum hugmyndafræðilegum markmiðum. Stjórnvöld eiga að tryggja jafnræði: öll börn eiga að njóta sanngjarns og gagnsæs mats á færni sinni og hafa sömu tækifæri til að komast áfram á eigin verðleikum. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fjallar nú um frumvarp ráðherra. Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn þar sem við leggjum til að samræmd próf verði notuð sem lokamat grunnskóla í stað skólaeinkunna. Vonandi verður sú breyting að veruleika. Færni og framtíðartækifæri grunnskólabarna eiga að vera undir þeim sjálfum komin. Það leiðir til betri árangurs bæði fyrir nemendur og skólakerfið í heild. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, um námsmat er nú til meðferðar á Alþingi. Í frumvarpinu leggur hún til að skólaeinkunnir verði notaðar sem lokamat grunnskóla á færni nemenda þegar þeir klára 10. bekk. Þetta sætir furðu í ljósi þess að skólaeinkunnir eru ósamanburðarhæfar á milli skóla. Þannig segir rannsókn Menntamálastofnunar frá 2022 að „35% nemenda búa við það að [skólaeinkunn] þeirra er líklega umtalsvert lægri eða hærri en hefði verið í öðrum skóla. [...] Ósamræmi er í hvernig námsmati er beitt eftir skólum.“ Önnur rannsókn sömu stofnunar staðfesti þráláta einkunnaverðbólgu skólaeinkunna jafnvel þótt skipt hefði verið úr tölustöfum yfir í bókstafi til að reyna að sporna við henni. Frumvarp ráðherra þýðir því að enginn samanburðarhæfur mælikvarði verður til um gæði skólastarfs eða færni barna við lok grunnskólagöngu. Þá verður umsóknum barna um framhaldsskólavist forgangsraðað út frá einkunnum sem eru ósamanburðarhæfar. Afleiðingin er að brotið verður gegn reglu um jafnræði óháð búsetu, bæði á meðan grunnskólagöngu stendur og einnig við innritun í framhaldsskóla. Hver eru rök ráðherrans fyrir þessu? Í umræðum um málið á Alþingi nefnir hún tvö atriði: „Svo er það náttúrlega líka ekki gott að vera með samræmd próf í 10. bekk því að þá fer allur veturinn í að kenna út frá því. [...] Svo er líka hætta á því að samræmd lokapróf [...] leiði til einsleits nemendahóps [...] Framhaldsskólar verða líka að taka ábyrgð á því að stuðla að fjölbreyttu samfélagi.“ Fyrri röksemdin stenst ekki skoðun. Samræmd próf kanna færni nemenda samkvæmt aðalnámskrá, til dæmis í lestri, reikningi og náttúruvísindum. Ef kennsla snýst um að tryggja að nemendur nái hæfniviðmiðum aðalnámskrár er það einmitt til marks um að prófin virki sem skyldi. Heilbrigt skólastarf byggir á skýrum hæfniviðmiðum og kennarar stýra síðan sinni kennslu með þau í huga. Seinni röksemdin gengur út frá því að yfirvöld eigi að tryggja „fjölbreytni“ í nemendahópum frekar en að einstaklingar komist áfram á eigin verðleikum. Þessi afstaða virðist byggja á úreltum hugmyndum um jafnar útkomur fremur en jöfn tækifæri. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að stýra samsetningu nemendahópa framhaldsskóla út frá óskýrum hugmyndafræðilegum markmiðum. Stjórnvöld eiga að tryggja jafnræði: öll börn eiga að njóta sanngjarns og gagnsæs mats á færni sinni og hafa sömu tækifæri til að komast áfram á eigin verðleikum. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fjallar nú um frumvarp ráðherra. Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn þar sem við leggjum til að samræmd próf verði notuð sem lokamat grunnskóla í stað skólaeinkunna. Vonandi verður sú breyting að veruleika. Færni og framtíðartækifæri grunnskólabarna eiga að vera undir þeim sjálfum komin. Það leiðir til betri árangurs bæði fyrir nemendur og skólakerfið í heild. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun