Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar 6. mars 2025 09:01 Þegar minnst er á Norðurlandaráð í daglegu tali verður mögulega einhverjum fyrst hugsað um bókmenntir og verðlaunahátíðir. Það er ekki óeðlilegt – sameiginlegur menningararfur á Norðurslóðum hefur í gegnum tíðina gert okkur Norðurlöndin að bestu bandamönnum hvors annars og það er ekki ódýr vinskapur á óróatímum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur tilkynnt um fyrirhugaða endurskoðun öryggis- og varnarmálastefnu fyrir Ísland með stofnun þverpólitískrar nefndar sem ber að fagna. Af því tilefni ber að ítreka mikilvægi þess að norrænar áherslur fái notið sín með hliðsjón af gríðarlega öflugri vinnu sem fer nú fram á vettvangi Norðurlandaráðs og NB8, og þeim lærdómi sem verður að draga frá okkar öflugustu bandamönnum og samstarfsþjóðum. Við erum öfundsverður félagsskapur, sem helgast af því að það hefur verið lögð rækt við hann. NB8-samstarfið svokallaða, sem hefur einnig verið í brennidepli að undanförnu, sameinar jafnframt Norðurlöndin fimm og Eystrasaltsríkin þrjú. Fyrr á þessu ári komu NB8 ríkin sér saman um að unnar yrðu tillögur um eflingu öryggis- og varnarsamstarfs sín á milli. Með þessu sýna leiðtogar ríkjanna ekki bara mikinn vilja til að styrkja sameiginlegar varnir og tryggja stöðugleika á svæðinu, því samtakamátturinn og samstaðan vekur athygli í allar áttir. Nýverið fór fram febrúarfundur í störfum Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Öryggis- og varnarmál eru þar á allra vörum, og við getum notið þess að búa að gríðarlegri þekkingu bandamanna okkar sem eiga landamæri að Rússlandi sem við verðum að nýta okkur inn í mótun nýrrar öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Til að mynda var haldin málstofa um skuggaflota Rússlands í Eystrasaltshafi, þar sem skip úr ýmsum heimshlutum hafa siglt bókstaflega undir fölsku flaggi í ljósi viðskiptaþvingana sem beitt hefur verið gagnvart Rússum til að flytja olíu og annan varning hafna á milli. Þetta eru vægast sagt illa útbúin skip og geta skapað gríðarlega hættu á umhverfisslysum. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu augljós hætta skapast af raski á sæstrengjum og mikilvægum leiðslum sem liggja á botni sjávar. Við fögnum því þess vegna sérstaklega að norrænir bandamenn okkar vilji nýta vettvang Norðurlandaráðs til þess að þétta raðirnar, sýna öðrum ríkjum öfluga samstöðu og að hér innan okkar raða sé ekki bara búið að formfesta varnarsamstarf okkar innan raða NATO með nýlegri inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í varnarbandalagið. Norðurlandaráð er ekki varnarbandalag, og getur sem slíkt ekki sinnt þeirri stoð í varnarstefnu Íslands líkt og NATO hefur gert frá stofnun þess. Eftir því sem þverpólitískt norrænt samstarf setur meiri fókus á net- og orkuöryggi, matvælaöryggi, sæstrengi, upplýsingaóreiðu, netárásir og það sem við köllum fjölþáttaógnir, verður vettvangurinn dýrmætari. Ísland er sökum smæðar ekki í aðstöðu til að sinna varnarmálum á eigin spýtur. Það skiptir öllu máli að taka skrefin samstíga í stærri hópi þjóða sem deila hagsmunum okkar og gildum. Hér eigum við einnig að horfa til þess að Noregur stendur líkt og við utan Evrópusambandsins, en á með sambærilegum hætti og Ísland mikið undir þegar kemur að varnarsamstarfi við Bandaríkin. Norræn samstaða um öryggis- og varnarmál skiptir því öllu þegar rætt er um skipan okkar í alþjóðasamstarfi. Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu á ekki erindi inn í traust samtal norræna vettvangsins sem verið er að byggja upp með hætti sem vekur heimsathygli. Við jafnaðarmenn höfum byggt fast á þeirri sýn að farsælar samfélagsbreytingar verða að byggjast á öruggum en um leið ákveðnum skrefum í þágu skýrt skilgreindra markmiða. Þau sjónarmið eiga líka við um erfiðar ákvarðanir fyrir alþjóðasamfélagið á óvissutímum, ekki síst þegar kemur að uppbyggingu varnarinnviða. Heimsbyggðin horfir til Norðurlanda og félagshyggjusamfélaga þeirra. Forystu nýrrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur sem samanstendur af fulltrúum þriggja flokka sem sameinast um breiðar línur í íslenskri þjóðarsál, í þágu íslenskra heimila og fyrirtækja, er vel treystandi fyrir því verkefni. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Norðurlandaráð Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þegar minnst er á Norðurlandaráð í daglegu tali verður mögulega einhverjum fyrst hugsað um bókmenntir og verðlaunahátíðir. Það er ekki óeðlilegt – sameiginlegur menningararfur á Norðurslóðum hefur í gegnum tíðina gert okkur Norðurlöndin að bestu bandamönnum hvors annars og það er ekki ódýr vinskapur á óróatímum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur tilkynnt um fyrirhugaða endurskoðun öryggis- og varnarmálastefnu fyrir Ísland með stofnun þverpólitískrar nefndar sem ber að fagna. Af því tilefni ber að ítreka mikilvægi þess að norrænar áherslur fái notið sín með hliðsjón af gríðarlega öflugri vinnu sem fer nú fram á vettvangi Norðurlandaráðs og NB8, og þeim lærdómi sem verður að draga frá okkar öflugustu bandamönnum og samstarfsþjóðum. Við erum öfundsverður félagsskapur, sem helgast af því að það hefur verið lögð rækt við hann. NB8-samstarfið svokallaða, sem hefur einnig verið í brennidepli að undanförnu, sameinar jafnframt Norðurlöndin fimm og Eystrasaltsríkin þrjú. Fyrr á þessu ári komu NB8 ríkin sér saman um að unnar yrðu tillögur um eflingu öryggis- og varnarsamstarfs sín á milli. Með þessu sýna leiðtogar ríkjanna ekki bara mikinn vilja til að styrkja sameiginlegar varnir og tryggja stöðugleika á svæðinu, því samtakamátturinn og samstaðan vekur athygli í allar áttir. Nýverið fór fram febrúarfundur í störfum Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Öryggis- og varnarmál eru þar á allra vörum, og við getum notið þess að búa að gríðarlegri þekkingu bandamanna okkar sem eiga landamæri að Rússlandi sem við verðum að nýta okkur inn í mótun nýrrar öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Til að mynda var haldin málstofa um skuggaflota Rússlands í Eystrasaltshafi, þar sem skip úr ýmsum heimshlutum hafa siglt bókstaflega undir fölsku flaggi í ljósi viðskiptaþvingana sem beitt hefur verið gagnvart Rússum til að flytja olíu og annan varning hafna á milli. Þetta eru vægast sagt illa útbúin skip og geta skapað gríðarlega hættu á umhverfisslysum. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu augljós hætta skapast af raski á sæstrengjum og mikilvægum leiðslum sem liggja á botni sjávar. Við fögnum því þess vegna sérstaklega að norrænir bandamenn okkar vilji nýta vettvang Norðurlandaráðs til þess að þétta raðirnar, sýna öðrum ríkjum öfluga samstöðu og að hér innan okkar raða sé ekki bara búið að formfesta varnarsamstarf okkar innan raða NATO með nýlegri inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í varnarbandalagið. Norðurlandaráð er ekki varnarbandalag, og getur sem slíkt ekki sinnt þeirri stoð í varnarstefnu Íslands líkt og NATO hefur gert frá stofnun þess. Eftir því sem þverpólitískt norrænt samstarf setur meiri fókus á net- og orkuöryggi, matvælaöryggi, sæstrengi, upplýsingaóreiðu, netárásir og það sem við köllum fjölþáttaógnir, verður vettvangurinn dýrmætari. Ísland er sökum smæðar ekki í aðstöðu til að sinna varnarmálum á eigin spýtur. Það skiptir öllu máli að taka skrefin samstíga í stærri hópi þjóða sem deila hagsmunum okkar og gildum. Hér eigum við einnig að horfa til þess að Noregur stendur líkt og við utan Evrópusambandsins, en á með sambærilegum hætti og Ísland mikið undir þegar kemur að varnarsamstarfi við Bandaríkin. Norræn samstaða um öryggis- og varnarmál skiptir því öllu þegar rætt er um skipan okkar í alþjóðasamstarfi. Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu á ekki erindi inn í traust samtal norræna vettvangsins sem verið er að byggja upp með hætti sem vekur heimsathygli. Við jafnaðarmenn höfum byggt fast á þeirri sýn að farsælar samfélagsbreytingar verða að byggjast á öruggum en um leið ákveðnum skrefum í þágu skýrt skilgreindra markmiða. Þau sjónarmið eiga líka við um erfiðar ákvarðanir fyrir alþjóðasamfélagið á óvissutímum, ekki síst þegar kemur að uppbyggingu varnarinnviða. Heimsbyggðin horfir til Norðurlanda og félagshyggjusamfélaga þeirra. Forystu nýrrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur sem samanstendur af fulltrúum þriggja flokka sem sameinast um breiðar línur í íslenskri þjóðarsál, í þágu íslenskra heimila og fyrirtækja, er vel treystandi fyrir því verkefni. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun