Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 5. mars 2025 10:33 Síðustu áratugi hefur stjórnmálaumræða í Evrópu þróast á þann hátt að margir leiðtogar virðast hafa misst tengslin við raunveruleikann, líkt og Don Quixote, hetjan úr hinni frægu skáldsögu eftir Cervantes, hafa þeir elt vindmyllur hugmyndafræðinnar án þess að sjá hvað raunverulega skiptir máli. Evrópa hefur gengið í gegnum breytingar sem byggja á tilfinningasemi, gjaldþrota hugmyndafræði um að reglur og meiri reglur ásamt fjölmenningu leysi allt á meðan þegnarnir, sem stjórnmál eiga fyrst og fremst að þjóna, hafa verið settir út í horn. Hugmyndafræði og raunveruleiki Don Quixote var riddari í eigin huga, sannfærður um að hann væri hetja sem myndi bjarga heiminum. Með sama hætti hafa margir evrópskir stjórnmálamenn lagt áherslu á háleitar hugmyndir án þess að íhuga afleiðingar þeirra. Þeir hafa fylgt stefnu sem byggir meira á hugmyndafræðilegum útópíum heldur en á praktískri stjórnun. Eitt helsta stefnumál evrópskra stjórnmála síðustu ár hefur verið opnun landamæra, oft undir formerkjum mannúðar. Þótt hjálp við flóttamenn og innflytjendur sé mikilvæg hefur óheft innflytjendastefna ásamt auknum álögum, boðum og bönnum á íbúa landanna leitt til vaxandi samfélagslegs klofnings, efnahagslegra erfiðleika og óöryggis í mörgum löndum. Líkt og Don Quixote sem sá ímyndaða óvini þar sem engir voru, hafa stjórnmálamenn litið á gagnrýni á þessa stefnu sem fordóma frekar en ábendingu um raunveruleg vandamál. Til að þeir sem lifa við hættu og hörmungar eygi betra líf þarf að vinna að lausn vandamálanna heima fyrir í stað þess að flytja vandann annað. Reglubinding í stað raunverulegra lausna Annar þáttur sem hefur einkennt evrópska stjórnmála- og embættismenn er þráin til að setja reglur og skilyrði um allt mögulegt undir þeim formerkjum að það eiga að bæta samfélagið en skilar svo jafnvel öfugum áhrifum. Evrópusambandið er sérstaklega þekkt fyrir þetta reglugerðaæði, þar sem skrifræði og lagafrumskógur verða til þess að almennir borgarar og fyrirtæki lenda í vandræðum. Í stað þess að hlusta á þegnana og leysa raunveruleg vandamál, eyða stjórnmála- og embættismenn orku sinni í að fullkomna reglugerðirnar sem gera lítið annað en að auka enn á flækjustigið sem dregur úr samkeppnishæfni, nýsköpun, framleiðni og framþróun. Þess vegna hefur Evrópa misst af lestinni. Gleymska á eigin þegna Á meðan stjórnmálamenn Evrópu hafa helgað sig því að búa til nýjar stefnur sem virðast siðferðislega háleitar, hefur gleymst að hlusta á þá sem þetta á allt að þjóna: almenning. Líkt og Don Quixote sem horfði fram hjá því að fólk sá hann sem kjána, hafa stjórnmálamenn oft afgreitt áhyggjur borgaranna sem öfgasjónarmið eða afturhaldsemi. Þetta hefur skilað sér í aukinni óánægju með stjórnmálakerfið, uppgangi þjóðernissinnaðra flokka og rofi milli almennings og stjórnmálamanna. Hvað er til ráða? Til að koma á jafnvægi í evrópsk stjórnmál þurfa leiðtogar að snúa aftur til veruleikans. Það þýðir að þeir verða að hlusta á borgarana, finna raunhæfar lausnir á samfélagsvandanum og hætta að setja hugmyndafræði ofar praktískum aðgerðum. Stjórnmálamenn þurfa að vera í takti við raunveruleikann og byggja störf sína á hagsmunum allra íbúa, ekki aðeins á tilfinningalegum duttlungum eða fallinni hugmyndafræði. Don Quixote var heiðarlegur í leit sinni að riddaramennsku, en það breytti því ekki að hann var fjarri raunveruleikanum. Nú er kominn tími til að evrópskir stjórnmálamenn vakni upp af sínum draumi og horfist í augu við veruleikann. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Miðflokkurinn Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Síðustu áratugi hefur stjórnmálaumræða í Evrópu þróast á þann hátt að margir leiðtogar virðast hafa misst tengslin við raunveruleikann, líkt og Don Quixote, hetjan úr hinni frægu skáldsögu eftir Cervantes, hafa þeir elt vindmyllur hugmyndafræðinnar án þess að sjá hvað raunverulega skiptir máli. Evrópa hefur gengið í gegnum breytingar sem byggja á tilfinningasemi, gjaldþrota hugmyndafræði um að reglur og meiri reglur ásamt fjölmenningu leysi allt á meðan þegnarnir, sem stjórnmál eiga fyrst og fremst að þjóna, hafa verið settir út í horn. Hugmyndafræði og raunveruleiki Don Quixote var riddari í eigin huga, sannfærður um að hann væri hetja sem myndi bjarga heiminum. Með sama hætti hafa margir evrópskir stjórnmálamenn lagt áherslu á háleitar hugmyndir án þess að íhuga afleiðingar þeirra. Þeir hafa fylgt stefnu sem byggir meira á hugmyndafræðilegum útópíum heldur en á praktískri stjórnun. Eitt helsta stefnumál evrópskra stjórnmála síðustu ár hefur verið opnun landamæra, oft undir formerkjum mannúðar. Þótt hjálp við flóttamenn og innflytjendur sé mikilvæg hefur óheft innflytjendastefna ásamt auknum álögum, boðum og bönnum á íbúa landanna leitt til vaxandi samfélagslegs klofnings, efnahagslegra erfiðleika og óöryggis í mörgum löndum. Líkt og Don Quixote sem sá ímyndaða óvini þar sem engir voru, hafa stjórnmálamenn litið á gagnrýni á þessa stefnu sem fordóma frekar en ábendingu um raunveruleg vandamál. Til að þeir sem lifa við hættu og hörmungar eygi betra líf þarf að vinna að lausn vandamálanna heima fyrir í stað þess að flytja vandann annað. Reglubinding í stað raunverulegra lausna Annar þáttur sem hefur einkennt evrópska stjórnmála- og embættismenn er þráin til að setja reglur og skilyrði um allt mögulegt undir þeim formerkjum að það eiga að bæta samfélagið en skilar svo jafnvel öfugum áhrifum. Evrópusambandið er sérstaklega þekkt fyrir þetta reglugerðaæði, þar sem skrifræði og lagafrumskógur verða til þess að almennir borgarar og fyrirtæki lenda í vandræðum. Í stað þess að hlusta á þegnana og leysa raunveruleg vandamál, eyða stjórnmála- og embættismenn orku sinni í að fullkomna reglugerðirnar sem gera lítið annað en að auka enn á flækjustigið sem dregur úr samkeppnishæfni, nýsköpun, framleiðni og framþróun. Þess vegna hefur Evrópa misst af lestinni. Gleymska á eigin þegna Á meðan stjórnmálamenn Evrópu hafa helgað sig því að búa til nýjar stefnur sem virðast siðferðislega háleitar, hefur gleymst að hlusta á þá sem þetta á allt að þjóna: almenning. Líkt og Don Quixote sem horfði fram hjá því að fólk sá hann sem kjána, hafa stjórnmálamenn oft afgreitt áhyggjur borgaranna sem öfgasjónarmið eða afturhaldsemi. Þetta hefur skilað sér í aukinni óánægju með stjórnmálakerfið, uppgangi þjóðernissinnaðra flokka og rofi milli almennings og stjórnmálamanna. Hvað er til ráða? Til að koma á jafnvægi í evrópsk stjórnmál þurfa leiðtogar að snúa aftur til veruleikans. Það þýðir að þeir verða að hlusta á borgarana, finna raunhæfar lausnir á samfélagsvandanum og hætta að setja hugmyndafræði ofar praktískum aðgerðum. Stjórnmálamenn þurfa að vera í takti við raunveruleikann og byggja störf sína á hagsmunum allra íbúa, ekki aðeins á tilfinningalegum duttlungum eða fallinni hugmyndafræði. Don Quixote var heiðarlegur í leit sinni að riddaramennsku, en það breytti því ekki að hann var fjarri raunveruleikanum. Nú er kominn tími til að evrópskir stjórnmálamenn vakni upp af sínum draumi og horfist í augu við veruleikann. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun