Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar 4. mars 2025 17:01 Það er afar leitt að sjá að „meirihlutinn“ sem vill ekki láta kalla sig meirihluta heldur „samstarfsflokka“ hafi ákveðið að láta kreddustjórnmál vinstri vængsins ráða för í leikskólamálum. Það kemur kannski ekki á óvart en nýr meirihluti hefur ákveðið að hafna hugmyndum um vinnustaðaleikskóla sem Framsókn reyndi að fá samþykktar í síðasta meirihluta. Þessir flokkar, Samfylking, Píratar, VG, Flokkur fólksins og Sósíalistar skulda því barnafjölskyldum skýr svör um hversvegna þeir vilja ekki skjóta fleiri stoðum undir leikskólakerfið. Það eina sem sést í nýjum samstarfssáttmála um leikskólamál er að skipa „spretthóp“. En verkefni spretthópsins er einfaldlega að taka við nær fullbúnum tillögum frá hópi sem ég hef leitt frá því í október. Þar unnum við Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og Skúli Helgason borgarfulltrúi Samfylkingar þétt saman. Ég boðaði til mín nær vikulega þá sem máli skiptu innan borgarkerfisins og úr varð aðgerðaáætlun sem hraða mun uppbyggingu plássa um alla borg auk ný forgangsröðun viðhaldsframkvæmda sem miðar að því að koma eldri skólum aftur í rekstur. Hryggjarstykkið í þeim tillögum var að kaupa einingahús undir leikskóladeildir, bjóða út strax og setja niður á lóðum við leikskóla í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest eftir plássum. Þessi áætlun er þegar kostnaðarmetin, fjármögnuð og tímasett og unnin undir minni forystu. Þess vegna er þetta fullkomlega marklaus spretthópur meirihlutans. Tillögurnar eru tilbúnar. Það sem barnafjölskyldur þurfa að vita um áform meirihlutans er að hann er búinn að loka á hugmyndir um leikskóla á vinnustöðum eins og á Landspítalanum eða Alvotech en viðræður við þessa vinnustaði hafa gengið vel og eru langt komnar. Fleiri vinnustaðir hefðu án efa komið í kjölfarið. Þar hefðu börn starfsmanna og börn úr hverfum borgarinnar fengið pláss sem nú verða ekki til. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík og fyrrverandi borgarstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er afar leitt að sjá að „meirihlutinn“ sem vill ekki láta kalla sig meirihluta heldur „samstarfsflokka“ hafi ákveðið að láta kreddustjórnmál vinstri vængsins ráða för í leikskólamálum. Það kemur kannski ekki á óvart en nýr meirihluti hefur ákveðið að hafna hugmyndum um vinnustaðaleikskóla sem Framsókn reyndi að fá samþykktar í síðasta meirihluta. Þessir flokkar, Samfylking, Píratar, VG, Flokkur fólksins og Sósíalistar skulda því barnafjölskyldum skýr svör um hversvegna þeir vilja ekki skjóta fleiri stoðum undir leikskólakerfið. Það eina sem sést í nýjum samstarfssáttmála um leikskólamál er að skipa „spretthóp“. En verkefni spretthópsins er einfaldlega að taka við nær fullbúnum tillögum frá hópi sem ég hef leitt frá því í október. Þar unnum við Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og Skúli Helgason borgarfulltrúi Samfylkingar þétt saman. Ég boðaði til mín nær vikulega þá sem máli skiptu innan borgarkerfisins og úr varð aðgerðaáætlun sem hraða mun uppbyggingu plássa um alla borg auk ný forgangsröðun viðhaldsframkvæmda sem miðar að því að koma eldri skólum aftur í rekstur. Hryggjarstykkið í þeim tillögum var að kaupa einingahús undir leikskóladeildir, bjóða út strax og setja niður á lóðum við leikskóla í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest eftir plássum. Þessi áætlun er þegar kostnaðarmetin, fjármögnuð og tímasett og unnin undir minni forystu. Þess vegna er þetta fullkomlega marklaus spretthópur meirihlutans. Tillögurnar eru tilbúnar. Það sem barnafjölskyldur þurfa að vita um áform meirihlutans er að hann er búinn að loka á hugmyndir um leikskóla á vinnustöðum eins og á Landspítalanum eða Alvotech en viðræður við þessa vinnustaði hafa gengið vel og eru langt komnar. Fleiri vinnustaðir hefðu án efa komið í kjölfarið. Þar hefðu börn starfsmanna og börn úr hverfum borgarinnar fengið pláss sem nú verða ekki til. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík og fyrrverandi borgarstjóri
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun