Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Aron Guðmundsson skrifar 5. mars 2025 07:33 Ísak er á leið í sitt fyrsta A-landsliðs verkefni með íslenska landsliðinu í handbolta. Með því fetar hann í spor afa síns Vísir/Samsett mynd Hinn 19 ára gamli Ísak Steinsson, markvörður Drammen í Noregi, gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik fyrir Íslands hönd í komandi verkefni liðsins í undankeppni EM og þar með fetað í fótspor afa síns sem hann hafði aldrei tækifæri á að kynnast. Pilturinn ungi var á leið á æfingu með Drammen á dögunum þegar að símtal barst frá landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni. „Ég varð mjög spenntur, hafði æft með liðinu þrisvar sinnum áður fyrir síðasta stórmót í janúar. Það gekk vel og síðan þá hafa þeir verið að fylgjast með mér hérna í Noregi og sögðu að ég héldi áfram að æfa á fullu og svona myndi ég fara að fá leiki. Nú er að koma að því. Ég bara hlakka til,“ segir Ísak í samtali við Íþróttadeild. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari ÍslandsVísir/Vilhelm Gunnarsson Þetta hlýtur að vera ansi stór stund fyrir ungan mann eins og þig. Að fá kallið í landsliðið? „Þetta er mjög spennandi. Það stærsta sem ég hef upplifað held ég. Þetta hefur verið markmiðið og draumur minn síðan að ég var lítill. Að spila með íslenska landsliðinu. Þetta er geggjað. Að fá að spila með þessum leikmönnum líka, heimsklassa leikmenn út um allt, í öllum stöðum. “ Aldrei séð eftir því að hafa valið Ísland Móðir Ísaks er íslensk, faðir hans norskur og hefur hann alla sína ævi, að undanskildu hálfu ári, búið í Noregi. „Ég var tólf ára á þeim tíma. Þá æfði ég með Val og gekk í Landakotsskóla. Við komum til Íslands til þess að læra íslenskuna betur og kynnast því hvernig væri að búa þar. Fyrir þann tíma talaði ég nánast enga íslensku. En eftir þann tíma spjöllum við eiginlega bara á íslensku við mömmu.“ Ísak eftir að hafa verið valinn maður leiksins í einum af leikjum sínum með liði Drammen í norsku úrvalsdeildinniMynd: Drammen Það kom að þeim tímapunkti að hann þurfti að velja fyrir hvor þjóðina hann myndi spila. Handboltaóð íslensk þjóð spilaði þar stóra rullu sem og sú staðreynd að afi hans, Sigurgeir Sigurðsson varði mark Íslands á sínum tíma. „Í fyrsta bekk í Menntaskóla var ég valinn í yngri landslið Noregs á sama tíma og ég var valinn í yngra landslið Íslands. Á þeim tímapunkti þurfti ég bara að velja. Ég talaði við fullt af fólki. Vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Vildi helst prófa bæði en fór svo á æfingu á Íslandi með yngra landsliðinu, Heimir Ríkharðsson var þjálfarinn og mér fannst bara geggjað að vera með strákunum á Íslandi. Ég þekkti eiginlega engan þeirra á þessum tíma en mætti á æfingu og þeir voru mjög góðir við mig, tóku vel á móti mér. Ég hugsaði mig mikið um á þessum tíma en hef alltaf haft gaman af því hvernig allir á Íslandi eru einhvern veginn að fylgjast með þegar að það er stórmót í janúar í gangi. Þá var afi minn í íslenska landsliðinu í handbolta. Ég hitti hann aldrei, hann lést áður en ég fæddist, en ég hef heyrt mikið um hann og er stoltur af því að geta fetað í hans fótspor. Ég hef aldrei séð eftir því að hafa valið Ísland, sérstaklega ekki núna.“ Frétt af félagskiptum Sigurgeirs, afa Ísaks, út Tímanum árið 1973. Þar segir meðal annars: „Með komu Sigurgeirs verður Víkingsliðið eitt af okkar allra sterkustu félagsliðum“Timarit.is Á sér stóra drauma Ísak er á sínu fyrsta tímabili í norsku úrvalsdeildinni og líkar það vel. „Drammen er mjög gott lið með frekar ungan leikmannahóp og góðan þjálfara í Kristian Kjelling. Liðið er þekkt fyrir að spila á ungum leikmönnum sem hafa síðan margir hverjir tekið næsta skref á hærra stig í boltanum. Hér fæ ég að spila mikið, æfa af krafti og undirbúningurinn fyrir leiki er góður. Það mikilvægasta fyrir mig á þessum tímapunkti á ferlinum er að spila mikið og læra. Ég skrifaði undir þriggja ára samning hérna og á tvö ár eftir. Ég gæti ekki verið á mikið betri stað eins og staðan er núna. VariðMynd: Drammen Hann á sér stóra drauma. „Draumur minn er í raun bara að spila fyrir íslenska landsliðið. Vonandi rætist sá draumur núna bráðum. Að verða einn besti markmaður í heimi er síðan líka markmiðið, spila í deild á borð við þýsku úrvalsdeildina. Ég verð bara að halda áfram að leggja hart að mér. Það að vera valinn í landsliðið fyrir komandi verkefni er mér mikil hvatning. Ég reyni bara að sýna mig og sanna þar.“ Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Handbolti Tengdar fréttir Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Snorri Steinn Guðjónsson valdi meðal annars nítján ára nýliða í landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Grikkland í undankeppni EM karla í handbolta. 3. mars 2025 14:06 „Eins manns dauði er annars brauð“ Stóra pósta vantar í leikmannahóp Íslands fyrir næstu leiki liðsins í undankeppni EM í handbolta. Það reyndist Snorra Steini Guðjónssyni, landsliðsþjálfara, vandasamt að velja hópinn. 4. mars 2025 09:30 „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Markvörðurinn Ísak Steinsson gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik í komandi verkefni íslenska karlalandsliðsins í handbolta í undankeppni EM. „Mjög efnilegur markvörður sem mér fannst við þurfa að sýna athygli,“ segir landsliðsþjálfarinn sem telur reynsluboltann Björgvin Pál vera hundfúlan að vera ekki í liðinu. 4. mars 2025 07:32 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Pilturinn ungi var á leið á æfingu með Drammen á dögunum þegar að símtal barst frá landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni. „Ég varð mjög spenntur, hafði æft með liðinu þrisvar sinnum áður fyrir síðasta stórmót í janúar. Það gekk vel og síðan þá hafa þeir verið að fylgjast með mér hérna í Noregi og sögðu að ég héldi áfram að æfa á fullu og svona myndi ég fara að fá leiki. Nú er að koma að því. Ég bara hlakka til,“ segir Ísak í samtali við Íþróttadeild. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari ÍslandsVísir/Vilhelm Gunnarsson Þetta hlýtur að vera ansi stór stund fyrir ungan mann eins og þig. Að fá kallið í landsliðið? „Þetta er mjög spennandi. Það stærsta sem ég hef upplifað held ég. Þetta hefur verið markmiðið og draumur minn síðan að ég var lítill. Að spila með íslenska landsliðinu. Þetta er geggjað. Að fá að spila með þessum leikmönnum líka, heimsklassa leikmenn út um allt, í öllum stöðum. “ Aldrei séð eftir því að hafa valið Ísland Móðir Ísaks er íslensk, faðir hans norskur og hefur hann alla sína ævi, að undanskildu hálfu ári, búið í Noregi. „Ég var tólf ára á þeim tíma. Þá æfði ég með Val og gekk í Landakotsskóla. Við komum til Íslands til þess að læra íslenskuna betur og kynnast því hvernig væri að búa þar. Fyrir þann tíma talaði ég nánast enga íslensku. En eftir þann tíma spjöllum við eiginlega bara á íslensku við mömmu.“ Ísak eftir að hafa verið valinn maður leiksins í einum af leikjum sínum með liði Drammen í norsku úrvalsdeildinniMynd: Drammen Það kom að þeim tímapunkti að hann þurfti að velja fyrir hvor þjóðina hann myndi spila. Handboltaóð íslensk þjóð spilaði þar stóra rullu sem og sú staðreynd að afi hans, Sigurgeir Sigurðsson varði mark Íslands á sínum tíma. „Í fyrsta bekk í Menntaskóla var ég valinn í yngri landslið Noregs á sama tíma og ég var valinn í yngra landslið Íslands. Á þeim tímapunkti þurfti ég bara að velja. Ég talaði við fullt af fólki. Vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Vildi helst prófa bæði en fór svo á æfingu á Íslandi með yngra landsliðinu, Heimir Ríkharðsson var þjálfarinn og mér fannst bara geggjað að vera með strákunum á Íslandi. Ég þekkti eiginlega engan þeirra á þessum tíma en mætti á æfingu og þeir voru mjög góðir við mig, tóku vel á móti mér. Ég hugsaði mig mikið um á þessum tíma en hef alltaf haft gaman af því hvernig allir á Íslandi eru einhvern veginn að fylgjast með þegar að það er stórmót í janúar í gangi. Þá var afi minn í íslenska landsliðinu í handbolta. Ég hitti hann aldrei, hann lést áður en ég fæddist, en ég hef heyrt mikið um hann og er stoltur af því að geta fetað í hans fótspor. Ég hef aldrei séð eftir því að hafa valið Ísland, sérstaklega ekki núna.“ Frétt af félagskiptum Sigurgeirs, afa Ísaks, út Tímanum árið 1973. Þar segir meðal annars: „Með komu Sigurgeirs verður Víkingsliðið eitt af okkar allra sterkustu félagsliðum“Timarit.is Á sér stóra drauma Ísak er á sínu fyrsta tímabili í norsku úrvalsdeildinni og líkar það vel. „Drammen er mjög gott lið með frekar ungan leikmannahóp og góðan þjálfara í Kristian Kjelling. Liðið er þekkt fyrir að spila á ungum leikmönnum sem hafa síðan margir hverjir tekið næsta skref á hærra stig í boltanum. Hér fæ ég að spila mikið, æfa af krafti og undirbúningurinn fyrir leiki er góður. Það mikilvægasta fyrir mig á þessum tímapunkti á ferlinum er að spila mikið og læra. Ég skrifaði undir þriggja ára samning hérna og á tvö ár eftir. Ég gæti ekki verið á mikið betri stað eins og staðan er núna. VariðMynd: Drammen Hann á sér stóra drauma. „Draumur minn er í raun bara að spila fyrir íslenska landsliðið. Vonandi rætist sá draumur núna bráðum. Að verða einn besti markmaður í heimi er síðan líka markmiðið, spila í deild á borð við þýsku úrvalsdeildina. Ég verð bara að halda áfram að leggja hart að mér. Það að vera valinn í landsliðið fyrir komandi verkefni er mér mikil hvatning. Ég reyni bara að sýna mig og sanna þar.“
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Handbolti Tengdar fréttir Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Snorri Steinn Guðjónsson valdi meðal annars nítján ára nýliða í landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Grikkland í undankeppni EM karla í handbolta. 3. mars 2025 14:06 „Eins manns dauði er annars brauð“ Stóra pósta vantar í leikmannahóp Íslands fyrir næstu leiki liðsins í undankeppni EM í handbolta. Það reyndist Snorra Steini Guðjónssyni, landsliðsþjálfara, vandasamt að velja hópinn. 4. mars 2025 09:30 „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Markvörðurinn Ísak Steinsson gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik í komandi verkefni íslenska karlalandsliðsins í handbolta í undankeppni EM. „Mjög efnilegur markvörður sem mér fannst við þurfa að sýna athygli,“ segir landsliðsþjálfarinn sem telur reynsluboltann Björgvin Pál vera hundfúlan að vera ekki í liðinu. 4. mars 2025 07:32 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Snorri Steinn Guðjónsson valdi meðal annars nítján ára nýliða í landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Grikkland í undankeppni EM karla í handbolta. 3. mars 2025 14:06
„Eins manns dauði er annars brauð“ Stóra pósta vantar í leikmannahóp Íslands fyrir næstu leiki liðsins í undankeppni EM í handbolta. Það reyndist Snorra Steini Guðjónssyni, landsliðsþjálfara, vandasamt að velja hópinn. 4. mars 2025 09:30
„Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Markvörðurinn Ísak Steinsson gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik í komandi verkefni íslenska karlalandsliðsins í handbolta í undankeppni EM. „Mjög efnilegur markvörður sem mér fannst við þurfa að sýna athygli,“ segir landsliðsþjálfarinn sem telur reynsluboltann Björgvin Pál vera hundfúlan að vera ekki í liðinu. 4. mars 2025 07:32