Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar 4. mars 2025 09:47 Háskóli Íslands er stærsta menntastofnun landsins. Fyrir nemendur skiptir miklu máli að stúdentum standi til boða bæði gott nám og raunverulegur stuðningur og aðstaða til að helga sig námi sínu. Ég heiti því að standa vörð um og tryggja þessi sjálfsögðu réttindi. Því miður hafa stjórnvöld hvorki fjárfest í háskólum né háskólanámi með sama hætti og nágrannaþjóðir okkar. Við sem brennum fyrir starfi háskóla og háskólanámi verðum því að berjast ótrauð fyrir því að það breytist. Íslenskir háskólar fá þriðjungi minna fjármagn til að mennta hvern háskólanema en aðrir háskólar á Norðurlöndunum. Það munar um minna. Við verðum að velta upp þeirri spurningu hvers vegna svo sé. Á Norðurlöndunum setja stjórnvöld að auki fjármagn í nám háskólastúdenta með öflugu styrkja- og lánakerfi. Þetta er gert vegna þess að háskólanám er mikilvægur drifkraftur breytinga og vegna þess að nám er full vinna. Þessar þjóðir vilja þannig tryggja að háskólanemar fái stuðning og aðstöðu til þess að geta helgað sig háskólanámi af fullum krafti og efli þannig samfélög sín til framtíðar. Nemendur og kennarar þurfa að standa saman og krefjast betri fjármögnunar háskóla og háskólanáms á Íslandi. Það er fjárfesting til framtíðar og fjárfesting í ykkar framtíð. Háskóli Íslands hefur alla burði til að vaxa og dafna á næstu árum ef betri fjármögnun verður tryggð. Háskólanám stendur á styrkum stoðum en mikilvægt er að bæta aðstöðu og inniviði og einnig að tryggja að þið getið helgað ykkur náminu með öflugu styrkja- og námslánakerfi. Tryggar samgöngur skipta nemendur líka máli. Mikilvægt er að huga að þeim með sannfærandi hætti. Við sem kennum við Háskóla Íslands þurfum að leggja okkur fram um að efla gæði kennslunnar enn frekar. Við þurfum að hlusta á nemendur en þeir eru best til þess fallnir að meta gæði kennslunnar. Ég kalla því eftir rödd nemenda, vil hlusta á hugmyndir ykkar sem og gagnrýni og veita henni fulla athygli. Nái ég kjöri sem rektor verð ég málsvari háskóla og háskólanáms, nemenda jafnt sem kennara, og heiti því að berjast af fullu afli fyrir Háskóla Íslands, sameiginlegu hagsmunamáli okkar. Þið getið treyst því. Ég bið því um ykkar stuðning í rektorskjöri Háskólans! Höfundur er prófessor við Læknadeild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Karl Magnússon Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er stærsta menntastofnun landsins. Fyrir nemendur skiptir miklu máli að stúdentum standi til boða bæði gott nám og raunverulegur stuðningur og aðstaða til að helga sig námi sínu. Ég heiti því að standa vörð um og tryggja þessi sjálfsögðu réttindi. Því miður hafa stjórnvöld hvorki fjárfest í háskólum né háskólanámi með sama hætti og nágrannaþjóðir okkar. Við sem brennum fyrir starfi háskóla og háskólanámi verðum því að berjast ótrauð fyrir því að það breytist. Íslenskir háskólar fá þriðjungi minna fjármagn til að mennta hvern háskólanema en aðrir háskólar á Norðurlöndunum. Það munar um minna. Við verðum að velta upp þeirri spurningu hvers vegna svo sé. Á Norðurlöndunum setja stjórnvöld að auki fjármagn í nám háskólastúdenta með öflugu styrkja- og lánakerfi. Þetta er gert vegna þess að háskólanám er mikilvægur drifkraftur breytinga og vegna þess að nám er full vinna. Þessar þjóðir vilja þannig tryggja að háskólanemar fái stuðning og aðstöðu til þess að geta helgað sig háskólanámi af fullum krafti og efli þannig samfélög sín til framtíðar. Nemendur og kennarar þurfa að standa saman og krefjast betri fjármögnunar háskóla og háskólanáms á Íslandi. Það er fjárfesting til framtíðar og fjárfesting í ykkar framtíð. Háskóli Íslands hefur alla burði til að vaxa og dafna á næstu árum ef betri fjármögnun verður tryggð. Háskólanám stendur á styrkum stoðum en mikilvægt er að bæta aðstöðu og inniviði og einnig að tryggja að þið getið helgað ykkur náminu með öflugu styrkja- og námslánakerfi. Tryggar samgöngur skipta nemendur líka máli. Mikilvægt er að huga að þeim með sannfærandi hætti. Við sem kennum við Háskóla Íslands þurfum að leggja okkur fram um að efla gæði kennslunnar enn frekar. Við þurfum að hlusta á nemendur en þeir eru best til þess fallnir að meta gæði kennslunnar. Ég kalla því eftir rödd nemenda, vil hlusta á hugmyndir ykkar sem og gagnrýni og veita henni fulla athygli. Nái ég kjöri sem rektor verð ég málsvari háskóla og háskólanáms, nemenda jafnt sem kennara, og heiti því að berjast af fullu afli fyrir Háskóla Íslands, sameiginlegu hagsmunamáli okkar. Þið getið treyst því. Ég bið því um ykkar stuðning í rektorskjöri Háskólans! Höfundur er prófessor við Læknadeild.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun