Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar 8. mars 2025 18:00 Það eru svo mörg atriði í dag, í ástandi heims. Sem fá einstaklinga til að hugsa á annan hátt um barneignir. Og ef, hve mörg börn þau vilji, eða geti séð um. Af hverju er einhver að telja að skortur á frjósemi sé málið? Nú á tímum þegar langtíma fjölgun mannkyns er að drepa jörðina, eru stjórnvöld að kvarta yfir því, að konur séu ekki eins frjósamar. Sem er greinilega af því að þær eru ekki að poppa út meira af þegnum í samfélagið, en tekur að halda sjálfum sér við. Svo eru þau önnur sem vita. Að það sé ekki það sem þau séu hér að gera, í þessu lífi. Með gjöfinni sem getnaðarvarnir eru skapast ný og önnur tækifæri Við þurfum að muna að skaparinn setti leg í konur. Líffæri sem getur virkað eins og fjöldaframleiðsla frá innkomu sæða, hvort sem konan sé andlega tilbúin í það dæmi eða ekki. Milljónir einstaklinga víða um heim, hefðu misgóðar sögur að segja um að vera frá slíku dæmi. Að niðurlægja konu til jarðar með andlegu ofbeldi, og verðmeta kannski bara á forsendum þess að hún skili af sér þegnum, er mjög vafasöm uppskrift. Þrá og að vera tilbúinn í það hlutverk er svo mikilvægur hluti af því ferli. Svo eru það þetta með hin oft villtu getnaðarfæra-kerfi sem sett voru í bæði kynin. Karlmenn fengu það díl: Að geta dreift sæðum sínum inn í leg kvenna án ábyrgðar eða umhyggju fyrir, hvort að ný mannvera hafi orðið til, eða ekki. Skaparinn gaf líkömum þetta ósamræmi.Og konur sitja ansi of oft uppi með dæmið og alla ábyrgðina. Trúarbrögð fóru svo að nota misræmið í þessu og það í valdaskyni og kúgunarþörf. Kúgun og smán sem konur einar fengu þegar þær gátu ekki fengið þungunar-rof. Þær enduðu og enda á að upplifa höfnun af allskonar tagi og gerðist í Bretlandi á okkar tímum. Eins og sést í þáttunum „Long Lost Family“ Löngu týnd fjölskylda. Kynlíf upplifað sem unaður samruna tveggja einstaklinga, er svo gjöf. Upplifun sem þau í heiminum og hafi aðgang að getnaðarvörnum, geta notið. Eru stjórnmála liðin í raun ekki meðvituð um þessa hluti? Vita stjórnmála liðin virkilega ekki neitt um þetta ósamræmi? Auðvitað er það algert meistaraverk hvernig móðurlífið birtir oftast fullkomnar mannverur sem aðrar í spendýrum. Svo yndislegt að sjá þau. Þau eru hinsvegar ungbörn í svo stuttan tíma. Þá tekur meiri veruleiki við sem ekki allir sem setja þau í heiminn eru með meistarapróf í. Og að milljónir einstaklinga í heiminum eru að lifa við þann sannleika að hafa ekki verið elskuð, meðtekin, samþykkt af foreldrum eða trúarbrögðum, né fengið gagnlega leiðbeiningu fyrir líf sitt, af því að þau voru getin án já´s við altari. Þar er hræsni valdasýki í gangi, sem veitir ekki gagnlega fræðslu um þessi kerfi. Mín kynslóð fædd um miðja síðustu öld eða svo, fékk ekki neina fræðslu um þessi kerfi í skólum og fengu hana ekki, nema ef foreldrar voru það vel settir og laus við þá hégildu að geta ekki talað um þessa virkni líkamans, og hvernig við mannverur, og allt líf spendýra verður til. Bara þau sem voru viljug og með það viðhorf að sjá mikilvægi þess að segja börnum sínum hvernig þau komu til, og í heiminn settu þau betur sett út í lífið. Og um leið hvernig þau þurfi að sjá um að fá ekkert óvelkomið í líf sitt. Svo eru það þau sem þráðu fyrr á tímum, en gátu ekki liðu oft smán frá samfélaginu. En nú á tímum er hjálpin föl. Það hafa alltaf verið einstaklingar sem hafa haft gölluð getnaðarfærakerfi hvað egg og sæði varðar. Þeir einstaklingar fengu svo dýrmæta gjöf þegar IVF var fundið upp sem þau hafa aðgang að, ef og þegar þau þrá að verða foreldrar. Það kerfi er þó því miður, líka stundum misnotað af þeim sem vinna við það. Svo eru ótal börn í þriðja heims löndum og víðar sem myndu elska að fá góða foreldra, en þurfa að vera ættleidd með þekkingu á þeim sem þau komu frá. Svo eignast ekki allar konur börn. Sumar vita ungar að það sé ekki það sem þær þurfi. eða eigi að gera. Né hafi áhuga fyrir að gera. Sumar sem ég þekki til um eins og konur á Íslandi, og hér. Konur sem hafa sett ótal þegna í safn mannkyns í fyrri lífum, og eru ekki í þessu lífi til þess. Þær eru í allskonar umönnunar störfum við mannverur sem þær geta gefið sig meira að, vegna þess að engin börn bíða heima eða á leikskóla eða í skóla. Hjá flestum væru ótal ástæður fyrir því. Og er ein sú að starfsframi sé mikilvægur. Svo væri það að vitna aðrar konur í meðgöngu ekki vera svo sælar með ástandið, og að innkyrtlakerfið væri ekki á svo fullu í þá átt af heilsufarslegum ástæðum. Eins og til dæmis ef innkyrtlakerfið fékk áfall í röntgenmyndum sem voru gerðar á þeim sem ungum börnum, atriði sem ekki var skilið fyrir meira en hálfri öld að gerðist. Það gæti hindrað mannveruna frá að það vera tilbúna fyrir barneignir á þeim aldri sem svo margir telja að það eigi að gerast.. Svo er það staðreynd að færri foreldrar eru heima með börnum sínum fyrstu árin. Og sögur um unglinga í vandræðum segja að eitthvað vanti í umhyggjuna. Myndi það hvetja næstu kynslóð til barneigna? Það þýðir, að þær og þau foreldrarnir, hafi ekki nægan tíma fyrir börnin. Svo er það dýrt í dag að fæða og klæða mörg börn. Svo ekki sé minnst á að sinna þeirra sálar og tilfinningalegu þörfum. Kynnast þeim vel og ná að eiga einkatíma með hverju barni fyrir sig. Að alast upp bara í félagsdæmi er ekki nóg. Alla vega ekki fyrir alla. Svo fæðast ekki allir með meirapróf í uppeldi á unglingum. Það verk er annað en að sinna börnum fyrstu árin. Ef stjórnmálaliðum líður svona illa yfir að það komi ekki fleiri þegnar ætti að hafa almennilega skoðanakönnun um ástæður þess. Og þá að mæta þörfum ef einhverjir sem svara, vilja fleiri. En eru ófær um að sjá fyrir þeim vegna dýrtíðar og skorts á tíma með þeim til að sinna öllum þeirra þörfum. Mannverur eru ekki eins og kindur, kýr eða önnur spendýr sem hægt er að láta fjölga sér án slæmra afleiðinga fyrir afkvæmin. Börn mannvera þurfa meira. Konan sem setti mig í heiminn var frá smástund kynlífs, sem var bara fyrir það. Og þau voru engan veginn á leið í hjónaband saman. Þau höfðu drauma í ólíkar áttir. Það var árið 1946. Hún var dæmd fyrir að getnaður hafði gerst af því að: Jáið, hafði ekki verið sagt við altari. Þau urðu að gera það og lofa að vera gift út ævina. Þau gerðu það sem varð á kostnað ýmissa, en þó ósýnilegra mikilvægra atriða. Þá varð síðan að senda hana í burtu í felur vegna bumbunnar. Þau tvo og þær tvær barn í móðurlífi og konan sem gekk með það, fengu smán á sig. En við tvær saman fengum stærri skammtinn af því. Barn í móðurlífi fær það sem líkaminn sem það er í upplifir. Læknir hér í Ástralíu sagði í samtali í sjónvarpi fyrir nokkrum árum síðan. Staðreynd sem var lifuð á sérkennilegan hátt, en aldrei rædd. Ég fæddist svo árið 1947 í heimahúsi öfug með fæturnar fyrst, eftir þrjá daga, 72 tíma, vegna smánar. Svo að hún fór ekki á fæðingardeildina til að koma mér í heiminn. Þá hefði slúðrið orðið meira. Ég lærði það af nánum ættingja. Og samkvæmt fræðum Thomas Hubl og Peter´s A Levine sem ég hafði vitað í meira en hálfa öld að erfiðar tilfinningar hyrfu ekki si svona út í buskann, sat mengunin í mér öll þessi ár. Þangað til að ég flutti hingað, og gat byrjað að vinna úr því. Vinda ofan af banni á tilfinningum og tilfinningasemi. Síðan fór sú sem fæddi mig í heiminn til útlanda frá mér fárra mánaða til mannsins sem hafði barnað hana af því að kringumstæður beggja í millistétt leyfðu ekki annað en hlýðni við skipunum presta og millistéttar sem vildi ekki leiðinda slúður um ógifta barnshafandi konu dóttur manns í millisétt. Skipanir án kærleika eða skilnings á tilfinningum. Blaðagreinar eru að sýna dæmi um að það sé ekki allt svo rétt á heimilum í dag fyrir ungu kynslóðina, frekar en það var fyrr á tímum. Og það þrátt fyrir getnaðarvarnir og þungunarrof. Sem er hugsanlega af því að ekki nærri allir eru með meirapróf í uppeldi. Gera oft eins og foreldrar þeirra gerðu þeim, án hugsunar. Og án þess að gera sér grein fyrir hve tímar hafa breyst, og heimurinn ógnvænlega líka. Þá meina ég síðari hluta síðustu aldar og til dagsins í dag. En á þeim árum síðustu aldar mátti ekki opna sig um það. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langt skeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru svo mörg atriði í dag, í ástandi heims. Sem fá einstaklinga til að hugsa á annan hátt um barneignir. Og ef, hve mörg börn þau vilji, eða geti séð um. Af hverju er einhver að telja að skortur á frjósemi sé málið? Nú á tímum þegar langtíma fjölgun mannkyns er að drepa jörðina, eru stjórnvöld að kvarta yfir því, að konur séu ekki eins frjósamar. Sem er greinilega af því að þær eru ekki að poppa út meira af þegnum í samfélagið, en tekur að halda sjálfum sér við. Svo eru þau önnur sem vita. Að það sé ekki það sem þau séu hér að gera, í þessu lífi. Með gjöfinni sem getnaðarvarnir eru skapast ný og önnur tækifæri Við þurfum að muna að skaparinn setti leg í konur. Líffæri sem getur virkað eins og fjöldaframleiðsla frá innkomu sæða, hvort sem konan sé andlega tilbúin í það dæmi eða ekki. Milljónir einstaklinga víða um heim, hefðu misgóðar sögur að segja um að vera frá slíku dæmi. Að niðurlægja konu til jarðar með andlegu ofbeldi, og verðmeta kannski bara á forsendum þess að hún skili af sér þegnum, er mjög vafasöm uppskrift. Þrá og að vera tilbúinn í það hlutverk er svo mikilvægur hluti af því ferli. Svo eru það þetta með hin oft villtu getnaðarfæra-kerfi sem sett voru í bæði kynin. Karlmenn fengu það díl: Að geta dreift sæðum sínum inn í leg kvenna án ábyrgðar eða umhyggju fyrir, hvort að ný mannvera hafi orðið til, eða ekki. Skaparinn gaf líkömum þetta ósamræmi.Og konur sitja ansi of oft uppi með dæmið og alla ábyrgðina. Trúarbrögð fóru svo að nota misræmið í þessu og það í valdaskyni og kúgunarþörf. Kúgun og smán sem konur einar fengu þegar þær gátu ekki fengið þungunar-rof. Þær enduðu og enda á að upplifa höfnun af allskonar tagi og gerðist í Bretlandi á okkar tímum. Eins og sést í þáttunum „Long Lost Family“ Löngu týnd fjölskylda. Kynlíf upplifað sem unaður samruna tveggja einstaklinga, er svo gjöf. Upplifun sem þau í heiminum og hafi aðgang að getnaðarvörnum, geta notið. Eru stjórnmála liðin í raun ekki meðvituð um þessa hluti? Vita stjórnmála liðin virkilega ekki neitt um þetta ósamræmi? Auðvitað er það algert meistaraverk hvernig móðurlífið birtir oftast fullkomnar mannverur sem aðrar í spendýrum. Svo yndislegt að sjá þau. Þau eru hinsvegar ungbörn í svo stuttan tíma. Þá tekur meiri veruleiki við sem ekki allir sem setja þau í heiminn eru með meistarapróf í. Og að milljónir einstaklinga í heiminum eru að lifa við þann sannleika að hafa ekki verið elskuð, meðtekin, samþykkt af foreldrum eða trúarbrögðum, né fengið gagnlega leiðbeiningu fyrir líf sitt, af því að þau voru getin án já´s við altari. Þar er hræsni valdasýki í gangi, sem veitir ekki gagnlega fræðslu um þessi kerfi. Mín kynslóð fædd um miðja síðustu öld eða svo, fékk ekki neina fræðslu um þessi kerfi í skólum og fengu hana ekki, nema ef foreldrar voru það vel settir og laus við þá hégildu að geta ekki talað um þessa virkni líkamans, og hvernig við mannverur, og allt líf spendýra verður til. Bara þau sem voru viljug og með það viðhorf að sjá mikilvægi þess að segja börnum sínum hvernig þau komu til, og í heiminn settu þau betur sett út í lífið. Og um leið hvernig þau þurfi að sjá um að fá ekkert óvelkomið í líf sitt. Svo eru það þau sem þráðu fyrr á tímum, en gátu ekki liðu oft smán frá samfélaginu. En nú á tímum er hjálpin föl. Það hafa alltaf verið einstaklingar sem hafa haft gölluð getnaðarfærakerfi hvað egg og sæði varðar. Þeir einstaklingar fengu svo dýrmæta gjöf þegar IVF var fundið upp sem þau hafa aðgang að, ef og þegar þau þrá að verða foreldrar. Það kerfi er þó því miður, líka stundum misnotað af þeim sem vinna við það. Svo eru ótal börn í þriðja heims löndum og víðar sem myndu elska að fá góða foreldra, en þurfa að vera ættleidd með þekkingu á þeim sem þau komu frá. Svo eignast ekki allar konur börn. Sumar vita ungar að það sé ekki það sem þær þurfi. eða eigi að gera. Né hafi áhuga fyrir að gera. Sumar sem ég þekki til um eins og konur á Íslandi, og hér. Konur sem hafa sett ótal þegna í safn mannkyns í fyrri lífum, og eru ekki í þessu lífi til þess. Þær eru í allskonar umönnunar störfum við mannverur sem þær geta gefið sig meira að, vegna þess að engin börn bíða heima eða á leikskóla eða í skóla. Hjá flestum væru ótal ástæður fyrir því. Og er ein sú að starfsframi sé mikilvægur. Svo væri það að vitna aðrar konur í meðgöngu ekki vera svo sælar með ástandið, og að innkyrtlakerfið væri ekki á svo fullu í þá átt af heilsufarslegum ástæðum. Eins og til dæmis ef innkyrtlakerfið fékk áfall í röntgenmyndum sem voru gerðar á þeim sem ungum börnum, atriði sem ekki var skilið fyrir meira en hálfri öld að gerðist. Það gæti hindrað mannveruna frá að það vera tilbúna fyrir barneignir á þeim aldri sem svo margir telja að það eigi að gerast.. Svo er það staðreynd að færri foreldrar eru heima með börnum sínum fyrstu árin. Og sögur um unglinga í vandræðum segja að eitthvað vanti í umhyggjuna. Myndi það hvetja næstu kynslóð til barneigna? Það þýðir, að þær og þau foreldrarnir, hafi ekki nægan tíma fyrir börnin. Svo er það dýrt í dag að fæða og klæða mörg börn. Svo ekki sé minnst á að sinna þeirra sálar og tilfinningalegu þörfum. Kynnast þeim vel og ná að eiga einkatíma með hverju barni fyrir sig. Að alast upp bara í félagsdæmi er ekki nóg. Alla vega ekki fyrir alla. Svo fæðast ekki allir með meirapróf í uppeldi á unglingum. Það verk er annað en að sinna börnum fyrstu árin. Ef stjórnmálaliðum líður svona illa yfir að það komi ekki fleiri þegnar ætti að hafa almennilega skoðanakönnun um ástæður þess. Og þá að mæta þörfum ef einhverjir sem svara, vilja fleiri. En eru ófær um að sjá fyrir þeim vegna dýrtíðar og skorts á tíma með þeim til að sinna öllum þeirra þörfum. Mannverur eru ekki eins og kindur, kýr eða önnur spendýr sem hægt er að láta fjölga sér án slæmra afleiðinga fyrir afkvæmin. Börn mannvera þurfa meira. Konan sem setti mig í heiminn var frá smástund kynlífs, sem var bara fyrir það. Og þau voru engan veginn á leið í hjónaband saman. Þau höfðu drauma í ólíkar áttir. Það var árið 1946. Hún var dæmd fyrir að getnaður hafði gerst af því að: Jáið, hafði ekki verið sagt við altari. Þau urðu að gera það og lofa að vera gift út ævina. Þau gerðu það sem varð á kostnað ýmissa, en þó ósýnilegra mikilvægra atriða. Þá varð síðan að senda hana í burtu í felur vegna bumbunnar. Þau tvo og þær tvær barn í móðurlífi og konan sem gekk með það, fengu smán á sig. En við tvær saman fengum stærri skammtinn af því. Barn í móðurlífi fær það sem líkaminn sem það er í upplifir. Læknir hér í Ástralíu sagði í samtali í sjónvarpi fyrir nokkrum árum síðan. Staðreynd sem var lifuð á sérkennilegan hátt, en aldrei rædd. Ég fæddist svo árið 1947 í heimahúsi öfug með fæturnar fyrst, eftir þrjá daga, 72 tíma, vegna smánar. Svo að hún fór ekki á fæðingardeildina til að koma mér í heiminn. Þá hefði slúðrið orðið meira. Ég lærði það af nánum ættingja. Og samkvæmt fræðum Thomas Hubl og Peter´s A Levine sem ég hafði vitað í meira en hálfa öld að erfiðar tilfinningar hyrfu ekki si svona út í buskann, sat mengunin í mér öll þessi ár. Þangað til að ég flutti hingað, og gat byrjað að vinna úr því. Vinda ofan af banni á tilfinningum og tilfinningasemi. Síðan fór sú sem fæddi mig í heiminn til útlanda frá mér fárra mánaða til mannsins sem hafði barnað hana af því að kringumstæður beggja í millistétt leyfðu ekki annað en hlýðni við skipunum presta og millistéttar sem vildi ekki leiðinda slúður um ógifta barnshafandi konu dóttur manns í millisétt. Skipanir án kærleika eða skilnings á tilfinningum. Blaðagreinar eru að sýna dæmi um að það sé ekki allt svo rétt á heimilum í dag fyrir ungu kynslóðina, frekar en það var fyrr á tímum. Og það þrátt fyrir getnaðarvarnir og þungunarrof. Sem er hugsanlega af því að ekki nærri allir eru með meirapróf í uppeldi. Gera oft eins og foreldrar þeirra gerðu þeim, án hugsunar. Og án þess að gera sér grein fyrir hve tímar hafa breyst, og heimurinn ógnvænlega líka. Þá meina ég síðari hluta síðustu aldar og til dagsins í dag. En á þeim árum síðustu aldar mátti ekki opna sig um það. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langt skeið.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun