Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar 1. mars 2025 14:32 Mjólkursamsalan (MS) vill koma á framfæri leiðréttingu vegna rangfærslna sem fram koma í grein Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem birt var á Vísir.is þann 20. febrúar 2025 undir fyrirsögninni „Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda“. Í greininni heldur Ólafur því fram að MS flytji tekjur frá íslenskum kúabændum til erlendra bænda vegna skyrframleiðslu utan Íslands. Þetta er rangt. MS flutti úr landi yfir 3000 tonn af skyri árið 2024 til Evrópulanda. Allar upplýsingar um útflutning á skyri frá Íslandi eru opinberar og má nálgast á vef Hagstofu Íslands, þar sem þær eru uppfærðar mánaðarlega. Framleiðsla á skyri erlendis Varðandi framleiðslu á skyri erlendis, þá er rétt að mjólkin sem notuð er í þá framleiðslu kemur frá erlendum bændum, enda er framleiðslan staðsett í þeim löndum. Hins vegar er sú afurð seld á erlendum mörkuðum og ekki flutt til Íslands, ólíkt því sem fyrirsögn greinarinnar gæti gefið til kynna. Það er því ekki um að ræða tekjutap fyrir íslenska bændur vegna útflutnings MS, heldur um eðlilega þróun á alþjóðlegri starfsemi sem miðar að því að styrkja vörumerkið og markaðsstöðu íslensks skyrs á erlendum mörkuðum. Um alþjóðlegar skuldbindingar Af gefnu tilefni vill MS taka fram eftirfarandi varðandi Alþjóðatollastofnunina og tollflokkun pítsaosts af hálfu hérlendra tollayfirvalda. Ítrekað hefur verið haldið fram af framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen, að niðurstaða Alþjóðatollastofnunarinnar um tollflokkun pítsaosts feli í sér alþjóðlega skuldbindingu fyrir Ísland. Þetta er ekki rétt. Ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar er ráðgefandi og hefur ekki lagalegt bindandi gildi fyrir íslensk stjórnvöld. Íslenskir dómstólar hafa þegar komist að niðurstöðu um að gildandi tollflokkun á pítsaosti sé í samræmi við íslensk lög, og að íslensk löggjöf gangi framar í þessum efnum. Sú niðurstaða byggir m.a. á svokölluðum HS-samningi sem Alþjóðatollastofnunin byggir starfsemi sína á. Því er rangt að halda því fram að Ísland hafi brotið gegn alþjóðlegum skuldbindingum með þessari tollflokkun. Þvert á móti hefur nálgun íslenskra stjórnvalda byggt á HS-samningnum og verið sú sama og nálgun ESB (og annarra ríkja, t.d. Kanada og Japan) í sambærilegum málum, þ.e. að tilkynna Alþjóðatollastofnuninni að stjórnvöldum sé ókleift að fylgja áliti stofnunarinnar vegna niðurstöðu dómstóla. Fullyrðingar um að íslensk stjórnvöld hafi lagalega skyldu til að fylgja áliti Alþjóðatollastofnunarinnar standast af þessari ástæðu enga skoðun og hefur verið hafnað af hálfu íslenskra dómstóla. Mjólkursamsalan telur mikilvægt að umræða um útflutning og starfsemi félagsins byggi á staðreyndum, en ekki á misskilningi og rangfærslum. Höfundur er stjórnaformaður MS og bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kýr Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mjólkursamsalan (MS) vill koma á framfæri leiðréttingu vegna rangfærslna sem fram koma í grein Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem birt var á Vísir.is þann 20. febrúar 2025 undir fyrirsögninni „Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda“. Í greininni heldur Ólafur því fram að MS flytji tekjur frá íslenskum kúabændum til erlendra bænda vegna skyrframleiðslu utan Íslands. Þetta er rangt. MS flutti úr landi yfir 3000 tonn af skyri árið 2024 til Evrópulanda. Allar upplýsingar um útflutning á skyri frá Íslandi eru opinberar og má nálgast á vef Hagstofu Íslands, þar sem þær eru uppfærðar mánaðarlega. Framleiðsla á skyri erlendis Varðandi framleiðslu á skyri erlendis, þá er rétt að mjólkin sem notuð er í þá framleiðslu kemur frá erlendum bændum, enda er framleiðslan staðsett í þeim löndum. Hins vegar er sú afurð seld á erlendum mörkuðum og ekki flutt til Íslands, ólíkt því sem fyrirsögn greinarinnar gæti gefið til kynna. Það er því ekki um að ræða tekjutap fyrir íslenska bændur vegna útflutnings MS, heldur um eðlilega þróun á alþjóðlegri starfsemi sem miðar að því að styrkja vörumerkið og markaðsstöðu íslensks skyrs á erlendum mörkuðum. Um alþjóðlegar skuldbindingar Af gefnu tilefni vill MS taka fram eftirfarandi varðandi Alþjóðatollastofnunina og tollflokkun pítsaosts af hálfu hérlendra tollayfirvalda. Ítrekað hefur verið haldið fram af framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen, að niðurstaða Alþjóðatollastofnunarinnar um tollflokkun pítsaosts feli í sér alþjóðlega skuldbindingu fyrir Ísland. Þetta er ekki rétt. Ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar er ráðgefandi og hefur ekki lagalegt bindandi gildi fyrir íslensk stjórnvöld. Íslenskir dómstólar hafa þegar komist að niðurstöðu um að gildandi tollflokkun á pítsaosti sé í samræmi við íslensk lög, og að íslensk löggjöf gangi framar í þessum efnum. Sú niðurstaða byggir m.a. á svokölluðum HS-samningi sem Alþjóðatollastofnunin byggir starfsemi sína á. Því er rangt að halda því fram að Ísland hafi brotið gegn alþjóðlegum skuldbindingum með þessari tollflokkun. Þvert á móti hefur nálgun íslenskra stjórnvalda byggt á HS-samningnum og verið sú sama og nálgun ESB (og annarra ríkja, t.d. Kanada og Japan) í sambærilegum málum, þ.e. að tilkynna Alþjóðatollastofnuninni að stjórnvöldum sé ókleift að fylgja áliti stofnunarinnar vegna niðurstöðu dómstóla. Fullyrðingar um að íslensk stjórnvöld hafi lagalega skyldu til að fylgja áliti Alþjóðatollastofnunarinnar standast af þessari ástæðu enga skoðun og hefur verið hafnað af hálfu íslenskra dómstóla. Mjólkursamsalan telur mikilvægt að umræða um útflutning og starfsemi félagsins byggi á staðreyndum, en ekki á misskilningi og rangfærslum. Höfundur er stjórnaformaður MS og bóndi.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar