Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir og Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifa 28. febrúar 2025 13:32 Nú líður að kosningum til embættis rektors Háskóla Íslands og það eru okkur undirrituðum mikil gleðitíðindi að Björn Þorsteinsson bjóði sig fram. Um þessar mundir hangir skuggi skammsýnna sérhagsmuna yfir heiminum, og aldrei hefur verið mikilvægara að standa vörð um vægi gagnrýnnar hugsunar og sjálfstæðrar þekkingarleitar á borð við þá sem á sér stað í háskólasamfélaginu á Íslandi. Við teljum Björn vel til þess fallinn að leiða slíka starfsemi í krafti embættis rektors HÍ. Báðar kynntumst við Birni fyrst sem kennara og leiðbeinanda og þekkjum hann nú sem samstarfsmann í námsbraut í heimspeki. Björn opnaði fyrir okkur dyrnar að algerlega nýjum leiðum til þess að veita ólíkum sviðum mannlífs og umhverfis gagnrýna athygli. Björn er vinsæll kennari sem sinnir nemendum sínum vel. Hann hlustar af árvekni, tekur vel í hugmyndir nemenda og leiðbeinir þeim á styðjandi hátt við að dýpka þær og skýra. Honum tekst að skapa frábært samfélag með nemendum í sérhverju námskeiði þar sem góðar umræður og gagnrýnin hugsun eru ávallt í forsvari. Björn er framúrskarandi fræðimaður á sínu sviði. Við höfum starfað með Birni að rannsóknum bæði innanlands sem og erlendis, enda hefur Björn verið virkur í fjölda alþjóðlegra rannsóknarteyma og tekið virkan þátt í því að gera Háskóla Íslands að þeim alþjóðlega rannsóknarháskóla sem hann er orðinn. Í því starfi hefur hann ávallt stutt doktorsnema og nýja rannsakendur ötullega við rannsóknir sínar. Fræðimennska Björns einkennist af samfélagsgagnrýni og nær hann að fanga marga þá þræði daglegs lífs sem er erfitt að skýra með orðum. Þetta er einmitt einn helsti styrkur Björns þegar kemur að því að vera verðugur málsvari HÍ sem þjóðskóla. Þetta er mikilvægara nú en endranær þegar hagnýtingakrafa atvinnulífsins laumar sér sífellt dýpra í hvern krók og kima samfélagsins. Við treystum Birni til að standa vörð um akademískt frelsi og faglegt sjálfstæði HÍ gagnvart hvers kyns pólítískri skammsýni og öðrum eiginhagsmunaöflum. Björn er einn af þeim fræðimönnum HÍ sem hefur verið hvað ötulastur að varðveita það að hugsa og skrifa á íslensku, þýða sígild verk á íslenska tungu og stuðla að því að nemendur geti lesið fræðin á íslensku. Þetta er oftar en ekki vanmetið verk og hafa fræðiþýðingar að miklu leyti verið unnar í sjálfboðastarfi. Með sterka stoð í alþjóðlegum rannsóknarteymum sem og mikilvægri vinnu að fræðum á íslensku sýnir Björn að hann hefur ríkan skilning á því sem mikilvægt er að rektor alþjóðlegs rannsóknarháskóla sem og þjóðskóla búi yfir. Björn er þjónandi stjórnandi sem nær að leiða saman og sameina fólk sem mætti segja að væru sem andstæðir pólar. Hann er fljótur að sjá hvað felst í ólíkum sjónarmiðum og hvaða lendingu megi finna. Björn vann á skrifstofu rektors í stjórnartíð Páls Skúlasonar heitins og kom þar að því merkilega starfi að stofna Háskóla unga fólksins sem hefur verið eitt mikilvægasta samfélagsverkefni HÍ. Hann hefur enn fremur veitt gjöfullega af sérfræðiþekkingu sinni í erindum og fjölmiðlaviðtölum hér á landi. Þannig hefur Björn framúrskarandi hæfni einmitt til þess að tengja saman þá ólíku þætti sem einkenna Háskóla Íslands: kennslu, alþjóðlegt rannsóknarstarf, innlent fræðistarf, samfélagslega virkni og stjórnun. Háskóli Íslands hefur verið undirfjármagnaður um langt skeið og sjálfar höfum við fundið fyrir því sem nemendur og starfsfólk HÍ, jafnvel allt aftur til áranna fyrir efnahagshrun. HÍ hefur verið rekinn af ástríðu starfsfólks þar sem það stendur frammi fyrir ótal mikilvægum verkefnum sem hefðu þurft frekar mannskap til að sinna sem og frekari fjármögnun. Við treystum Birni til þess að vera sá rektor sem eflir Háskóla Íslands svo að nemendur geti notið kennslu háskólakennara sem hafa einnig tíma og rými fyrir sínar rannsóknir. Við hvetjum nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands til þess að skoða metnaðarfulla stefnuskrá hans og getum vottað að Björn gerir það sem hann segist ætla að gera. Höfundar eru sérfræðingur og doktorsnemi við deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Nú líður að kosningum til embættis rektors Háskóla Íslands og það eru okkur undirrituðum mikil gleðitíðindi að Björn Þorsteinsson bjóði sig fram. Um þessar mundir hangir skuggi skammsýnna sérhagsmuna yfir heiminum, og aldrei hefur verið mikilvægara að standa vörð um vægi gagnrýnnar hugsunar og sjálfstæðrar þekkingarleitar á borð við þá sem á sér stað í háskólasamfélaginu á Íslandi. Við teljum Björn vel til þess fallinn að leiða slíka starfsemi í krafti embættis rektors HÍ. Báðar kynntumst við Birni fyrst sem kennara og leiðbeinanda og þekkjum hann nú sem samstarfsmann í námsbraut í heimspeki. Björn opnaði fyrir okkur dyrnar að algerlega nýjum leiðum til þess að veita ólíkum sviðum mannlífs og umhverfis gagnrýna athygli. Björn er vinsæll kennari sem sinnir nemendum sínum vel. Hann hlustar af árvekni, tekur vel í hugmyndir nemenda og leiðbeinir þeim á styðjandi hátt við að dýpka þær og skýra. Honum tekst að skapa frábært samfélag með nemendum í sérhverju námskeiði þar sem góðar umræður og gagnrýnin hugsun eru ávallt í forsvari. Björn er framúrskarandi fræðimaður á sínu sviði. Við höfum starfað með Birni að rannsóknum bæði innanlands sem og erlendis, enda hefur Björn verið virkur í fjölda alþjóðlegra rannsóknarteyma og tekið virkan þátt í því að gera Háskóla Íslands að þeim alþjóðlega rannsóknarháskóla sem hann er orðinn. Í því starfi hefur hann ávallt stutt doktorsnema og nýja rannsakendur ötullega við rannsóknir sínar. Fræðimennska Björns einkennist af samfélagsgagnrýni og nær hann að fanga marga þá þræði daglegs lífs sem er erfitt að skýra með orðum. Þetta er einmitt einn helsti styrkur Björns þegar kemur að því að vera verðugur málsvari HÍ sem þjóðskóla. Þetta er mikilvægara nú en endranær þegar hagnýtingakrafa atvinnulífsins laumar sér sífellt dýpra í hvern krók og kima samfélagsins. Við treystum Birni til að standa vörð um akademískt frelsi og faglegt sjálfstæði HÍ gagnvart hvers kyns pólítískri skammsýni og öðrum eiginhagsmunaöflum. Björn er einn af þeim fræðimönnum HÍ sem hefur verið hvað ötulastur að varðveita það að hugsa og skrifa á íslensku, þýða sígild verk á íslenska tungu og stuðla að því að nemendur geti lesið fræðin á íslensku. Þetta er oftar en ekki vanmetið verk og hafa fræðiþýðingar að miklu leyti verið unnar í sjálfboðastarfi. Með sterka stoð í alþjóðlegum rannsóknarteymum sem og mikilvægri vinnu að fræðum á íslensku sýnir Björn að hann hefur ríkan skilning á því sem mikilvægt er að rektor alþjóðlegs rannsóknarháskóla sem og þjóðskóla búi yfir. Björn er þjónandi stjórnandi sem nær að leiða saman og sameina fólk sem mætti segja að væru sem andstæðir pólar. Hann er fljótur að sjá hvað felst í ólíkum sjónarmiðum og hvaða lendingu megi finna. Björn vann á skrifstofu rektors í stjórnartíð Páls Skúlasonar heitins og kom þar að því merkilega starfi að stofna Háskóla unga fólksins sem hefur verið eitt mikilvægasta samfélagsverkefni HÍ. Hann hefur enn fremur veitt gjöfullega af sérfræðiþekkingu sinni í erindum og fjölmiðlaviðtölum hér á landi. Þannig hefur Björn framúrskarandi hæfni einmitt til þess að tengja saman þá ólíku þætti sem einkenna Háskóla Íslands: kennslu, alþjóðlegt rannsóknarstarf, innlent fræðistarf, samfélagslega virkni og stjórnun. Háskóli Íslands hefur verið undirfjármagnaður um langt skeið og sjálfar höfum við fundið fyrir því sem nemendur og starfsfólk HÍ, jafnvel allt aftur til áranna fyrir efnahagshrun. HÍ hefur verið rekinn af ástríðu starfsfólks þar sem það stendur frammi fyrir ótal mikilvægum verkefnum sem hefðu þurft frekar mannskap til að sinna sem og frekari fjármögnun. Við treystum Birni til þess að vera sá rektor sem eflir Háskóla Íslands svo að nemendur geti notið kennslu háskólakennara sem hafa einnig tíma og rými fyrir sínar rannsóknir. Við hvetjum nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands til þess að skoða metnaðarfulla stefnuskrá hans og getum vottað að Björn gerir það sem hann segist ætla að gera. Höfundar eru sérfræðingur og doktorsnemi við deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar