Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir og Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifa 1. mars 2025 08:02 Góðir kennarar skilja eftir sig spor – ekki bara í námsbókum heldur í því hvernig þau hvetja nemendur sína til að hugsa, eflast og þroskast. Þannig reyndist Silja Bára Ómarsdóttir okkur einmitt. Hún kenndi okkur ekki bara efnið heldur hvernig á að nálgast stjórnmálafræði af metnaði og gagnrýni. Fyrir okkur – og svo marga aðra nemendur í stjórnmálafræði – var hún fyrirmynd sem sýndi að það er hægt að láta rödd sína heyrast í fræðasamfélaginu. Við höfum báðar verið í doktorsnámi síðustu ár og sinnt kennslu í stjórnmálafræði. Með þeirri reynslu höfum við skilið enn betur hversu mikilvægt er að hafa leiðtoga sem stendur með akademísku samfélagi og hlustar á þau sem þar starfa. Silja Bára hefur lengi talað fyrir því að kennarar og fræðafólk fái betra starfsumhverfi, að háskólinn fái alvöru fjárframlög til að standa undir hlutverki sínu og að álag í kennslu og rannsóknum sé viðráðanlegt og sjálfbært. Hún veit hversu mikilvægt er að skapa umhverfi þar sem bæði nemendur og kennarar geta vaxið og notið sín. Hún hefur líka alltaf talað fyrir því að háskólasamfélagið þurfi að vera aðgengilegt og fjölbreytt. Þekkingin sem við byggjum upp innan HÍ á ekki að vera lokuð inni í akademískum turni – hún á að nýtast samfélaginu. Silja Bára hefur sjálf verið einstaklega öflug í að koma fram í fjölmiðlum og miðla akademískri þekkingu sinni á fræðandi og skemmtilegan hátt. Hún hefur þannig sýnt að fræðasamfélagið á ekki að vera einangrað heldur lifandi hluti af þjóðfélagsumræðunni. Háskóli Íslands þarf rektor sem hefur skýra sýn á framtíðina, en um leið einhvern sem þekkir vel til grasrótarinnar – hvernig er raunverulega að vera nemandi, kennari eða rannsakandi innan háskólans. Það gerir Silja Bára. Hún veit hvað þarf til að byggja upp sterkara og réttlátara háskólasamfélag, og þess vegna styðjum við hana af heilum hug. Höfundar eru doktorsnemar við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Sjá meira
Góðir kennarar skilja eftir sig spor – ekki bara í námsbókum heldur í því hvernig þau hvetja nemendur sína til að hugsa, eflast og þroskast. Þannig reyndist Silja Bára Ómarsdóttir okkur einmitt. Hún kenndi okkur ekki bara efnið heldur hvernig á að nálgast stjórnmálafræði af metnaði og gagnrýni. Fyrir okkur – og svo marga aðra nemendur í stjórnmálafræði – var hún fyrirmynd sem sýndi að það er hægt að láta rödd sína heyrast í fræðasamfélaginu. Við höfum báðar verið í doktorsnámi síðustu ár og sinnt kennslu í stjórnmálafræði. Með þeirri reynslu höfum við skilið enn betur hversu mikilvægt er að hafa leiðtoga sem stendur með akademísku samfélagi og hlustar á þau sem þar starfa. Silja Bára hefur lengi talað fyrir því að kennarar og fræðafólk fái betra starfsumhverfi, að háskólinn fái alvöru fjárframlög til að standa undir hlutverki sínu og að álag í kennslu og rannsóknum sé viðráðanlegt og sjálfbært. Hún veit hversu mikilvægt er að skapa umhverfi þar sem bæði nemendur og kennarar geta vaxið og notið sín. Hún hefur líka alltaf talað fyrir því að háskólasamfélagið þurfi að vera aðgengilegt og fjölbreytt. Þekkingin sem við byggjum upp innan HÍ á ekki að vera lokuð inni í akademískum turni – hún á að nýtast samfélaginu. Silja Bára hefur sjálf verið einstaklega öflug í að koma fram í fjölmiðlum og miðla akademískri þekkingu sinni á fræðandi og skemmtilegan hátt. Hún hefur þannig sýnt að fræðasamfélagið á ekki að vera einangrað heldur lifandi hluti af þjóðfélagsumræðunni. Háskóli Íslands þarf rektor sem hefur skýra sýn á framtíðina, en um leið einhvern sem þekkir vel til grasrótarinnar – hvernig er raunverulega að vera nemandi, kennari eða rannsakandi innan háskólans. Það gerir Silja Bára. Hún veit hvað þarf til að byggja upp sterkara og réttlátara háskólasamfélag, og þess vegna styðjum við hana af heilum hug. Höfundar eru doktorsnemar við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar