Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 14:48 Kollegi minn Bjarni Már Magnússon við Háskólann á Bifröst sendi frá sér grein undir fyrirsögninni Sterkur íslenskur her sem birtist á síðum Morgunblaðsins 26.2.25. Þar færir hann rök fyrir því að hið langvarandi öryggisnet sem Bandaríkjamenn hafi veitt álfunni hafi gufað upp á síðustu dögum. Það er eðlilegt að við bregðumst við þeirri nýju heimsmynd sem hefur verið að teiknast upp um nokkurt skeið og er nú að raungerast með harðari hætti en friðelskandi fólk hefði vonað. Í gegnum tíðina hafa komið fram kenningar sem ýmist leggja til grundvallar að friður sé hornsteinn heilbrigðs samfélags og viðskipta þjóða á milli eða að stríð séu nauðsynleg til að endurjafna viðskiptahagsmuni. Í síðarnefndum kenningum er gengið út frá hagsmunum hins sterka. Íslenskur her óraunhæf hugmynd Ákall um íslenskan her eru hvorki frumlegar né nýjar af nálinni. Arnar Sigurjónsson gaf út bókina Íslenskur her árið 2022 og Halldór heitinn Hermannsson setti hugmyndina á dagskrá líka. Ef ég man rétt þá varð það í kringum framboð fyrir Frjálslynda flokkinn á Vestfjörðum árið 1991. Með því að setja hugmynd um íslenskan her á dagskrá er leitað í gamla verkfærakistu og kenningar um að stríð og vopnaskak sé leið til endurstillingar og valdajafnvægis. Ísland er hins vegar smáþjóð sem hefur ekki mannafla eða aðstæður til að byggja upp sterkan hér þótt vilji væri fyrir hendi. Við þurfum að treysta á ríkjabandalag í tímabundnu ástandi sem þessu og tala fyrir lýðræði, friði og diplómatískum lausnum. Jafnvægislistin Bandaríkin sem eru skuldsett þjóð sem sjá hagsmunum sínum betur borgið með því að afla vina utan Evrópu á þessum tímapunkti. Til þess ætla ráðamenn þar að beita afli til að knýja á um aðgengi að auðlindum þjóða hvort sem er hjá stríðshrjáðri Palestínu og Úkraínu eða nágrönnum okkar á Grænlandi. Þeir beita alls kyns aðferðum, meðal annars ofgnótt af upplýsingaóreiðu, samfélagsmiðlaherferðum á miðlum sem auðmenn eiga og hræðsluáróðri með óhefluðum og óheftum hætti. Auðmennirnir eru komnir inn í stjórnkerfið og stýra eins og um hvert annað fyrirtæki sé að ræða. Það er hætt við að skammtímahagsmunir ráði för fremur en jafnvægi ólíkra vistkerfa. Það reynir á Norðurlöndin og Evrópu að þjappa sér saman um gildi lýðræðis og fjölbreytileika sem hefur skapað lífsgæði sem þótt hafa eftirsóknarverð. Jafnvægislistin er dýrmæt í þessu samhengi. Mikilvægur griðarstaður Háskólasamfélagið gegnir mikilvægu hlutverki í að leiða saman þekkingu og samtal og hafa áhrif til góðs í samfélaginu. Sem lítil þjóð geta Íslendingar látið til sín taka í slíku samtali og unnið að því að kór friðarsinna hljómi inn í sinfóníu óreiðunnar og hamfarana sem nú dynja yfir. Friðarkórinn þarf að heyrast þar sem gamaldags stjórnmálamenn endurvekja gamaldags leiðir í valdatafli stórveldanna. Það ýtti við mér að lesa grein Bjarna með morgunkaffinu en orð John Lennon og Yoko Ono komu upp í hugann um að við veitum tækifæri á friði. Ég kalla því eftir að við stóreflum friðarkóra heimsins sem kyrja meira og hærra um frið. Í villtu leikhúsi heimspólitíkurinar eru sóknarfæri í því að Ísland sé griðarstaður. Höfundur er lektor við Háskólann á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Kollegi minn Bjarni Már Magnússon við Háskólann á Bifröst sendi frá sér grein undir fyrirsögninni Sterkur íslenskur her sem birtist á síðum Morgunblaðsins 26.2.25. Þar færir hann rök fyrir því að hið langvarandi öryggisnet sem Bandaríkjamenn hafi veitt álfunni hafi gufað upp á síðustu dögum. Það er eðlilegt að við bregðumst við þeirri nýju heimsmynd sem hefur verið að teiknast upp um nokkurt skeið og er nú að raungerast með harðari hætti en friðelskandi fólk hefði vonað. Í gegnum tíðina hafa komið fram kenningar sem ýmist leggja til grundvallar að friður sé hornsteinn heilbrigðs samfélags og viðskipta þjóða á milli eða að stríð séu nauðsynleg til að endurjafna viðskiptahagsmuni. Í síðarnefndum kenningum er gengið út frá hagsmunum hins sterka. Íslenskur her óraunhæf hugmynd Ákall um íslenskan her eru hvorki frumlegar né nýjar af nálinni. Arnar Sigurjónsson gaf út bókina Íslenskur her árið 2022 og Halldór heitinn Hermannsson setti hugmyndina á dagskrá líka. Ef ég man rétt þá varð það í kringum framboð fyrir Frjálslynda flokkinn á Vestfjörðum árið 1991. Með því að setja hugmynd um íslenskan her á dagskrá er leitað í gamla verkfærakistu og kenningar um að stríð og vopnaskak sé leið til endurstillingar og valdajafnvægis. Ísland er hins vegar smáþjóð sem hefur ekki mannafla eða aðstæður til að byggja upp sterkan hér þótt vilji væri fyrir hendi. Við þurfum að treysta á ríkjabandalag í tímabundnu ástandi sem þessu og tala fyrir lýðræði, friði og diplómatískum lausnum. Jafnvægislistin Bandaríkin sem eru skuldsett þjóð sem sjá hagsmunum sínum betur borgið með því að afla vina utan Evrópu á þessum tímapunkti. Til þess ætla ráðamenn þar að beita afli til að knýja á um aðgengi að auðlindum þjóða hvort sem er hjá stríðshrjáðri Palestínu og Úkraínu eða nágrönnum okkar á Grænlandi. Þeir beita alls kyns aðferðum, meðal annars ofgnótt af upplýsingaóreiðu, samfélagsmiðlaherferðum á miðlum sem auðmenn eiga og hræðsluáróðri með óhefluðum og óheftum hætti. Auðmennirnir eru komnir inn í stjórnkerfið og stýra eins og um hvert annað fyrirtæki sé að ræða. Það er hætt við að skammtímahagsmunir ráði för fremur en jafnvægi ólíkra vistkerfa. Það reynir á Norðurlöndin og Evrópu að þjappa sér saman um gildi lýðræðis og fjölbreytileika sem hefur skapað lífsgæði sem þótt hafa eftirsóknarverð. Jafnvægislistin er dýrmæt í þessu samhengi. Mikilvægur griðarstaður Háskólasamfélagið gegnir mikilvægu hlutverki í að leiða saman þekkingu og samtal og hafa áhrif til góðs í samfélaginu. Sem lítil þjóð geta Íslendingar látið til sín taka í slíku samtali og unnið að því að kór friðarsinna hljómi inn í sinfóníu óreiðunnar og hamfarana sem nú dynja yfir. Friðarkórinn þarf að heyrast þar sem gamaldags stjórnmálamenn endurvekja gamaldags leiðir í valdatafli stórveldanna. Það ýtti við mér að lesa grein Bjarna með morgunkaffinu en orð John Lennon og Yoko Ono komu upp í hugann um að við veitum tækifæri á friði. Ég kalla því eftir að við stóreflum friðarkóra heimsins sem kyrja meira og hærra um frið. Í villtu leikhúsi heimspólitíkurinar eru sóknarfæri í því að Ísland sé griðarstaður. Höfundur er lektor við Háskólann á Bifröst.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun