Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar 26. febrúar 2025 11:15 Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. Á undanförnum árum hefur áhugi á hugvíkkandi meðferðum vaxið gríðarlega. Sá áhugi byggir ekki síst á niðurstöðum úr vönduðum vísindarannsóknum sem benda til þess að efni eins og MDMA og sílósíbín (e. psilocybin) geti veitt fólki með meðferðaþráar geðraskanir von um bata. Til að mynda er nýjasta útgáfa American Journal of Psychiatry helguð rannsóknum á þessu sviði. Tímaritið er það virtasta á sviði geðheilbrigðis og útgáfan er til marks um að málið á ekki lengur heima á jaðri umræðunnar. Það væri ábyrgðarhluti að líta framhjá því og leggja ekki við hlustir. Þátttaka stjórnvalda gefur tilefni til bjartsýni Heilbrigðisráðuneytinu hefur verið boðið að eiga beint og milliliðalaust samtal við þá sérfræðinga sem koma fram á ráðstefnunni um þessi mál. Ráðuneytið þekkist boðið. Það er jákvætt og til marks um að íslensk stjórnvöld ætli sér að axla ábyrgð á málinu. Það gefur tilefni til bjartsýni um upplýsta og faglega umræðu um notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni á Íslandi. Samhliða hefur umræðan um siðferðileg, fagleg og lagaleg viðmið í kringum slíkar meðferðir orðið sífellt mikilvægari. Það er því stórt skref að heilbrigðisráðuneytið sýni vilja í verki til að hlusta á sjónarmið þeirra sem starfa á þessu sviði. Boltinn farinn að rúlla erlendis Þau okkar sem hvetjum til upplýstrar umræðu um þessi mál höfum lagt áherslu á mikilvægi þess að stefnumótun stjórnvalda byggist á staðreyndum og vísindum. Einnig er nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld fylgist með þróun í öðrum löndum, en til að mynda hafa heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu þegar veitt leyfi fyrir notkun ketamíns, MDMA og sílósíbin í sértækum geðheilbrigðisúrræðum. Bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunin (FDA) hefur einnig veitt þessum meðferðum stöðu „Breakthrough Therapy“ og því er ljóst að þær eiga sífellt meira erindi við almenna heilbrigðisþjónustu. Við berum öll ábyrgð á geðheilsunni Opið samtal þar sem allir sem tengjast heilbrigðismálum hér á landi á einn eða annan hátt eiga sæti við borðið er virkilega mikilvægt. Hingað til lands eru nú komnir erlendir sérfræðingar um hugvíkkandi meðferðir og lagasetningu því tengdri og eru þeir, ásamt innlendum sérfræðingum, fyrirlesarar á áðurnefndri ráðstefnu. Fjöldi lækna tekur einnig þátt, bæði sem fyrirlesarar og gestir. Fyrir okkur, sem þekkjum til meðferðanna og áhrifa þeirra, er augljóst að bylting í geðheilbrigðismálum er framundan. Sú fullvissa knýr okkur áfram. En það er ekki nóg að við vitum, stjórnvöld þurfa að vita og þau þurfa að undirbúa jarðveginn. Þess vegna er samtalið svo mikilvægt, því öll berum við ábyrgð á að styðja við geðheilsu okkar. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Ráðstefnan Psychedelics as Medicine fer fram í Hörpu dagana 27.–28. febrúar. Höfundur er sérfræðingur í meðferð með hugvíkkandi efnum og skipuleggjandi ráðstefnunnar Psychedelics as Medicine. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugvíkkandi efni Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. Á undanförnum árum hefur áhugi á hugvíkkandi meðferðum vaxið gríðarlega. Sá áhugi byggir ekki síst á niðurstöðum úr vönduðum vísindarannsóknum sem benda til þess að efni eins og MDMA og sílósíbín (e. psilocybin) geti veitt fólki með meðferðaþráar geðraskanir von um bata. Til að mynda er nýjasta útgáfa American Journal of Psychiatry helguð rannsóknum á þessu sviði. Tímaritið er það virtasta á sviði geðheilbrigðis og útgáfan er til marks um að málið á ekki lengur heima á jaðri umræðunnar. Það væri ábyrgðarhluti að líta framhjá því og leggja ekki við hlustir. Þátttaka stjórnvalda gefur tilefni til bjartsýni Heilbrigðisráðuneytinu hefur verið boðið að eiga beint og milliliðalaust samtal við þá sérfræðinga sem koma fram á ráðstefnunni um þessi mál. Ráðuneytið þekkist boðið. Það er jákvætt og til marks um að íslensk stjórnvöld ætli sér að axla ábyrgð á málinu. Það gefur tilefni til bjartsýni um upplýsta og faglega umræðu um notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni á Íslandi. Samhliða hefur umræðan um siðferðileg, fagleg og lagaleg viðmið í kringum slíkar meðferðir orðið sífellt mikilvægari. Það er því stórt skref að heilbrigðisráðuneytið sýni vilja í verki til að hlusta á sjónarmið þeirra sem starfa á þessu sviði. Boltinn farinn að rúlla erlendis Þau okkar sem hvetjum til upplýstrar umræðu um þessi mál höfum lagt áherslu á mikilvægi þess að stefnumótun stjórnvalda byggist á staðreyndum og vísindum. Einnig er nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld fylgist með þróun í öðrum löndum, en til að mynda hafa heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu þegar veitt leyfi fyrir notkun ketamíns, MDMA og sílósíbin í sértækum geðheilbrigðisúrræðum. Bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunin (FDA) hefur einnig veitt þessum meðferðum stöðu „Breakthrough Therapy“ og því er ljóst að þær eiga sífellt meira erindi við almenna heilbrigðisþjónustu. Við berum öll ábyrgð á geðheilsunni Opið samtal þar sem allir sem tengjast heilbrigðismálum hér á landi á einn eða annan hátt eiga sæti við borðið er virkilega mikilvægt. Hingað til lands eru nú komnir erlendir sérfræðingar um hugvíkkandi meðferðir og lagasetningu því tengdri og eru þeir, ásamt innlendum sérfræðingum, fyrirlesarar á áðurnefndri ráðstefnu. Fjöldi lækna tekur einnig þátt, bæði sem fyrirlesarar og gestir. Fyrir okkur, sem þekkjum til meðferðanna og áhrifa þeirra, er augljóst að bylting í geðheilbrigðismálum er framundan. Sú fullvissa knýr okkur áfram. En það er ekki nóg að við vitum, stjórnvöld þurfa að vita og þau þurfa að undirbúa jarðveginn. Þess vegna er samtalið svo mikilvægt, því öll berum við ábyrgð á að styðja við geðheilsu okkar. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Ráðstefnan Psychedelics as Medicine fer fram í Hörpu dagana 27.–28. febrúar. Höfundur er sérfræðingur í meðferð með hugvíkkandi efnum og skipuleggjandi ráðstefnunnar Psychedelics as Medicine.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun