„Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. febrúar 2025 21:10 Ólafur Jónas Sigurðsson mætti með derhúfu í kvöld til að fela nýja hárlitinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan vann góðan sigur á Grindavík í kvöld í Bónus-deild kvenna 77-64 en þetta var í annað sinn á viku sem liðin mætast. Grindvíkingar fóru með sigur af hólmi síðast þegar liðin mættust og Stjarnan hafði því harma að hefna í kvöld. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var með derhúfu á hliðarlínunni í kvöld til að fela nýjan og glæsilegan hárlit sinn, sagði að hann hefði í raun ekki breytt neinu á milli leikja. Nema kannski hárlitnum? „Svo sem ekki neitt. Við mættum bara ekki jafn flatar til leiks eins og síðast. Margt sem við gerðum ótrúlega vel í dag og ég er ógeðslega ánægður með varnarleikinn hérna í seinni hálfleik. Við höldum útlendingunum þeirra í sex, sjö og sex eða eitthvað. Bara kraftmiklar, flottar, ákveðnar. Við fórum í seinni hálfleikinn til að drepa og ég er ánægður með það.“ Það gekk allt upp á köflum hjá Stjörnunni í kvöld á báðum endum vallarins en æfingar síðustu daga virðast hafa skilað sér vel inn á völlinn í kvöld. „Síðan við spiluðum við þær síðast erum við bara búnar að vera í „transition“ drillum og varnar drillum, og „that's it“. Við reyndar vorum í svæðisvörn líka helling og þær skoruðu alltaf á okkur í svæðinu en það er annað mál. Við erum búnar að vera að drilla þetta vel og við erum búnar að vera að bíða eftir þessa. Ég er rosalega ánægður með að Kasia setti svolítið tóninn. Hún var að skutla sér á boltana og gera hluti sem skipta svo ógeðslega miklu máli og hinar fylgdu svo á eftir.“ Stjarnan fékk mjög drjúga frammistöðu frá fjórum af sínum lykilmönnum í kvöld en Óli vildi hrósa öllum sem lögðu í púkkið í kvöld. „Allir sem komu inn á gerðu eitthvað. Heiðrún á hérna hreyfingu ársins og það komu bara allir með eitthvað að borðinu. Þetta er það sem við erum búin að vera að tala um. Ef þú ætlar að koma inn á völlinn, komdu þá með eitthvað. Þú verður að skilja eitthvað eftir á gólfinu og mér fannst þær gera það helvíti vel í dag, allar.“ Ólafur var ekki endilega sannfærður um að allt væri á leið í rétta átt hjá Stjörnunni en liðið hefur ekki fundið stöðugleika til að byggja á í vetur. „Það var allt í rétta átt eftir Þórsleikinn um daginn, svo bara töpum við. Ég er að bíða eftir, við höfum náð einu sinni tveimur leikjum í röð í vetur. Ég er að bíða eftir að við náum að byggja ofan á frammistöðuna okkar þannig að við getum farið inn í næsta leik og verið jafnvel betri og vonandi kemur það í næsta leik.“ En þessi glæsilegi nýi hárlitur, hann er kannski síðasta púslið sem vantaði? „Hundrað prósent, hundrað prósent! Það er ýmislegt sem maður leggur á sig þegar maður er grunnskólakennari svo það er eins gott að þeir fari að fokking semja. Sjáðu hvað maður er að leggja á sig, maður er eins og hálfviti. Þannig að já, ég held að þessi hárlitur sé kominn til að vera.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Grindvíkingar fóru með sigur af hólmi síðast þegar liðin mættust og Stjarnan hafði því harma að hefna í kvöld. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var með derhúfu á hliðarlínunni í kvöld til að fela nýjan og glæsilegan hárlit sinn, sagði að hann hefði í raun ekki breytt neinu á milli leikja. Nema kannski hárlitnum? „Svo sem ekki neitt. Við mættum bara ekki jafn flatar til leiks eins og síðast. Margt sem við gerðum ótrúlega vel í dag og ég er ógeðslega ánægður með varnarleikinn hérna í seinni hálfleik. Við höldum útlendingunum þeirra í sex, sjö og sex eða eitthvað. Bara kraftmiklar, flottar, ákveðnar. Við fórum í seinni hálfleikinn til að drepa og ég er ánægður með það.“ Það gekk allt upp á köflum hjá Stjörnunni í kvöld á báðum endum vallarins en æfingar síðustu daga virðast hafa skilað sér vel inn á völlinn í kvöld. „Síðan við spiluðum við þær síðast erum við bara búnar að vera í „transition“ drillum og varnar drillum, og „that's it“. Við reyndar vorum í svæðisvörn líka helling og þær skoruðu alltaf á okkur í svæðinu en það er annað mál. Við erum búnar að vera að drilla þetta vel og við erum búnar að vera að bíða eftir þessa. Ég er rosalega ánægður með að Kasia setti svolítið tóninn. Hún var að skutla sér á boltana og gera hluti sem skipta svo ógeðslega miklu máli og hinar fylgdu svo á eftir.“ Stjarnan fékk mjög drjúga frammistöðu frá fjórum af sínum lykilmönnum í kvöld en Óli vildi hrósa öllum sem lögðu í púkkið í kvöld. „Allir sem komu inn á gerðu eitthvað. Heiðrún á hérna hreyfingu ársins og það komu bara allir með eitthvað að borðinu. Þetta er það sem við erum búin að vera að tala um. Ef þú ætlar að koma inn á völlinn, komdu þá með eitthvað. Þú verður að skilja eitthvað eftir á gólfinu og mér fannst þær gera það helvíti vel í dag, allar.“ Ólafur var ekki endilega sannfærður um að allt væri á leið í rétta átt hjá Stjörnunni en liðið hefur ekki fundið stöðugleika til að byggja á í vetur. „Það var allt í rétta átt eftir Þórsleikinn um daginn, svo bara töpum við. Ég er að bíða eftir, við höfum náð einu sinni tveimur leikjum í röð í vetur. Ég er að bíða eftir að við náum að byggja ofan á frammistöðuna okkar þannig að við getum farið inn í næsta leik og verið jafnvel betri og vonandi kemur það í næsta leik.“ En þessi glæsilegi nýi hárlitur, hann er kannski síðasta púslið sem vantaði? „Hundrað prósent, hundrað prósent! Það er ýmislegt sem maður leggur á sig þegar maður er grunnskólakennari svo það er eins gott að þeir fari að fokking semja. Sjáðu hvað maður er að leggja á sig, maður er eins og hálfviti. Þannig að já, ég held að þessi hárlitur sé kominn til að vera.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira