Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 12:04 Ég rak augun í atvinnuauglýsingu á Alfreð. Um er að ræða sumarstarf hjá Kópavogsbæ í Kópavogslaug. Auglýst er eftir starfsfólki í fullt starf. Kópavogslaug er ein af mínum uppáhalds sundlaugum. Þar mætir maður viðkunnanlegu viðmóti starfsmanna og góðri þjónustu. Í auglýsingunni kemur fram að fullt starf séu tvær langar vaktir í miðri viku auk einnar helgarvaktar. Í kjarasamningi Starfsmannafélags Kópavogs kemur fram að vinnuskylda vaktavinnufólks sem vinnur á reglubundnum vöktum skal að jafnaði vera sú sama og hjá dagvinnufólki. Vinnuvika starfsfólks í fullu starfi er 36 virkar vinnustundir.Í menntunar- og hæfnikröfum þarftu að vera orðinn 20 ára og búa yfir góðri sundkunnáttu, svipuð og er á tíunda sundstigi grunnskóla. Þú þarft að vera stundvís, samviskusamur, góður í samvinnu, með góða þjónustulund og góða íslenskukunnáttu. Vinnustaðurinn er reyklaus og þú þarft að vera með hreint sakavottorð. Í auglýsingunni er gefið upp að mánaðarlaun séu á bilinu 670.000-780.000kr. Engrar menntunar er krafist utan sundkunnáttunnar. Grunnlaun grunnskólakennara eftir að hafa lokið þriggja ára sérfræðinámi (eins og námið var áður, B.Ed. gráða og leyfisbréf til kennslu) er 632.887 krónur á mánuði. Grunnlaun grunnskólakennara eftir að hafa lokið fimm ára sérfræðinámi (eins og námið er núna, M.Ed. gráða og leyfisbréf til kennslu) er 683.518 kr. á mánuði. Ef þú ákveður að taka að þér umsjónarkennslu ertu svo heppinn að þú færð 27.815 – 30.040 kr. á mánuði aukalega. Fyrir þann pening, eftir útborgun, getur þú boðið fjölskyldunni í pizzu einu sinni til tvisvar sinnum í mánuði. Vinnutími kennara er 42,86 klukkustundir á viku. Í dag er ég skólastjóri en fyrrum grunnskólakennari hjá Kópavogsbæ. Er ekki pínu galið að tvítuga barnið mitt sem færi að vinna í Kópavogslaug, með enga háskólamenntun, fengi meira útborgað en ég sem grunnskólakennari hjá Kópavogsbæ? Eftir 20 ára starfsreynslu væru launin mín 737.014 – 795.975 kr sem grunnskólakennari. Ég væri þá komin með svipuð laun og barnið mitt sem væri nýbyrjað í starfi í Kópavogslaug. Þegar ég auglýsi kennarastöður í mínum skóla leita ég eftir að ráða framúrskarandi sérfræðinga, kennara sem búa yfir góðri faglegri þekkingu eftir þriggja til fimm ára háskólanám til þess að takast á við starf kennara. Kennarar í dag eru að bugast undan kjarabaráttunni. Þeir eru sárir og svekktir út í Samband íslenskra sveitarfélaga, sveitarfélagið sitt og vinnuveitanda. Svo virðist sem það eigi ekki að standa við samkomulagið frá árinu 2016. Í fréttum er rætt um að laun kennara miðað við tillögu ríkissáttasemjara hækki um 24%. Þetta er ekki svona einfalt. Kennarar hafa verið sviknir af sveitarfélögunum um leiðréttingu launa í að verða níu ár. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast afleiðingarnar ef kennarar fá meiri launahækkun en aðrir. Hún minnist ekkert á að kennarar eigi inni launaleiðréttingu. Hún er hrædd um verðbólgu, að aðrar stéttir vilji fylgja á eftir samningum kennara og þá fari allt á hliðina. Minn versti ótti er að í íslensku samfélagi verði fáir menntaðir kennarar eftir í skólum landsins ef hinn almenni markaður getur boðið betri laun miðað við enga háskólamenntun. Viljum við bjóða börnunum okkur upp á það að þau fái ekki menntaða kennara til að kenna sér? Oft hefur komið fram að kennarastéttin sé að eldast og yngri kennarar eru færri. Það segir sig sjálft að eftir fimm ár verður mjög erfitt að finna menntaða kennara. Í dag er það orðið erfitt og ég spyr mig hvernig verður það þá? Get ég verið skólastjóri eftir fimm ár ef ég fæ ekki kennara til að vinna í skólanum mínum? Mun ég þá gefast upp líka? Kópavogsbær vill vera framúrskarandi sveitarfélag. Hvernig getur Kópavogsbær verið með framúrskarandi skóla, bæði fyrir kennara, nemendur og allt sveitarfélagið? Þarf sveitarfélagið ekki að bjóða upp á góð kjör fyrir kennarana sína svo leik- grunn- og tónlistarskólar bæjarins verði eftirsóknarverðir vinnustaðir? Hvernig geta skólar sveitarfélagsins verið framúrskarandi ef það eru engir kennarar sem fást til starfa? Hvernig á ég sem skólastjóri að standast þessar samkeppniskröfur á hinum almenna markaði fyrir mína kennara? Nú er kominn tími til að bæjarstjórinn okkar og bæjarstjórn skoði af alvöru hvernig þau vilja gera skóla bæjarins að framúrskarandi og aðlaðandi vinnustöðum. Ef það tekst ekki fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug. Þar er boðið upp á betri kjör í sama sveitarfélagi. Nú þarf mitt sveitarfélag að fara að stíga upp og klára þessa samninga, með eða án Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kennarar eru komnir að þolmörkum og geta ekki meira í þessari kjarabaráttu. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Kópavogur Skóla- og menntamál Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Ég rak augun í atvinnuauglýsingu á Alfreð. Um er að ræða sumarstarf hjá Kópavogsbæ í Kópavogslaug. Auglýst er eftir starfsfólki í fullt starf. Kópavogslaug er ein af mínum uppáhalds sundlaugum. Þar mætir maður viðkunnanlegu viðmóti starfsmanna og góðri þjónustu. Í auglýsingunni kemur fram að fullt starf séu tvær langar vaktir í miðri viku auk einnar helgarvaktar. Í kjarasamningi Starfsmannafélags Kópavogs kemur fram að vinnuskylda vaktavinnufólks sem vinnur á reglubundnum vöktum skal að jafnaði vera sú sama og hjá dagvinnufólki. Vinnuvika starfsfólks í fullu starfi er 36 virkar vinnustundir.Í menntunar- og hæfnikröfum þarftu að vera orðinn 20 ára og búa yfir góðri sundkunnáttu, svipuð og er á tíunda sundstigi grunnskóla. Þú þarft að vera stundvís, samviskusamur, góður í samvinnu, með góða þjónustulund og góða íslenskukunnáttu. Vinnustaðurinn er reyklaus og þú þarft að vera með hreint sakavottorð. Í auglýsingunni er gefið upp að mánaðarlaun séu á bilinu 670.000-780.000kr. Engrar menntunar er krafist utan sundkunnáttunnar. Grunnlaun grunnskólakennara eftir að hafa lokið þriggja ára sérfræðinámi (eins og námið var áður, B.Ed. gráða og leyfisbréf til kennslu) er 632.887 krónur á mánuði. Grunnlaun grunnskólakennara eftir að hafa lokið fimm ára sérfræðinámi (eins og námið er núna, M.Ed. gráða og leyfisbréf til kennslu) er 683.518 kr. á mánuði. Ef þú ákveður að taka að þér umsjónarkennslu ertu svo heppinn að þú færð 27.815 – 30.040 kr. á mánuði aukalega. Fyrir þann pening, eftir útborgun, getur þú boðið fjölskyldunni í pizzu einu sinni til tvisvar sinnum í mánuði. Vinnutími kennara er 42,86 klukkustundir á viku. Í dag er ég skólastjóri en fyrrum grunnskólakennari hjá Kópavogsbæ. Er ekki pínu galið að tvítuga barnið mitt sem færi að vinna í Kópavogslaug, með enga háskólamenntun, fengi meira útborgað en ég sem grunnskólakennari hjá Kópavogsbæ? Eftir 20 ára starfsreynslu væru launin mín 737.014 – 795.975 kr sem grunnskólakennari. Ég væri þá komin með svipuð laun og barnið mitt sem væri nýbyrjað í starfi í Kópavogslaug. Þegar ég auglýsi kennarastöður í mínum skóla leita ég eftir að ráða framúrskarandi sérfræðinga, kennara sem búa yfir góðri faglegri þekkingu eftir þriggja til fimm ára háskólanám til þess að takast á við starf kennara. Kennarar í dag eru að bugast undan kjarabaráttunni. Þeir eru sárir og svekktir út í Samband íslenskra sveitarfélaga, sveitarfélagið sitt og vinnuveitanda. Svo virðist sem það eigi ekki að standa við samkomulagið frá árinu 2016. Í fréttum er rætt um að laun kennara miðað við tillögu ríkissáttasemjara hækki um 24%. Þetta er ekki svona einfalt. Kennarar hafa verið sviknir af sveitarfélögunum um leiðréttingu launa í að verða níu ár. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast afleiðingarnar ef kennarar fá meiri launahækkun en aðrir. Hún minnist ekkert á að kennarar eigi inni launaleiðréttingu. Hún er hrædd um verðbólgu, að aðrar stéttir vilji fylgja á eftir samningum kennara og þá fari allt á hliðina. Minn versti ótti er að í íslensku samfélagi verði fáir menntaðir kennarar eftir í skólum landsins ef hinn almenni markaður getur boðið betri laun miðað við enga háskólamenntun. Viljum við bjóða börnunum okkur upp á það að þau fái ekki menntaða kennara til að kenna sér? Oft hefur komið fram að kennarastéttin sé að eldast og yngri kennarar eru færri. Það segir sig sjálft að eftir fimm ár verður mjög erfitt að finna menntaða kennara. Í dag er það orðið erfitt og ég spyr mig hvernig verður það þá? Get ég verið skólastjóri eftir fimm ár ef ég fæ ekki kennara til að vinna í skólanum mínum? Mun ég þá gefast upp líka? Kópavogsbær vill vera framúrskarandi sveitarfélag. Hvernig getur Kópavogsbær verið með framúrskarandi skóla, bæði fyrir kennara, nemendur og allt sveitarfélagið? Þarf sveitarfélagið ekki að bjóða upp á góð kjör fyrir kennarana sína svo leik- grunn- og tónlistarskólar bæjarins verði eftirsóknarverðir vinnustaðir? Hvernig geta skólar sveitarfélagsins verið framúrskarandi ef það eru engir kennarar sem fást til starfa? Hvernig á ég sem skólastjóri að standast þessar samkeppniskröfur á hinum almenna markaði fyrir mína kennara? Nú er kominn tími til að bæjarstjórinn okkar og bæjarstjórn skoði af alvöru hvernig þau vilja gera skóla bæjarins að framúrskarandi og aðlaðandi vinnustöðum. Ef það tekst ekki fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug. Þar er boðið upp á betri kjör í sama sveitarfélagi. Nú þarf mitt sveitarfélag að fara að stíga upp og klára þessa samninga, með eða án Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kennarar eru komnir að þolmörkum og geta ekki meira í þessari kjarabaráttu. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun