Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 12:04 Ég rak augun í atvinnuauglýsingu á Alfreð. Um er að ræða sumarstarf hjá Kópavogsbæ í Kópavogslaug. Auglýst er eftir starfsfólki í fullt starf. Kópavogslaug er ein af mínum uppáhalds sundlaugum. Þar mætir maður viðkunnanlegu viðmóti starfsmanna og góðri þjónustu. Í auglýsingunni kemur fram að fullt starf séu tvær langar vaktir í miðri viku auk einnar helgarvaktar. Í kjarasamningi Starfsmannafélags Kópavogs kemur fram að vinnuskylda vaktavinnufólks sem vinnur á reglubundnum vöktum skal að jafnaði vera sú sama og hjá dagvinnufólki. Vinnuvika starfsfólks í fullu starfi er 36 virkar vinnustundir.Í menntunar- og hæfnikröfum þarftu að vera orðinn 20 ára og búa yfir góðri sundkunnáttu, svipuð og er á tíunda sundstigi grunnskóla. Þú þarft að vera stundvís, samviskusamur, góður í samvinnu, með góða þjónustulund og góða íslenskukunnáttu. Vinnustaðurinn er reyklaus og þú þarft að vera með hreint sakavottorð. Í auglýsingunni er gefið upp að mánaðarlaun séu á bilinu 670.000-780.000kr. Engrar menntunar er krafist utan sundkunnáttunnar. Grunnlaun grunnskólakennara eftir að hafa lokið þriggja ára sérfræðinámi (eins og námið var áður, B.Ed. gráða og leyfisbréf til kennslu) er 632.887 krónur á mánuði. Grunnlaun grunnskólakennara eftir að hafa lokið fimm ára sérfræðinámi (eins og námið er núna, M.Ed. gráða og leyfisbréf til kennslu) er 683.518 kr. á mánuði. Ef þú ákveður að taka að þér umsjónarkennslu ertu svo heppinn að þú færð 27.815 – 30.040 kr. á mánuði aukalega. Fyrir þann pening, eftir útborgun, getur þú boðið fjölskyldunni í pizzu einu sinni til tvisvar sinnum í mánuði. Vinnutími kennara er 42,86 klukkustundir á viku. Í dag er ég skólastjóri en fyrrum grunnskólakennari hjá Kópavogsbæ. Er ekki pínu galið að tvítuga barnið mitt sem færi að vinna í Kópavogslaug, með enga háskólamenntun, fengi meira útborgað en ég sem grunnskólakennari hjá Kópavogsbæ? Eftir 20 ára starfsreynslu væru launin mín 737.014 – 795.975 kr sem grunnskólakennari. Ég væri þá komin með svipuð laun og barnið mitt sem væri nýbyrjað í starfi í Kópavogslaug. Þegar ég auglýsi kennarastöður í mínum skóla leita ég eftir að ráða framúrskarandi sérfræðinga, kennara sem búa yfir góðri faglegri þekkingu eftir þriggja til fimm ára háskólanám til þess að takast á við starf kennara. Kennarar í dag eru að bugast undan kjarabaráttunni. Þeir eru sárir og svekktir út í Samband íslenskra sveitarfélaga, sveitarfélagið sitt og vinnuveitanda. Svo virðist sem það eigi ekki að standa við samkomulagið frá árinu 2016. Í fréttum er rætt um að laun kennara miðað við tillögu ríkissáttasemjara hækki um 24%. Þetta er ekki svona einfalt. Kennarar hafa verið sviknir af sveitarfélögunum um leiðréttingu launa í að verða níu ár. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast afleiðingarnar ef kennarar fá meiri launahækkun en aðrir. Hún minnist ekkert á að kennarar eigi inni launaleiðréttingu. Hún er hrædd um verðbólgu, að aðrar stéttir vilji fylgja á eftir samningum kennara og þá fari allt á hliðina. Minn versti ótti er að í íslensku samfélagi verði fáir menntaðir kennarar eftir í skólum landsins ef hinn almenni markaður getur boðið betri laun miðað við enga háskólamenntun. Viljum við bjóða börnunum okkur upp á það að þau fái ekki menntaða kennara til að kenna sér? Oft hefur komið fram að kennarastéttin sé að eldast og yngri kennarar eru færri. Það segir sig sjálft að eftir fimm ár verður mjög erfitt að finna menntaða kennara. Í dag er það orðið erfitt og ég spyr mig hvernig verður það þá? Get ég verið skólastjóri eftir fimm ár ef ég fæ ekki kennara til að vinna í skólanum mínum? Mun ég þá gefast upp líka? Kópavogsbær vill vera framúrskarandi sveitarfélag. Hvernig getur Kópavogsbær verið með framúrskarandi skóla, bæði fyrir kennara, nemendur og allt sveitarfélagið? Þarf sveitarfélagið ekki að bjóða upp á góð kjör fyrir kennarana sína svo leik- grunn- og tónlistarskólar bæjarins verði eftirsóknarverðir vinnustaðir? Hvernig geta skólar sveitarfélagsins verið framúrskarandi ef það eru engir kennarar sem fást til starfa? Hvernig á ég sem skólastjóri að standast þessar samkeppniskröfur á hinum almenna markaði fyrir mína kennara? Nú er kominn tími til að bæjarstjórinn okkar og bæjarstjórn skoði af alvöru hvernig þau vilja gera skóla bæjarins að framúrskarandi og aðlaðandi vinnustöðum. Ef það tekst ekki fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug. Þar er boðið upp á betri kjör í sama sveitarfélagi. Nú þarf mitt sveitarfélag að fara að stíga upp og klára þessa samninga, með eða án Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kennarar eru komnir að þolmörkum og geta ekki meira í þessari kjarabaráttu. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Kópavogur Skóla- og menntamál Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ég rak augun í atvinnuauglýsingu á Alfreð. Um er að ræða sumarstarf hjá Kópavogsbæ í Kópavogslaug. Auglýst er eftir starfsfólki í fullt starf. Kópavogslaug er ein af mínum uppáhalds sundlaugum. Þar mætir maður viðkunnanlegu viðmóti starfsmanna og góðri þjónustu. Í auglýsingunni kemur fram að fullt starf séu tvær langar vaktir í miðri viku auk einnar helgarvaktar. Í kjarasamningi Starfsmannafélags Kópavogs kemur fram að vinnuskylda vaktavinnufólks sem vinnur á reglubundnum vöktum skal að jafnaði vera sú sama og hjá dagvinnufólki. Vinnuvika starfsfólks í fullu starfi er 36 virkar vinnustundir.Í menntunar- og hæfnikröfum þarftu að vera orðinn 20 ára og búa yfir góðri sundkunnáttu, svipuð og er á tíunda sundstigi grunnskóla. Þú þarft að vera stundvís, samviskusamur, góður í samvinnu, með góða þjónustulund og góða íslenskukunnáttu. Vinnustaðurinn er reyklaus og þú þarft að vera með hreint sakavottorð. Í auglýsingunni er gefið upp að mánaðarlaun séu á bilinu 670.000-780.000kr. Engrar menntunar er krafist utan sundkunnáttunnar. Grunnlaun grunnskólakennara eftir að hafa lokið þriggja ára sérfræðinámi (eins og námið var áður, B.Ed. gráða og leyfisbréf til kennslu) er 632.887 krónur á mánuði. Grunnlaun grunnskólakennara eftir að hafa lokið fimm ára sérfræðinámi (eins og námið er núna, M.Ed. gráða og leyfisbréf til kennslu) er 683.518 kr. á mánuði. Ef þú ákveður að taka að þér umsjónarkennslu ertu svo heppinn að þú færð 27.815 – 30.040 kr. á mánuði aukalega. Fyrir þann pening, eftir útborgun, getur þú boðið fjölskyldunni í pizzu einu sinni til tvisvar sinnum í mánuði. Vinnutími kennara er 42,86 klukkustundir á viku. Í dag er ég skólastjóri en fyrrum grunnskólakennari hjá Kópavogsbæ. Er ekki pínu galið að tvítuga barnið mitt sem færi að vinna í Kópavogslaug, með enga háskólamenntun, fengi meira útborgað en ég sem grunnskólakennari hjá Kópavogsbæ? Eftir 20 ára starfsreynslu væru launin mín 737.014 – 795.975 kr sem grunnskólakennari. Ég væri þá komin með svipuð laun og barnið mitt sem væri nýbyrjað í starfi í Kópavogslaug. Þegar ég auglýsi kennarastöður í mínum skóla leita ég eftir að ráða framúrskarandi sérfræðinga, kennara sem búa yfir góðri faglegri þekkingu eftir þriggja til fimm ára háskólanám til þess að takast á við starf kennara. Kennarar í dag eru að bugast undan kjarabaráttunni. Þeir eru sárir og svekktir út í Samband íslenskra sveitarfélaga, sveitarfélagið sitt og vinnuveitanda. Svo virðist sem það eigi ekki að standa við samkomulagið frá árinu 2016. Í fréttum er rætt um að laun kennara miðað við tillögu ríkissáttasemjara hækki um 24%. Þetta er ekki svona einfalt. Kennarar hafa verið sviknir af sveitarfélögunum um leiðréttingu launa í að verða níu ár. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast afleiðingarnar ef kennarar fá meiri launahækkun en aðrir. Hún minnist ekkert á að kennarar eigi inni launaleiðréttingu. Hún er hrædd um verðbólgu, að aðrar stéttir vilji fylgja á eftir samningum kennara og þá fari allt á hliðina. Minn versti ótti er að í íslensku samfélagi verði fáir menntaðir kennarar eftir í skólum landsins ef hinn almenni markaður getur boðið betri laun miðað við enga háskólamenntun. Viljum við bjóða börnunum okkur upp á það að þau fái ekki menntaða kennara til að kenna sér? Oft hefur komið fram að kennarastéttin sé að eldast og yngri kennarar eru færri. Það segir sig sjálft að eftir fimm ár verður mjög erfitt að finna menntaða kennara. Í dag er það orðið erfitt og ég spyr mig hvernig verður það þá? Get ég verið skólastjóri eftir fimm ár ef ég fæ ekki kennara til að vinna í skólanum mínum? Mun ég þá gefast upp líka? Kópavogsbær vill vera framúrskarandi sveitarfélag. Hvernig getur Kópavogsbær verið með framúrskarandi skóla, bæði fyrir kennara, nemendur og allt sveitarfélagið? Þarf sveitarfélagið ekki að bjóða upp á góð kjör fyrir kennarana sína svo leik- grunn- og tónlistarskólar bæjarins verði eftirsóknarverðir vinnustaðir? Hvernig geta skólar sveitarfélagsins verið framúrskarandi ef það eru engir kennarar sem fást til starfa? Hvernig á ég sem skólastjóri að standast þessar samkeppniskröfur á hinum almenna markaði fyrir mína kennara? Nú er kominn tími til að bæjarstjórinn okkar og bæjarstjórn skoði af alvöru hvernig þau vilja gera skóla bæjarins að framúrskarandi og aðlaðandi vinnustöðum. Ef það tekst ekki fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug. Þar er boðið upp á betri kjör í sama sveitarfélagi. Nú þarf mitt sveitarfélag að fara að stíga upp og klára þessa samninga, með eða án Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kennarar eru komnir að þolmörkum og geta ekki meira í þessari kjarabaráttu. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun