Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar 24. febrúar 2025 16:32 Reynt hefur verið breyta stjórnarskránni allan þann tíma sem ég man eftir að hafa fylgst með landsmálum og reyndar miklu lengur. Eftir því sem ég best get séð hefur sú vinna alltaf strandað á neitunarvaldi þröngra hagsmunahópa innan Alþingis. Alvarleg atlaga var gerð að því fyrir nokkrum árum að koma málefninu upp úr hjólförunum. Sú vinna byrjaði á því að skipuleggja eitt þúsund manna borgarafund um málið. Þar voru kosningabærir landsmenn valdir af handahófi. Þeir settu fram á fundinum þau meginatriði sem þeim fannst að ný stjórnarskrá ætti að byggjast á. Þau enduðu í stjórnlagaráði sem í voru þeir sem þjóðin hafði kosið til verksins. Það vann úr þeim og setti fram tillögu að nýrri stjórnarskrá á grundvelli þeirra. Tillögurnar byggðust bæði á lagfæringum á stjórnarskránni og nokkrum ákveðnum breytingatillögum. Þær kristölluðust að ýmsu leyti í nokkrum ákveðnum breytingum. Kosið var um þær í almennum kosningum sem sýndu að mikill stuðningur var við þær enda var grunnuppsetningin miðuð við að þar kæmi þjóðarviljinn fram. Áberandi var að því var slegið föstu að þjóðin ætti auðlindirnar, unnt yrði að kjósa einstaklinga til Alþingis en ekki einungis flokkslista og gildi atkvæða í alþingiskosningum ætti að vera sem allra jafnast á landinu öllu. Tillögurnar voru lagðar fyrir Alþingi þar sem málið hefur setið fast síðan. Sumir segja að Alþingi hafi hafnað þeim. Augljóst virðist að hagsmunasamtök ráða langmestu þar um. Einkum virðast hér vera um að ræða samtök útgerðarfyrirtækja og yfirstéttina í landinu. Einnig virðast sumir lögspekingar telja hana sitt einkamál. Reyndar hefur síðar verið reynt að þynna út meginatriðin þannig að henti betur þessum aðilum. Lýðræðið hefur þá beðið mikinn hnekki ef hagsmunaaðilar eiga að ráða. Því miður er hætt við því að stjórnarskráin sé einmitt eins og hún er vegna þess að hagsmunahópunum finnst hún henta sér. Sérstaklega er hættulegt ef ákvæðið um auðlindirnar er þynnt út þannig að möguleiki sé á því að þær hverfi til frambúðar úr eigu þjóðarinnar til hagsmunahópa. Þá væri hún rænd sinni réttmætu eign. Það að Alþingi eigi að hafa lokaákvörðunina hvað varðar nýja stjórnarskrá virðist stafa af úreltum lögum frá þeim tíma þegar þjóðaratkvæðagreiðslur voru miklu veigameira verkefni en nú er og upplýsingaþjóðfélagið miklu skemmra á veg komið. Um er að ræða sjálft frumegg þjóðarinnar sem stjórna á allri lagasetningu hennar. Þarna á að vera að finna þá vernd sem almenningur telur sig þurfa gagnvart valdhöfum almennt þar á meðal Alþingi og ríkisstjórn. Almennar kosningar eiga því að skera úr um hana. Þar á Alþingi ekki að koma nærri. Ef svo væri, væri það bæði að hlutast til um grunninn að lagasetningunni og lagasetninguna sjálfa. Einnig fjallar stjórnarskráin að töluverðu leyti um Alþingi og ríkisstjórn. Er eðlilegt að þessar stofnanir séu að fjalla um málefni þeirra sjálfra og vernd almennings gegn þeim sjálfum. Sama er að segja um svokallaða lögspekinga. Einhverjir þeirra virðast telja að þeir eigi einkum að vera með puttana í málinu. Hér gildir það sama og um alþingismenn. Lögspekingarnir skýra lögin sem Alþingi setur eða dæma eftir þeim. Hvers vegna eiga þeir einnig að mynda grunninn fyrir Alþingi? Hvers vegna eiga þeir að stýra því hvernig stjórnarskráin eigi að vera? Þeir ásamt alþingismönnum eru einungis míkróskópískur hluti þjóðarinnar og geta trauðla myndað þann reynslu- og þekkingargrunn sem til þarf. Þá væri auk þess hætta á að stjórnarskráin eins og lagasetningin fjarlægðist enn meira veruleika þjóðarinnar en orðið er. Þegar er nóg að gert. Hér tel ég að öll þjóðin verði að koma að borðinu í einhverri mynd. Gerð nýrrar stjórnarskrár hlýtur að vera heilagur réttur hennar. Hún á að stýra löggjöfinni í þá átt að vera fyrir hana sjálfa en ekki fyrir þrönga hagsmunahópa. Málið virðist ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Eru þeir flokkar sem reyndu að koma breytingum í gegn búnir að gefast upp fyrir hagsmunaöflunum? Ég er hræddur um að svo sé. Nauðsyn ber til að koma þessu máli aftur á dagskrá. Í því sambandi þarf að gera breytingar á löggjöfinni í þá átt að þjóðin kjósi um hana en ekki Alþingi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Reynt hefur verið breyta stjórnarskránni allan þann tíma sem ég man eftir að hafa fylgst með landsmálum og reyndar miklu lengur. Eftir því sem ég best get séð hefur sú vinna alltaf strandað á neitunarvaldi þröngra hagsmunahópa innan Alþingis. Alvarleg atlaga var gerð að því fyrir nokkrum árum að koma málefninu upp úr hjólförunum. Sú vinna byrjaði á því að skipuleggja eitt þúsund manna borgarafund um málið. Þar voru kosningabærir landsmenn valdir af handahófi. Þeir settu fram á fundinum þau meginatriði sem þeim fannst að ný stjórnarskrá ætti að byggjast á. Þau enduðu í stjórnlagaráði sem í voru þeir sem þjóðin hafði kosið til verksins. Það vann úr þeim og setti fram tillögu að nýrri stjórnarskrá á grundvelli þeirra. Tillögurnar byggðust bæði á lagfæringum á stjórnarskránni og nokkrum ákveðnum breytingatillögum. Þær kristölluðust að ýmsu leyti í nokkrum ákveðnum breytingum. Kosið var um þær í almennum kosningum sem sýndu að mikill stuðningur var við þær enda var grunnuppsetningin miðuð við að þar kæmi þjóðarviljinn fram. Áberandi var að því var slegið föstu að þjóðin ætti auðlindirnar, unnt yrði að kjósa einstaklinga til Alþingis en ekki einungis flokkslista og gildi atkvæða í alþingiskosningum ætti að vera sem allra jafnast á landinu öllu. Tillögurnar voru lagðar fyrir Alþingi þar sem málið hefur setið fast síðan. Sumir segja að Alþingi hafi hafnað þeim. Augljóst virðist að hagsmunasamtök ráða langmestu þar um. Einkum virðast hér vera um að ræða samtök útgerðarfyrirtækja og yfirstéttina í landinu. Einnig virðast sumir lögspekingar telja hana sitt einkamál. Reyndar hefur síðar verið reynt að þynna út meginatriðin þannig að henti betur þessum aðilum. Lýðræðið hefur þá beðið mikinn hnekki ef hagsmunaaðilar eiga að ráða. Því miður er hætt við því að stjórnarskráin sé einmitt eins og hún er vegna þess að hagsmunahópunum finnst hún henta sér. Sérstaklega er hættulegt ef ákvæðið um auðlindirnar er þynnt út þannig að möguleiki sé á því að þær hverfi til frambúðar úr eigu þjóðarinnar til hagsmunahópa. Þá væri hún rænd sinni réttmætu eign. Það að Alþingi eigi að hafa lokaákvörðunina hvað varðar nýja stjórnarskrá virðist stafa af úreltum lögum frá þeim tíma þegar þjóðaratkvæðagreiðslur voru miklu veigameira verkefni en nú er og upplýsingaþjóðfélagið miklu skemmra á veg komið. Um er að ræða sjálft frumegg þjóðarinnar sem stjórna á allri lagasetningu hennar. Þarna á að vera að finna þá vernd sem almenningur telur sig þurfa gagnvart valdhöfum almennt þar á meðal Alþingi og ríkisstjórn. Almennar kosningar eiga því að skera úr um hana. Þar á Alþingi ekki að koma nærri. Ef svo væri, væri það bæði að hlutast til um grunninn að lagasetningunni og lagasetninguna sjálfa. Einnig fjallar stjórnarskráin að töluverðu leyti um Alþingi og ríkisstjórn. Er eðlilegt að þessar stofnanir séu að fjalla um málefni þeirra sjálfra og vernd almennings gegn þeim sjálfum. Sama er að segja um svokallaða lögspekinga. Einhverjir þeirra virðast telja að þeir eigi einkum að vera með puttana í málinu. Hér gildir það sama og um alþingismenn. Lögspekingarnir skýra lögin sem Alþingi setur eða dæma eftir þeim. Hvers vegna eiga þeir einnig að mynda grunninn fyrir Alþingi? Hvers vegna eiga þeir að stýra því hvernig stjórnarskráin eigi að vera? Þeir ásamt alþingismönnum eru einungis míkróskópískur hluti þjóðarinnar og geta trauðla myndað þann reynslu- og þekkingargrunn sem til þarf. Þá væri auk þess hætta á að stjórnarskráin eins og lagasetningin fjarlægðist enn meira veruleika þjóðarinnar en orðið er. Þegar er nóg að gert. Hér tel ég að öll þjóðin verði að koma að borðinu í einhverri mynd. Gerð nýrrar stjórnarskrár hlýtur að vera heilagur réttur hennar. Hún á að stýra löggjöfinni í þá átt að vera fyrir hana sjálfa en ekki fyrir þrönga hagsmunahópa. Málið virðist ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Eru þeir flokkar sem reyndu að koma breytingum í gegn búnir að gefast upp fyrir hagsmunaöflunum? Ég er hræddur um að svo sé. Nauðsyn ber til að koma þessu máli aftur á dagskrá. Í því sambandi þarf að gera breytingar á löggjöfinni í þá átt að þjóðin kjósi um hana en ekki Alþingi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun