Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar 24. febrúar 2025 16:32 Reynt hefur verið breyta stjórnarskránni allan þann tíma sem ég man eftir að hafa fylgst með landsmálum og reyndar miklu lengur. Eftir því sem ég best get séð hefur sú vinna alltaf strandað á neitunarvaldi þröngra hagsmunahópa innan Alþingis. Alvarleg atlaga var gerð að því fyrir nokkrum árum að koma málefninu upp úr hjólförunum. Sú vinna byrjaði á því að skipuleggja eitt þúsund manna borgarafund um málið. Þar voru kosningabærir landsmenn valdir af handahófi. Þeir settu fram á fundinum þau meginatriði sem þeim fannst að ný stjórnarskrá ætti að byggjast á. Þau enduðu í stjórnlagaráði sem í voru þeir sem þjóðin hafði kosið til verksins. Það vann úr þeim og setti fram tillögu að nýrri stjórnarskrá á grundvelli þeirra. Tillögurnar byggðust bæði á lagfæringum á stjórnarskránni og nokkrum ákveðnum breytingatillögum. Þær kristölluðust að ýmsu leyti í nokkrum ákveðnum breytingum. Kosið var um þær í almennum kosningum sem sýndu að mikill stuðningur var við þær enda var grunnuppsetningin miðuð við að þar kæmi þjóðarviljinn fram. Áberandi var að því var slegið föstu að þjóðin ætti auðlindirnar, unnt yrði að kjósa einstaklinga til Alþingis en ekki einungis flokkslista og gildi atkvæða í alþingiskosningum ætti að vera sem allra jafnast á landinu öllu. Tillögurnar voru lagðar fyrir Alþingi þar sem málið hefur setið fast síðan. Sumir segja að Alþingi hafi hafnað þeim. Augljóst virðist að hagsmunasamtök ráða langmestu þar um. Einkum virðast hér vera um að ræða samtök útgerðarfyrirtækja og yfirstéttina í landinu. Einnig virðast sumir lögspekingar telja hana sitt einkamál. Reyndar hefur síðar verið reynt að þynna út meginatriðin þannig að henti betur þessum aðilum. Lýðræðið hefur þá beðið mikinn hnekki ef hagsmunaaðilar eiga að ráða. Því miður er hætt við því að stjórnarskráin sé einmitt eins og hún er vegna þess að hagsmunahópunum finnst hún henta sér. Sérstaklega er hættulegt ef ákvæðið um auðlindirnar er þynnt út þannig að möguleiki sé á því að þær hverfi til frambúðar úr eigu þjóðarinnar til hagsmunahópa. Þá væri hún rænd sinni réttmætu eign. Það að Alþingi eigi að hafa lokaákvörðunina hvað varðar nýja stjórnarskrá virðist stafa af úreltum lögum frá þeim tíma þegar þjóðaratkvæðagreiðslur voru miklu veigameira verkefni en nú er og upplýsingaþjóðfélagið miklu skemmra á veg komið. Um er að ræða sjálft frumegg þjóðarinnar sem stjórna á allri lagasetningu hennar. Þarna á að vera að finna þá vernd sem almenningur telur sig þurfa gagnvart valdhöfum almennt þar á meðal Alþingi og ríkisstjórn. Almennar kosningar eiga því að skera úr um hana. Þar á Alþingi ekki að koma nærri. Ef svo væri, væri það bæði að hlutast til um grunninn að lagasetningunni og lagasetninguna sjálfa. Einnig fjallar stjórnarskráin að töluverðu leyti um Alþingi og ríkisstjórn. Er eðlilegt að þessar stofnanir séu að fjalla um málefni þeirra sjálfra og vernd almennings gegn þeim sjálfum. Sama er að segja um svokallaða lögspekinga. Einhverjir þeirra virðast telja að þeir eigi einkum að vera með puttana í málinu. Hér gildir það sama og um alþingismenn. Lögspekingarnir skýra lögin sem Alþingi setur eða dæma eftir þeim. Hvers vegna eiga þeir einnig að mynda grunninn fyrir Alþingi? Hvers vegna eiga þeir að stýra því hvernig stjórnarskráin eigi að vera? Þeir ásamt alþingismönnum eru einungis míkróskópískur hluti þjóðarinnar og geta trauðla myndað þann reynslu- og þekkingargrunn sem til þarf. Þá væri auk þess hætta á að stjórnarskráin eins og lagasetningin fjarlægðist enn meira veruleika þjóðarinnar en orðið er. Þegar er nóg að gert. Hér tel ég að öll þjóðin verði að koma að borðinu í einhverri mynd. Gerð nýrrar stjórnarskrár hlýtur að vera heilagur réttur hennar. Hún á að stýra löggjöfinni í þá átt að vera fyrir hana sjálfa en ekki fyrir þrönga hagsmunahópa. Málið virðist ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Eru þeir flokkar sem reyndu að koma breytingum í gegn búnir að gefast upp fyrir hagsmunaöflunum? Ég er hræddur um að svo sé. Nauðsyn ber til að koma þessu máli aftur á dagskrá. Í því sambandi þarf að gera breytingar á löggjöfinni í þá átt að þjóðin kjósi um hana en ekki Alþingi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Reynt hefur verið breyta stjórnarskránni allan þann tíma sem ég man eftir að hafa fylgst með landsmálum og reyndar miklu lengur. Eftir því sem ég best get séð hefur sú vinna alltaf strandað á neitunarvaldi þröngra hagsmunahópa innan Alþingis. Alvarleg atlaga var gerð að því fyrir nokkrum árum að koma málefninu upp úr hjólförunum. Sú vinna byrjaði á því að skipuleggja eitt þúsund manna borgarafund um málið. Þar voru kosningabærir landsmenn valdir af handahófi. Þeir settu fram á fundinum þau meginatriði sem þeim fannst að ný stjórnarskrá ætti að byggjast á. Þau enduðu í stjórnlagaráði sem í voru þeir sem þjóðin hafði kosið til verksins. Það vann úr þeim og setti fram tillögu að nýrri stjórnarskrá á grundvelli þeirra. Tillögurnar byggðust bæði á lagfæringum á stjórnarskránni og nokkrum ákveðnum breytingatillögum. Þær kristölluðust að ýmsu leyti í nokkrum ákveðnum breytingum. Kosið var um þær í almennum kosningum sem sýndu að mikill stuðningur var við þær enda var grunnuppsetningin miðuð við að þar kæmi þjóðarviljinn fram. Áberandi var að því var slegið föstu að þjóðin ætti auðlindirnar, unnt yrði að kjósa einstaklinga til Alþingis en ekki einungis flokkslista og gildi atkvæða í alþingiskosningum ætti að vera sem allra jafnast á landinu öllu. Tillögurnar voru lagðar fyrir Alþingi þar sem málið hefur setið fast síðan. Sumir segja að Alþingi hafi hafnað þeim. Augljóst virðist að hagsmunasamtök ráða langmestu þar um. Einkum virðast hér vera um að ræða samtök útgerðarfyrirtækja og yfirstéttina í landinu. Einnig virðast sumir lögspekingar telja hana sitt einkamál. Reyndar hefur síðar verið reynt að þynna út meginatriðin þannig að henti betur þessum aðilum. Lýðræðið hefur þá beðið mikinn hnekki ef hagsmunaaðilar eiga að ráða. Því miður er hætt við því að stjórnarskráin sé einmitt eins og hún er vegna þess að hagsmunahópunum finnst hún henta sér. Sérstaklega er hættulegt ef ákvæðið um auðlindirnar er þynnt út þannig að möguleiki sé á því að þær hverfi til frambúðar úr eigu þjóðarinnar til hagsmunahópa. Þá væri hún rænd sinni réttmætu eign. Það að Alþingi eigi að hafa lokaákvörðunina hvað varðar nýja stjórnarskrá virðist stafa af úreltum lögum frá þeim tíma þegar þjóðaratkvæðagreiðslur voru miklu veigameira verkefni en nú er og upplýsingaþjóðfélagið miklu skemmra á veg komið. Um er að ræða sjálft frumegg þjóðarinnar sem stjórna á allri lagasetningu hennar. Þarna á að vera að finna þá vernd sem almenningur telur sig þurfa gagnvart valdhöfum almennt þar á meðal Alþingi og ríkisstjórn. Almennar kosningar eiga því að skera úr um hana. Þar á Alþingi ekki að koma nærri. Ef svo væri, væri það bæði að hlutast til um grunninn að lagasetningunni og lagasetninguna sjálfa. Einnig fjallar stjórnarskráin að töluverðu leyti um Alþingi og ríkisstjórn. Er eðlilegt að þessar stofnanir séu að fjalla um málefni þeirra sjálfra og vernd almennings gegn þeim sjálfum. Sama er að segja um svokallaða lögspekinga. Einhverjir þeirra virðast telja að þeir eigi einkum að vera með puttana í málinu. Hér gildir það sama og um alþingismenn. Lögspekingarnir skýra lögin sem Alþingi setur eða dæma eftir þeim. Hvers vegna eiga þeir einnig að mynda grunninn fyrir Alþingi? Hvers vegna eiga þeir að stýra því hvernig stjórnarskráin eigi að vera? Þeir ásamt alþingismönnum eru einungis míkróskópískur hluti þjóðarinnar og geta trauðla myndað þann reynslu- og þekkingargrunn sem til þarf. Þá væri auk þess hætta á að stjórnarskráin eins og lagasetningin fjarlægðist enn meira veruleika þjóðarinnar en orðið er. Þegar er nóg að gert. Hér tel ég að öll þjóðin verði að koma að borðinu í einhverri mynd. Gerð nýrrar stjórnarskrár hlýtur að vera heilagur réttur hennar. Hún á að stýra löggjöfinni í þá átt að vera fyrir hana sjálfa en ekki fyrir þrönga hagsmunahópa. Málið virðist ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Eru þeir flokkar sem reyndu að koma breytingum í gegn búnir að gefast upp fyrir hagsmunaöflunum? Ég er hræddur um að svo sé. Nauðsyn ber til að koma þessu máli aftur á dagskrá. Í því sambandi þarf að gera breytingar á löggjöfinni í þá átt að þjóðin kjósi um hana en ekki Alþingi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun