Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar 24. febrúar 2025 16:32 Reynt hefur verið breyta stjórnarskránni allan þann tíma sem ég man eftir að hafa fylgst með landsmálum og reyndar miklu lengur. Eftir því sem ég best get séð hefur sú vinna alltaf strandað á neitunarvaldi þröngra hagsmunahópa innan Alþingis. Alvarleg atlaga var gerð að því fyrir nokkrum árum að koma málefninu upp úr hjólförunum. Sú vinna byrjaði á því að skipuleggja eitt þúsund manna borgarafund um málið. Þar voru kosningabærir landsmenn valdir af handahófi. Þeir settu fram á fundinum þau meginatriði sem þeim fannst að ný stjórnarskrá ætti að byggjast á. Þau enduðu í stjórnlagaráði sem í voru þeir sem þjóðin hafði kosið til verksins. Það vann úr þeim og setti fram tillögu að nýrri stjórnarskrá á grundvelli þeirra. Tillögurnar byggðust bæði á lagfæringum á stjórnarskránni og nokkrum ákveðnum breytingatillögum. Þær kristölluðust að ýmsu leyti í nokkrum ákveðnum breytingum. Kosið var um þær í almennum kosningum sem sýndu að mikill stuðningur var við þær enda var grunnuppsetningin miðuð við að þar kæmi þjóðarviljinn fram. Áberandi var að því var slegið föstu að þjóðin ætti auðlindirnar, unnt yrði að kjósa einstaklinga til Alþingis en ekki einungis flokkslista og gildi atkvæða í alþingiskosningum ætti að vera sem allra jafnast á landinu öllu. Tillögurnar voru lagðar fyrir Alþingi þar sem málið hefur setið fast síðan. Sumir segja að Alþingi hafi hafnað þeim. Augljóst virðist að hagsmunasamtök ráða langmestu þar um. Einkum virðast hér vera um að ræða samtök útgerðarfyrirtækja og yfirstéttina í landinu. Einnig virðast sumir lögspekingar telja hana sitt einkamál. Reyndar hefur síðar verið reynt að þynna út meginatriðin þannig að henti betur þessum aðilum. Lýðræðið hefur þá beðið mikinn hnekki ef hagsmunaaðilar eiga að ráða. Því miður er hætt við því að stjórnarskráin sé einmitt eins og hún er vegna þess að hagsmunahópunum finnst hún henta sér. Sérstaklega er hættulegt ef ákvæðið um auðlindirnar er þynnt út þannig að möguleiki sé á því að þær hverfi til frambúðar úr eigu þjóðarinnar til hagsmunahópa. Þá væri hún rænd sinni réttmætu eign. Það að Alþingi eigi að hafa lokaákvörðunina hvað varðar nýja stjórnarskrá virðist stafa af úreltum lögum frá þeim tíma þegar þjóðaratkvæðagreiðslur voru miklu veigameira verkefni en nú er og upplýsingaþjóðfélagið miklu skemmra á veg komið. Um er að ræða sjálft frumegg þjóðarinnar sem stjórna á allri lagasetningu hennar. Þarna á að vera að finna þá vernd sem almenningur telur sig þurfa gagnvart valdhöfum almennt þar á meðal Alþingi og ríkisstjórn. Almennar kosningar eiga því að skera úr um hana. Þar á Alþingi ekki að koma nærri. Ef svo væri, væri það bæði að hlutast til um grunninn að lagasetningunni og lagasetninguna sjálfa. Einnig fjallar stjórnarskráin að töluverðu leyti um Alþingi og ríkisstjórn. Er eðlilegt að þessar stofnanir séu að fjalla um málefni þeirra sjálfra og vernd almennings gegn þeim sjálfum. Sama er að segja um svokallaða lögspekinga. Einhverjir þeirra virðast telja að þeir eigi einkum að vera með puttana í málinu. Hér gildir það sama og um alþingismenn. Lögspekingarnir skýra lögin sem Alþingi setur eða dæma eftir þeim. Hvers vegna eiga þeir einnig að mynda grunninn fyrir Alþingi? Hvers vegna eiga þeir að stýra því hvernig stjórnarskráin eigi að vera? Þeir ásamt alþingismönnum eru einungis míkróskópískur hluti þjóðarinnar og geta trauðla myndað þann reynslu- og þekkingargrunn sem til þarf. Þá væri auk þess hætta á að stjórnarskráin eins og lagasetningin fjarlægðist enn meira veruleika þjóðarinnar en orðið er. Þegar er nóg að gert. Hér tel ég að öll þjóðin verði að koma að borðinu í einhverri mynd. Gerð nýrrar stjórnarskrár hlýtur að vera heilagur réttur hennar. Hún á að stýra löggjöfinni í þá átt að vera fyrir hana sjálfa en ekki fyrir þrönga hagsmunahópa. Málið virðist ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Eru þeir flokkar sem reyndu að koma breytingum í gegn búnir að gefast upp fyrir hagsmunaöflunum? Ég er hræddur um að svo sé. Nauðsyn ber til að koma þessu máli aftur á dagskrá. Í því sambandi þarf að gera breytingar á löggjöfinni í þá átt að þjóðin kjósi um hana en ekki Alþingi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Reynt hefur verið breyta stjórnarskránni allan þann tíma sem ég man eftir að hafa fylgst með landsmálum og reyndar miklu lengur. Eftir því sem ég best get séð hefur sú vinna alltaf strandað á neitunarvaldi þröngra hagsmunahópa innan Alþingis. Alvarleg atlaga var gerð að því fyrir nokkrum árum að koma málefninu upp úr hjólförunum. Sú vinna byrjaði á því að skipuleggja eitt þúsund manna borgarafund um málið. Þar voru kosningabærir landsmenn valdir af handahófi. Þeir settu fram á fundinum þau meginatriði sem þeim fannst að ný stjórnarskrá ætti að byggjast á. Þau enduðu í stjórnlagaráði sem í voru þeir sem þjóðin hafði kosið til verksins. Það vann úr þeim og setti fram tillögu að nýrri stjórnarskrá á grundvelli þeirra. Tillögurnar byggðust bæði á lagfæringum á stjórnarskránni og nokkrum ákveðnum breytingatillögum. Þær kristölluðust að ýmsu leyti í nokkrum ákveðnum breytingum. Kosið var um þær í almennum kosningum sem sýndu að mikill stuðningur var við þær enda var grunnuppsetningin miðuð við að þar kæmi þjóðarviljinn fram. Áberandi var að því var slegið föstu að þjóðin ætti auðlindirnar, unnt yrði að kjósa einstaklinga til Alþingis en ekki einungis flokkslista og gildi atkvæða í alþingiskosningum ætti að vera sem allra jafnast á landinu öllu. Tillögurnar voru lagðar fyrir Alþingi þar sem málið hefur setið fast síðan. Sumir segja að Alþingi hafi hafnað þeim. Augljóst virðist að hagsmunasamtök ráða langmestu þar um. Einkum virðast hér vera um að ræða samtök útgerðarfyrirtækja og yfirstéttina í landinu. Einnig virðast sumir lögspekingar telja hana sitt einkamál. Reyndar hefur síðar verið reynt að þynna út meginatriðin þannig að henti betur þessum aðilum. Lýðræðið hefur þá beðið mikinn hnekki ef hagsmunaaðilar eiga að ráða. Því miður er hætt við því að stjórnarskráin sé einmitt eins og hún er vegna þess að hagsmunahópunum finnst hún henta sér. Sérstaklega er hættulegt ef ákvæðið um auðlindirnar er þynnt út þannig að möguleiki sé á því að þær hverfi til frambúðar úr eigu þjóðarinnar til hagsmunahópa. Þá væri hún rænd sinni réttmætu eign. Það að Alþingi eigi að hafa lokaákvörðunina hvað varðar nýja stjórnarskrá virðist stafa af úreltum lögum frá þeim tíma þegar þjóðaratkvæðagreiðslur voru miklu veigameira verkefni en nú er og upplýsingaþjóðfélagið miklu skemmra á veg komið. Um er að ræða sjálft frumegg þjóðarinnar sem stjórna á allri lagasetningu hennar. Þarna á að vera að finna þá vernd sem almenningur telur sig þurfa gagnvart valdhöfum almennt þar á meðal Alþingi og ríkisstjórn. Almennar kosningar eiga því að skera úr um hana. Þar á Alþingi ekki að koma nærri. Ef svo væri, væri það bæði að hlutast til um grunninn að lagasetningunni og lagasetninguna sjálfa. Einnig fjallar stjórnarskráin að töluverðu leyti um Alþingi og ríkisstjórn. Er eðlilegt að þessar stofnanir séu að fjalla um málefni þeirra sjálfra og vernd almennings gegn þeim sjálfum. Sama er að segja um svokallaða lögspekinga. Einhverjir þeirra virðast telja að þeir eigi einkum að vera með puttana í málinu. Hér gildir það sama og um alþingismenn. Lögspekingarnir skýra lögin sem Alþingi setur eða dæma eftir þeim. Hvers vegna eiga þeir einnig að mynda grunninn fyrir Alþingi? Hvers vegna eiga þeir að stýra því hvernig stjórnarskráin eigi að vera? Þeir ásamt alþingismönnum eru einungis míkróskópískur hluti þjóðarinnar og geta trauðla myndað þann reynslu- og þekkingargrunn sem til þarf. Þá væri auk þess hætta á að stjórnarskráin eins og lagasetningin fjarlægðist enn meira veruleika þjóðarinnar en orðið er. Þegar er nóg að gert. Hér tel ég að öll þjóðin verði að koma að borðinu í einhverri mynd. Gerð nýrrar stjórnarskrár hlýtur að vera heilagur réttur hennar. Hún á að stýra löggjöfinni í þá átt að vera fyrir hana sjálfa en ekki fyrir þrönga hagsmunahópa. Málið virðist ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Eru þeir flokkar sem reyndu að koma breytingum í gegn búnir að gefast upp fyrir hagsmunaöflunum? Ég er hræddur um að svo sé. Nauðsyn ber til að koma þessu máli aftur á dagskrá. Í því sambandi þarf að gera breytingar á löggjöfinni í þá átt að þjóðin kjósi um hana en ekki Alþingi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar