Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 14:30 Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Ég trúi því að allir foreldrar vilji að börnum sínum vegni vel og gera sitt allra besta til að svo megi verða. En því miður er það ekki svo að öllum börnum líði vel. Í skólakerfinu í dag eru börn sem tala 70 tungumál og 20 % eða eitt af hverjum fimm er ekki með íslenskt ríkisfang. Kannanir sýna að helmingur ungra drengja getur ekki lesið sér til gagns þrátt fyrir 10 ára skólaskyldu. Hvernig má þetta vera ? Vandinn er alls ekki skólans eingöngu heldur er hann oft mikill heima fyrir. Kannski er það agaleysi, samfélagsmiðlar og skjànotkun barna sem spila stórt hlutverk í vanlíðan barna. Við heyrum í fréttum af börnum sem eru í miklum vanda og eru sjálfum sér og öðrum ógn. Börn sem beita ofbeldi og meiða önnur börn. Börn sem eru í neyslu og skaða sjálfa sig og aðra. Börn sem ganga um með hnífa og nota þá. Ef þau þurfa vistun þurfa þau að gista í glugga lausu rými í gömlu fangelsi í Hafnarfirði því annað húsnæði er ekki til staðar. Reyndar er tilbúið húsnæði norður í Skagafirði með gluggum og íslenskri náttúru sem er hannað fyrir börn í vanda en hefur ekki verið í notkun í nokkurn tíma. Á meðan rífast stjórnmálaflokkar um fundaherbergi á hinu háa Alþingi. Svo byggjum við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans sem er jú í eigu þjóðarinnar fyrir risa fjárhæðir og klæðum bygginguna að utan með stuðlabergi sem mér finnst ekki vera til prýði. En við höfum ekki ennþá byggt upp úrræði eða rými sem eru mannsæmandi og hönnuð fyrir okkar yngstu þjóðfélagsþegna sem eru í vanda. Hver eru forgangsröðunin hér ? Hvað þá að borga þeim sem annast börn og kenna þeim bæði á leikskólastigi og grunnskólastigi mannsæmandi laun. Við þurfum gott menntað fólk til að sinna okkar yngstu þjóðfélagsþegnum og ef vel er hlúð að þeim frá upphafi væru e.t.v. færri börn í alvarlegum vanda. Starf kennarans hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Skóli án aðgreiningar hljómar fallega en virkar alls ekki. Mörg börn eru með greiningar og þurfa aukinn stuðning og þessi fjölgun á börnum sem eru með annað ríkisfang og tala ekki íslensku hefur aukið álag á kennara til muna. Enda hafa margir hrökklast úr starfi vegna álags og kulnun er algeng í þessum starfsgreinum. Mér var boðið í konudags heimsókn á leikskóla barnabarns míns á föstudaginn. Það var mjög ánægjulegt að sjá allt það góða starf sem þar fer fram, frábært starfsfólk sem hugar að líðan barnanna, innleiðir söng, táknmál og talar við börnin sem jafningja. Bestu meðmæli þessa starfs er að sumir starfsmennirnir þar, karlmenn, voru á þessum leikskóla sem börn og sinna nú starfi sínu af alúð. Við þessi ríka þjóð getum og eigum að hlúa mun betur að börnum þessa lands. Þessum dýrmætu einstaklingum sem munu jörðina erfa. Þau eru sum með vanlíðan kannnski vegna samfélagsmiðla og óheftar skjánotkunar. Sum eru kvíðin og þau sofa illa, önnur eru ör og eiga erfitt með að sitja kyrr Við leysum það ekki allt með greiningum eða pillum. Það getur verið eðlilegt að finna fyrir kvíða og spennu í lífsins ólgusjó og stundum sofum við ekki vel en það má. Það þarf ekki alltaf lyf til að laga það. Við fullorðna fólkið, foreldrar, afar og ömmur ættum kannski oftar að eiga gæðastund með okkar besta fólki. Slökkva á símanum í einn dag og fara út að ganga, hlægja, leika okkur og spjalla saman. Ég hitti eina eðal ömmu á kaffihúsi á föstudaginn var og þar var hún í dekurferð með eitt barnabarnið sitt, dýrmæt gæðastund fyrir þær bàðar. Sagðist reglulega taka eitt og eitt í einu í slíka gæðastund. Frábær fyrirmynd. Við getum svo miklu betur og eigum að setja börn í fyrsta sætið! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Ég trúi því að allir foreldrar vilji að börnum sínum vegni vel og gera sitt allra besta til að svo megi verða. En því miður er það ekki svo að öllum börnum líði vel. Í skólakerfinu í dag eru börn sem tala 70 tungumál og 20 % eða eitt af hverjum fimm er ekki með íslenskt ríkisfang. Kannanir sýna að helmingur ungra drengja getur ekki lesið sér til gagns þrátt fyrir 10 ára skólaskyldu. Hvernig má þetta vera ? Vandinn er alls ekki skólans eingöngu heldur er hann oft mikill heima fyrir. Kannski er það agaleysi, samfélagsmiðlar og skjànotkun barna sem spila stórt hlutverk í vanlíðan barna. Við heyrum í fréttum af börnum sem eru í miklum vanda og eru sjálfum sér og öðrum ógn. Börn sem beita ofbeldi og meiða önnur börn. Börn sem eru í neyslu og skaða sjálfa sig og aðra. Börn sem ganga um með hnífa og nota þá. Ef þau þurfa vistun þurfa þau að gista í glugga lausu rými í gömlu fangelsi í Hafnarfirði því annað húsnæði er ekki til staðar. Reyndar er tilbúið húsnæði norður í Skagafirði með gluggum og íslenskri náttúru sem er hannað fyrir börn í vanda en hefur ekki verið í notkun í nokkurn tíma. Á meðan rífast stjórnmálaflokkar um fundaherbergi á hinu háa Alþingi. Svo byggjum við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans sem er jú í eigu þjóðarinnar fyrir risa fjárhæðir og klæðum bygginguna að utan með stuðlabergi sem mér finnst ekki vera til prýði. En við höfum ekki ennþá byggt upp úrræði eða rými sem eru mannsæmandi og hönnuð fyrir okkar yngstu þjóðfélagsþegna sem eru í vanda. Hver eru forgangsröðunin hér ? Hvað þá að borga þeim sem annast börn og kenna þeim bæði á leikskólastigi og grunnskólastigi mannsæmandi laun. Við þurfum gott menntað fólk til að sinna okkar yngstu þjóðfélagsþegnum og ef vel er hlúð að þeim frá upphafi væru e.t.v. færri börn í alvarlegum vanda. Starf kennarans hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Skóli án aðgreiningar hljómar fallega en virkar alls ekki. Mörg börn eru með greiningar og þurfa aukinn stuðning og þessi fjölgun á börnum sem eru með annað ríkisfang og tala ekki íslensku hefur aukið álag á kennara til muna. Enda hafa margir hrökklast úr starfi vegna álags og kulnun er algeng í þessum starfsgreinum. Mér var boðið í konudags heimsókn á leikskóla barnabarns míns á föstudaginn. Það var mjög ánægjulegt að sjá allt það góða starf sem þar fer fram, frábært starfsfólk sem hugar að líðan barnanna, innleiðir söng, táknmál og talar við börnin sem jafningja. Bestu meðmæli þessa starfs er að sumir starfsmennirnir þar, karlmenn, voru á þessum leikskóla sem börn og sinna nú starfi sínu af alúð. Við þessi ríka þjóð getum og eigum að hlúa mun betur að börnum þessa lands. Þessum dýrmætu einstaklingum sem munu jörðina erfa. Þau eru sum með vanlíðan kannnski vegna samfélagsmiðla og óheftar skjánotkunar. Sum eru kvíðin og þau sofa illa, önnur eru ör og eiga erfitt með að sitja kyrr Við leysum það ekki allt með greiningum eða pillum. Það getur verið eðlilegt að finna fyrir kvíða og spennu í lífsins ólgusjó og stundum sofum við ekki vel en það má. Það þarf ekki alltaf lyf til að laga það. Við fullorðna fólkið, foreldrar, afar og ömmur ættum kannski oftar að eiga gæðastund með okkar besta fólki. Slökkva á símanum í einn dag og fara út að ganga, hlægja, leika okkur og spjalla saman. Ég hitti eina eðal ömmu á kaffihúsi á föstudaginn var og þar var hún í dekurferð með eitt barnabarnið sitt, dýrmæt gæðastund fyrir þær bàðar. Sagðist reglulega taka eitt og eitt í einu í slíka gæðastund. Frábær fyrirmynd. Við getum svo miklu betur og eigum að setja börn í fyrsta sætið! Höfundur er læknir.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar