Af töppum Einar Bárðarson skrifar 24. febrúar 2025 07:04 Nú er kominn til starfa á Alþingi kraftmikill og endurnýjaður hópur þingmanna sem vísast vilja allir hag þjóðarinnar betri en hann var þegar þeir voru kjörnir til starfa. Ekki veitir af einbeitingu og þreki því verkefnin sem við blasa eru ærin. Það þarf þjóðarátak í samgöngum, heilbrigðismálum og skólamálum ef marka mátti umræðuna fyrir og eftir kosningar, að ekki sé minnst á húsnæðismál, aðgengi að lánakjörum á forsendum sem venjulegt fólk ræður við og fjölmargt fleira. Þingheimur einhenti sér í störfin og fyrstu fréttir af húsnæðismálum voru deilur þingflokka Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins um hver ætti að vera í hvaða þingflokksherbergi. Kannski ekki beint það sem kjósendur höfðu í huga. Næsta mál snéri að því hvort þingmaður Viðreisnar þyrfti að fara úr gallabuxunum þegar hann mætti í vinnuna. Varla efst í huga kjósenda þegar gengið var til kosninga. Þá var tekist á um það í fimm klukkutíma í síðustu viku á sama tíma og yfirvofandi var enn eitt kennaraverkfallið, hvort plastappar á einntota drykkjarmálum skyldu að vera áfastir eða ekki. Mitt svar við þeirri spurningu er reyndar afdráttarlaust já! Mannfólkinu er skv. minni reynslu því miður ekki treystandi fyrir lausum toppum á einnota drykkjarvörum. Einn ágætur þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að hann hefði misst lífsviljann við tilhugsunina um að þurfa að gangast undir þessa kvöð. Ef satt reynist verðum við heldur betur að spýta í lófanna í geðheilbrigðismálum og forvörnum vegna sjálfsvíga sem eru líka grafalvarleg vandamál. Ég hef síðustu ár tekið þátt í því með stórum hópi fólks, að tína rusl úr umhverfinu okkar. Plasttappar er eitt algengasta ruslið sem finnst í umhverfinu okkar samkvæmt Ocean Conservancy. Ekki það að ég þurfi að leita langt yfir skammt til að sannfærast um það sem ég hef séð eigin augum. Fiskar og fuglar eiga til að rugla plasttöppum gjarnan saman við fæðu, sem getur valdið köfnun, meltingarvandamálum eða dauða. Áætlað er að 100-150 milljónir tonna af plasti hafi nú þegar safnast saman í sjónum og um 8 milljónir tonna bætast við árlega. Plasttappar teljast meðal 10 algengustu rusltegundanna. Fólk er kosið á Alþingi til að bæta hag okkar allra. Ekki til þátttöku í ræðukeppnum á borð við Morfís. Flestir á Alþingi enda of gamlir til að skrá sig í slíka keppni. Ég óska öllum þingmönnum velfarnaðar í störfum sínum en nú er kosningabaráttan að baki. Nú þarf að taka á málum sem eru alvöru áskoranir. Sýnið öll, kæru þingmenn - og konur, að ykkur er treystandi til góðra verka og munið að Stóri plokkdagurinn er 27. apríl næstkomandi. Þá skulum við fara saman og tína tappa! Höfundur er plokkari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Bárðarson Alþingi Umhverfismál Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Nú er kominn til starfa á Alþingi kraftmikill og endurnýjaður hópur þingmanna sem vísast vilja allir hag þjóðarinnar betri en hann var þegar þeir voru kjörnir til starfa. Ekki veitir af einbeitingu og þreki því verkefnin sem við blasa eru ærin. Það þarf þjóðarátak í samgöngum, heilbrigðismálum og skólamálum ef marka mátti umræðuna fyrir og eftir kosningar, að ekki sé minnst á húsnæðismál, aðgengi að lánakjörum á forsendum sem venjulegt fólk ræður við og fjölmargt fleira. Þingheimur einhenti sér í störfin og fyrstu fréttir af húsnæðismálum voru deilur þingflokka Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins um hver ætti að vera í hvaða þingflokksherbergi. Kannski ekki beint það sem kjósendur höfðu í huga. Næsta mál snéri að því hvort þingmaður Viðreisnar þyrfti að fara úr gallabuxunum þegar hann mætti í vinnuna. Varla efst í huga kjósenda þegar gengið var til kosninga. Þá var tekist á um það í fimm klukkutíma í síðustu viku á sama tíma og yfirvofandi var enn eitt kennaraverkfallið, hvort plastappar á einntota drykkjarmálum skyldu að vera áfastir eða ekki. Mitt svar við þeirri spurningu er reyndar afdráttarlaust já! Mannfólkinu er skv. minni reynslu því miður ekki treystandi fyrir lausum toppum á einnota drykkjarvörum. Einn ágætur þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að hann hefði misst lífsviljann við tilhugsunina um að þurfa að gangast undir þessa kvöð. Ef satt reynist verðum við heldur betur að spýta í lófanna í geðheilbrigðismálum og forvörnum vegna sjálfsvíga sem eru líka grafalvarleg vandamál. Ég hef síðustu ár tekið þátt í því með stórum hópi fólks, að tína rusl úr umhverfinu okkar. Plasttappar er eitt algengasta ruslið sem finnst í umhverfinu okkar samkvæmt Ocean Conservancy. Ekki það að ég þurfi að leita langt yfir skammt til að sannfærast um það sem ég hef séð eigin augum. Fiskar og fuglar eiga til að rugla plasttöppum gjarnan saman við fæðu, sem getur valdið köfnun, meltingarvandamálum eða dauða. Áætlað er að 100-150 milljónir tonna af plasti hafi nú þegar safnast saman í sjónum og um 8 milljónir tonna bætast við árlega. Plasttappar teljast meðal 10 algengustu rusltegundanna. Fólk er kosið á Alþingi til að bæta hag okkar allra. Ekki til þátttöku í ræðukeppnum á borð við Morfís. Flestir á Alþingi enda of gamlir til að skrá sig í slíka keppni. Ég óska öllum þingmönnum velfarnaðar í störfum sínum en nú er kosningabaráttan að baki. Nú þarf að taka á málum sem eru alvöru áskoranir. Sýnið öll, kæru þingmenn - og konur, að ykkur er treystandi til góðra verka og munið að Stóri plokkdagurinn er 27. apríl næstkomandi. Þá skulum við fara saman og tína tappa! Höfundur er plokkari.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun