„Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 10:01 Feðgarnir Sigursteinn Arndal og Brynjar Narfi Arndal sjást hér saman í Kaplakrikanum þar sem þeir hafa eytt svo miklum tíma saman. Vísir/Ívar Hann varð yngsti leikmaðurinn í sögunni til að stíga á parketið í efstu deild í handbolta. Brynjar Narfi Arndal er aðeins fjórtán ára og stefnir alla leið í sportinu. Í síðustu viku vann FH stórsigur á Fjölni í Olís deild karla, 38-22. Inn á völlinn kom Brynjar Narfi sem er sonur þjálfarans Sigursteins Arndal. Strákurinn þykir eitt mesta efni sem við Íslendingum eigum. Hann er fæddur 30. júní 2010 eða löngu eftir hrun en er engu að síður farinn að spila í efstu deild. Stefán Árni Pálsson hitti Brynjar Narfa og faðir hans Sigurstein á heimavelli þeirra í Kaplakrika þar sem þeir hafa eytt svo mörgum dögum og kvöldum á ævi stráksins. Voru búnir að huga og ræða þetta „Ég skal alveg viðurkenna það að við vorum búnir að hugsa þetta og ræða þetta í Krikanum. Bæði ég og mínir menn. Það er ekkert leyndarmál að við höfum við að glíma við meiðsli og svona. Narfi hefur verið að æfa með okkur eftir því sem við hefur átt,“ sagði Sigursteinn. „Við erum mjög uppteknir af því að passa upp á álagið á honum líka og gerum okkur grein fyrir kennitölunni. Hann hefur líka staðið sig vel og núna er bara staðan sú að hann er kominn inn í þennan hóp eins og meiðslastaðan er hjá okkur,“ sagði Sigursteinn. „Þá bara treystum við okkar fólki. Það var ekkert eitthvað stórt vesen,“ sagði Sigursteinn um að senda kornungan drenginn sinn út á gólfið meðal fullvaxinna karlmanna. Gaman en auðvitað smá stress „Þetta var gaman en auðvitað fylgir þessu smá stress. Maður er að þessu fyrir þetta,“ sagði Brynjar Narfi en hvenær byrjaði hann að æfa handbolta? „Var ég bara fjögurra eða fimm ára,“ sagði Narfi og horfði á pabba sinn. „Hann er eiginlega bara búinn að vera í töskunni. Ég er búinn að þjálfa hérna síðan ég veit ekki hvenær. Hann var einhvern veginn alltaf mættur með í töskunni. Hann er líka vanur því að vera spila upp fyrir sig,“ sagði Sigursteinn. „Ég er búinn að þjálfa mikið af flokkum og hann er vanur því að vera með eldri drengjum,“ sagði Sigursteinn. Já, ég ætla alla leið „Ég ætla ekki að ljúga því og mig langar alla leið. Ég geri mér líka grein fyrir því að það er svaklega vinna þar á bak við. Já, ég ætla alla leið,“ sagði Narfi. Á hann einhverja íslenska handboltaleikmenn sem fyrirmyndir? „Það er Aron Pálmarsson, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Narfi. Sigursteinn faðir hans brosir og er greinileg sáttu við átrúnaðargoð sonarins. Aron Pálmarsson hefur átt magnaðan feril en hvort strákurinn nái svo langt verður að koma í ljós. Þeir fegðar hafa verið mikið saman í kringum handboltann og keppnisskapið flækir stundum aðeins hlutina. „Ég hef fylgt honum og hans árgangi í mörg ár í yngri flokkunum. Við þekkjum það alveg. Stundum reynir á samskipti okkar feðga,“ sagði Sigursteinn. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan. FH Olís-deild karla Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira
Í síðustu viku vann FH stórsigur á Fjölni í Olís deild karla, 38-22. Inn á völlinn kom Brynjar Narfi sem er sonur þjálfarans Sigursteins Arndal. Strákurinn þykir eitt mesta efni sem við Íslendingum eigum. Hann er fæddur 30. júní 2010 eða löngu eftir hrun en er engu að síður farinn að spila í efstu deild. Stefán Árni Pálsson hitti Brynjar Narfa og faðir hans Sigurstein á heimavelli þeirra í Kaplakrika þar sem þeir hafa eytt svo mörgum dögum og kvöldum á ævi stráksins. Voru búnir að huga og ræða þetta „Ég skal alveg viðurkenna það að við vorum búnir að hugsa þetta og ræða þetta í Krikanum. Bæði ég og mínir menn. Það er ekkert leyndarmál að við höfum við að glíma við meiðsli og svona. Narfi hefur verið að æfa með okkur eftir því sem við hefur átt,“ sagði Sigursteinn. „Við erum mjög uppteknir af því að passa upp á álagið á honum líka og gerum okkur grein fyrir kennitölunni. Hann hefur líka staðið sig vel og núna er bara staðan sú að hann er kominn inn í þennan hóp eins og meiðslastaðan er hjá okkur,“ sagði Sigursteinn. „Þá bara treystum við okkar fólki. Það var ekkert eitthvað stórt vesen,“ sagði Sigursteinn um að senda kornungan drenginn sinn út á gólfið meðal fullvaxinna karlmanna. Gaman en auðvitað smá stress „Þetta var gaman en auðvitað fylgir þessu smá stress. Maður er að þessu fyrir þetta,“ sagði Brynjar Narfi en hvenær byrjaði hann að æfa handbolta? „Var ég bara fjögurra eða fimm ára,“ sagði Narfi og horfði á pabba sinn. „Hann er eiginlega bara búinn að vera í töskunni. Ég er búinn að þjálfa hérna síðan ég veit ekki hvenær. Hann var einhvern veginn alltaf mættur með í töskunni. Hann er líka vanur því að vera spila upp fyrir sig,“ sagði Sigursteinn. „Ég er búinn að þjálfa mikið af flokkum og hann er vanur því að vera með eldri drengjum,“ sagði Sigursteinn. Já, ég ætla alla leið „Ég ætla ekki að ljúga því og mig langar alla leið. Ég geri mér líka grein fyrir því að það er svaklega vinna þar á bak við. Já, ég ætla alla leið,“ sagði Narfi. Á hann einhverja íslenska handboltaleikmenn sem fyrirmyndir? „Það er Aron Pálmarsson, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Narfi. Sigursteinn faðir hans brosir og er greinileg sáttu við átrúnaðargoð sonarins. Aron Pálmarsson hefur átt magnaðan feril en hvort strákurinn nái svo langt verður að koma í ljós. Þeir fegðar hafa verið mikið saman í kringum handboltann og keppnisskapið flækir stundum aðeins hlutina. „Ég hef fylgt honum og hans árgangi í mörg ár í yngri flokkunum. Við þekkjum það alveg. Stundum reynir á samskipti okkar feðga,“ sagði Sigursteinn. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.
FH Olís-deild karla Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira