Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2025 22:45 Ísak Steinsson varði mark Íslands á EM U20-landsliða síðasta sumar, þegar liðið endaði í 7. sæti. HSÍ Ísak Steinsson virðist á réttri leið með að verða framtíðarmarkvörður fyrir íslenska A-landsliðið í handbolta. Hann hefði allt eins getað valið norska landsliðið en vildi feta í fótspor afa síns og heillaðist auk þess af handboltafárinu sem skapast á Íslandi í kringum stórmót. Ísak er tvítugur og hefur þegar farið á stórmót fyrir Íslands hönd, með yngri landsliðum. Síðasta sumar var hann í íslenska liðinu sem endaði í 7. sæti á EM U20-landsliða. Hann hefur búið í Noregi nær alla sína ævi en á íslenska móður sem heitir Jenný Rut Sigurgeirsdóttir. Pabbi hans er norskur, Stein Simonsen, og Ísak á tvíburabróðurinn Viljar. Ísak hefur í vetur staðið sig vel á sinni fyrstu leiktíð í norsku úrvalsdeildinni, með Drammen sem er í 5. sæti, og bankar sífellt fastar á dyrnar að A-landsliði Íslands. Hann var til að mynda einn af fimm markvörðum sem Snorri Steinn Guðjónsson setti á 35 manna listann fyrir HM í janúar – listann yfir þá sem hefðu mátt spila fyrir Ísland á mótinu. Þá gæti hann fengið tækifæri í komandi leikjum við Grikkland í mars. Ísak Steinsson á góðri stund á EM U20-landsliða í fyrra.HSÍ Í viðtali við Handball.no var Ísak spurður út í það af hverju hann hefði ákveðið að velja íslensk landslið fram yfir þau norsku, þrátt fyrir að búa í Noregi. Svalt að feta í fótspor afa „Það eru fleiri en ein ástæða fyrir því. Þegar ég var á fyrsta ári í framhaldsskóla kom ég á sama tíma inn í bæði landsliðin. Ég ræddi við foreldra mína um hvað ég ætti að velja. Mamma er íslensk en pabbi norskur. Það var eiginlega engin skýr ástæða fyrir því að ég valdi Ísland en handboltinn er stór þar. Þegar það er stórmót í gangi þá missir enginn Íslendingur af því,“ sagði Ísak og bætti við: „Þar að auki átti ég afa, Sigurgeir Sigurðsson, sem stóð í markinu hjá íslenska landsliðinu. Það var svolítið svalt að geta fetað í hans fótspor.“ Sigurgeir varð á sínum tíma til að mynda Íslandsmeistari með Víkingi og lék einnig með Haukum sem og íslenska landsliðinu. Það gæti verið að strax í næsta mánuði afreki Ísak það að verða einnig einn af A-landsliðsstrákunum okkar: „Ég hef æft með íslenska landsliðinu tvisvar eða þrisvar sinnum og það var virkilega spennandi. Ég er búinn að fá einhverjar vísbendingar um að ég gæti verið valinn í leikina í undankeppni EM í mars,“ sagði Ísak. Ísak Steinsson gæti brátt spilað sinn fyrsta A-landsleik, miðað við orð hans í viðtalinu.HSÍ Þjálfarinn Kristian Kjelling fékk hann til Drammen eftir að hafa fylgst með honum síðustu ár. „Hann lokaði markinu í inntökuprófinu fyrir Toppíþróttaskólann (á norsku: Toppidrettsgymnaset). Þá sagði ég við pabba hans: Við tölum saman eftir nokkur ár,“ sagði Kjelling við Handball.no og var einnig spurður hvað gerði Ísak svona góðan: „Ísak leggur sig allan í þetta og er auðmjúkur. Hann lætur öskrin í mér ekki trufla sig og er leikmaður sem ég hef mikla trú á.“ Landslið karla í handbolta Norski handboltinn Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
Ísak er tvítugur og hefur þegar farið á stórmót fyrir Íslands hönd, með yngri landsliðum. Síðasta sumar var hann í íslenska liðinu sem endaði í 7. sæti á EM U20-landsliða. Hann hefur búið í Noregi nær alla sína ævi en á íslenska móður sem heitir Jenný Rut Sigurgeirsdóttir. Pabbi hans er norskur, Stein Simonsen, og Ísak á tvíburabróðurinn Viljar. Ísak hefur í vetur staðið sig vel á sinni fyrstu leiktíð í norsku úrvalsdeildinni, með Drammen sem er í 5. sæti, og bankar sífellt fastar á dyrnar að A-landsliði Íslands. Hann var til að mynda einn af fimm markvörðum sem Snorri Steinn Guðjónsson setti á 35 manna listann fyrir HM í janúar – listann yfir þá sem hefðu mátt spila fyrir Ísland á mótinu. Þá gæti hann fengið tækifæri í komandi leikjum við Grikkland í mars. Ísak Steinsson á góðri stund á EM U20-landsliða í fyrra.HSÍ Í viðtali við Handball.no var Ísak spurður út í það af hverju hann hefði ákveðið að velja íslensk landslið fram yfir þau norsku, þrátt fyrir að búa í Noregi. Svalt að feta í fótspor afa „Það eru fleiri en ein ástæða fyrir því. Þegar ég var á fyrsta ári í framhaldsskóla kom ég á sama tíma inn í bæði landsliðin. Ég ræddi við foreldra mína um hvað ég ætti að velja. Mamma er íslensk en pabbi norskur. Það var eiginlega engin skýr ástæða fyrir því að ég valdi Ísland en handboltinn er stór þar. Þegar það er stórmót í gangi þá missir enginn Íslendingur af því,“ sagði Ísak og bætti við: „Þar að auki átti ég afa, Sigurgeir Sigurðsson, sem stóð í markinu hjá íslenska landsliðinu. Það var svolítið svalt að geta fetað í hans fótspor.“ Sigurgeir varð á sínum tíma til að mynda Íslandsmeistari með Víkingi og lék einnig með Haukum sem og íslenska landsliðinu. Það gæti verið að strax í næsta mánuði afreki Ísak það að verða einnig einn af A-landsliðsstrákunum okkar: „Ég hef æft með íslenska landsliðinu tvisvar eða þrisvar sinnum og það var virkilega spennandi. Ég er búinn að fá einhverjar vísbendingar um að ég gæti verið valinn í leikina í undankeppni EM í mars,“ sagði Ísak. Ísak Steinsson gæti brátt spilað sinn fyrsta A-landsleik, miðað við orð hans í viðtalinu.HSÍ Þjálfarinn Kristian Kjelling fékk hann til Drammen eftir að hafa fylgst með honum síðustu ár. „Hann lokaði markinu í inntökuprófinu fyrir Toppíþróttaskólann (á norsku: Toppidrettsgymnaset). Þá sagði ég við pabba hans: Við tölum saman eftir nokkur ár,“ sagði Kjelling við Handball.no og var einnig spurður hvað gerði Ísak svona góðan: „Ísak leggur sig allan í þetta og er auðmjúkur. Hann lætur öskrin í mér ekki trufla sig og er leikmaður sem ég hef mikla trú á.“
Landslið karla í handbolta Norski handboltinn Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira