Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2025 22:45 Ísak Steinsson varði mark Íslands á EM U20-landsliða síðasta sumar, þegar liðið endaði í 7. sæti. HSÍ Ísak Steinsson virðist á réttri leið með að verða framtíðarmarkvörður fyrir íslenska A-landsliðið í handbolta. Hann hefði allt eins getað valið norska landsliðið en vildi feta í fótspor afa síns og heillaðist auk þess af handboltafárinu sem skapast á Íslandi í kringum stórmót. Ísak er tvítugur og hefur þegar farið á stórmót fyrir Íslands hönd, með yngri landsliðum. Síðasta sumar var hann í íslenska liðinu sem endaði í 7. sæti á EM U20-landsliða. Hann hefur búið í Noregi nær alla sína ævi en á íslenska móður sem heitir Jenný Rut Sigurgeirsdóttir. Pabbi hans er norskur, Stein Simonsen, og Ísak á tvíburabróðurinn Viljar. Ísak hefur í vetur staðið sig vel á sinni fyrstu leiktíð í norsku úrvalsdeildinni, með Drammen sem er í 5. sæti, og bankar sífellt fastar á dyrnar að A-landsliði Íslands. Hann var til að mynda einn af fimm markvörðum sem Snorri Steinn Guðjónsson setti á 35 manna listann fyrir HM í janúar – listann yfir þá sem hefðu mátt spila fyrir Ísland á mótinu. Þá gæti hann fengið tækifæri í komandi leikjum við Grikkland í mars. Ísak Steinsson á góðri stund á EM U20-landsliða í fyrra.HSÍ Í viðtali við Handball.no var Ísak spurður út í það af hverju hann hefði ákveðið að velja íslensk landslið fram yfir þau norsku, þrátt fyrir að búa í Noregi. Svalt að feta í fótspor afa „Það eru fleiri en ein ástæða fyrir því. Þegar ég var á fyrsta ári í framhaldsskóla kom ég á sama tíma inn í bæði landsliðin. Ég ræddi við foreldra mína um hvað ég ætti að velja. Mamma er íslensk en pabbi norskur. Það var eiginlega engin skýr ástæða fyrir því að ég valdi Ísland en handboltinn er stór þar. Þegar það er stórmót í gangi þá missir enginn Íslendingur af því,“ sagði Ísak og bætti við: „Þar að auki átti ég afa, Sigurgeir Sigurðsson, sem stóð í markinu hjá íslenska landsliðinu. Það var svolítið svalt að geta fetað í hans fótspor.“ Sigurgeir varð á sínum tíma til að mynda Íslandsmeistari með Víkingi og lék einnig með Haukum sem og íslenska landsliðinu. Það gæti verið að strax í næsta mánuði afreki Ísak það að verða einnig einn af A-landsliðsstrákunum okkar: „Ég hef æft með íslenska landsliðinu tvisvar eða þrisvar sinnum og það var virkilega spennandi. Ég er búinn að fá einhverjar vísbendingar um að ég gæti verið valinn í leikina í undankeppni EM í mars,“ sagði Ísak. Ísak Steinsson gæti brátt spilað sinn fyrsta A-landsleik, miðað við orð hans í viðtalinu.HSÍ Þjálfarinn Kristian Kjelling fékk hann til Drammen eftir að hafa fylgst með honum síðustu ár. „Hann lokaði markinu í inntökuprófinu fyrir Toppíþróttaskólann (á norsku: Toppidrettsgymnaset). Þá sagði ég við pabba hans: Við tölum saman eftir nokkur ár,“ sagði Kjelling við Handball.no og var einnig spurður hvað gerði Ísak svona góðan: „Ísak leggur sig allan í þetta og er auðmjúkur. Hann lætur öskrin í mér ekki trufla sig og er leikmaður sem ég hef mikla trú á.“ Landslið karla í handbolta Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Ísak er tvítugur og hefur þegar farið á stórmót fyrir Íslands hönd, með yngri landsliðum. Síðasta sumar var hann í íslenska liðinu sem endaði í 7. sæti á EM U20-landsliða. Hann hefur búið í Noregi nær alla sína ævi en á íslenska móður sem heitir Jenný Rut Sigurgeirsdóttir. Pabbi hans er norskur, Stein Simonsen, og Ísak á tvíburabróðurinn Viljar. Ísak hefur í vetur staðið sig vel á sinni fyrstu leiktíð í norsku úrvalsdeildinni, með Drammen sem er í 5. sæti, og bankar sífellt fastar á dyrnar að A-landsliði Íslands. Hann var til að mynda einn af fimm markvörðum sem Snorri Steinn Guðjónsson setti á 35 manna listann fyrir HM í janúar – listann yfir þá sem hefðu mátt spila fyrir Ísland á mótinu. Þá gæti hann fengið tækifæri í komandi leikjum við Grikkland í mars. Ísak Steinsson á góðri stund á EM U20-landsliða í fyrra.HSÍ Í viðtali við Handball.no var Ísak spurður út í það af hverju hann hefði ákveðið að velja íslensk landslið fram yfir þau norsku, þrátt fyrir að búa í Noregi. Svalt að feta í fótspor afa „Það eru fleiri en ein ástæða fyrir því. Þegar ég var á fyrsta ári í framhaldsskóla kom ég á sama tíma inn í bæði landsliðin. Ég ræddi við foreldra mína um hvað ég ætti að velja. Mamma er íslensk en pabbi norskur. Það var eiginlega engin skýr ástæða fyrir því að ég valdi Ísland en handboltinn er stór þar. Þegar það er stórmót í gangi þá missir enginn Íslendingur af því,“ sagði Ísak og bætti við: „Þar að auki átti ég afa, Sigurgeir Sigurðsson, sem stóð í markinu hjá íslenska landsliðinu. Það var svolítið svalt að geta fetað í hans fótspor.“ Sigurgeir varð á sínum tíma til að mynda Íslandsmeistari með Víkingi og lék einnig með Haukum sem og íslenska landsliðinu. Það gæti verið að strax í næsta mánuði afreki Ísak það að verða einnig einn af A-landsliðsstrákunum okkar: „Ég hef æft með íslenska landsliðinu tvisvar eða þrisvar sinnum og það var virkilega spennandi. Ég er búinn að fá einhverjar vísbendingar um að ég gæti verið valinn í leikina í undankeppni EM í mars,“ sagði Ísak. Ísak Steinsson gæti brátt spilað sinn fyrsta A-landsleik, miðað við orð hans í viðtalinu.HSÍ Þjálfarinn Kristian Kjelling fékk hann til Drammen eftir að hafa fylgst með honum síðustu ár. „Hann lokaði markinu í inntökuprófinu fyrir Toppíþróttaskólann (á norsku: Toppidrettsgymnaset). Þá sagði ég við pabba hans: Við tölum saman eftir nokkur ár,“ sagði Kjelling við Handball.no og var einnig spurður hvað gerði Ísak svona góðan: „Ísak leggur sig allan í þetta og er auðmjúkur. Hann lætur öskrin í mér ekki trufla sig og er leikmaður sem ég hef mikla trú á.“
Landslið karla í handbolta Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira