Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 20. febrúar 2025 22:01 Að þú hreinlega skulir voga þér að tala um stefnuleysi í málaflokki barna í alvarlegum vanda hjá nýkjörinni ríkisstjórn er til marks um ....tja hvað? Að þú sért siðblind? Hann var 6-9 ára, að stíga sín fyrstu skref í lífnu. Hann þurfti að berjast fyrir lífi sínu þegar hann fæddist, svo hann var með þungan bakpoka, þyngri en margur annar. Staðan í Hafnarfirði, undir þinni stjórn, var orðin svo hræðileg, að við, fimm manna fjölskyldan flúðum í næsta bæjarfélag þar sem við vorum umvafin hlýju, umhyggju og öryggi frá ÖLLUM innan stjórnsýslunnar. Á þessum árum kynntist ég því versta í íslenskri stjórnsýslu – hjá þér í Hafnarfirði og því besta í íslenskri stjórnsýslu – í Garðabænum. Það tók smá tíma að vinda ofan af hryllingnum úr Hafnarfirði og kenna barninu mínu treysta þeim sem að því koma. En nú eru rúm þrjú ár síðan barnið byrjaði í öðrum skóla í næsta bæjarfélagi og það hreinlega elskar skólann sinn, kennarana, stjórnendur, og alla sem að honum koma. Í þínu bæjarfélagi var ekki hægt að láta barnið fá tölvu til að auðvelda skrift þegar erfitt var að draga til stafs..... það voru ekki til peningar sögðuð þið!!! Í næsta bæjarfélagi vorum við spurð að fyrra bragði hvort ekki mætti leyfa honum að notast bara við tölvu. Í þínu bæjarfélagi var endalaus starfsmannavelta, í næsta bæjarfélagi er nánast engin starfsmannavelta! Í þínu bæjarfélagi var barnið okkar ómögulegt en í næsta bæjarfélagi dásamlegt. Ég átti góðan fund með forsætistráðherra á þessum tíma og einnig barnamálaráðherra. Enginn, ENGINN ráðherra frá Sjálfstæðisflokknum hafði áhuga á okkar máli eða sýndi minnsta vilja til þess að aðstoða börn í neyð á þessum tíma. Það var sorgardagur í okkar fjölskyldu þegar þú tilkynntir að þú færir nú fram í alþingiskosningunum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Því þá þyrfti maður að þola að heyra meira frá þér. Slík eru sárin, svo það sé nú sagt. Svo þú skalt ekki halda það að þú getir kastað steinum úr glerhýsinu þínu án þess að þurfa að horfast í augu við það sem þú EKKI gerðir, því það að gera ekkert er líka ákvörðun. Fyrir um þremur árum bað ég þig um að biðja barnið mitt afsökunar fyrir hönd bæjarfélagsins, því að væri mikilvægt fyrir hans bata. En það kom ekkert frá þér. Við og fólk í okkar stöðu skiptum þig engu máli, nákvæmlega engu! Þess vegna ráðlegg ég þér kæra Rósa, að fækka skrautfjörðunum og koma til dyranna eins og þú ert klædd og leyfa núverandi ríkisstjórn að spreyta sig áður en byrjað er að rakka þau niður, því þú hefur hreinlega ekki efni á því! Hvað þá flokkurinn þinn! Þér er enn velkomið að senda barninu afsökunarbréf fyrir hönd bæjarfélagssins, þetta var erfið lífsreynsla fyrir svona ungt barn og afsökunarbeiðni myndi skipta miklu fyrir hann, því barn í vanda á víst varla sök er það? Höfundur er sjálfstætt starfandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Alma Björk Ástþórsdóttir Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Sjá meira
Að þú hreinlega skulir voga þér að tala um stefnuleysi í málaflokki barna í alvarlegum vanda hjá nýkjörinni ríkisstjórn er til marks um ....tja hvað? Að þú sért siðblind? Hann var 6-9 ára, að stíga sín fyrstu skref í lífnu. Hann þurfti að berjast fyrir lífi sínu þegar hann fæddist, svo hann var með þungan bakpoka, þyngri en margur annar. Staðan í Hafnarfirði, undir þinni stjórn, var orðin svo hræðileg, að við, fimm manna fjölskyldan flúðum í næsta bæjarfélag þar sem við vorum umvafin hlýju, umhyggju og öryggi frá ÖLLUM innan stjórnsýslunnar. Á þessum árum kynntist ég því versta í íslenskri stjórnsýslu – hjá þér í Hafnarfirði og því besta í íslenskri stjórnsýslu – í Garðabænum. Það tók smá tíma að vinda ofan af hryllingnum úr Hafnarfirði og kenna barninu mínu treysta þeim sem að því koma. En nú eru rúm þrjú ár síðan barnið byrjaði í öðrum skóla í næsta bæjarfélagi og það hreinlega elskar skólann sinn, kennarana, stjórnendur, og alla sem að honum koma. Í þínu bæjarfélagi var ekki hægt að láta barnið fá tölvu til að auðvelda skrift þegar erfitt var að draga til stafs..... það voru ekki til peningar sögðuð þið!!! Í næsta bæjarfélagi vorum við spurð að fyrra bragði hvort ekki mætti leyfa honum að notast bara við tölvu. Í þínu bæjarfélagi var endalaus starfsmannavelta, í næsta bæjarfélagi er nánast engin starfsmannavelta! Í þínu bæjarfélagi var barnið okkar ómögulegt en í næsta bæjarfélagi dásamlegt. Ég átti góðan fund með forsætistráðherra á þessum tíma og einnig barnamálaráðherra. Enginn, ENGINN ráðherra frá Sjálfstæðisflokknum hafði áhuga á okkar máli eða sýndi minnsta vilja til þess að aðstoða börn í neyð á þessum tíma. Það var sorgardagur í okkar fjölskyldu þegar þú tilkynntir að þú færir nú fram í alþingiskosningunum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Því þá þyrfti maður að þola að heyra meira frá þér. Slík eru sárin, svo það sé nú sagt. Svo þú skalt ekki halda það að þú getir kastað steinum úr glerhýsinu þínu án þess að þurfa að horfast í augu við það sem þú EKKI gerðir, því það að gera ekkert er líka ákvörðun. Fyrir um þremur árum bað ég þig um að biðja barnið mitt afsökunar fyrir hönd bæjarfélagsins, því að væri mikilvægt fyrir hans bata. En það kom ekkert frá þér. Við og fólk í okkar stöðu skiptum þig engu máli, nákvæmlega engu! Þess vegna ráðlegg ég þér kæra Rósa, að fækka skrautfjörðunum og koma til dyranna eins og þú ert klædd og leyfa núverandi ríkisstjórn að spreyta sig áður en byrjað er að rakka þau niður, því þú hefur hreinlega ekki efni á því! Hvað þá flokkurinn þinn! Þér er enn velkomið að senda barninu afsökunarbréf fyrir hönd bæjarfélagssins, þetta var erfið lífsreynsla fyrir svona ungt barn og afsökunarbeiðni myndi skipta miklu fyrir hann, því barn í vanda á víst varla sök er það? Höfundur er sjálfstætt starfandi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar