Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 20. febrúar 2025 22:01 Að þú hreinlega skulir voga þér að tala um stefnuleysi í málaflokki barna í alvarlegum vanda hjá nýkjörinni ríkisstjórn er til marks um ....tja hvað? Að þú sért siðblind? Hann var 6-9 ára, að stíga sín fyrstu skref í lífnu. Hann þurfti að berjast fyrir lífi sínu þegar hann fæddist, svo hann var með þungan bakpoka, þyngri en margur annar. Staðan í Hafnarfirði, undir þinni stjórn, var orðin svo hræðileg, að við, fimm manna fjölskyldan flúðum í næsta bæjarfélag þar sem við vorum umvafin hlýju, umhyggju og öryggi frá ÖLLUM innan stjórnsýslunnar. Á þessum árum kynntist ég því versta í íslenskri stjórnsýslu – hjá þér í Hafnarfirði og því besta í íslenskri stjórnsýslu – í Garðabænum. Það tók smá tíma að vinda ofan af hryllingnum úr Hafnarfirði og kenna barninu mínu treysta þeim sem að því koma. En nú eru rúm þrjú ár síðan barnið byrjaði í öðrum skóla í næsta bæjarfélagi og það hreinlega elskar skólann sinn, kennarana, stjórnendur, og alla sem að honum koma. Í þínu bæjarfélagi var ekki hægt að láta barnið fá tölvu til að auðvelda skrift þegar erfitt var að draga til stafs..... það voru ekki til peningar sögðuð þið!!! Í næsta bæjarfélagi vorum við spurð að fyrra bragði hvort ekki mætti leyfa honum að notast bara við tölvu. Í þínu bæjarfélagi var endalaus starfsmannavelta, í næsta bæjarfélagi er nánast engin starfsmannavelta! Í þínu bæjarfélagi var barnið okkar ómögulegt en í næsta bæjarfélagi dásamlegt. Ég átti góðan fund með forsætistráðherra á þessum tíma og einnig barnamálaráðherra. Enginn, ENGINN ráðherra frá Sjálfstæðisflokknum hafði áhuga á okkar máli eða sýndi minnsta vilja til þess að aðstoða börn í neyð á þessum tíma. Það var sorgardagur í okkar fjölskyldu þegar þú tilkynntir að þú færir nú fram í alþingiskosningunum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Því þá þyrfti maður að þola að heyra meira frá þér. Slík eru sárin, svo það sé nú sagt. Svo þú skalt ekki halda það að þú getir kastað steinum úr glerhýsinu þínu án þess að þurfa að horfast í augu við það sem þú EKKI gerðir, því það að gera ekkert er líka ákvörðun. Fyrir um þremur árum bað ég þig um að biðja barnið mitt afsökunar fyrir hönd bæjarfélagsins, því að væri mikilvægt fyrir hans bata. En það kom ekkert frá þér. Við og fólk í okkar stöðu skiptum þig engu máli, nákvæmlega engu! Þess vegna ráðlegg ég þér kæra Rósa, að fækka skrautfjörðunum og koma til dyranna eins og þú ert klædd og leyfa núverandi ríkisstjórn að spreyta sig áður en byrjað er að rakka þau niður, því þú hefur hreinlega ekki efni á því! Hvað þá flokkurinn þinn! Þér er enn velkomið að senda barninu afsökunarbréf fyrir hönd bæjarfélagssins, þetta var erfið lífsreynsla fyrir svona ungt barn og afsökunarbeiðni myndi skipta miklu fyrir hann, því barn í vanda á víst varla sök er það? Höfundur er sjálfstætt starfandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Alma Björk Ástþórsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Að þú hreinlega skulir voga þér að tala um stefnuleysi í málaflokki barna í alvarlegum vanda hjá nýkjörinni ríkisstjórn er til marks um ....tja hvað? Að þú sért siðblind? Hann var 6-9 ára, að stíga sín fyrstu skref í lífnu. Hann þurfti að berjast fyrir lífi sínu þegar hann fæddist, svo hann var með þungan bakpoka, þyngri en margur annar. Staðan í Hafnarfirði, undir þinni stjórn, var orðin svo hræðileg, að við, fimm manna fjölskyldan flúðum í næsta bæjarfélag þar sem við vorum umvafin hlýju, umhyggju og öryggi frá ÖLLUM innan stjórnsýslunnar. Á þessum árum kynntist ég því versta í íslenskri stjórnsýslu – hjá þér í Hafnarfirði og því besta í íslenskri stjórnsýslu – í Garðabænum. Það tók smá tíma að vinda ofan af hryllingnum úr Hafnarfirði og kenna barninu mínu treysta þeim sem að því koma. En nú eru rúm þrjú ár síðan barnið byrjaði í öðrum skóla í næsta bæjarfélagi og það hreinlega elskar skólann sinn, kennarana, stjórnendur, og alla sem að honum koma. Í þínu bæjarfélagi var ekki hægt að láta barnið fá tölvu til að auðvelda skrift þegar erfitt var að draga til stafs..... það voru ekki til peningar sögðuð þið!!! Í næsta bæjarfélagi vorum við spurð að fyrra bragði hvort ekki mætti leyfa honum að notast bara við tölvu. Í þínu bæjarfélagi var endalaus starfsmannavelta, í næsta bæjarfélagi er nánast engin starfsmannavelta! Í þínu bæjarfélagi var barnið okkar ómögulegt en í næsta bæjarfélagi dásamlegt. Ég átti góðan fund með forsætistráðherra á þessum tíma og einnig barnamálaráðherra. Enginn, ENGINN ráðherra frá Sjálfstæðisflokknum hafði áhuga á okkar máli eða sýndi minnsta vilja til þess að aðstoða börn í neyð á þessum tíma. Það var sorgardagur í okkar fjölskyldu þegar þú tilkynntir að þú færir nú fram í alþingiskosningunum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Því þá þyrfti maður að þola að heyra meira frá þér. Slík eru sárin, svo það sé nú sagt. Svo þú skalt ekki halda það að þú getir kastað steinum úr glerhýsinu þínu án þess að þurfa að horfast í augu við það sem þú EKKI gerðir, því það að gera ekkert er líka ákvörðun. Fyrir um þremur árum bað ég þig um að biðja barnið mitt afsökunar fyrir hönd bæjarfélagsins, því að væri mikilvægt fyrir hans bata. En það kom ekkert frá þér. Við og fólk í okkar stöðu skiptum þig engu máli, nákvæmlega engu! Þess vegna ráðlegg ég þér kæra Rósa, að fækka skrautfjörðunum og koma til dyranna eins og þú ert klædd og leyfa núverandi ríkisstjórn að spreyta sig áður en byrjað er að rakka þau niður, því þú hefur hreinlega ekki efni á því! Hvað þá flokkurinn þinn! Þér er enn velkomið að senda barninu afsökunarbréf fyrir hönd bæjarfélagssins, þetta var erfið lífsreynsla fyrir svona ungt barn og afsökunarbeiðni myndi skipta miklu fyrir hann, því barn í vanda á víst varla sök er það? Höfundur er sjálfstætt starfandi.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun