„Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2025 09:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson fór meiddur af velli snemma leiks gegn Álaborg í fyrrakvöld. Getty/Frank Molter „Ég er mjög þakklátur fyrir að þetta hafi ekki verið verra því ég vissi ekki hvað ég var að fara út í þegar þessi sársauki helltist yfir mig,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, sem meiddist í fyrrakvöld í mikilvægum slag í Meistaradeild Evrópu. Um tognun í il er að ræða og verður Gísli frá keppni næstu vikurnar. Hann vonast þó til að geta spilað næstu landsleiki, gegn Grikkjum 12. og 15. mars í undankeppni EM, en er jafnframt meðvitaður um að þurfa að sýna skynsemi. Gísli og þjálfari hans hjá Magdeburg, Bennet Wiegert, tóku ákveðna áhættu með því að hann spilaði gegn Álaborg í fyrrakvöld því Gísli hafði kennt sér meins í aðdraganda leiksins mikilvæga. „Ég var búinn að vera svolítið tæpur í hælnum fyrir leikinn en ætlaði ekki að láta það stöðva mig,“ segir Gísli sem meiddist svo eftir nokkurra mínútna leik. Hann fékk það staðfest frá lækni í gær að um væri að ræða tognun í ilinni. „Þetta verða kannski 2-4 vikur en það skýrist betur á fyrstu vikunni. Þetta er ekkert voðalega alvarlegt svo maður er glaður með það.“ Aldrei fundið þessa tilfinningu Gísli virtist bersýnilega þjáður þegar hann fór af velli í fyrrakvöld og óttaðist eflaust um tíma að keppnistímabilinu væri lokið: „Ég hef glímt við minn skerf af meiðslum en ég hef aldrei tognað í vöðva, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Ég hef því aldrei fengið þessa tilfinningu sem ég fékk, mjög vondan verk [og slæman grun]. Ég vissi að ég hafði verið tæpur á þessu svæði og að þarna hafði eitthvað gefið sig. Ég vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi – hvort að eitthvað hefði alveg slitnað í sundur – og það var óþægilegt að lenda í einhverju svona nýju og vita ekki hvernig þetta myndi fara,“ segir Gísli. „Ég hef greinilega reynt að hlífa mér á einhvern hátt og þetta urðu afleiðingarnar. En ef ég myndi spóla aftur í tímann þá hefði ég alltaf reynt að spila. Það eina sem ég hefði kannski breytt er að ég myndi þá ekki hafa spilað teipaður, til að hlífa mér við sársaukanum. En sem betur fer er ég ekki einhverja mánuði frá keppni, þó ég verði að taka þessu alvarlega svo þetta rifni ekki enn meira,“ bætir hann við. Sjö sterkir á meiðslalista: „Maður spyr sig hvenær þetta hætti“ Ómar Ingi Magnússon hefur verið frá keppni frá því undir lok síðasta árs og þeir Gísli eru í hópi sjö öflugra leikmanna sem Magdeburg var án gegn Álaborg. Eru einhverjar skýringar á þessari skelfilegu meiðslastöðu? „Maður spyr sig bara hvenær þetta hætti. Albin Lagergren átti til dæmis að vera orðinn klár í leikinn gegn Álaborg en þá varð hann veikur. Auðvitað spyr maður sig spurninga en maður getur ekki annað gert en að vera atvinnumaður og sinnt sínu hlutverki eins vel og maður getur,“ segir Gísli. Gísli Þorgeir Kristjánsson stefnir á landsleikina við Grikki sem verða þeir fyrstu eftir HM í janúar.VÍSIR/VILHELM „Við erum búnir að spila síðustu þrjá leiki án vinstri handar skyttu. Það er búið að vera skrautlegt að reyna að púsla því saman. En þetta sýnir líka að þegar við erum með bakið upp við vegg þá þjöppum við okkur saman og gerum hlutina fyrir hvern annan. Það er gott að finna hvað það er góður andi í hópnum og það er ótrúlegt hvernig menn þjöppuðu sér saman og náðu að vinna Álaborg, svona fáir í hópnum. Ég er sannfærður um að þeir geti klárað næstu leiki líka án mín,“ segir Gísli en sigurinn gegn Álaborg jók verulega líkurnar á því að Magdeburg komist í 12-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Með landsleikina í sigtinu Auk þess að berjast um titla með Magdeburg er Gísli með hugann við landsliðið sem heldur undankeppni EM áfram með leikjum við Grikkland 12. og 15. mars. „Ég held í vonina um að verða kominn á fætur fyrir landsleikjahléið. En það fer svolítið eftir því hvernig fyrsta vikan þróast. Ég þarf svo að taka stöðuna og sjá hvernig ég verð í löppinni. Ég vil ekki taka neina sénsa á að þetta rifni upp aftur og verð að vera hundrað prósent klár. En ég stefni á landsleikina.“ Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Um tognun í il er að ræða og verður Gísli frá keppni næstu vikurnar. Hann vonast þó til að geta spilað næstu landsleiki, gegn Grikkjum 12. og 15. mars í undankeppni EM, en er jafnframt meðvitaður um að þurfa að sýna skynsemi. Gísli og þjálfari hans hjá Magdeburg, Bennet Wiegert, tóku ákveðna áhættu með því að hann spilaði gegn Álaborg í fyrrakvöld því Gísli hafði kennt sér meins í aðdraganda leiksins mikilvæga. „Ég var búinn að vera svolítið tæpur í hælnum fyrir leikinn en ætlaði ekki að láta það stöðva mig,“ segir Gísli sem meiddist svo eftir nokkurra mínútna leik. Hann fékk það staðfest frá lækni í gær að um væri að ræða tognun í ilinni. „Þetta verða kannski 2-4 vikur en það skýrist betur á fyrstu vikunni. Þetta er ekkert voðalega alvarlegt svo maður er glaður með það.“ Aldrei fundið þessa tilfinningu Gísli virtist bersýnilega þjáður þegar hann fór af velli í fyrrakvöld og óttaðist eflaust um tíma að keppnistímabilinu væri lokið: „Ég hef glímt við minn skerf af meiðslum en ég hef aldrei tognað í vöðva, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Ég hef því aldrei fengið þessa tilfinningu sem ég fékk, mjög vondan verk [og slæman grun]. Ég vissi að ég hafði verið tæpur á þessu svæði og að þarna hafði eitthvað gefið sig. Ég vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi – hvort að eitthvað hefði alveg slitnað í sundur – og það var óþægilegt að lenda í einhverju svona nýju og vita ekki hvernig þetta myndi fara,“ segir Gísli. „Ég hef greinilega reynt að hlífa mér á einhvern hátt og þetta urðu afleiðingarnar. En ef ég myndi spóla aftur í tímann þá hefði ég alltaf reynt að spila. Það eina sem ég hefði kannski breytt er að ég myndi þá ekki hafa spilað teipaður, til að hlífa mér við sársaukanum. En sem betur fer er ég ekki einhverja mánuði frá keppni, þó ég verði að taka þessu alvarlega svo þetta rifni ekki enn meira,“ bætir hann við. Sjö sterkir á meiðslalista: „Maður spyr sig hvenær þetta hætti“ Ómar Ingi Magnússon hefur verið frá keppni frá því undir lok síðasta árs og þeir Gísli eru í hópi sjö öflugra leikmanna sem Magdeburg var án gegn Álaborg. Eru einhverjar skýringar á þessari skelfilegu meiðslastöðu? „Maður spyr sig bara hvenær þetta hætti. Albin Lagergren átti til dæmis að vera orðinn klár í leikinn gegn Álaborg en þá varð hann veikur. Auðvitað spyr maður sig spurninga en maður getur ekki annað gert en að vera atvinnumaður og sinnt sínu hlutverki eins vel og maður getur,“ segir Gísli. Gísli Þorgeir Kristjánsson stefnir á landsleikina við Grikki sem verða þeir fyrstu eftir HM í janúar.VÍSIR/VILHELM „Við erum búnir að spila síðustu þrjá leiki án vinstri handar skyttu. Það er búið að vera skrautlegt að reyna að púsla því saman. En þetta sýnir líka að þegar við erum með bakið upp við vegg þá þjöppum við okkur saman og gerum hlutina fyrir hvern annan. Það er gott að finna hvað það er góður andi í hópnum og það er ótrúlegt hvernig menn þjöppuðu sér saman og náðu að vinna Álaborg, svona fáir í hópnum. Ég er sannfærður um að þeir geti klárað næstu leiki líka án mín,“ segir Gísli en sigurinn gegn Álaborg jók verulega líkurnar á því að Magdeburg komist í 12-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Með landsleikina í sigtinu Auk þess að berjast um titla með Magdeburg er Gísli með hugann við landsliðið sem heldur undankeppni EM áfram með leikjum við Grikkland 12. og 15. mars. „Ég held í vonina um að verða kominn á fætur fyrir landsleikjahléið. En það fer svolítið eftir því hvernig fyrsta vikan þróast. Ég þarf svo að taka stöðuna og sjá hvernig ég verð í löppinni. Ég vil ekki taka neina sénsa á að þetta rifni upp aftur og verð að vera hundrað prósent klár. En ég stefni á landsleikina.“
Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira