Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar 20. febrúar 2025 13:03 Við í ferðaþjónustunni erum þaulvön að ræða skatta- eða gjaldamál greinarinnar, enda hafa þau verið í eldlínunni síðustu misserin. Við viljum vera samkeppnishæf og öflug atvinnugrein sem skilar – með sanngjörnum hætti – hluta af þeim verðmætum sem við sköpum, aftur til samfélagsins sem við störfum í. Enda gerum við það nú þegar með myndarlegum hætti, bæði í krónum og aurum og ekki síður í formi aukinna lífsgæða víða um land, sem ekki verða öll mæld með aðferðum hagfræðinnar. Stækkum kökuna til að standa undir aukinni velferð Það var því ánægjulegt að heyra nýbakaðan umhverfisráðherra lýsa því yfir með tilþrifum í beinni útsendingu á dögunum, að markmið nýrrar ríkisstjórnar væri að tryggja verðmætasköpun og stækka kökuna til þess að standa undir velferðinni í landinu. Þarna erum við að dansa! Leyfum atvinnulífinu að blómstra enda er það svo að þegar vel gengur í atvinnulífinu, skilar það sér umsvifalaust í ríkulegu tekjustreymi til hins opinbera. En sporin hræða, því miður. Aðgerðir séu í takt við yfirlýsingar Við höfum heyrt svona fallegar yfirlýsingar ótal sinnum áður. Oftast hafa þær reynst orðin tóm og við fengið yfir okkur úrval sértækra skatta síðustu ár eða hækkanir á þeim sem fyrir voru - í algjöru tillits- og ábyrgðarleysi gagnvart greininni. Má þar nefna tvöföldun á gistináttaskatti á síðasta ári, hækkun þess sama skatts í skjóli nætur og innleiðingu innviðagjalds á skemmtiferðaskipin núna um síðustu áramót. Innviðagjaldið hefur valdið miklum usla rétt eins og tvöföldun gistináttaskattsins. Síðan er yfirvofandi innleiðing kílómetragjalda á bílaleigubíla og hópferðabíla. Í því samhengi er það skýlaus krafa greinarinnar að sú innleiðing verði gerð í samvinnu við bílaleigurnar og ferðaþjónustuna alla og með eðlilegum aðlögunartíma fyrir fyrirtæki með þúsundir ökutækja á forræði sínu. Á meðan á þessu öllu hefur gengið, hefur farið af stað stjórnlaus innheimta á allskonar aðstöðugjöldum og bílastæðagjöldum við náttúruperlur um land allt bæði á vegum hins opinbera og einkaaðila. Aukin óvissa í boði stjórnvalda Ný ríkisstjórn segist í stefnuyfirlýsingu sinni ætla að stuðla að verðmætasköpun, öryggi og álagsstýringu í ferðaþjónustu. Þar segir líka að vinsælustu ferðamannastaðir landsins séu í eigu þjóðarinnar og að ríkisstjórnin hyggist taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að vinsælustu áfangastöðum landsins. Á meðan þessi óljósa og að því er virðist ómarkvissa aðgerð er í smíðum, verði sett á komugjöld á ferðamenn. Við fögnum því að stuðla eigi að verðmætasköpun í greininni. Þar eru möguleikarnir óþrjótandi. Það verður aftur á móti ekki gert með nýjum sköttum og gjöldum enda skapa nýjar álögur ekki ný verðmæti. Þá er það svo að stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar felur í sér verulega aukna óvissu sem kemur niður á rekstri ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem hvorki er vitað hvenær boðuð auðlindagjöld eigi að taka gildi né með hvaða hætti þau eiga að vera. Það er afar mikilvægt að ríkisstjórnin tryggi ferðaþjónustunni fyrirsjáanleika í þessum efnum sem allra fyrst, hvort sem um er að ræða auðlindagjöld, kílómetragjöld eða önnur gjöld. Mikilvægt að draga ekki úr samkeppnishæfni Við erum að sjálfsögðu tilbúin að setjast niður með stjórnvöldum og ræða þætti þessarar stefnuyfirlýsingar. Markmiðið þarf þó augljóslega að vera að allar þær breytingar sem kunna að verða á gjaldtöku af ferðamönnum, dragi ekki úr samkeppnishæfni landsins og þar með verðmætasköpun sem myndi þegar upp er staðið bitna á okkur öllum. Það er ljóst að íslensk ferðaþjónusta heldur uppi mikilvægum kerfum og innviðum í okkar samfélagi, og skilar gríðarlegum verðmætum í skatttekjur til ríkis og sveitarfélaga á hverju ári, líkt og sjá má meðal annars á skattspori hennar sem var 184 milljarðar króna árið 2023. Við verðum að standa vörð um og tryggja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, enda er hún meginforsenda sjálfbærrar framtíðar greinarinnar og þar með áframhaldandi tekjustreymis í opinbera sjóði. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Óskarsson Ferðaþjónusta Skattar og tollar Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Við í ferðaþjónustunni erum þaulvön að ræða skatta- eða gjaldamál greinarinnar, enda hafa þau verið í eldlínunni síðustu misserin. Við viljum vera samkeppnishæf og öflug atvinnugrein sem skilar – með sanngjörnum hætti – hluta af þeim verðmætum sem við sköpum, aftur til samfélagsins sem við störfum í. Enda gerum við það nú þegar með myndarlegum hætti, bæði í krónum og aurum og ekki síður í formi aukinna lífsgæða víða um land, sem ekki verða öll mæld með aðferðum hagfræðinnar. Stækkum kökuna til að standa undir aukinni velferð Það var því ánægjulegt að heyra nýbakaðan umhverfisráðherra lýsa því yfir með tilþrifum í beinni útsendingu á dögunum, að markmið nýrrar ríkisstjórnar væri að tryggja verðmætasköpun og stækka kökuna til þess að standa undir velferðinni í landinu. Þarna erum við að dansa! Leyfum atvinnulífinu að blómstra enda er það svo að þegar vel gengur í atvinnulífinu, skilar það sér umsvifalaust í ríkulegu tekjustreymi til hins opinbera. En sporin hræða, því miður. Aðgerðir séu í takt við yfirlýsingar Við höfum heyrt svona fallegar yfirlýsingar ótal sinnum áður. Oftast hafa þær reynst orðin tóm og við fengið yfir okkur úrval sértækra skatta síðustu ár eða hækkanir á þeim sem fyrir voru - í algjöru tillits- og ábyrgðarleysi gagnvart greininni. Má þar nefna tvöföldun á gistináttaskatti á síðasta ári, hækkun þess sama skatts í skjóli nætur og innleiðingu innviðagjalds á skemmtiferðaskipin núna um síðustu áramót. Innviðagjaldið hefur valdið miklum usla rétt eins og tvöföldun gistináttaskattsins. Síðan er yfirvofandi innleiðing kílómetragjalda á bílaleigubíla og hópferðabíla. Í því samhengi er það skýlaus krafa greinarinnar að sú innleiðing verði gerð í samvinnu við bílaleigurnar og ferðaþjónustuna alla og með eðlilegum aðlögunartíma fyrir fyrirtæki með þúsundir ökutækja á forræði sínu. Á meðan á þessu öllu hefur gengið, hefur farið af stað stjórnlaus innheimta á allskonar aðstöðugjöldum og bílastæðagjöldum við náttúruperlur um land allt bæði á vegum hins opinbera og einkaaðila. Aukin óvissa í boði stjórnvalda Ný ríkisstjórn segist í stefnuyfirlýsingu sinni ætla að stuðla að verðmætasköpun, öryggi og álagsstýringu í ferðaþjónustu. Þar segir líka að vinsælustu ferðamannastaðir landsins séu í eigu þjóðarinnar og að ríkisstjórnin hyggist taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að vinsælustu áfangastöðum landsins. Á meðan þessi óljósa og að því er virðist ómarkvissa aðgerð er í smíðum, verði sett á komugjöld á ferðamenn. Við fögnum því að stuðla eigi að verðmætasköpun í greininni. Þar eru möguleikarnir óþrjótandi. Það verður aftur á móti ekki gert með nýjum sköttum og gjöldum enda skapa nýjar álögur ekki ný verðmæti. Þá er það svo að stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar felur í sér verulega aukna óvissu sem kemur niður á rekstri ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem hvorki er vitað hvenær boðuð auðlindagjöld eigi að taka gildi né með hvaða hætti þau eiga að vera. Það er afar mikilvægt að ríkisstjórnin tryggi ferðaþjónustunni fyrirsjáanleika í þessum efnum sem allra fyrst, hvort sem um er að ræða auðlindagjöld, kílómetragjöld eða önnur gjöld. Mikilvægt að draga ekki úr samkeppnishæfni Við erum að sjálfsögðu tilbúin að setjast niður með stjórnvöldum og ræða þætti þessarar stefnuyfirlýsingar. Markmiðið þarf þó augljóslega að vera að allar þær breytingar sem kunna að verða á gjaldtöku af ferðamönnum, dragi ekki úr samkeppnishæfni landsins og þar með verðmætasköpun sem myndi þegar upp er staðið bitna á okkur öllum. Það er ljóst að íslensk ferðaþjónusta heldur uppi mikilvægum kerfum og innviðum í okkar samfélagi, og skilar gríðarlegum verðmætum í skatttekjur til ríkis og sveitarfélaga á hverju ári, líkt og sjá má meðal annars á skattspori hennar sem var 184 milljarðar króna árið 2023. Við verðum að standa vörð um og tryggja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, enda er hún meginforsenda sjálfbærrar framtíðar greinarinnar og þar með áframhaldandi tekjustreymis í opinbera sjóði. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar