Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 19. febrúar 2025 11:33 Í skólum koma mörg þúsund börn á ýmsum aldri saman dag hvern. Börn eiga rétt á því að vera örugg í skólanum í víðasta skilningi þess orð. Öryggismál þar sem börn koma saman eru í brennidepli núna en umræðan kemur þó upp af og til ekki síst ef einhver sérstök tilvik gerast í samfélaginu sem vekja upp ótta um að öryggi barna í skóla- og íþróttastarfi sé ógnað. Hættur og ógn geta steðjað að úr ýmsum áttum t.d. frá ókunnugum utanaðkomandi aðilum eða aðstæðum svo sem náttúruvá eða annað sem er ófyrirsjáanlegt. Samfélagið okkar hefur breyst og spyrja má hvort ekki séu komin vatnaskil í stöðu öryggismála og öryggisgæslu þegar litið er til skólasamfélagsins og annarra staða þar sem börn og ungmenni koma saman. Í umræðunni um öryggi í skólum hefur notkun öryggis- og eftirlitsmyndavéla borið einna hæst. Víða eru komnar eftirlits- og öryggismyndavélar þar sem þeirra er talin þörf. Þótt myndavélar sem slíkar komi ekki í veg fyrir að alvarlegur atburður eigi sér stað eða afbrot sé framið hafa þær fælingarmátt og auðvelda að mál sem upp koma verði upplýst. Vissulega er mikilvægt að tækjabúnaður sem þessi og gögn honum tengd séu ekki misnotuð til að hefta frelsi eða frelsistilfinningu einstaklinga. Skoða mætti ef til vill hvort ekki þurfi að losa um hindranir í persónuverndarkerfinu sem snúa að eftirlits- og öryggismyndavélum til að þær geti nýst betur og víðar. Finna þarf leiðir til að skólar séu ekki berskjaldaðir og að hver sem er getið gengið hindrunarlaust inn, einhver sem ekki á þangað erindi. Sú hugmynd hefur oft heyrst, að í skólum ætti hiklaust að vera auk, öryggis- og eftirlitsmyndavéla, öryggisverðir. Öryggismál í strætisvögnum Auka þarf öryggisvörslu víðar en í skólum. Nýlega var haldinn samráðsfundur barna og ungmenna með Strætó bs. þar sem börnin fengu tækifæri til þess að koma á framfæri hugmyndum sínum um umbætur í strætókerfinu sem lúta að því að auka öryggi þeirra. Mörg börn upplifa sig óörugg í strætó enda eru dæmi þess að börn hafi orðið fyrir einelti og öðru ofbeldi í strætisvögnum. Margt í þessari umræðu er nýtt fyrir okkur en breytt samfélag og nýjar aðstæður kalla á breytta hugsun, auknar forvarnir og nýtt mat á öryggisstöðlum. Tímabært er að ræða hvernig við viljum sjá þessum málum háttað í framtíðinni. Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í skólum koma mörg þúsund börn á ýmsum aldri saman dag hvern. Börn eiga rétt á því að vera örugg í skólanum í víðasta skilningi þess orð. Öryggismál þar sem börn koma saman eru í brennidepli núna en umræðan kemur þó upp af og til ekki síst ef einhver sérstök tilvik gerast í samfélaginu sem vekja upp ótta um að öryggi barna í skóla- og íþróttastarfi sé ógnað. Hættur og ógn geta steðjað að úr ýmsum áttum t.d. frá ókunnugum utanaðkomandi aðilum eða aðstæðum svo sem náttúruvá eða annað sem er ófyrirsjáanlegt. Samfélagið okkar hefur breyst og spyrja má hvort ekki séu komin vatnaskil í stöðu öryggismála og öryggisgæslu þegar litið er til skólasamfélagsins og annarra staða þar sem börn og ungmenni koma saman. Í umræðunni um öryggi í skólum hefur notkun öryggis- og eftirlitsmyndavéla borið einna hæst. Víða eru komnar eftirlits- og öryggismyndavélar þar sem þeirra er talin þörf. Þótt myndavélar sem slíkar komi ekki í veg fyrir að alvarlegur atburður eigi sér stað eða afbrot sé framið hafa þær fælingarmátt og auðvelda að mál sem upp koma verði upplýst. Vissulega er mikilvægt að tækjabúnaður sem þessi og gögn honum tengd séu ekki misnotuð til að hefta frelsi eða frelsistilfinningu einstaklinga. Skoða mætti ef til vill hvort ekki þurfi að losa um hindranir í persónuverndarkerfinu sem snúa að eftirlits- og öryggismyndavélum til að þær geti nýst betur og víðar. Finna þarf leiðir til að skólar séu ekki berskjaldaðir og að hver sem er getið gengið hindrunarlaust inn, einhver sem ekki á þangað erindi. Sú hugmynd hefur oft heyrst, að í skólum ætti hiklaust að vera auk, öryggis- og eftirlitsmyndavéla, öryggisverðir. Öryggismál í strætisvögnum Auka þarf öryggisvörslu víðar en í skólum. Nýlega var haldinn samráðsfundur barna og ungmenna með Strætó bs. þar sem börnin fengu tækifæri til þess að koma á framfæri hugmyndum sínum um umbætur í strætókerfinu sem lúta að því að auka öryggi þeirra. Mörg börn upplifa sig óörugg í strætó enda eru dæmi þess að börn hafi orðið fyrir einelti og öðru ofbeldi í strætisvögnum. Margt í þessari umræðu er nýtt fyrir okkur en breytt samfélag og nýjar aðstæður kalla á breytta hugsun, auknar forvarnir og nýtt mat á öryggisstöðlum. Tímabært er að ræða hvernig við viljum sjá þessum málum háttað í framtíðinni. Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun