Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar 18. febrúar 2025 16:02 Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta sem ég er að fara að skrifa um er málefni sem hefur ekki mátt taka á nema með silkihönskum. Það hefur ekki farið fram vitræn umræða um málefni innflytjenda og flóttafólks hér á landi, og ef hún hefur verið hefur hún verið meira og minna ritskoðuð og í formi upphrópanna. Almenningi er ekki treyst inn í þá umræðu, það er bara sérútvöldum boðið að taka þátt í henni sem eru allir meira og minna á sömu skoðun þannig að það er aðeins eitt sjónarmið í boði og gagnrýnisraddir fá ekki að heyrast. Sem mun gera það að verkum á endanum að hér mun skapast enn meiri skautun en er nú þegar í þjóðfélaginu og það verður ekki til tekna fyrir þennan viðkvæmna hóp og ég óttast að þetta muni stigmagnast í framtíðinni ef ekki er rétt á haldið á spöðunum. Við höfum okkar alþjóðlegu skuldbindingar hjá Sameinuðu þjóðunum og við eigum að taka að okkur flóttafólk og ég set mig ekkert upp á móti því. En hins vegar ber okkur engin skylda til að aðlagast þeirra hefðum og venjum. Ef fólk sem fer ekki að þeim kröfum og reglum sem eru við lýði hér landi, þó svo að hefðir og venjur eða trúarbrögð frá þeirra landi segi eitthvað annað, þá eigum við ekki að beygja okkur undir það og ef fólk samþykkir ekki okkar samfélagssáttmála þarf það að fara eitthvað annað. Svo ég undirstriki það strax að þessi skrif eru mínar skoðanir og hafa ekkert með vinnustað minn að gera. Ég er nokkuð viss um að okkur yrði ekki sýndur sami skilningur í þeim löndum sem sumt af þessu fólki kemur frá ef við myndum flytja okkar hefðir, venjur og trúarbrögð til þeirra landa og við myndum ætlast til að þessar þjóðir myndu aðlagast okkur en við ekki þeim. Ætli það yrði ekki kallað nöfnum eins og tilætlunarsemi og frekja og við þyrftum að gjöra svo vel að fara að einu og öllu að þeim kröfum og reglum og þeim samfélagssáttmála sem er í gangi í þeim löndum; við fengjum engan afslátt af því Algjör tapú Þessar áhyggjur mínar eru ekki gripnar í lausu lofti, því það virðist vera algjör tapú að tala um innflytjendur og flóttafólk nema á jákvæðum nótum hér á landi og ef fólk gerir það ekki getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, kostað jafnvel atvinnumissi, eða átt á hættu að vera úthrópaður rasisti eða vera jafnvel lögsóttur. Er hugsanlegt að sumir innflytjendur og flóttafólk sem hingað koma hafi þannig hefðir, venjur og trúarbrögð að nú þegar hafi skapast alvarlegir menningarárekstrar í íslensku samfélagi? Getur verið að það hafi haft áhrif á skólastarf barna hér á landi og að það sé farið að endurspeglast út í samfélagið með margvíslegum hætti eins og með ofbeldi og glæpum, en það er bannað að tala um það og það ef það kemur upp á yfirborðið á að þagga niður í umræðunni með öllum ráðum. Getur verið að við séum hreinlega að skapa jarðveg fyrir enn frekari skautun og stéttskiptingu með því að horfa í hina áttina eins og hinar Norðurlandaþjóðirnar gerðu á sínum tíma? Jafnvel að skapa óæskilegar hópmyndanir sem gætu leitt til glæpagengja líkt og hefur gerst á hinum Norðurlöndunum? Við þurfum ekki að horfa langt út fyrir landsteinana í því samhengi; land á borð við Svíþjóð þarf að bera þann vafasama heiður að vera í öðru sæti í Evrópu með flestar skotárásir og sprengjutilræði á eftir Úkraníu sem er hægt draga þá ályktun að stafi af misheppnaðri innflytjendastefnu. Skautun og stéttskipting Ég skrifaði í síðustu skoðunargrein minni, sem birtist þann 14. þessa mánaðar, á visi.is um ferð sem ég og Björn Ingi, þáverandi samstarfsfélagi og góður vinur minn, í Útideildinni sem var rekin af unglingadeild félagsmálastofnunar Reykjavíkur, fórum í til Kaupmannahafnar. Ferðin var farin í þeim tilgangi að kynna okkur samstarf lögreglu og félagsmálayfirvalda í málefnum ungmenna sem eru að brjóta af sér. Eins og ég skrifaði heillaði verkefnið, sem hét PUK poltiest ungdomklub, og hvernig þeir innleiddu tilsjónarvinnu og sér í lagi til barna og ungmenna innflytjenda sem voru komnir í ákveðna áhættuhegðun og voru farnir að tilheyra vafasömum félagsskap. Hlutverk lögreglumannanna var að styðja þessa einstaklinga í að laga sig að dönsku samfélagi til að koma í veg fyrir óæskilegar hópamyndanir. Mér sýnist ekki vera vanþörf á því að við gerum slíkt hér á landi miðað við þau atvik sem hafa verið að koma hér upp. Við fórum í þessa ferð árið 1995. Þá var enginn að tala um innflytjendur eða flóttafólk hér á landi þannig að við þekktum ekki það sem þeir voru að glíma við. Jafnframt fórum við til Osló í Noregi og til Gautaborgar í Svíþjóð og heimsóttum m.a. félagsmiðstöð sem varð fyrir hryllilegum harmleik nokkrum árum eftir að við komum heim eftir þessa ferð: það var kveikt í félagsmiðstöðinni með þeim afleiðingum að fjöldi ungmenna dó í þeim bruna. Í fyrstu var talið að nýnasistar hefðu staðið að þessu voðaverki en það var ekki, og það kom ekki í ljós fyrr en tveimur árum seinna hver orsökin voru en afleiðingarnar voru að 63 ungmenni létu lífið og 213 slösuðust, þar af 50 mjög alvarlega. Það sem situr í minningunni eftir þessa heimsókn okkar til Gautaborgar var hvað félagsráðgjafinn sagði okkur. Í því hverfi sem bruninn varð var yfirgnæfandi meirihluti af erlendum uppruna. Við heimsóttum skóla í því hverfi og í þeim skóla voru 500 nemendur og innfæddir Svíar í algjörum minnihluta, aðallega innflytjendur og flóttafólk. Þar voru menningarárekstrar og meira að segja voru ungmenni sem voru að gera upp innanríkisdeilur frá heimalandinu á skólalóðinni. Karlmenn fengust ekki til að koma á fundi þar sem konur stjórnuðu og þeir neituðu að tala við þær. Þetta voru flest börn í annarri kynslóð innflytjenda. Aðlögun að samfélaginu Ég óttast að þessir einstaklingar sem eiga í erfiðleikum með aðlagast íslenskum aðstæðum eða hreinlega vilja það ekki muni ekki eiga séns í fjórðu iðnbyltinguna. Við munum horfa upp á enn meira stéttskipt samfélag nema að lögð verði miklu meiri áhersla á íslenskukennslu til útlendinga og aðlögun að íslensku samfélagi. Ég er á þeirri skoðun að ef þú vilt ekki vera þátttakandi og farir ekki að þeim kröfum og reglum sem eru hér í gildi þá áttu ekkert erindi hingað. Við eigum ekki að aðlagast þínum hefðum, venjum eða trúarbrögðum heldur þú að okkar, ágæti innflytjandi og flóttamaður. Að lokum er konan mín íslenskur ríkisborgari en er fædd í Tælandi og er að vinna á leikskóla uppi í Breiðholti og er jafnframt í námi í leikskólafræðum. Á deildinni hennar eru 15 börn í dag og aðeins eitt íslenskt. Það segir sig sjálft að möguleikarnir eru ekki miklir í framtíðinni fyrir þessi börn í fjórðu iðnbyltingunni ef það kemur ekki til massív íslenskukennsla. Með þessari skautun sem er farin að fara fram gætum við verið að skapa sama risavandamál í anda við það sem Svíarnir eru að glíma við. Ég bíð ekki í það, ef þetta mál í Breiðholtsskóla er það sem koma skal, þá munum við framleiða glæpamenn á færibandi í framtíðinni því þessir pjakkar eru ekki nema 12 ára gamlir. Ef við grípum ekki af alvöru í taumana og endurvekjum við samfélagslega lögreglu, ekki bara í netheimi heldur í raunheimi fer þetta illa. Ég hef verulegar áhyggjur af stöðunni í dag og þetta verður rándýrt fyrir okkur sem samfélag ef við fáum ekki að hafa skoðun á málunum og það fari ekki fram umræða um þetta mál með sama hætti og önnur samfélagsleg mál og ritskoðun og rétttrúnaður er ekki svarið í því. Ef við getum ekki einu sinni tekið umræðuna um þennan málaflokk vitrænt og yfirvegað hér á landi? Er þá eitthvað skrýtið að maður spyrji sig þeirra spurninga hvort samfélagslegt stórslys sé í uppsiglingu? Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Miðflokkurinn Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta sem ég er að fara að skrifa um er málefni sem hefur ekki mátt taka á nema með silkihönskum. Það hefur ekki farið fram vitræn umræða um málefni innflytjenda og flóttafólks hér á landi, og ef hún hefur verið hefur hún verið meira og minna ritskoðuð og í formi upphrópanna. Almenningi er ekki treyst inn í þá umræðu, það er bara sérútvöldum boðið að taka þátt í henni sem eru allir meira og minna á sömu skoðun þannig að það er aðeins eitt sjónarmið í boði og gagnrýnisraddir fá ekki að heyrast. Sem mun gera það að verkum á endanum að hér mun skapast enn meiri skautun en er nú þegar í þjóðfélaginu og það verður ekki til tekna fyrir þennan viðkvæmna hóp og ég óttast að þetta muni stigmagnast í framtíðinni ef ekki er rétt á haldið á spöðunum. Við höfum okkar alþjóðlegu skuldbindingar hjá Sameinuðu þjóðunum og við eigum að taka að okkur flóttafólk og ég set mig ekkert upp á móti því. En hins vegar ber okkur engin skylda til að aðlagast þeirra hefðum og venjum. Ef fólk sem fer ekki að þeim kröfum og reglum sem eru við lýði hér landi, þó svo að hefðir og venjur eða trúarbrögð frá þeirra landi segi eitthvað annað, þá eigum við ekki að beygja okkur undir það og ef fólk samþykkir ekki okkar samfélagssáttmála þarf það að fara eitthvað annað. Svo ég undirstriki það strax að þessi skrif eru mínar skoðanir og hafa ekkert með vinnustað minn að gera. Ég er nokkuð viss um að okkur yrði ekki sýndur sami skilningur í þeim löndum sem sumt af þessu fólki kemur frá ef við myndum flytja okkar hefðir, venjur og trúarbrögð til þeirra landa og við myndum ætlast til að þessar þjóðir myndu aðlagast okkur en við ekki þeim. Ætli það yrði ekki kallað nöfnum eins og tilætlunarsemi og frekja og við þyrftum að gjöra svo vel að fara að einu og öllu að þeim kröfum og reglum og þeim samfélagssáttmála sem er í gangi í þeim löndum; við fengjum engan afslátt af því Algjör tapú Þessar áhyggjur mínar eru ekki gripnar í lausu lofti, því það virðist vera algjör tapú að tala um innflytjendur og flóttafólk nema á jákvæðum nótum hér á landi og ef fólk gerir það ekki getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, kostað jafnvel atvinnumissi, eða átt á hættu að vera úthrópaður rasisti eða vera jafnvel lögsóttur. Er hugsanlegt að sumir innflytjendur og flóttafólk sem hingað koma hafi þannig hefðir, venjur og trúarbrögð að nú þegar hafi skapast alvarlegir menningarárekstrar í íslensku samfélagi? Getur verið að það hafi haft áhrif á skólastarf barna hér á landi og að það sé farið að endurspeglast út í samfélagið með margvíslegum hætti eins og með ofbeldi og glæpum, en það er bannað að tala um það og það ef það kemur upp á yfirborðið á að þagga niður í umræðunni með öllum ráðum. Getur verið að við séum hreinlega að skapa jarðveg fyrir enn frekari skautun og stéttskiptingu með því að horfa í hina áttina eins og hinar Norðurlandaþjóðirnar gerðu á sínum tíma? Jafnvel að skapa óæskilegar hópmyndanir sem gætu leitt til glæpagengja líkt og hefur gerst á hinum Norðurlöndunum? Við þurfum ekki að horfa langt út fyrir landsteinana í því samhengi; land á borð við Svíþjóð þarf að bera þann vafasama heiður að vera í öðru sæti í Evrópu með flestar skotárásir og sprengjutilræði á eftir Úkraníu sem er hægt draga þá ályktun að stafi af misheppnaðri innflytjendastefnu. Skautun og stéttskipting Ég skrifaði í síðustu skoðunargrein minni, sem birtist þann 14. þessa mánaðar, á visi.is um ferð sem ég og Björn Ingi, þáverandi samstarfsfélagi og góður vinur minn, í Útideildinni sem var rekin af unglingadeild félagsmálastofnunar Reykjavíkur, fórum í til Kaupmannahafnar. Ferðin var farin í þeim tilgangi að kynna okkur samstarf lögreglu og félagsmálayfirvalda í málefnum ungmenna sem eru að brjóta af sér. Eins og ég skrifaði heillaði verkefnið, sem hét PUK poltiest ungdomklub, og hvernig þeir innleiddu tilsjónarvinnu og sér í lagi til barna og ungmenna innflytjenda sem voru komnir í ákveðna áhættuhegðun og voru farnir að tilheyra vafasömum félagsskap. Hlutverk lögreglumannanna var að styðja þessa einstaklinga í að laga sig að dönsku samfélagi til að koma í veg fyrir óæskilegar hópamyndanir. Mér sýnist ekki vera vanþörf á því að við gerum slíkt hér á landi miðað við þau atvik sem hafa verið að koma hér upp. Við fórum í þessa ferð árið 1995. Þá var enginn að tala um innflytjendur eða flóttafólk hér á landi þannig að við þekktum ekki það sem þeir voru að glíma við. Jafnframt fórum við til Osló í Noregi og til Gautaborgar í Svíþjóð og heimsóttum m.a. félagsmiðstöð sem varð fyrir hryllilegum harmleik nokkrum árum eftir að við komum heim eftir þessa ferð: það var kveikt í félagsmiðstöðinni með þeim afleiðingum að fjöldi ungmenna dó í þeim bruna. Í fyrstu var talið að nýnasistar hefðu staðið að þessu voðaverki en það var ekki, og það kom ekki í ljós fyrr en tveimur árum seinna hver orsökin voru en afleiðingarnar voru að 63 ungmenni létu lífið og 213 slösuðust, þar af 50 mjög alvarlega. Það sem situr í minningunni eftir þessa heimsókn okkar til Gautaborgar var hvað félagsráðgjafinn sagði okkur. Í því hverfi sem bruninn varð var yfirgnæfandi meirihluti af erlendum uppruna. Við heimsóttum skóla í því hverfi og í þeim skóla voru 500 nemendur og innfæddir Svíar í algjörum minnihluta, aðallega innflytjendur og flóttafólk. Þar voru menningarárekstrar og meira að segja voru ungmenni sem voru að gera upp innanríkisdeilur frá heimalandinu á skólalóðinni. Karlmenn fengust ekki til að koma á fundi þar sem konur stjórnuðu og þeir neituðu að tala við þær. Þetta voru flest börn í annarri kynslóð innflytjenda. Aðlögun að samfélaginu Ég óttast að þessir einstaklingar sem eiga í erfiðleikum með aðlagast íslenskum aðstæðum eða hreinlega vilja það ekki muni ekki eiga séns í fjórðu iðnbyltinguna. Við munum horfa upp á enn meira stéttskipt samfélag nema að lögð verði miklu meiri áhersla á íslenskukennslu til útlendinga og aðlögun að íslensku samfélagi. Ég er á þeirri skoðun að ef þú vilt ekki vera þátttakandi og farir ekki að þeim kröfum og reglum sem eru hér í gildi þá áttu ekkert erindi hingað. Við eigum ekki að aðlagast þínum hefðum, venjum eða trúarbrögðum heldur þú að okkar, ágæti innflytjandi og flóttamaður. Að lokum er konan mín íslenskur ríkisborgari en er fædd í Tælandi og er að vinna á leikskóla uppi í Breiðholti og er jafnframt í námi í leikskólafræðum. Á deildinni hennar eru 15 börn í dag og aðeins eitt íslenskt. Það segir sig sjálft að möguleikarnir eru ekki miklir í framtíðinni fyrir þessi börn í fjórðu iðnbyltingunni ef það kemur ekki til massív íslenskukennsla. Með þessari skautun sem er farin að fara fram gætum við verið að skapa sama risavandamál í anda við það sem Svíarnir eru að glíma við. Ég bíð ekki í það, ef þetta mál í Breiðholtsskóla er það sem koma skal, þá munum við framleiða glæpamenn á færibandi í framtíðinni því þessir pjakkar eru ekki nema 12 ára gamlir. Ef við grípum ekki af alvöru í taumana og endurvekjum við samfélagslega lögreglu, ekki bara í netheimi heldur í raunheimi fer þetta illa. Ég hef verulegar áhyggjur af stöðunni í dag og þetta verður rándýrt fyrir okkur sem samfélag ef við fáum ekki að hafa skoðun á málunum og það fari ekki fram umræða um þetta mál með sama hætti og önnur samfélagsleg mál og ritskoðun og rétttrúnaður er ekki svarið í því. Ef við getum ekki einu sinni tekið umræðuna um þennan málaflokk vitrænt og yfirvegað hér á landi? Er þá eitthvað skrýtið að maður spyrji sig þeirra spurninga hvort samfélagslegt stórslys sé í uppsiglingu? Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun