Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar 18. febrúar 2025 10:31 Á dagskrá fundar borgarstjórnar í dag eru mörg mál sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram á yfirstandandi kjörtímabili. Málaskráin varpar meðal annars ljósi á tillögur sem fulltrúar flokksins hafa hingað til lagt fram svo að hægt sé að ná tökum á rekstri Reykjavíkurborgar. Bæði er um að ræða tillögur að hagræðingu í rekstri og sölu eigna. Öllum þessum málum verður án efa frestað þar eð fæðingarhríðir nýs meirihluta eru í gangi, flokka lengst til vinstri, frá Sósíalistaflokki Íslands til Flokks fólksins. Flokkur fólksins og fjármál borgarinnar Hingað til á kjörtímabilinu hefur verið mikil málefnaleg samstaða milli Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins um fjármál borgarinnar. Sérstaklega hafa flokkarnir verið sammála um nauðsyn þess að leggja niður Stafrænt ráð og endurskipuleggja starfsemi Þjónustu- og nýsköpunarsviðs borgarinnar. Fráfarandi borgarfulltrúi Flokks fólksins og núverandi fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins hafa verið óþreytandi að benda á há útgjöld við margvíslega tilraunastarfsemi við framkvæmd stafrænnar umbreytingar Reykjavíkurborgar. Árangurinn af tilraunastarfseminni hefur verið umdeildur og á fundum borgarstjórnar hafa reglulega átt sér stað hörð orðaskipti um þessi tæknimál borgarinnar á milli fulltrúa Flokks fólksins og pírata. En fljótt skipast veður í lofti og er fulltrúum Flokks fólksins í borgarstjórn óskað velgengni í væntanlegu meirihlutasamstarfi, meðal annars í því að taka til í tæknimálunum. Hver er skuldastaðan? Fyrir ófáa kjósendur getur umræða um fjármál sveitarfélaga verið álíka áhugaverð eins og að sjá málningu þorna. Þess vegna er auðvelt fyrir sleipa þátttakendur í stjórnmálum að dreifa villandi upplýsingum um fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga. Nýlegt dæmi um það er færsla prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands á samfélagsmiðlum. Viðkomandi prófessor er núverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur ásamt því að hafa starfað sem ráðherra í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG 2009-2013. Sem sagt, prófessorinn taldi í færslu sinni upplýsandi að spyrja gervigreindarforritið chatGTP um skuldastöðu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og var oddviti Samfylkingarinnar í borginni fljót til að dreifa færslu prófessorsins. Þessi sérstaka færsla prófessorsins, sem hefur alla burði sjálfur til að rýna í fjárhagsstöðu sveitarfélaga, sýnir að það getur verið flókið að ræða um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar á málefnalegum forsendum. Hins vegar, ef skuldastaða Reykjavíkurborgar sé sérstaklega tekin til skoðunar, er óumdeilt að langtímaskuldir A-hluta borgarinnar (sá hluti sem er rekinn aðallega fyrir skattfé) eru alltof háar og eru til þess fallnar að valda rekstrinum búsifjum í formi hárra afborgana af lánum og greiðslu vaxta. Séu slíkar skuldir reiknaðar, sem hlutfall af eigin fé, þá voru þær 164,8% af eigin fé hinn 30. september 2024 en í árslok 2014 var sambærilegt hlutfall 43,1%. Þessi þróun, ein og sér, gefur til kynna hversu mikil óráðsía undanfarinn áratug hefur verið í rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar undir forystu Samfylkingarinnar. Veitir hrein vinstri-stjórn í Reykjavík vonir um betri stjórn fjármála? Engin ástæða er til að ætla að rekstur A-hluta borgarinnar taki jákvæðum breytingum undir stjórn væntanlegs meirihluta í borgarstjórn. Þvert á móti má reikna með að það halli enn frekar undir fæti enda hefur það jafnan verið reynslan af hreinum vinstri-stjórnum. Helsta framlag væntanlegs meirihluti verður sjálfsagt í því fólgið að bæta og fjölga kryddum í skuldasúpu Reykjavíkurborgar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Á dagskrá fundar borgarstjórnar í dag eru mörg mál sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram á yfirstandandi kjörtímabili. Málaskráin varpar meðal annars ljósi á tillögur sem fulltrúar flokksins hafa hingað til lagt fram svo að hægt sé að ná tökum á rekstri Reykjavíkurborgar. Bæði er um að ræða tillögur að hagræðingu í rekstri og sölu eigna. Öllum þessum málum verður án efa frestað þar eð fæðingarhríðir nýs meirihluta eru í gangi, flokka lengst til vinstri, frá Sósíalistaflokki Íslands til Flokks fólksins. Flokkur fólksins og fjármál borgarinnar Hingað til á kjörtímabilinu hefur verið mikil málefnaleg samstaða milli Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins um fjármál borgarinnar. Sérstaklega hafa flokkarnir verið sammála um nauðsyn þess að leggja niður Stafrænt ráð og endurskipuleggja starfsemi Þjónustu- og nýsköpunarsviðs borgarinnar. Fráfarandi borgarfulltrúi Flokks fólksins og núverandi fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins hafa verið óþreytandi að benda á há útgjöld við margvíslega tilraunastarfsemi við framkvæmd stafrænnar umbreytingar Reykjavíkurborgar. Árangurinn af tilraunastarfseminni hefur verið umdeildur og á fundum borgarstjórnar hafa reglulega átt sér stað hörð orðaskipti um þessi tæknimál borgarinnar á milli fulltrúa Flokks fólksins og pírata. En fljótt skipast veður í lofti og er fulltrúum Flokks fólksins í borgarstjórn óskað velgengni í væntanlegu meirihlutasamstarfi, meðal annars í því að taka til í tæknimálunum. Hver er skuldastaðan? Fyrir ófáa kjósendur getur umræða um fjármál sveitarfélaga verið álíka áhugaverð eins og að sjá málningu þorna. Þess vegna er auðvelt fyrir sleipa þátttakendur í stjórnmálum að dreifa villandi upplýsingum um fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga. Nýlegt dæmi um það er færsla prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands á samfélagsmiðlum. Viðkomandi prófessor er núverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur ásamt því að hafa starfað sem ráðherra í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG 2009-2013. Sem sagt, prófessorinn taldi í færslu sinni upplýsandi að spyrja gervigreindarforritið chatGTP um skuldastöðu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og var oddviti Samfylkingarinnar í borginni fljót til að dreifa færslu prófessorsins. Þessi sérstaka færsla prófessorsins, sem hefur alla burði sjálfur til að rýna í fjárhagsstöðu sveitarfélaga, sýnir að það getur verið flókið að ræða um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar á málefnalegum forsendum. Hins vegar, ef skuldastaða Reykjavíkurborgar sé sérstaklega tekin til skoðunar, er óumdeilt að langtímaskuldir A-hluta borgarinnar (sá hluti sem er rekinn aðallega fyrir skattfé) eru alltof háar og eru til þess fallnar að valda rekstrinum búsifjum í formi hárra afborgana af lánum og greiðslu vaxta. Séu slíkar skuldir reiknaðar, sem hlutfall af eigin fé, þá voru þær 164,8% af eigin fé hinn 30. september 2024 en í árslok 2014 var sambærilegt hlutfall 43,1%. Þessi þróun, ein og sér, gefur til kynna hversu mikil óráðsía undanfarinn áratug hefur verið í rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar undir forystu Samfylkingarinnar. Veitir hrein vinstri-stjórn í Reykjavík vonir um betri stjórn fjármála? Engin ástæða er til að ætla að rekstur A-hluta borgarinnar taki jákvæðum breytingum undir stjórn væntanlegs meirihluta í borgarstjórn. Þvert á móti má reikna með að það halli enn frekar undir fæti enda hefur það jafnan verið reynslan af hreinum vinstri-stjórnum. Helsta framlag væntanlegs meirihluti verður sjálfsagt í því fólgið að bæta og fjölga kryddum í skuldasúpu Reykjavíkurborgar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun