Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit 18. febrúar 2025 08:05 Um nýliðna helgi fór fram árlegt landsmót Samband íslenskra skólalúðrasveita. Þar komu saman á Akureyri 170 hljóðfæranemendur af unglingastigi til þess að spila og njóta félagsskapar hvors annars. Undirrituð þekkir vel eftirvæntinguna fyrir lúðrasveitarlandsmótum enda uppalin trompetleikari í Tónlistarskóla Árnesinga. Þar eignast maður nýja vini og fær mikla hvatningu og innblástur fyrir áframhaldandi tónlistarnámi. Það að spila saman í lúðrasveit er eins og íþróttirnar, mjög gott forvarnar- og æskulýðsstarf. En það sem aðskilur samspilshópa eins og lúðrasveitir frá íþróttaiðkun er meðal annars að það er búið að taka keppnisþáttinn út úr menginu. Í öllu samspili hittast hljóðfæranemendur í þeim tilgangi að búa til sameiginlega afurð, tónverk sem flutt er á tónleikum. Öll hafa sama markmið um að ná sem bestu tökum á viðfangsefninu og stór hluti af því er að nota virka hlustun, finna sínum tóni farveg á meðal hinna og uppgötva samhljóminn, hvernig hann tekur á sig ólíkar myndir á ólíkum stöðum í þeim verkum sem spiluð eru hverju sinni. Hver og einn spilar mikilvægt hlutverk og öll eru jafningjar. Víða um land eru öflugar skólahljómsveitir og aðrir samspilahópar sem nemendur stunda samhliða námi í tónlistarkennslu sem fer öllu jafna fram í einkatímum. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á jákvæð tengsl milli tónlistarnáms og árangurs á öðrum sviðum náms. Rannsóknir hafa leitt í ljós að nemendur sem stunda tónlistarnám sýna oft betri frammistöðu í stærðfræði. Þetta gæti verið vegna þess að tónlistarnám eflir hæfni í að þekkja mynstur og rökfræði, sem eru lykilatriði í stærðfræði. Tónlistarnám getur stuðlað að betri málskilningi og lestrarfærni því þjálfunin eykur næmni fyrir hljóðum, sem getur bætt hljóðgreiningu og þar með lestrargetu. Samspil í tónlist, eins og að spila í hljómsveit eða kór, getur meðal annars eflt félagsfærni, samvinnu og sjálfsaga. Þessar niðurstöður benda til þess að tónlistarnám geti haft víðtæk jákvæð áhrif á nám og þroska barna. Tónlistarskólakerfið á Íslandi er einstakt og mikilvægt að standa vörð um það, þó fullt tilefni sé til þess að skoða hvort hægt sé að þróa hljómsveitarfyrirkomulagið þannig að fleiri komist að og fái að njóta ávinningsins sem fylgir því að læra á hljóðfæri og taka þátt í samspili. Í ljósi þess að tónlistarkennsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti náms og þroska barna ætti það að vera sameiginlegt verkefni okkar allra, ríkis og sveitarfélaga að standa vörð um tónlistarnám og tónlistarkennara og finna leiðir til að útvíkka námið og gera aðgengilegt öllum börnum. Meðfylgjandi er upptaka af tónleikum frá landsmóti skólalúðrasveita 16. febrúar 2025 þar sem allir hljóðfæraleikarar, um 170 ungmenni, sameinuðust í flutningi á Þursafóníunni í útsetningu Össurar Geirssonar. Syrpan inniheldur íslensk þjóðlög ásamt tónlist eftir Egil Ólafsson og er byggð á útsetningum Þursaflokksins á þessum lögum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Rannsóknir og greinar sem vitnað er til: https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fpmc.ncbi.nlm.nih.gov%2Farticles%2FPMC9326760%2F%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855619409%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=FzAS7cY9Ozo0UIxmOxswGAeRFqMgRIiE6KTz%2FJFOwHE%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Ftoday.usc.edu%2Fmusic-education-research%2F%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855633190%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=nML4gHbXlBDymCchVjMMFkg1YD0bnz%2F1b7roS4qwyoc%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.researchgate.net%2Fpublication%2F242560857_The_power_of_music_Its_impact_on_the_intellectual_social_and_personal_development_of_children_and_young_people&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855785062%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=FTRkyd2BTF3cHHd27lYwUXWpl7nSj58T2oNYq86n0K8%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.davidpublisher.com%2FPublic%2Fuploads%2FContribute%2F66f9122667f91.pdf%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855799260%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=IIut3J0xhUql0HSSs%2B9XTkD1gfHqe45A5RnGDPqA7L4%3D&reserved=0 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Menning Tónlistarnám Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Um nýliðna helgi fór fram árlegt landsmót Samband íslenskra skólalúðrasveita. Þar komu saman á Akureyri 170 hljóðfæranemendur af unglingastigi til þess að spila og njóta félagsskapar hvors annars. Undirrituð þekkir vel eftirvæntinguna fyrir lúðrasveitarlandsmótum enda uppalin trompetleikari í Tónlistarskóla Árnesinga. Þar eignast maður nýja vini og fær mikla hvatningu og innblástur fyrir áframhaldandi tónlistarnámi. Það að spila saman í lúðrasveit er eins og íþróttirnar, mjög gott forvarnar- og æskulýðsstarf. En það sem aðskilur samspilshópa eins og lúðrasveitir frá íþróttaiðkun er meðal annars að það er búið að taka keppnisþáttinn út úr menginu. Í öllu samspili hittast hljóðfæranemendur í þeim tilgangi að búa til sameiginlega afurð, tónverk sem flutt er á tónleikum. Öll hafa sama markmið um að ná sem bestu tökum á viðfangsefninu og stór hluti af því er að nota virka hlustun, finna sínum tóni farveg á meðal hinna og uppgötva samhljóminn, hvernig hann tekur á sig ólíkar myndir á ólíkum stöðum í þeim verkum sem spiluð eru hverju sinni. Hver og einn spilar mikilvægt hlutverk og öll eru jafningjar. Víða um land eru öflugar skólahljómsveitir og aðrir samspilahópar sem nemendur stunda samhliða námi í tónlistarkennslu sem fer öllu jafna fram í einkatímum. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á jákvæð tengsl milli tónlistarnáms og árangurs á öðrum sviðum náms. Rannsóknir hafa leitt í ljós að nemendur sem stunda tónlistarnám sýna oft betri frammistöðu í stærðfræði. Þetta gæti verið vegna þess að tónlistarnám eflir hæfni í að þekkja mynstur og rökfræði, sem eru lykilatriði í stærðfræði. Tónlistarnám getur stuðlað að betri málskilningi og lestrarfærni því þjálfunin eykur næmni fyrir hljóðum, sem getur bætt hljóðgreiningu og þar með lestrargetu. Samspil í tónlist, eins og að spila í hljómsveit eða kór, getur meðal annars eflt félagsfærni, samvinnu og sjálfsaga. Þessar niðurstöður benda til þess að tónlistarnám geti haft víðtæk jákvæð áhrif á nám og þroska barna. Tónlistarskólakerfið á Íslandi er einstakt og mikilvægt að standa vörð um það, þó fullt tilefni sé til þess að skoða hvort hægt sé að þróa hljómsveitarfyrirkomulagið þannig að fleiri komist að og fái að njóta ávinningsins sem fylgir því að læra á hljóðfæri og taka þátt í samspili. Í ljósi þess að tónlistarkennsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti náms og þroska barna ætti það að vera sameiginlegt verkefni okkar allra, ríkis og sveitarfélaga að standa vörð um tónlistarnám og tónlistarkennara og finna leiðir til að útvíkka námið og gera aðgengilegt öllum börnum. Meðfylgjandi er upptaka af tónleikum frá landsmóti skólalúðrasveita 16. febrúar 2025 þar sem allir hljóðfæraleikarar, um 170 ungmenni, sameinuðust í flutningi á Þursafóníunni í útsetningu Össurar Geirssonar. Syrpan inniheldur íslensk þjóðlög ásamt tónlist eftir Egil Ólafsson og er byggð á útsetningum Þursaflokksins á þessum lögum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Rannsóknir og greinar sem vitnað er til: https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fpmc.ncbi.nlm.nih.gov%2Farticles%2FPMC9326760%2F%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855619409%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=FzAS7cY9Ozo0UIxmOxswGAeRFqMgRIiE6KTz%2FJFOwHE%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Ftoday.usc.edu%2Fmusic-education-research%2F%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855633190%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=nML4gHbXlBDymCchVjMMFkg1YD0bnz%2F1b7roS4qwyoc%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.researchgate.net%2Fpublication%2F242560857_The_power_of_music_Its_impact_on_the_intellectual_social_and_personal_development_of_children_and_young_people&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855785062%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=FTRkyd2BTF3cHHd27lYwUXWpl7nSj58T2oNYq86n0K8%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.davidpublisher.com%2FPublic%2Fuploads%2FContribute%2F66f9122667f91.pdf%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855799260%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=IIut3J0xhUql0HSSs%2B9XTkD1gfHqe45A5RnGDPqA7L4%3D&reserved=0
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun