Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2025 16:56 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Einar Fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki ætla að ganga í röð þeirra fjármálaráðherra sem hafa ekki gætt hagsmuna borgaranna gagnvart ÁTVR. Þvert á móti muni hann leiða endurbótavinnu innan stofnunarinnar. Þetta sagði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu síðdegis. Sigríður Á. Anderssen, þingmaður Miðflokksins, spurði hann út í starfshætti ÁTVR og eftilit sem hann fer með gagnvart „þeirri ríkiseinokunarverslun“. Tilefni fyrirspurnar Sigríðar var dómur Hæstaréttar í máli áfengisheildsölu sem lagði ÁTVR í deilu um tvær tegundir af bjór. ÁTVR hafði tekið bjórana tvo úr hillum verslana stofnunarinnar vegna viðmiðs um framlegð vara, sem mátti ekki. Lög og reglur kveða á um að eftirspurn skuli ráða för þegar kemur að vöruvali. Sigríður spurði hvort Daði Már teldi sig hafa heimild til þess að viðhalda þessu ólögmæta ástandi, en engar breytingar hafa enn verið gerðar á því hvernig ÁTVR velur inn vörur. Hafi erft málið Daði Már þakkaði Sigríði fyrir fyrirspurnina og sagði málið sem um ræðir vera eitt fjölmargra mála sem hann erfði þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra. Það sé rétt hjá Sigríði að verklag ÁTVR hafi ekki verið í samræmi við lög. „Unnið hefur verið að endurskoðun á reglugerðinni sem byggir á lögunum og hún hefur farið í samráð og um leið og því lýkur mun verða breyting á því verklagi og ÁTVR mun þurfa að endurskoða verklagið.“ „Hundrað ára meinsemd“ Sigríður steig aftur í pontu og sagði Daða Má ekki hafa svarað spurningu sinni, hann hefði ekki svarað því hvort hann teldi sér heimilt að „frysta“ ólögmætt ástand, með því að gera ÁTVR ekki að breyta verklagi sínu til samræmis við lög tafarlaust. „Mér virðist sem hæstvirtur fjármálaráðherra ætli að feta í fótspor allra fyrirrennara sinna síðustu ára og standa vörð um þessa ríkiseinokunarverslun. Ég ætla hins vegar ekki að vera svo svartsýn og gefa honum tækifæri til þess hér í seinna svari að svara því hvort það komi honum til hugar að gera róttækar breytingar á þessari hundrað ára meinsemd, sem hefur verið hér í íslenskri verslunarsögu.“ Ætlar „á engan hátt að ganga í röð“ forvera sinna Daði Már þakkaði Sigríði aftur, í þetta skiptið fyrir að minna hann á að svara að fullu fyrirspurn hennar. „Það er ekki verið að frysta neitt ástand. Það er verið að vinna í þessu máli. Það verða náttúrlega að gilda einhverjar reglur um starfsemi ÁTVR, til þess að gæta jafnræðis. Þetta hefur verið unnið eins hratt eins og kostur er og ég hef ítrekað ýtt eftir því. Ég ætla á engan hátt að ganga í röð þeirra fjármálaráðherra sem ekki hafa sinnt því að gæta að hagsmunum borgaranna gagnvart þessari stofnun, heldur þvert á móti að leiða þar endurbótavinnuna. Áfengi Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. 10. febrúar 2024 08:41 Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Þetta sagði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu síðdegis. Sigríður Á. Anderssen, þingmaður Miðflokksins, spurði hann út í starfshætti ÁTVR og eftilit sem hann fer með gagnvart „þeirri ríkiseinokunarverslun“. Tilefni fyrirspurnar Sigríðar var dómur Hæstaréttar í máli áfengisheildsölu sem lagði ÁTVR í deilu um tvær tegundir af bjór. ÁTVR hafði tekið bjórana tvo úr hillum verslana stofnunarinnar vegna viðmiðs um framlegð vara, sem mátti ekki. Lög og reglur kveða á um að eftirspurn skuli ráða för þegar kemur að vöruvali. Sigríður spurði hvort Daði Már teldi sig hafa heimild til þess að viðhalda þessu ólögmæta ástandi, en engar breytingar hafa enn verið gerðar á því hvernig ÁTVR velur inn vörur. Hafi erft málið Daði Már þakkaði Sigríði fyrir fyrirspurnina og sagði málið sem um ræðir vera eitt fjölmargra mála sem hann erfði þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra. Það sé rétt hjá Sigríði að verklag ÁTVR hafi ekki verið í samræmi við lög. „Unnið hefur verið að endurskoðun á reglugerðinni sem byggir á lögunum og hún hefur farið í samráð og um leið og því lýkur mun verða breyting á því verklagi og ÁTVR mun þurfa að endurskoða verklagið.“ „Hundrað ára meinsemd“ Sigríður steig aftur í pontu og sagði Daða Má ekki hafa svarað spurningu sinni, hann hefði ekki svarað því hvort hann teldi sér heimilt að „frysta“ ólögmætt ástand, með því að gera ÁTVR ekki að breyta verklagi sínu til samræmis við lög tafarlaust. „Mér virðist sem hæstvirtur fjármálaráðherra ætli að feta í fótspor allra fyrirrennara sinna síðustu ára og standa vörð um þessa ríkiseinokunarverslun. Ég ætla hins vegar ekki að vera svo svartsýn og gefa honum tækifæri til þess hér í seinna svari að svara því hvort það komi honum til hugar að gera róttækar breytingar á þessari hundrað ára meinsemd, sem hefur verið hér í íslenskri verslunarsögu.“ Ætlar „á engan hátt að ganga í röð“ forvera sinna Daði Már þakkaði Sigríði aftur, í þetta skiptið fyrir að minna hann á að svara að fullu fyrirspurn hennar. „Það er ekki verið að frysta neitt ástand. Það er verið að vinna í þessu máli. Það verða náttúrlega að gilda einhverjar reglur um starfsemi ÁTVR, til þess að gæta jafnræðis. Þetta hefur verið unnið eins hratt eins og kostur er og ég hef ítrekað ýtt eftir því. Ég ætla á engan hátt að ganga í röð þeirra fjármálaráðherra sem ekki hafa sinnt því að gæta að hagsmunum borgaranna gagnvart þessari stofnun, heldur þvert á móti að leiða þar endurbótavinnuna.
Áfengi Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. 10. febrúar 2024 08:41 Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. 10. febrúar 2024 08:41
Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05