Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2025 16:56 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Einar Fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki ætla að ganga í röð þeirra fjármálaráðherra sem hafa ekki gætt hagsmuna borgaranna gagnvart ÁTVR. Þvert á móti muni hann leiða endurbótavinnu innan stofnunarinnar. Þetta sagði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu síðdegis. Sigríður Á. Anderssen, þingmaður Miðflokksins, spurði hann út í starfshætti ÁTVR og eftilit sem hann fer með gagnvart „þeirri ríkiseinokunarverslun“. Tilefni fyrirspurnar Sigríðar var dómur Hæstaréttar í máli áfengisheildsölu sem lagði ÁTVR í deilu um tvær tegundir af bjór. ÁTVR hafði tekið bjórana tvo úr hillum verslana stofnunarinnar vegna viðmiðs um framlegð vara, sem mátti ekki. Lög og reglur kveða á um að eftirspurn skuli ráða för þegar kemur að vöruvali. Sigríður spurði hvort Daði Már teldi sig hafa heimild til þess að viðhalda þessu ólögmæta ástandi, en engar breytingar hafa enn verið gerðar á því hvernig ÁTVR velur inn vörur. Hafi erft málið Daði Már þakkaði Sigríði fyrir fyrirspurnina og sagði málið sem um ræðir vera eitt fjölmargra mála sem hann erfði þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra. Það sé rétt hjá Sigríði að verklag ÁTVR hafi ekki verið í samræmi við lög. „Unnið hefur verið að endurskoðun á reglugerðinni sem byggir á lögunum og hún hefur farið í samráð og um leið og því lýkur mun verða breyting á því verklagi og ÁTVR mun þurfa að endurskoða verklagið.“ „Hundrað ára meinsemd“ Sigríður steig aftur í pontu og sagði Daða Má ekki hafa svarað spurningu sinni, hann hefði ekki svarað því hvort hann teldi sér heimilt að „frysta“ ólögmætt ástand, með því að gera ÁTVR ekki að breyta verklagi sínu til samræmis við lög tafarlaust. „Mér virðist sem hæstvirtur fjármálaráðherra ætli að feta í fótspor allra fyrirrennara sinna síðustu ára og standa vörð um þessa ríkiseinokunarverslun. Ég ætla hins vegar ekki að vera svo svartsýn og gefa honum tækifæri til þess hér í seinna svari að svara því hvort það komi honum til hugar að gera róttækar breytingar á þessari hundrað ára meinsemd, sem hefur verið hér í íslenskri verslunarsögu.“ Ætlar „á engan hátt að ganga í röð“ forvera sinna Daði Már þakkaði Sigríði aftur, í þetta skiptið fyrir að minna hann á að svara að fullu fyrirspurn hennar. „Það er ekki verið að frysta neitt ástand. Það er verið að vinna í þessu máli. Það verða náttúrlega að gilda einhverjar reglur um starfsemi ÁTVR, til þess að gæta jafnræðis. Þetta hefur verið unnið eins hratt eins og kostur er og ég hef ítrekað ýtt eftir því. Ég ætla á engan hátt að ganga í röð þeirra fjármálaráðherra sem ekki hafa sinnt því að gæta að hagsmunum borgaranna gagnvart þessari stofnun, heldur þvert á móti að leiða þar endurbótavinnuna. Áfengi Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. 10. febrúar 2024 08:41 Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Öll verðtryggð komin á ís auk óverðtryggðra á breytilegum Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Öll verðtryggð komin á ís auk óverðtryggðra á breytilegum Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Þetta sagði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu síðdegis. Sigríður Á. Anderssen, þingmaður Miðflokksins, spurði hann út í starfshætti ÁTVR og eftilit sem hann fer með gagnvart „þeirri ríkiseinokunarverslun“. Tilefni fyrirspurnar Sigríðar var dómur Hæstaréttar í máli áfengisheildsölu sem lagði ÁTVR í deilu um tvær tegundir af bjór. ÁTVR hafði tekið bjórana tvo úr hillum verslana stofnunarinnar vegna viðmiðs um framlegð vara, sem mátti ekki. Lög og reglur kveða á um að eftirspurn skuli ráða för þegar kemur að vöruvali. Sigríður spurði hvort Daði Már teldi sig hafa heimild til þess að viðhalda þessu ólögmæta ástandi, en engar breytingar hafa enn verið gerðar á því hvernig ÁTVR velur inn vörur. Hafi erft málið Daði Már þakkaði Sigríði fyrir fyrirspurnina og sagði málið sem um ræðir vera eitt fjölmargra mála sem hann erfði þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra. Það sé rétt hjá Sigríði að verklag ÁTVR hafi ekki verið í samræmi við lög. „Unnið hefur verið að endurskoðun á reglugerðinni sem byggir á lögunum og hún hefur farið í samráð og um leið og því lýkur mun verða breyting á því verklagi og ÁTVR mun þurfa að endurskoða verklagið.“ „Hundrað ára meinsemd“ Sigríður steig aftur í pontu og sagði Daða Má ekki hafa svarað spurningu sinni, hann hefði ekki svarað því hvort hann teldi sér heimilt að „frysta“ ólögmætt ástand, með því að gera ÁTVR ekki að breyta verklagi sínu til samræmis við lög tafarlaust. „Mér virðist sem hæstvirtur fjármálaráðherra ætli að feta í fótspor allra fyrirrennara sinna síðustu ára og standa vörð um þessa ríkiseinokunarverslun. Ég ætla hins vegar ekki að vera svo svartsýn og gefa honum tækifæri til þess hér í seinna svari að svara því hvort það komi honum til hugar að gera róttækar breytingar á þessari hundrað ára meinsemd, sem hefur verið hér í íslenskri verslunarsögu.“ Ætlar „á engan hátt að ganga í röð“ forvera sinna Daði Már þakkaði Sigríði aftur, í þetta skiptið fyrir að minna hann á að svara að fullu fyrirspurn hennar. „Það er ekki verið að frysta neitt ástand. Það er verið að vinna í þessu máli. Það verða náttúrlega að gilda einhverjar reglur um starfsemi ÁTVR, til þess að gæta jafnræðis. Þetta hefur verið unnið eins hratt eins og kostur er og ég hef ítrekað ýtt eftir því. Ég ætla á engan hátt að ganga í röð þeirra fjármálaráðherra sem ekki hafa sinnt því að gæta að hagsmunum borgaranna gagnvart þessari stofnun, heldur þvert á móti að leiða þar endurbótavinnuna.
Áfengi Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. 10. febrúar 2024 08:41 Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Öll verðtryggð komin á ís auk óverðtryggðra á breytilegum Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Öll verðtryggð komin á ís auk óverðtryggðra á breytilegum Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. 10. febrúar 2024 08:41
Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05