Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar 17. febrúar 2025 14:30 Bókun 35 tryggir að EES-lög hafi forgang í löggjöf EFTA-ríkjanna og er ætlað að tryggja samræmingu á sameiginlegum réttindum íbúa innan Evrópu. Bókun 38 kveður á um fjárframlög EFTA-ríkjanna til að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði í Evrópu, þessum fjárframlögum er stýrt í gegnum Uppbyggingarsjóð EES (e. EEA and Norway Grants). Þessar bókanir eru hluti af samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES) sem tryggir Íslendingum ferða- og viðskipafrelsi innan Evrópu. Á nýju þingi lagði utanríkisráðherra Íslands fram frumvarp um innleiðingu á bókun 35 EES -samningsins, en aðrar bókanir samningsins hafa ekki verið eins umdeildar á Íslandi og hafa í raun lengi verið tryggar stoðir Evrópusamstarfs Íslands. Ef ofangreindur texti er ekki búinn að drepa þig úr leiðindum þegar hér er komið við sögu þá eru ágætis líkur á að þú sért einstaklingur sem gæti haft áhuga á starfsnámi þeirra stofnana sem sinna ólíkum hliðum framkvæmdar EES - samningins fyrir hönd Íslands í Brussel. Á hverju ári eru auglýstur þónokkur fjöldi launaðra starfsnámsstaða í ‘EFTA húsinu’ í Brussel hjá Uppbyggingarsjóði EES, Fríverslunarsamtök Evrópu(EFTA) og eftirlitsstofnun EFTA(ESA). Ungum íslendingum býðst almennt ekki mikið úrval af starfsnámsstöðum við stofnanir Evrópsambandsins, enda eru þær að miklu leyti ætlaðar fyrir fólk frá meðlimaríkjum ESB. Þessar fágætu EFTA stöður eru því frábært tækifæri og góður stökkpallur inn í starfsferil tengdan Evrópu og alþjóðasamvinnu. Verið er að leita að nýlega útskrifuðum einstaklingum úr lögfræði, stjórnmálafræði, hagfræði og upplýsingamiðlun til dæmis. Ég get sjálfur mælt heilshugar með starfsnámi hjá þessum stofnunum út frá eigin reynslu. Þegar ég var starfsnemi hjá eftirlitsstofnun EFTA fékk ég tækifæri til þess að vinna með hópi af ótrúlega hæfileikaríku fólki og var mér treyst fyrir krefjandi verkefnum. Þetta er reynsla sem lagði grunninn að mínum starfsferli en síðan þá hef ég starfað fyrir þingflokk Samfylkingarinnar á Alþingi og gengt stöðu samskiptastjóra embættis Ríkislögreglustjóra á fordæmalausum tímum. Fjöldi annarra fyrrverandi starfsnema hjá þessum stofnunum hafa sambærilega sögu að segja og þau hafa síðan fundið sér starfsvettvang bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, á Íslandi og víðar. Nú er ég sjálfur að leita að starfsnema í samskiptateymið mitt hjá Uppbyggingarsjóði EES. Hjá okkur fá starfsnemar raunverulega ábyrgð og vinna að mikilvægum verkefnum undir leiðsögn. Þar sem ég held ég hafi náð að gera vigt starfsnámsins ágætlega skil er vert að nefna kostina við það að búa í Brussel. Borgin er miðpunktur evrópskra stjórnmála og alþjóðasamstarfs, uppfull af líflegri og fjölbreyttri menningu og mörgum tækifærum til að kynnast nýju fólki. Hvort sem þú hefur áhuga á sögulegri byggingarlist, teiknimyndum, súkkulaði, frábærum mat eða Evrópusamvinnu, þá hefur Brussel eitthvað fyrir þig. Þá er auðvelt og ódýrt að skreppa í dags - eða helgarferðir til nærliggjandi landa og kanna Evrópu meðfram starfsnáminu. Ef þú hefur áhuga eða þekkir einhvern sem þú heldur að gæti smellpassað í þessar stöður skaltu kynna þér málið betur. Fyrsti umsóknarfresturinn rennur út 23. febrúar, starfsnámið hefst 1. september 2025. Nánari upplýsingar um starfsnám og lausar stöður hjá stofnunum má finna hér: Uppbyggingarsjóður EES Eftirlitsstofnun EFTA(ESA) Fríverslunarsamtök Evrópu(EFTA) Höfundur er upplýsingafulltrúi hjá Uppbyggingarsjóði EES. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið EFTA Bókun 35 Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Bókun 35 tryggir að EES-lög hafi forgang í löggjöf EFTA-ríkjanna og er ætlað að tryggja samræmingu á sameiginlegum réttindum íbúa innan Evrópu. Bókun 38 kveður á um fjárframlög EFTA-ríkjanna til að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði í Evrópu, þessum fjárframlögum er stýrt í gegnum Uppbyggingarsjóð EES (e. EEA and Norway Grants). Þessar bókanir eru hluti af samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES) sem tryggir Íslendingum ferða- og viðskipafrelsi innan Evrópu. Á nýju þingi lagði utanríkisráðherra Íslands fram frumvarp um innleiðingu á bókun 35 EES -samningsins, en aðrar bókanir samningsins hafa ekki verið eins umdeildar á Íslandi og hafa í raun lengi verið tryggar stoðir Evrópusamstarfs Íslands. Ef ofangreindur texti er ekki búinn að drepa þig úr leiðindum þegar hér er komið við sögu þá eru ágætis líkur á að þú sért einstaklingur sem gæti haft áhuga á starfsnámi þeirra stofnana sem sinna ólíkum hliðum framkvæmdar EES - samningins fyrir hönd Íslands í Brussel. Á hverju ári eru auglýstur þónokkur fjöldi launaðra starfsnámsstaða í ‘EFTA húsinu’ í Brussel hjá Uppbyggingarsjóði EES, Fríverslunarsamtök Evrópu(EFTA) og eftirlitsstofnun EFTA(ESA). Ungum íslendingum býðst almennt ekki mikið úrval af starfsnámsstöðum við stofnanir Evrópsambandsins, enda eru þær að miklu leyti ætlaðar fyrir fólk frá meðlimaríkjum ESB. Þessar fágætu EFTA stöður eru því frábært tækifæri og góður stökkpallur inn í starfsferil tengdan Evrópu og alþjóðasamvinnu. Verið er að leita að nýlega útskrifuðum einstaklingum úr lögfræði, stjórnmálafræði, hagfræði og upplýsingamiðlun til dæmis. Ég get sjálfur mælt heilshugar með starfsnámi hjá þessum stofnunum út frá eigin reynslu. Þegar ég var starfsnemi hjá eftirlitsstofnun EFTA fékk ég tækifæri til þess að vinna með hópi af ótrúlega hæfileikaríku fólki og var mér treyst fyrir krefjandi verkefnum. Þetta er reynsla sem lagði grunninn að mínum starfsferli en síðan þá hef ég starfað fyrir þingflokk Samfylkingarinnar á Alþingi og gengt stöðu samskiptastjóra embættis Ríkislögreglustjóra á fordæmalausum tímum. Fjöldi annarra fyrrverandi starfsnema hjá þessum stofnunum hafa sambærilega sögu að segja og þau hafa síðan fundið sér starfsvettvang bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, á Íslandi og víðar. Nú er ég sjálfur að leita að starfsnema í samskiptateymið mitt hjá Uppbyggingarsjóði EES. Hjá okkur fá starfsnemar raunverulega ábyrgð og vinna að mikilvægum verkefnum undir leiðsögn. Þar sem ég held ég hafi náð að gera vigt starfsnámsins ágætlega skil er vert að nefna kostina við það að búa í Brussel. Borgin er miðpunktur evrópskra stjórnmála og alþjóðasamstarfs, uppfull af líflegri og fjölbreyttri menningu og mörgum tækifærum til að kynnast nýju fólki. Hvort sem þú hefur áhuga á sögulegri byggingarlist, teiknimyndum, súkkulaði, frábærum mat eða Evrópusamvinnu, þá hefur Brussel eitthvað fyrir þig. Þá er auðvelt og ódýrt að skreppa í dags - eða helgarferðir til nærliggjandi landa og kanna Evrópu meðfram starfsnáminu. Ef þú hefur áhuga eða þekkir einhvern sem þú heldur að gæti smellpassað í þessar stöður skaltu kynna þér málið betur. Fyrsti umsóknarfresturinn rennur út 23. febrúar, starfsnámið hefst 1. september 2025. Nánari upplýsingar um starfsnám og lausar stöður hjá stofnunum má finna hér: Uppbyggingarsjóður EES Eftirlitsstofnun EFTA(ESA) Fríverslunarsamtök Evrópu(EFTA) Höfundur er upplýsingafulltrúi hjá Uppbyggingarsjóði EES.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun