Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar 17. febrúar 2025 14:30 Bókun 35 tryggir að EES-lög hafi forgang í löggjöf EFTA-ríkjanna og er ætlað að tryggja samræmingu á sameiginlegum réttindum íbúa innan Evrópu. Bókun 38 kveður á um fjárframlög EFTA-ríkjanna til að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði í Evrópu, þessum fjárframlögum er stýrt í gegnum Uppbyggingarsjóð EES (e. EEA and Norway Grants). Þessar bókanir eru hluti af samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES) sem tryggir Íslendingum ferða- og viðskipafrelsi innan Evrópu. Á nýju þingi lagði utanríkisráðherra Íslands fram frumvarp um innleiðingu á bókun 35 EES -samningsins, en aðrar bókanir samningsins hafa ekki verið eins umdeildar á Íslandi og hafa í raun lengi verið tryggar stoðir Evrópusamstarfs Íslands. Ef ofangreindur texti er ekki búinn að drepa þig úr leiðindum þegar hér er komið við sögu þá eru ágætis líkur á að þú sért einstaklingur sem gæti haft áhuga á starfsnámi þeirra stofnana sem sinna ólíkum hliðum framkvæmdar EES - samningins fyrir hönd Íslands í Brussel. Á hverju ári eru auglýstur þónokkur fjöldi launaðra starfsnámsstaða í ‘EFTA húsinu’ í Brussel hjá Uppbyggingarsjóði EES, Fríverslunarsamtök Evrópu(EFTA) og eftirlitsstofnun EFTA(ESA). Ungum íslendingum býðst almennt ekki mikið úrval af starfsnámsstöðum við stofnanir Evrópsambandsins, enda eru þær að miklu leyti ætlaðar fyrir fólk frá meðlimaríkjum ESB. Þessar fágætu EFTA stöður eru því frábært tækifæri og góður stökkpallur inn í starfsferil tengdan Evrópu og alþjóðasamvinnu. Verið er að leita að nýlega útskrifuðum einstaklingum úr lögfræði, stjórnmálafræði, hagfræði og upplýsingamiðlun til dæmis. Ég get sjálfur mælt heilshugar með starfsnámi hjá þessum stofnunum út frá eigin reynslu. Þegar ég var starfsnemi hjá eftirlitsstofnun EFTA fékk ég tækifæri til þess að vinna með hópi af ótrúlega hæfileikaríku fólki og var mér treyst fyrir krefjandi verkefnum. Þetta er reynsla sem lagði grunninn að mínum starfsferli en síðan þá hef ég starfað fyrir þingflokk Samfylkingarinnar á Alþingi og gengt stöðu samskiptastjóra embættis Ríkislögreglustjóra á fordæmalausum tímum. Fjöldi annarra fyrrverandi starfsnema hjá þessum stofnunum hafa sambærilega sögu að segja og þau hafa síðan fundið sér starfsvettvang bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, á Íslandi og víðar. Nú er ég sjálfur að leita að starfsnema í samskiptateymið mitt hjá Uppbyggingarsjóði EES. Hjá okkur fá starfsnemar raunverulega ábyrgð og vinna að mikilvægum verkefnum undir leiðsögn. Þar sem ég held ég hafi náð að gera vigt starfsnámsins ágætlega skil er vert að nefna kostina við það að búa í Brussel. Borgin er miðpunktur evrópskra stjórnmála og alþjóðasamstarfs, uppfull af líflegri og fjölbreyttri menningu og mörgum tækifærum til að kynnast nýju fólki. Hvort sem þú hefur áhuga á sögulegri byggingarlist, teiknimyndum, súkkulaði, frábærum mat eða Evrópusamvinnu, þá hefur Brussel eitthvað fyrir þig. Þá er auðvelt og ódýrt að skreppa í dags - eða helgarferðir til nærliggjandi landa og kanna Evrópu meðfram starfsnáminu. Ef þú hefur áhuga eða þekkir einhvern sem þú heldur að gæti smellpassað í þessar stöður skaltu kynna þér málið betur. Fyrsti umsóknarfresturinn rennur út 23. febrúar, starfsnámið hefst 1. september 2025. Nánari upplýsingar um starfsnám og lausar stöður hjá stofnunum má finna hér: Uppbyggingarsjóður EES Eftirlitsstofnun EFTA(ESA) Fríverslunarsamtök Evrópu(EFTA) Höfundur er upplýsingafulltrúi hjá Uppbyggingarsjóði EES. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið EFTA Bókun 35 Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Bókun 35 tryggir að EES-lög hafi forgang í löggjöf EFTA-ríkjanna og er ætlað að tryggja samræmingu á sameiginlegum réttindum íbúa innan Evrópu. Bókun 38 kveður á um fjárframlög EFTA-ríkjanna til að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði í Evrópu, þessum fjárframlögum er stýrt í gegnum Uppbyggingarsjóð EES (e. EEA and Norway Grants). Þessar bókanir eru hluti af samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES) sem tryggir Íslendingum ferða- og viðskipafrelsi innan Evrópu. Á nýju þingi lagði utanríkisráðherra Íslands fram frumvarp um innleiðingu á bókun 35 EES -samningsins, en aðrar bókanir samningsins hafa ekki verið eins umdeildar á Íslandi og hafa í raun lengi verið tryggar stoðir Evrópusamstarfs Íslands. Ef ofangreindur texti er ekki búinn að drepa þig úr leiðindum þegar hér er komið við sögu þá eru ágætis líkur á að þú sért einstaklingur sem gæti haft áhuga á starfsnámi þeirra stofnana sem sinna ólíkum hliðum framkvæmdar EES - samningins fyrir hönd Íslands í Brussel. Á hverju ári eru auglýstur þónokkur fjöldi launaðra starfsnámsstaða í ‘EFTA húsinu’ í Brussel hjá Uppbyggingarsjóði EES, Fríverslunarsamtök Evrópu(EFTA) og eftirlitsstofnun EFTA(ESA). Ungum íslendingum býðst almennt ekki mikið úrval af starfsnámsstöðum við stofnanir Evrópsambandsins, enda eru þær að miklu leyti ætlaðar fyrir fólk frá meðlimaríkjum ESB. Þessar fágætu EFTA stöður eru því frábært tækifæri og góður stökkpallur inn í starfsferil tengdan Evrópu og alþjóðasamvinnu. Verið er að leita að nýlega útskrifuðum einstaklingum úr lögfræði, stjórnmálafræði, hagfræði og upplýsingamiðlun til dæmis. Ég get sjálfur mælt heilshugar með starfsnámi hjá þessum stofnunum út frá eigin reynslu. Þegar ég var starfsnemi hjá eftirlitsstofnun EFTA fékk ég tækifæri til þess að vinna með hópi af ótrúlega hæfileikaríku fólki og var mér treyst fyrir krefjandi verkefnum. Þetta er reynsla sem lagði grunninn að mínum starfsferli en síðan þá hef ég starfað fyrir þingflokk Samfylkingarinnar á Alþingi og gengt stöðu samskiptastjóra embættis Ríkislögreglustjóra á fordæmalausum tímum. Fjöldi annarra fyrrverandi starfsnema hjá þessum stofnunum hafa sambærilega sögu að segja og þau hafa síðan fundið sér starfsvettvang bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, á Íslandi og víðar. Nú er ég sjálfur að leita að starfsnema í samskiptateymið mitt hjá Uppbyggingarsjóði EES. Hjá okkur fá starfsnemar raunverulega ábyrgð og vinna að mikilvægum verkefnum undir leiðsögn. Þar sem ég held ég hafi náð að gera vigt starfsnámsins ágætlega skil er vert að nefna kostina við það að búa í Brussel. Borgin er miðpunktur evrópskra stjórnmála og alþjóðasamstarfs, uppfull af líflegri og fjölbreyttri menningu og mörgum tækifærum til að kynnast nýju fólki. Hvort sem þú hefur áhuga á sögulegri byggingarlist, teiknimyndum, súkkulaði, frábærum mat eða Evrópusamvinnu, þá hefur Brussel eitthvað fyrir þig. Þá er auðvelt og ódýrt að skreppa í dags - eða helgarferðir til nærliggjandi landa og kanna Evrópu meðfram starfsnáminu. Ef þú hefur áhuga eða þekkir einhvern sem þú heldur að gæti smellpassað í þessar stöður skaltu kynna þér málið betur. Fyrsti umsóknarfresturinn rennur út 23. febrúar, starfsnámið hefst 1. september 2025. Nánari upplýsingar um starfsnám og lausar stöður hjá stofnunum má finna hér: Uppbyggingarsjóður EES Eftirlitsstofnun EFTA(ESA) Fríverslunarsamtök Evrópu(EFTA) Höfundur er upplýsingafulltrúi hjá Uppbyggingarsjóði EES.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun