Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 10:00 Réttindi fatlaðs fólks hafa í gegnum tíðina verið baráttumál en á síðustu áratugum hefur margt áunnist í átt að auknu jafnrétti og þátttöku í samfélaginu. Samt sem áður stendur enn ýmislegt út af borðinu þegar kemur að aðgengi, menntun, atvinnu og félagslegri þátttöku. Árið 2006 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar samning um réttindi fatlaðs fólks (SRFF), sem Ísland fullgilti árið 2016. Samningurinn kveður á um að allir fatlaðir einstaklingar skuli njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra og að ríki skuldbindi sig til að ryðja úr vegi hindrunum sem hindra þátttöku þeirra í samfélaginu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur mun leggja fram frumvarp á vorþingi um að lögfesta samninginn í heild sinni. Þetta þýðir að íslensk lögregla og dómstólar þurfa að fylgja ákvæðum samningsins og að einstaklingar og stofnanir á Íslandi verða skuldbundin til að tryggja réttindi fatlaðs fólks í samræmi við hann. Aðgengi og sjálfstætt líf Aðgengi er stórt réttindamál. Fatlaðir einstaklingar eiga enn í miklum erfiðleikum með að komast í opinberar byggingar, nota samgöngur og nálgast upplýsingar. Þrátt fyrir lög um algilda hönnun og aðgengi er enn of algengt að hindranir standi í vegi fyrir fullri þátttöku. Á Íslandi eru lögfest lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sem eiga að tryggja réttinn til að lifa sjálfstæðu lífi með viðeigandi stuðningi. Þrátt fyrir það þurfa margir fatlaðir einstaklingar enn að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum sínum. Sjálfstætt líf er lykilatriði í réttindabaráttu fatlaðs fólks, en þeir sem þurfa slíkan stuðning eiga oft erfitt með að fá nægjanlega aðstoð eða húsnæði sem hentar þeirra þörfum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er tekið fram að fjármagna skuli þann fjölda samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem hefur verið lofað. Einnig verður stofnaður aðgengis- og aðlögunarsjóður til að styrkja fatlað fólk við aðlögun á húsnæði. Menntun og atvinna Fatlaðir nemendur eiga rétt á námi við sitt hæfi en í raunveruleikanum eru úrræði oft takmörkuð. Sérúrræði eru ekki alltaf aðgengileg og mörgum skólum skortir nægjanlegan stuðning. Atvinnuþátttaka fatlaðs fólks er enn mun minni en ófatlaðra. Þessi staða stafar bæði af fordómum og skorti á stuðningi á vinnumarkaði. Þótt ýmsir styrkir standi fyrirtækjum til boða sem ráða fatlaða einstaklinga til vinnu nægir það oft ekki til að tryggja raunverulega atvinnuþátttöku. Ríkisstjórnin ætlar að styrkja atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og huga sérstaklega að stöðu þess í menntakerfinu. Fordómar og samfélagsleg viðhorf Þrátt fyrir að lagaramminn sé til staðar mæta fatlaðir einstaklingar enn fordómum og hindrunum í samfélaginu. Of oft er ætlast til þess að þeir „aðlagi sig“ að umhverfinu í stað þess að umhverfið sé gert aðgengilegt fyrir alla. Jákvæð viðhorfsbreyting hefur þó átt sér stað ekki síst fyrir tilstilli öflugrar baráttu fatlaðs fólks og stuðningsaðila. Þrátt fyrir miklar framfarir er enn langt í land með að tryggja algjört jafnræði. Mikilvægt er að samfélagið haldi áfram að vinna að jafnri þátttöku allra óháð færni eða fötlun. Þetta krefst bæði pólitískra aðgerða og viðhorfsbreytinga þar sem aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi. Við vitum aldrei hver verður næstur. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Samfylkingin Sameinuðu þjóðirnar Alþingi Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Réttindi fatlaðs fólks hafa í gegnum tíðina verið baráttumál en á síðustu áratugum hefur margt áunnist í átt að auknu jafnrétti og þátttöku í samfélaginu. Samt sem áður stendur enn ýmislegt út af borðinu þegar kemur að aðgengi, menntun, atvinnu og félagslegri þátttöku. Árið 2006 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar samning um réttindi fatlaðs fólks (SRFF), sem Ísland fullgilti árið 2016. Samningurinn kveður á um að allir fatlaðir einstaklingar skuli njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra og að ríki skuldbindi sig til að ryðja úr vegi hindrunum sem hindra þátttöku þeirra í samfélaginu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur mun leggja fram frumvarp á vorþingi um að lögfesta samninginn í heild sinni. Þetta þýðir að íslensk lögregla og dómstólar þurfa að fylgja ákvæðum samningsins og að einstaklingar og stofnanir á Íslandi verða skuldbundin til að tryggja réttindi fatlaðs fólks í samræmi við hann. Aðgengi og sjálfstætt líf Aðgengi er stórt réttindamál. Fatlaðir einstaklingar eiga enn í miklum erfiðleikum með að komast í opinberar byggingar, nota samgöngur og nálgast upplýsingar. Þrátt fyrir lög um algilda hönnun og aðgengi er enn of algengt að hindranir standi í vegi fyrir fullri þátttöku. Á Íslandi eru lögfest lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sem eiga að tryggja réttinn til að lifa sjálfstæðu lífi með viðeigandi stuðningi. Þrátt fyrir það þurfa margir fatlaðir einstaklingar enn að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum sínum. Sjálfstætt líf er lykilatriði í réttindabaráttu fatlaðs fólks, en þeir sem þurfa slíkan stuðning eiga oft erfitt með að fá nægjanlega aðstoð eða húsnæði sem hentar þeirra þörfum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er tekið fram að fjármagna skuli þann fjölda samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem hefur verið lofað. Einnig verður stofnaður aðgengis- og aðlögunarsjóður til að styrkja fatlað fólk við aðlögun á húsnæði. Menntun og atvinna Fatlaðir nemendur eiga rétt á námi við sitt hæfi en í raunveruleikanum eru úrræði oft takmörkuð. Sérúrræði eru ekki alltaf aðgengileg og mörgum skólum skortir nægjanlegan stuðning. Atvinnuþátttaka fatlaðs fólks er enn mun minni en ófatlaðra. Þessi staða stafar bæði af fordómum og skorti á stuðningi á vinnumarkaði. Þótt ýmsir styrkir standi fyrirtækjum til boða sem ráða fatlaða einstaklinga til vinnu nægir það oft ekki til að tryggja raunverulega atvinnuþátttöku. Ríkisstjórnin ætlar að styrkja atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og huga sérstaklega að stöðu þess í menntakerfinu. Fordómar og samfélagsleg viðhorf Þrátt fyrir að lagaramminn sé til staðar mæta fatlaðir einstaklingar enn fordómum og hindrunum í samfélaginu. Of oft er ætlast til þess að þeir „aðlagi sig“ að umhverfinu í stað þess að umhverfið sé gert aðgengilegt fyrir alla. Jákvæð viðhorfsbreyting hefur þó átt sér stað ekki síst fyrir tilstilli öflugrar baráttu fatlaðs fólks og stuðningsaðila. Þrátt fyrir miklar framfarir er enn langt í land með að tryggja algjört jafnræði. Mikilvægt er að samfélagið haldi áfram að vinna að jafnri þátttöku allra óháð færni eða fötlun. Þetta krefst bæði pólitískra aðgerða og viðhorfsbreytinga þar sem aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi. Við vitum aldrei hver verður næstur. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun