Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar 12. febrúar 2025 07:30 Í fréttum á RÚV nýlega var fjallað um að stórt fyrirtæki í ræstingarþjónustu ætlar að lækka laun starfsfólks með einhverjum fáránlegum skýringum. Þetta er ekkert nýtt. Ég man þegar borgin var að spara einhvern tíma og byrjaði á að spara í ræstingunni og komst aldrei lengra nær toppunum en það. Mörg fleiri dæmi eru um þetta. Ef stofnanir og fyrirtæki þurfa að draga saman, þá eiga þau auðvitað að byrja á toppunum, en ekki á grunnþjónustunni! Ég efast um að fólk átti sig á því hvað ræstingar skipta gríðarlegu máli. Sjálf vann ég á menntaskólaárunum við ræstingar á Landspítala og hjá ríku fólki í heimahúsum. Ef ræstingarfólk færi í verkfall, þá myndi samfélagið stöðvast mjög fljótt! Enginn að þrífa sjúkrastofnanir, skóla, leikskóla, banka, strætisvagna, Kringluna...við bara gerum ráð fyrir að það sé snyrtilegt hvert sem við förum án þess að hugsa um hverjir sjá um það! Hver vill fara á sóðalegt klósett í Kringlunni? En vegna minnar reynslu þá hef ég alltaf átt notaleg samskipti við þá sem hafa þrifið mínar skrifstofur í gegnum tíðina og þakkað þeim fyrir. Oftast innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt, sem fara hjá sér þegar þeim er sýnt þakklæti! Og ég er t.d. búin að fara þrisvar í Hörpu undanfarið og í hvert sinn hugsa ég: ,,Ekki væri ég til í að þrífa hér''. Hvað þá í bíósölunum með popp og snakk út um allt! Enda eru engir Íslendingar í því að þrífa skítinn undan okkur. Og hvar værum við ef 20% Íslendinga væru ekki innflytjendur, sem vinna störfin sem við erum of fín til að vinna. Og í morgun heyrði ég eftir áreiðanlegum heimildum að Þjóðleikhús allra landsmanna gaf jólagjafir síðustu jól, en það fengu ekki allir það sama. Og auðvitað fékk starfsfólkið sem sér um mestu erfiðisvinnuna, að þrífa eftir hverja sýningu, langminnst. Nokkrar aðrar fréttir: Þjóðin frétti hjá Gísla Marteini að borgarstjórnin væri fallin sl. föstudag. Á sunnudag kom í ljós að kennaraverkfall var ólöglegt. Svo kom í ljós að einhver verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands tókst árum saman að falsa reikninga og reddaði 150 milljónum fyrir fjölskyldu sína. Og Landsbankinn hagnaðist um 35 milljarða 2024. Svo eru endalaus tjón á bílum vegna þess að við erum að nota ódýrt malbik! Fólk með alvarlega geðsjúkdóma og á að vera í gæslu drepur saklaust fólk. Kvótinn er minnkaður hjá litlum bæjarfélögum sem gæti sett þau á hausinn. Forseti sem þarf 120 milljónir til að flytja á Bessastaði, þar af 45 milljónir í innréttingar og er greinilega að bera sig saman við Jackie Kennedy er hún tók Hvíta húsið í gegn! Flugvöllurinn, sem ég ólst upp við í Skerjafirði, hefur verið deiluefni frá því ég var unglingur!.... Og af hverju er ekki hægt að skera trén í stað þess að fella þau? Og hvað....þarf bara eitt „lím“ til að halda saman ríkisstjórn (Katrín Jakobsdóttir) og annað ,,lím'' til halda saman borgarstjórn (Dagur B. Eggertsson)? Hvað með alla hina, eru þau bara dúfur? Árið 2017 var borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23. Sem var galið. Og þarna eru fulltrúar flokka sem eru ekki til lengur eins og Sósíalistaflokksins og Pírata. En eru ekki bara 14 mánuðir eftir í næstu sveitastjórnarkosningar? Og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vonast til að þar sem eru svo margir nýir þingmenn, þá kannski verði fólk kurteisara þessa 6 mánuði á ári sem er mætingarskylda. Þá er um að gera að fá Jón Gunnarsson, sem óvart slapp inn á þing fyrir Bjarna Ben, að kenna þeim mannasiði! Hann er búinn að hanga á Alþingi í 18 ár. Það er verulega pirrandi að vera réttlætissinni og óflokksbundinn í þessu landi Það væri gaman að geta hrósað einhverju, en skólakerfið, heilbrigðiskerfið og vegakerfið eru í tómu tjóni. Við vitum ekki í hvað skattarnir okkar fara, sem er ólíkt því sem gerist t.d. í Danmörku þar sem það kemur fram á launaseðlum! Og Danir eru sáttir við að borga skatta vegna þess. Sem betur fer verð ég lítið á landinu næstu mánuðina og ætla ekki að fylgjast með íslenskum fréttum, en ég er búin að fá mína útrás :) Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í fréttum á RÚV nýlega var fjallað um að stórt fyrirtæki í ræstingarþjónustu ætlar að lækka laun starfsfólks með einhverjum fáránlegum skýringum. Þetta er ekkert nýtt. Ég man þegar borgin var að spara einhvern tíma og byrjaði á að spara í ræstingunni og komst aldrei lengra nær toppunum en það. Mörg fleiri dæmi eru um þetta. Ef stofnanir og fyrirtæki þurfa að draga saman, þá eiga þau auðvitað að byrja á toppunum, en ekki á grunnþjónustunni! Ég efast um að fólk átti sig á því hvað ræstingar skipta gríðarlegu máli. Sjálf vann ég á menntaskólaárunum við ræstingar á Landspítala og hjá ríku fólki í heimahúsum. Ef ræstingarfólk færi í verkfall, þá myndi samfélagið stöðvast mjög fljótt! Enginn að þrífa sjúkrastofnanir, skóla, leikskóla, banka, strætisvagna, Kringluna...við bara gerum ráð fyrir að það sé snyrtilegt hvert sem við förum án þess að hugsa um hverjir sjá um það! Hver vill fara á sóðalegt klósett í Kringlunni? En vegna minnar reynslu þá hef ég alltaf átt notaleg samskipti við þá sem hafa þrifið mínar skrifstofur í gegnum tíðina og þakkað þeim fyrir. Oftast innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt, sem fara hjá sér þegar þeim er sýnt þakklæti! Og ég er t.d. búin að fara þrisvar í Hörpu undanfarið og í hvert sinn hugsa ég: ,,Ekki væri ég til í að þrífa hér''. Hvað þá í bíósölunum með popp og snakk út um allt! Enda eru engir Íslendingar í því að þrífa skítinn undan okkur. Og hvar værum við ef 20% Íslendinga væru ekki innflytjendur, sem vinna störfin sem við erum of fín til að vinna. Og í morgun heyrði ég eftir áreiðanlegum heimildum að Þjóðleikhús allra landsmanna gaf jólagjafir síðustu jól, en það fengu ekki allir það sama. Og auðvitað fékk starfsfólkið sem sér um mestu erfiðisvinnuna, að þrífa eftir hverja sýningu, langminnst. Nokkrar aðrar fréttir: Þjóðin frétti hjá Gísla Marteini að borgarstjórnin væri fallin sl. föstudag. Á sunnudag kom í ljós að kennaraverkfall var ólöglegt. Svo kom í ljós að einhver verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands tókst árum saman að falsa reikninga og reddaði 150 milljónum fyrir fjölskyldu sína. Og Landsbankinn hagnaðist um 35 milljarða 2024. Svo eru endalaus tjón á bílum vegna þess að við erum að nota ódýrt malbik! Fólk með alvarlega geðsjúkdóma og á að vera í gæslu drepur saklaust fólk. Kvótinn er minnkaður hjá litlum bæjarfélögum sem gæti sett þau á hausinn. Forseti sem þarf 120 milljónir til að flytja á Bessastaði, þar af 45 milljónir í innréttingar og er greinilega að bera sig saman við Jackie Kennedy er hún tók Hvíta húsið í gegn! Flugvöllurinn, sem ég ólst upp við í Skerjafirði, hefur verið deiluefni frá því ég var unglingur!.... Og af hverju er ekki hægt að skera trén í stað þess að fella þau? Og hvað....þarf bara eitt „lím“ til að halda saman ríkisstjórn (Katrín Jakobsdóttir) og annað ,,lím'' til halda saman borgarstjórn (Dagur B. Eggertsson)? Hvað með alla hina, eru þau bara dúfur? Árið 2017 var borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23. Sem var galið. Og þarna eru fulltrúar flokka sem eru ekki til lengur eins og Sósíalistaflokksins og Pírata. En eru ekki bara 14 mánuðir eftir í næstu sveitastjórnarkosningar? Og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vonast til að þar sem eru svo margir nýir þingmenn, þá kannski verði fólk kurteisara þessa 6 mánuði á ári sem er mætingarskylda. Þá er um að gera að fá Jón Gunnarsson, sem óvart slapp inn á þing fyrir Bjarna Ben, að kenna þeim mannasiði! Hann er búinn að hanga á Alþingi í 18 ár. Það er verulega pirrandi að vera réttlætissinni og óflokksbundinn í þessu landi Það væri gaman að geta hrósað einhverju, en skólakerfið, heilbrigðiskerfið og vegakerfið eru í tómu tjóni. Við vitum ekki í hvað skattarnir okkar fara, sem er ólíkt því sem gerist t.d. í Danmörku þar sem það kemur fram á launaseðlum! Og Danir eru sáttir við að borga skatta vegna þess. Sem betur fer verð ég lítið á landinu næstu mánuðina og ætla ekki að fylgjast með íslenskum fréttum, en ég er búin að fá mína útrás :) Höfundur er félagsráðgjafi.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar