Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar 12. febrúar 2025 07:30 Í fréttum á RÚV nýlega var fjallað um að stórt fyrirtæki í ræstingarþjónustu ætlar að lækka laun starfsfólks með einhverjum fáránlegum skýringum. Þetta er ekkert nýtt. Ég man þegar borgin var að spara einhvern tíma og byrjaði á að spara í ræstingunni og komst aldrei lengra nær toppunum en það. Mörg fleiri dæmi eru um þetta. Ef stofnanir og fyrirtæki þurfa að draga saman, þá eiga þau auðvitað að byrja á toppunum, en ekki á grunnþjónustunni! Ég efast um að fólk átti sig á því hvað ræstingar skipta gríðarlegu máli. Sjálf vann ég á menntaskólaárunum við ræstingar á Landspítala og hjá ríku fólki í heimahúsum. Ef ræstingarfólk færi í verkfall, þá myndi samfélagið stöðvast mjög fljótt! Enginn að þrífa sjúkrastofnanir, skóla, leikskóla, banka, strætisvagna, Kringluna...við bara gerum ráð fyrir að það sé snyrtilegt hvert sem við förum án þess að hugsa um hverjir sjá um það! Hver vill fara á sóðalegt klósett í Kringlunni? En vegna minnar reynslu þá hef ég alltaf átt notaleg samskipti við þá sem hafa þrifið mínar skrifstofur í gegnum tíðina og þakkað þeim fyrir. Oftast innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt, sem fara hjá sér þegar þeim er sýnt þakklæti! Og ég er t.d. búin að fara þrisvar í Hörpu undanfarið og í hvert sinn hugsa ég: ,,Ekki væri ég til í að þrífa hér''. Hvað þá í bíósölunum með popp og snakk út um allt! Enda eru engir Íslendingar í því að þrífa skítinn undan okkur. Og hvar værum við ef 20% Íslendinga væru ekki innflytjendur, sem vinna störfin sem við erum of fín til að vinna. Og í morgun heyrði ég eftir áreiðanlegum heimildum að Þjóðleikhús allra landsmanna gaf jólagjafir síðustu jól, en það fengu ekki allir það sama. Og auðvitað fékk starfsfólkið sem sér um mestu erfiðisvinnuna, að þrífa eftir hverja sýningu, langminnst. Nokkrar aðrar fréttir: Þjóðin frétti hjá Gísla Marteini að borgarstjórnin væri fallin sl. föstudag. Á sunnudag kom í ljós að kennaraverkfall var ólöglegt. Svo kom í ljós að einhver verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands tókst árum saman að falsa reikninga og reddaði 150 milljónum fyrir fjölskyldu sína. Og Landsbankinn hagnaðist um 35 milljarða 2024. Svo eru endalaus tjón á bílum vegna þess að við erum að nota ódýrt malbik! Fólk með alvarlega geðsjúkdóma og á að vera í gæslu drepur saklaust fólk. Kvótinn er minnkaður hjá litlum bæjarfélögum sem gæti sett þau á hausinn. Forseti sem þarf 120 milljónir til að flytja á Bessastaði, þar af 45 milljónir í innréttingar og er greinilega að bera sig saman við Jackie Kennedy er hún tók Hvíta húsið í gegn! Flugvöllurinn, sem ég ólst upp við í Skerjafirði, hefur verið deiluefni frá því ég var unglingur!.... Og af hverju er ekki hægt að skera trén í stað þess að fella þau? Og hvað....þarf bara eitt „lím“ til að halda saman ríkisstjórn (Katrín Jakobsdóttir) og annað ,,lím'' til halda saman borgarstjórn (Dagur B. Eggertsson)? Hvað með alla hina, eru þau bara dúfur? Árið 2017 var borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23. Sem var galið. Og þarna eru fulltrúar flokka sem eru ekki til lengur eins og Sósíalistaflokksins og Pírata. En eru ekki bara 14 mánuðir eftir í næstu sveitastjórnarkosningar? Og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vonast til að þar sem eru svo margir nýir þingmenn, þá kannski verði fólk kurteisara þessa 6 mánuði á ári sem er mætingarskylda. Þá er um að gera að fá Jón Gunnarsson, sem óvart slapp inn á þing fyrir Bjarna Ben, að kenna þeim mannasiði! Hann er búinn að hanga á Alþingi í 18 ár. Það er verulega pirrandi að vera réttlætissinni og óflokksbundinn í þessu landi Það væri gaman að geta hrósað einhverju, en skólakerfið, heilbrigðiskerfið og vegakerfið eru í tómu tjóni. Við vitum ekki í hvað skattarnir okkar fara, sem er ólíkt því sem gerist t.d. í Danmörku þar sem það kemur fram á launaseðlum! Og Danir eru sáttir við að borga skatta vegna þess. Sem betur fer verð ég lítið á landinu næstu mánuðina og ætla ekki að fylgjast með íslenskum fréttum, en ég er búin að fá mína útrás :) Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í fréttum á RÚV nýlega var fjallað um að stórt fyrirtæki í ræstingarþjónustu ætlar að lækka laun starfsfólks með einhverjum fáránlegum skýringum. Þetta er ekkert nýtt. Ég man þegar borgin var að spara einhvern tíma og byrjaði á að spara í ræstingunni og komst aldrei lengra nær toppunum en það. Mörg fleiri dæmi eru um þetta. Ef stofnanir og fyrirtæki þurfa að draga saman, þá eiga þau auðvitað að byrja á toppunum, en ekki á grunnþjónustunni! Ég efast um að fólk átti sig á því hvað ræstingar skipta gríðarlegu máli. Sjálf vann ég á menntaskólaárunum við ræstingar á Landspítala og hjá ríku fólki í heimahúsum. Ef ræstingarfólk færi í verkfall, þá myndi samfélagið stöðvast mjög fljótt! Enginn að þrífa sjúkrastofnanir, skóla, leikskóla, banka, strætisvagna, Kringluna...við bara gerum ráð fyrir að það sé snyrtilegt hvert sem við förum án þess að hugsa um hverjir sjá um það! Hver vill fara á sóðalegt klósett í Kringlunni? En vegna minnar reynslu þá hef ég alltaf átt notaleg samskipti við þá sem hafa þrifið mínar skrifstofur í gegnum tíðina og þakkað þeim fyrir. Oftast innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt, sem fara hjá sér þegar þeim er sýnt þakklæti! Og ég er t.d. búin að fara þrisvar í Hörpu undanfarið og í hvert sinn hugsa ég: ,,Ekki væri ég til í að þrífa hér''. Hvað þá í bíósölunum með popp og snakk út um allt! Enda eru engir Íslendingar í því að þrífa skítinn undan okkur. Og hvar værum við ef 20% Íslendinga væru ekki innflytjendur, sem vinna störfin sem við erum of fín til að vinna. Og í morgun heyrði ég eftir áreiðanlegum heimildum að Þjóðleikhús allra landsmanna gaf jólagjafir síðustu jól, en það fengu ekki allir það sama. Og auðvitað fékk starfsfólkið sem sér um mestu erfiðisvinnuna, að þrífa eftir hverja sýningu, langminnst. Nokkrar aðrar fréttir: Þjóðin frétti hjá Gísla Marteini að borgarstjórnin væri fallin sl. föstudag. Á sunnudag kom í ljós að kennaraverkfall var ólöglegt. Svo kom í ljós að einhver verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands tókst árum saman að falsa reikninga og reddaði 150 milljónum fyrir fjölskyldu sína. Og Landsbankinn hagnaðist um 35 milljarða 2024. Svo eru endalaus tjón á bílum vegna þess að við erum að nota ódýrt malbik! Fólk með alvarlega geðsjúkdóma og á að vera í gæslu drepur saklaust fólk. Kvótinn er minnkaður hjá litlum bæjarfélögum sem gæti sett þau á hausinn. Forseti sem þarf 120 milljónir til að flytja á Bessastaði, þar af 45 milljónir í innréttingar og er greinilega að bera sig saman við Jackie Kennedy er hún tók Hvíta húsið í gegn! Flugvöllurinn, sem ég ólst upp við í Skerjafirði, hefur verið deiluefni frá því ég var unglingur!.... Og af hverju er ekki hægt að skera trén í stað þess að fella þau? Og hvað....þarf bara eitt „lím“ til að halda saman ríkisstjórn (Katrín Jakobsdóttir) og annað ,,lím'' til halda saman borgarstjórn (Dagur B. Eggertsson)? Hvað með alla hina, eru þau bara dúfur? Árið 2017 var borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23. Sem var galið. Og þarna eru fulltrúar flokka sem eru ekki til lengur eins og Sósíalistaflokksins og Pírata. En eru ekki bara 14 mánuðir eftir í næstu sveitastjórnarkosningar? Og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vonast til að þar sem eru svo margir nýir þingmenn, þá kannski verði fólk kurteisara þessa 6 mánuði á ári sem er mætingarskylda. Þá er um að gera að fá Jón Gunnarsson, sem óvart slapp inn á þing fyrir Bjarna Ben, að kenna þeim mannasiði! Hann er búinn að hanga á Alþingi í 18 ár. Það er verulega pirrandi að vera réttlætissinni og óflokksbundinn í þessu landi Það væri gaman að geta hrósað einhverju, en skólakerfið, heilbrigðiskerfið og vegakerfið eru í tómu tjóni. Við vitum ekki í hvað skattarnir okkar fara, sem er ólíkt því sem gerist t.d. í Danmörku þar sem það kemur fram á launaseðlum! Og Danir eru sáttir við að borga skatta vegna þess. Sem betur fer verð ég lítið á landinu næstu mánuðina og ætla ekki að fylgjast með íslenskum fréttum, en ég er búin að fá mína útrás :) Höfundur er félagsráðgjafi.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun