Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar 11. febrúar 2025 19:00 í vikunni birtist grein á Vísi.is þar sem vegið er harðlega að störfum formanns og stjórnar Leiðsagnar félags leiðsögumanna og látið líta út eins og þar sé á ferð eitthvað misjafnt sem verið er að fela. Það er ljótt að ljúga og þessir einstaklingar sem fengu þessa grein birta ættu að koma fram og byðja bæði félagsmenn og alþjóð afsökunnar á því að fara fram með staðlausa stafi og hreina og klára lýgi. Viðkomandi aðilar hafa gert allt til að skemma fyrir þeirri vinnu sem verið er að vinna, en félagsmenn hafa viðrað þann vilja að ganga til liðs við VR og gerast eining innan þess stéttarfélags enda leiðsögn lítið félag og rekstur þess erfiður sem og kjarasamningar sem ekki hafa náðst á pari við aðra vegna vanmáttar félagsins til að standa í stórræðum. Staðreyndin er sú að samningur við VR hefur EKKI verið undirritaður, en frá síðasta ári hefur félagið hinsvegar verið í samvinnu við VR á sama tíma og unnið hefur verið í átt að samkomulagi. Samningur um sameiningu við VR skal lagður fram á næsta aðalfundi Leiðsagnar til samþykktar eða synjunar. ERGO: HANN HEFUR EKKI VERIÐ SAMÞYKTUR ENN. Sá samningur sem Leiðsögn gerði við VR var um útvistun á verkefnum svo spara mætti húsaleigu og starfsmannahald og fá fram betri þjónustu við félagsmenn. í þeim efnum var sérstaklega horft til verkefna sem snéru að vangoldnum launum félagsmanna vegna launastuldar. Staðreyndin er því sú að þessi útvistun hefur sparað félaginu miljónir og ekki nóg með það heldur hefur vinna VR skilað einstaka félagsmönnum miljónum sem þeir áttu í vangoldin laun frá vinnuveitendum sem því miður reyna launaþjófnað. Það má áætla að aðeins á síðasta ári hafi náðst að innheimta tug miljóna til félagsmanna af vangoldnum launum og enn eru ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum og stór mál í vinnslu. VR er mun sterkari aðili í vinnu gegn launaþjófnaði en einn lítill starfsmaður Leiðsagnar. Þetta vægi eitt og sér skiptir félagsmenn gríðarlegu máli. Sú aðför að ríkjandi formanni og stjórn sem mjög fámennur hópur félagsmanna stundar er með öllu óeðlileg en grunnurinn að þessari aðför er frekja þeirra og sú staðreynd að viðkomandi hafa verið settir til hliðar vegna samskitavanda eða vantrausts á vinnubrögð. Þar sem þessir félagsmenn fá ekki að vera með puttana í öllum málum og sérstaklega ekki undirbúningi að samningi við VR hafa viðkomandi reynt hvað þeir geta innan félags til að skapa glundroða og eyðileggja fyrir öðrum þá vinnu sem lagt var á hendur stjórnar að vinna. Það er miður að einstaklingar fari fram fyrir alþjóð með hreina og beina lýgi og láti svo líta út sem það sé eitthvað bogið við störf stjórnar og þar sé verið að vinna gegn vilja meirihluta félagsmanna. Það að þrír til fimm einstaklingar í 350 manna félagi fái ekki að ráða för heldur lýðræðið og meirihlutinn er þessum einstaklingum ofviða og þess vegna er tekið til við síendurtekna lýgi í von um að fólk fari að trúa henni. Nú þegar þau ekki komust áfram innan félags og völdu að fara með lýgi sína fram fyrir alþjóð er komið nóg. Hefði ég einhver völd í félaginu myndi ég reka þau umsvifalaust fyrir að vinna gegn hagsmunum félagsmanna. Það sem ég get hinsvegar gert er að benda á þessa lýgi og vona að aðrir félgsmenn jafnt sem almenningur sjái og skilji hvað er í gangi og að framtíðin verði björt fyrir félagið sem við sameiningu í VR getur þá einbeitt sér að frekari uppbyggingu náms og endurmenntunar innan greinarinnar sem og að efla starf félagsins á ýmsum sviðum. Höfundur er ökuleiðsögumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
í vikunni birtist grein á Vísi.is þar sem vegið er harðlega að störfum formanns og stjórnar Leiðsagnar félags leiðsögumanna og látið líta út eins og þar sé á ferð eitthvað misjafnt sem verið er að fela. Það er ljótt að ljúga og þessir einstaklingar sem fengu þessa grein birta ættu að koma fram og byðja bæði félagsmenn og alþjóð afsökunnar á því að fara fram með staðlausa stafi og hreina og klára lýgi. Viðkomandi aðilar hafa gert allt til að skemma fyrir þeirri vinnu sem verið er að vinna, en félagsmenn hafa viðrað þann vilja að ganga til liðs við VR og gerast eining innan þess stéttarfélags enda leiðsögn lítið félag og rekstur þess erfiður sem og kjarasamningar sem ekki hafa náðst á pari við aðra vegna vanmáttar félagsins til að standa í stórræðum. Staðreyndin er sú að samningur við VR hefur EKKI verið undirritaður, en frá síðasta ári hefur félagið hinsvegar verið í samvinnu við VR á sama tíma og unnið hefur verið í átt að samkomulagi. Samningur um sameiningu við VR skal lagður fram á næsta aðalfundi Leiðsagnar til samþykktar eða synjunar. ERGO: HANN HEFUR EKKI VERIÐ SAMÞYKTUR ENN. Sá samningur sem Leiðsögn gerði við VR var um útvistun á verkefnum svo spara mætti húsaleigu og starfsmannahald og fá fram betri þjónustu við félagsmenn. í þeim efnum var sérstaklega horft til verkefna sem snéru að vangoldnum launum félagsmanna vegna launastuldar. Staðreyndin er því sú að þessi útvistun hefur sparað félaginu miljónir og ekki nóg með það heldur hefur vinna VR skilað einstaka félagsmönnum miljónum sem þeir áttu í vangoldin laun frá vinnuveitendum sem því miður reyna launaþjófnað. Það má áætla að aðeins á síðasta ári hafi náðst að innheimta tug miljóna til félagsmanna af vangoldnum launum og enn eru ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum og stór mál í vinnslu. VR er mun sterkari aðili í vinnu gegn launaþjófnaði en einn lítill starfsmaður Leiðsagnar. Þetta vægi eitt og sér skiptir félagsmenn gríðarlegu máli. Sú aðför að ríkjandi formanni og stjórn sem mjög fámennur hópur félagsmanna stundar er með öllu óeðlileg en grunnurinn að þessari aðför er frekja þeirra og sú staðreynd að viðkomandi hafa verið settir til hliðar vegna samskitavanda eða vantrausts á vinnubrögð. Þar sem þessir félagsmenn fá ekki að vera með puttana í öllum málum og sérstaklega ekki undirbúningi að samningi við VR hafa viðkomandi reynt hvað þeir geta innan félags til að skapa glundroða og eyðileggja fyrir öðrum þá vinnu sem lagt var á hendur stjórnar að vinna. Það er miður að einstaklingar fari fram fyrir alþjóð með hreina og beina lýgi og láti svo líta út sem það sé eitthvað bogið við störf stjórnar og þar sé verið að vinna gegn vilja meirihluta félagsmanna. Það að þrír til fimm einstaklingar í 350 manna félagi fái ekki að ráða för heldur lýðræðið og meirihlutinn er þessum einstaklingum ofviða og þess vegna er tekið til við síendurtekna lýgi í von um að fólk fari að trúa henni. Nú þegar þau ekki komust áfram innan félags og völdu að fara með lýgi sína fram fyrir alþjóð er komið nóg. Hefði ég einhver völd í félaginu myndi ég reka þau umsvifalaust fyrir að vinna gegn hagsmunum félagsmanna. Það sem ég get hinsvegar gert er að benda á þessa lýgi og vona að aðrir félgsmenn jafnt sem almenningur sjái og skilji hvað er í gangi og að framtíðin verði björt fyrir félagið sem við sameiningu í VR getur þá einbeitt sér að frekari uppbyggingu náms og endurmenntunar innan greinarinnar sem og að efla starf félagsins á ýmsum sviðum. Höfundur er ökuleiðsögumaður
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar