Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson og Sigrún Pálsdóttir skrifa 11. febrúar 2025 13:32 Afleit vinnubrögð hafa sett svip sinn á starf Leiðsagnar - Félags leiðsögumanna þá tíu mánuði sem ný stjórn hefur verið við völd. Formaðurinn og sú stjórn sem tóku við stjórnartaumunum sl. vor hafa látið sér lög félagsins sem vind um eyru þjóta, auk þess sem starfsháttum og almennri kurteisi hefur verið verulega ábótavant. Engu er likara en að formaðurinn sé að stíga sín fyrstu skref í félagsstarfi. Risavaxin ákvörðun tekin án samráðs Átta vikum eftir að Halldór Kolbeins tók við starfi formanns og framkvæmdastjóra undirritaði hann þann 3. júní sl. samning um sameiningu stéttarfélaganna Leiðsagnar og VR. Skömmu síðar var skrifstofu Leiðsagnar lokað og herma fréttir að húsnæði félagsins á Stórhöfða hafi einnig verið sagt upp. Samtímis var skrifstofuhald félagsins fært yfir til VR. Það að leggja niður hálfrar aldar gamalt fag- og stéttarfélag er risavaxin ákvörðun. Hún snertir margskonar hagsmuni og málefni allra félagsmanna, stór og smá. Ef faglega hefði verið staðið að verki hefði samningurinn við VR átt að vera afrakstur vandaðs samráðsferlis innan félagsins en því fer fjarri. Formaðurinn var umboðslaus þegar hann tók þessa afdrifaríku ákvörðun. Hann hafði hvorki heimild aðalfundar, stjórnar, né stjórna sjóða stéttarfélagsins til að skrifa undir samninginn við VR. Að mörgu að hyggja við sameiningu stéttarfélaga Svo það sé skýrt frá okkar hendi, þá snýst þessi umfjöllun ekki um það hvort VR sem stéttarfélag sé góður eða slæmur kostur. Það sem hér er beint sjónum að er að hinu lýðræðislega ferli var einfaldlega kastað fyrir róða. Þegar stéttarfélög sameinast er að mörgu að hyggja. Innan vébanda Leiðsagnar eru til dæmis ólíkir hópar leiðsögumanna, ýmist faglærðir, ófaglærðir, háskólamenntaðir o.s.frv. Til þess að halda utan um hvern hóp fyrir sig og forðast ágreining er mikilvægt að skilgreina þá með skýrum hætti og hafa samráð við þá um áherslur. Slík vinna þarf að fara fram áður en gengið er í nýtt stéttarfélag. Sú arfleifð félagsins að efling og viðurkenning fagmenntunar leiðsögumanna verði að vera í forgrunni starfsins þarf til dæmis að skila sér inn í nýtt stéttarfélag sem tæki í kjarabaráttu. Ef fagmenntun tapar gildi sínu verður það ötula starf og barátta sem Félag leiðsögumanna hefur staðið fyrir í yfir 50 ár að engu höfð. Það að sækja sér menntun hættir að þjóna tilgangi, verður ekki lengur eftirsóknarvert. Það þjónar ekki hagsmunum ferðaþjónustu á Íslandi. Á kynningarfundi VR og Leiðsagnar 4. febrúar sl. var ekki að sjá að þessi mikilvægu markmið hafi skilað sér inn í samning stéttarfélaganna. Það vekur ugg. Stærra stéttarfélag - Betri árangur í kjaraviðræðum? Oft hefur komið til tals innan Leiðsagnar að sameinast öðru stéttarfélagi. Ástæðan er að lítil stéttarfélög með takmarkaðan mannauð og fagþekkingu á vinnumarkaðsmálum mega sín lítils frammi fyrir sérfræðingasveitum atvinnurekenda í kjaraviðræðum. Vegna smæðar getur fjölþætt þjónusta við félagsmenn verið minni félögum ofviða. Lítil stéttarfélög þurfa samt að fara gætilega í samruna við stærri félög og kanna vel þá valkosti sem mögulega standa til boða. Það sem félagsmenn töldu sig vera að samþykkja í lok aðalfundar Leiðsagnar sl. vor, undir önnur mál, var að stjórn gengi í það verkefni að skoða hvað önnur stéttarfélög (í fleirtölu) hafa upp á að bjóða og á grundvelli samanburðar væri síðan hægt að taka ákvörðun um framhaldið á aðalfundi í apríl 2025. Slíkur undirbúningur hefur líka alltaf verið útgangspunkturinn þegar rætt hefur verið um þessi mál. Nú rúmum 10 mánuðum eftir aðalfund verður ekki annað ráðið en að stjórn félagsins sé mögulega búin að koma félagsmönnum í þá stöðu að hafa ekkert um það að segja í hvaða stéttarfélag þeir ganga. Og það þrátt fyrir að fyrirvari um samþykki aðalfundar sé í samningnum. Í hverju felst gagnrýnin? Tillaga aðalfundar var ekki bindandi Í lok aðalfundar Leiðsagnar 4. apríl 2024 var samþykkt undir 11. dagskrárlið, önnur mál, að nýkjörin stjórn fengi umboð frá félagsmönnum til að “leita eftir nánu samstarfi og eftir atvikum samruna við önnur félög” og “fyrir aðalfund 2025 [átti síðan að liggja] fyrir áætlun um samstarf eða samruna við önnur félög”. Þegar kemur að því að taka stórar ákvarðanir í stéttarfélagi hvíla á stjórn ríkar skyldur gagnvart félagsmönnum. Þessi tillaga var ekki kynnt félagsmönnum í aðalfundarboði og var því sem slík ekki á dagskrá fundarins. Samkvæmt lögfræðiáliti getur hún því ekki talist skuldbindandi fyrir félagsmenn, auk þess sem hún gefur stjórn ekki heimild til að hefja sjálft sameiningarferlið og leggja niður starfsemi hins 50 ára gamla Félags leiðsögumanna á Stórhöfða. Á þessum tímapunkti hvarflaði ekki að hinum almenna félagsmanni að innan fárra vikna yrði formaðurinn búinn að gera samning um stéttarfélagsaðild við VR, án þess að hafa til þess umboð. Sömu vinnubrögð endurtóku sig í stjórn. Samningurinn við VR ekki kynntur sem dagskrárliður í fundarboði formanns Formaðurinn undirritaði samning við VR 3. júní 2024, án þess að bera hann áður undir stjórnarfund. Samningurinn var sem fundarefni aldrei á dagskrá stjórnarfundar en 4. júní, daginn eftir undirritun, var tillaga um samstarf við VR rædd og samþykkt undir öðrum dagskrárlið. Á fundinum kom ekki fram að formaðurinn væri þá þegar búinn að undirrita samninginn við VR. Í reynd kom dagsetning undirritunar ekki fram í dagsljósið fyrr en á kynningarfundi með VR 4. febrúar 2025 eða sjö mánuðum síðar. Að kvöldi 9. febrúar sl. var hann síðan birtur félagsmönnum á innri vef Leiðsagnar og þá til undirbúnings fyrir félagsfund 12. febrúar, að beiðni félagsmanna. Stjórnir Sjúkrasjóðs og Endurmenntunarsjóðs hunsaðar Við þetta bætist að stjórnir sjóða stéttarfélagsins, sem eru sjálfstæðar rekstrareiningar og kosnar af félagsmönnum á aðalfundi, voru með öllu hunsaðar. Samningurinn kom aldrei inn á þeirra borð þrátt fyrir að eftir því væri óskað. Engin fundargerð verið birt á starfsárinu Allt frá aðalfundi í apríl 2024, þegar nýr formaður tók við, hefur ekki ein einasta fundargerð birst á heimasíðu Félags leiðsögumanna, hvorki frá stjórn, né trúnaðarráði. Félagsmenn hafa því litla innsýn í hvað um er að vera á lokuðum fundum félagsins. Eins og annað stríða þessi vinnubrögð gegn kröfum um gagnsæi og góða stjórnarhætti. Þau fela auk þess í sér brot á lögum félagsins. Það er umhugsunarefni að þessi fáheyrðu vinnubrögð passa eins og flís við rass við skilgreiningu Transparency International á kjörlendi spillingar. Það er ekki góður staður að vera á. Krafa félagsmanna um félagsfund hunsuð Í byrjun árs tóku nokkrir félagsmenn sig síðan saman og óskuðu eftir að haldinn yrði félagsfundur 23. janúar sl. til að knýja formann og stjórn svara við fyrrgreindum starfsháttum. Stjórn ber skv. lögum að verða við slíkri ósk en hún réði greinilega ekki við verkefnið. Hvorki heyrðist hósti né stuna frá stjórn Leiðsagnar. Ósk 20+ félagsmanna um félagsfund var hunsað með öllu. Kynningarfundur 8 mánuðum eftir sameiningu Það sem vannst með því að kalla eftir félagsfundi var þó að formaður boðaði í snatri til kynningarfundar um sameiningu stéttarfélaganna Leiðsagnar og VR 4. febrúar sl. Einnig félagsfundar 12. febrúar. Engin formleg dagskrá hefur borist nú daginn fyrir félagsfund en af pistli formanns um fundinn má ráða að ekki stendur til að ræða þau mál sem brenna á mörgum félagsmönnum, þ.e. brot á lögum félagsins og fáheyrð vinnubrögð formanns og stjórnar Leiðsagnar í öllu þessu ferli. Að endingu Það sem hér hefur verið upplýst er aðeins toppurinn á ísjakanum. Með þessum greinarstúf viljum við hvetja félagsmenn til að láta þessi mikilvægu mál til sín taka og gæta eigin hagsmuna. Stuðningsmenn formannsins hafa látið þau orð falla að allt sé betra en að vera áfram í stéttarfélaginu Leiðsögn. Það viðhorf réttlætir ekki óðagotið sem einkennt hefur allt þetta ferli. Það sem öllu máli skiptir er að vanda sig. Það er erfitt þegar allt traust er horfið en gulls ígildi sé horft til framtíðar. Atli Sigurðarson, leiðsögumaður og 1. varamaður í trúnaðarráði Leiðsagnar Sigrún Pálsdóttir, leiðsögumaður og stjórnarmaður í Sjúkrasjóði Leiðsagnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Afleit vinnubrögð hafa sett svip sinn á starf Leiðsagnar - Félags leiðsögumanna þá tíu mánuði sem ný stjórn hefur verið við völd. Formaðurinn og sú stjórn sem tóku við stjórnartaumunum sl. vor hafa látið sér lög félagsins sem vind um eyru þjóta, auk þess sem starfsháttum og almennri kurteisi hefur verið verulega ábótavant. Engu er likara en að formaðurinn sé að stíga sín fyrstu skref í félagsstarfi. Risavaxin ákvörðun tekin án samráðs Átta vikum eftir að Halldór Kolbeins tók við starfi formanns og framkvæmdastjóra undirritaði hann þann 3. júní sl. samning um sameiningu stéttarfélaganna Leiðsagnar og VR. Skömmu síðar var skrifstofu Leiðsagnar lokað og herma fréttir að húsnæði félagsins á Stórhöfða hafi einnig verið sagt upp. Samtímis var skrifstofuhald félagsins fært yfir til VR. Það að leggja niður hálfrar aldar gamalt fag- og stéttarfélag er risavaxin ákvörðun. Hún snertir margskonar hagsmuni og málefni allra félagsmanna, stór og smá. Ef faglega hefði verið staðið að verki hefði samningurinn við VR átt að vera afrakstur vandaðs samráðsferlis innan félagsins en því fer fjarri. Formaðurinn var umboðslaus þegar hann tók þessa afdrifaríku ákvörðun. Hann hafði hvorki heimild aðalfundar, stjórnar, né stjórna sjóða stéttarfélagsins til að skrifa undir samninginn við VR. Að mörgu að hyggja við sameiningu stéttarfélaga Svo það sé skýrt frá okkar hendi, þá snýst þessi umfjöllun ekki um það hvort VR sem stéttarfélag sé góður eða slæmur kostur. Það sem hér er beint sjónum að er að hinu lýðræðislega ferli var einfaldlega kastað fyrir róða. Þegar stéttarfélög sameinast er að mörgu að hyggja. Innan vébanda Leiðsagnar eru til dæmis ólíkir hópar leiðsögumanna, ýmist faglærðir, ófaglærðir, háskólamenntaðir o.s.frv. Til þess að halda utan um hvern hóp fyrir sig og forðast ágreining er mikilvægt að skilgreina þá með skýrum hætti og hafa samráð við þá um áherslur. Slík vinna þarf að fara fram áður en gengið er í nýtt stéttarfélag. Sú arfleifð félagsins að efling og viðurkenning fagmenntunar leiðsögumanna verði að vera í forgrunni starfsins þarf til dæmis að skila sér inn í nýtt stéttarfélag sem tæki í kjarabaráttu. Ef fagmenntun tapar gildi sínu verður það ötula starf og barátta sem Félag leiðsögumanna hefur staðið fyrir í yfir 50 ár að engu höfð. Það að sækja sér menntun hættir að þjóna tilgangi, verður ekki lengur eftirsóknarvert. Það þjónar ekki hagsmunum ferðaþjónustu á Íslandi. Á kynningarfundi VR og Leiðsagnar 4. febrúar sl. var ekki að sjá að þessi mikilvægu markmið hafi skilað sér inn í samning stéttarfélaganna. Það vekur ugg. Stærra stéttarfélag - Betri árangur í kjaraviðræðum? Oft hefur komið til tals innan Leiðsagnar að sameinast öðru stéttarfélagi. Ástæðan er að lítil stéttarfélög með takmarkaðan mannauð og fagþekkingu á vinnumarkaðsmálum mega sín lítils frammi fyrir sérfræðingasveitum atvinnurekenda í kjaraviðræðum. Vegna smæðar getur fjölþætt þjónusta við félagsmenn verið minni félögum ofviða. Lítil stéttarfélög þurfa samt að fara gætilega í samruna við stærri félög og kanna vel þá valkosti sem mögulega standa til boða. Það sem félagsmenn töldu sig vera að samþykkja í lok aðalfundar Leiðsagnar sl. vor, undir önnur mál, var að stjórn gengi í það verkefni að skoða hvað önnur stéttarfélög (í fleirtölu) hafa upp á að bjóða og á grundvelli samanburðar væri síðan hægt að taka ákvörðun um framhaldið á aðalfundi í apríl 2025. Slíkur undirbúningur hefur líka alltaf verið útgangspunkturinn þegar rætt hefur verið um þessi mál. Nú rúmum 10 mánuðum eftir aðalfund verður ekki annað ráðið en að stjórn félagsins sé mögulega búin að koma félagsmönnum í þá stöðu að hafa ekkert um það að segja í hvaða stéttarfélag þeir ganga. Og það þrátt fyrir að fyrirvari um samþykki aðalfundar sé í samningnum. Í hverju felst gagnrýnin? Tillaga aðalfundar var ekki bindandi Í lok aðalfundar Leiðsagnar 4. apríl 2024 var samþykkt undir 11. dagskrárlið, önnur mál, að nýkjörin stjórn fengi umboð frá félagsmönnum til að “leita eftir nánu samstarfi og eftir atvikum samruna við önnur félög” og “fyrir aðalfund 2025 [átti síðan að liggja] fyrir áætlun um samstarf eða samruna við önnur félög”. Þegar kemur að því að taka stórar ákvarðanir í stéttarfélagi hvíla á stjórn ríkar skyldur gagnvart félagsmönnum. Þessi tillaga var ekki kynnt félagsmönnum í aðalfundarboði og var því sem slík ekki á dagskrá fundarins. Samkvæmt lögfræðiáliti getur hún því ekki talist skuldbindandi fyrir félagsmenn, auk þess sem hún gefur stjórn ekki heimild til að hefja sjálft sameiningarferlið og leggja niður starfsemi hins 50 ára gamla Félags leiðsögumanna á Stórhöfða. Á þessum tímapunkti hvarflaði ekki að hinum almenna félagsmanni að innan fárra vikna yrði formaðurinn búinn að gera samning um stéttarfélagsaðild við VR, án þess að hafa til þess umboð. Sömu vinnubrögð endurtóku sig í stjórn. Samningurinn við VR ekki kynntur sem dagskrárliður í fundarboði formanns Formaðurinn undirritaði samning við VR 3. júní 2024, án þess að bera hann áður undir stjórnarfund. Samningurinn var sem fundarefni aldrei á dagskrá stjórnarfundar en 4. júní, daginn eftir undirritun, var tillaga um samstarf við VR rædd og samþykkt undir öðrum dagskrárlið. Á fundinum kom ekki fram að formaðurinn væri þá þegar búinn að undirrita samninginn við VR. Í reynd kom dagsetning undirritunar ekki fram í dagsljósið fyrr en á kynningarfundi með VR 4. febrúar 2025 eða sjö mánuðum síðar. Að kvöldi 9. febrúar sl. var hann síðan birtur félagsmönnum á innri vef Leiðsagnar og þá til undirbúnings fyrir félagsfund 12. febrúar, að beiðni félagsmanna. Stjórnir Sjúkrasjóðs og Endurmenntunarsjóðs hunsaðar Við þetta bætist að stjórnir sjóða stéttarfélagsins, sem eru sjálfstæðar rekstrareiningar og kosnar af félagsmönnum á aðalfundi, voru með öllu hunsaðar. Samningurinn kom aldrei inn á þeirra borð þrátt fyrir að eftir því væri óskað. Engin fundargerð verið birt á starfsárinu Allt frá aðalfundi í apríl 2024, þegar nýr formaður tók við, hefur ekki ein einasta fundargerð birst á heimasíðu Félags leiðsögumanna, hvorki frá stjórn, né trúnaðarráði. Félagsmenn hafa því litla innsýn í hvað um er að vera á lokuðum fundum félagsins. Eins og annað stríða þessi vinnubrögð gegn kröfum um gagnsæi og góða stjórnarhætti. Þau fela auk þess í sér brot á lögum félagsins. Það er umhugsunarefni að þessi fáheyrðu vinnubrögð passa eins og flís við rass við skilgreiningu Transparency International á kjörlendi spillingar. Það er ekki góður staður að vera á. Krafa félagsmanna um félagsfund hunsuð Í byrjun árs tóku nokkrir félagsmenn sig síðan saman og óskuðu eftir að haldinn yrði félagsfundur 23. janúar sl. til að knýja formann og stjórn svara við fyrrgreindum starfsháttum. Stjórn ber skv. lögum að verða við slíkri ósk en hún réði greinilega ekki við verkefnið. Hvorki heyrðist hósti né stuna frá stjórn Leiðsagnar. Ósk 20+ félagsmanna um félagsfund var hunsað með öllu. Kynningarfundur 8 mánuðum eftir sameiningu Það sem vannst með því að kalla eftir félagsfundi var þó að formaður boðaði í snatri til kynningarfundar um sameiningu stéttarfélaganna Leiðsagnar og VR 4. febrúar sl. Einnig félagsfundar 12. febrúar. Engin formleg dagskrá hefur borist nú daginn fyrir félagsfund en af pistli formanns um fundinn má ráða að ekki stendur til að ræða þau mál sem brenna á mörgum félagsmönnum, þ.e. brot á lögum félagsins og fáheyrð vinnubrögð formanns og stjórnar Leiðsagnar í öllu þessu ferli. Að endingu Það sem hér hefur verið upplýst er aðeins toppurinn á ísjakanum. Með þessum greinarstúf viljum við hvetja félagsmenn til að láta þessi mikilvægu mál til sín taka og gæta eigin hagsmuna. Stuðningsmenn formannsins hafa látið þau orð falla að allt sé betra en að vera áfram í stéttarfélaginu Leiðsögn. Það viðhorf réttlætir ekki óðagotið sem einkennt hefur allt þetta ferli. Það sem öllu máli skiptir er að vanda sig. Það er erfitt þegar allt traust er horfið en gulls ígildi sé horft til framtíðar. Atli Sigurðarson, leiðsögumaður og 1. varamaður í trúnaðarráði Leiðsagnar Sigrún Pálsdóttir, leiðsögumaður og stjórnarmaður í Sjúkrasjóði Leiðsagnar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun