Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar 10. febrúar 2025 23:00 Þann 27. janúar s.l. var haldinn alþjóðlegur minningardagur um helför nasista gegn gyðingum. Að þessu sinni var tilefnið að áttatíu ár eru liðin frá því að rússneski herinn frelsaði fangana sem eftir lifðu í Auschwitz útrýmingarbúðunum. Fjöldamorðin á gyðingum voru í forgrunni minningadaganna sem voru haldnir í anda kjörorðanna ALDREI AFTUR! Aðal athöfnin var í Auschwitz í Póllandi. Fulltrúar fimmtíu þjóða mættu og einnig fjöldi fólks sem lifði af dvölina í útrýmingarbúðum þýsku nasistanna og voru frelsuð 27. janúar 1945. Á minningarathöfninni voru fluttar ræður þar sem sjónarmið síonista voru allsráðandi. Minning fórnarlamba nasistanna var í raun svívirt með því að segja að fólkið sem andmælir nýrri helför séu gyðingahatarar! Innihald kjörorðanna ALDREI AFTUR! náði ekki til gestanna sem sátu í heiðursstúkunni á minningarathöfninni við Auschwitz. Þar sátu Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Karl Bretakóngur og Steve Witkoff fulltrúi Trumps; fulltúar sömu stjórnvalda sem hafa sent Ísraelsher vopnin til að framkvæma þjóðarmorð - ENN OG AFTUR! Vonin um að þjóðarleiðtogar Vesturlanda hefðu dregið einhver lærdóm af hryllingi helfararinnar dó í innantómu orðagjálfri þeirra um mannréttindi og frelsi. Í sömu viku og minningarathöfnin vegna helfararinnar var haldin í Auschwitz drap her Ísraelsmanna 193 Palestínumenn, særðu 397 og leifar 171 Gazabúa voru grafnar úr rústum heimila sinna í Gazaborg. Ísraelsmenn hafa drepið tugþúsundir Palestínumanna í árasum sem hafa staðið mánuðum saman. Það sem átti aldrei að gerast aftur gerist AFTUR - OG AFTUR! Þjóðernisstefnan Helsti lærdómur helfararinnar 1939 -1945 fyrir mannkynið er hversu þjóðernisstefnan er hættuleg. Þjóðernisstefnan æsir upp í fólki andúð gegn „hinum“ - þjóðernisstefnan hvetur til ofsókna gegn minnihlutahópum og þeim sem ekki falla að staðalímyndum þjóðernishyggjunnar. Þjóðernisstefnan æsir upp ýfingar milli hópa þjóða og þjóðríkja og leiðir iðulega til stríðsátaka. Þeir sem fylgja þjóðernisstefnunni trúa Göbbelskum-lygum Trumps og siðblindra forystumanna stjórnmálaflokka sem boða þjóðernisstefnu. Hugur þeirra fyllist hatri gegn fólki sem passar ekki í „normið“. Trans-fólk, samkynhneigðir, hörundsdökkir, femínistar, margvíslegir minnihlutahópar raska geðró fólks sem aðhyllast hugmyndir um eigið ágæti og réttlæti þess að þeirra líkir ráði ríkjum. Níð og lygar um „woke“, um „góða fólkið“er daglegt brauð, líka hér á landi m.a. á Útvarpi Sögu og í athugasemdadálkum samfélagsmiðla. Þjóðernissinnar leita ætíð að fórnalömbum til að níðast á - áður voru það gyðingar Evrópu, nú eru það þeir sem vilja staðfesta þær framfarir sem orðið hafa við aukin réttindi minnihlutahópa. Gyðingar voru helstu fórnarlömb útrýmingarstefnu þýsku nasistanna og meðreiðarsveina þeirra í ýmsum löndum. En það voru ekki bara gyðingar sem voru drepnir með óhugnalegum ásetningi og skipulagi - samkynhneigðir, Romafólk og fólk með þroskaskerðingu - þessir hópar voru utan hópa „hinna verðugu“ og var því troðið í gasklefana. Það eru alltaf „hinir verðugu“ sem standa á bak við ofsóknirnar og drápin. Upphafning „hins sterka“; hvíta karlmannsins sem hafði mótað heiminn, heim ójafnaðar, kynjamismununar, styrjalda og nýlendukúgunar var og er innihaldið sem birtist í ýmsum formum. Ójöfnuður og yfirráð þeirra sem hafa ráðið er leiðarstefið - og þegar „hinir“ reyna að sækja sín réttindi þá skal horfið til fyrri hátta - MAKE THINGS GREAT AGAIN! Framsókn afturhaldsafla víða um heim, Trump í Bandaríkjunum, Orban í Ungverjalandi, AFD í Þýskalandi, Sverigedemokraterna í Svíþjóð ofl. eru allt dæmi um afturhaldsöflin sem dreymir um fyrra ástand, áður en hinsegin fólk, konur og fatlaðir sem kröfðust réttinda sér til handa komust upp á dekk! Á Íslandi er á kreiki fólk sem er haldið fortíðarþrá, fólk sem er andsnúið réttindabaráttu hópa sem hafa búið við skert réttindi, fólk sem skilur ekki fjölbreytileika mannflórunnar og andmælir fjölmenningunni sem það er þó sjálft hluti af. Þetta er fólkið sem oft gengur andstæðingum frjálslyndis og lýðræðis á hönd og grefur þar með undan eigin réttindum. Í Bandaríkjunum, Ungverjalandi og víðar þar sem þjóðernissinnuð öfl hafa náð völdum er grafið undan réttindum minnihlutahópa, ráðist gegn dómskerfinu, lögreglan hervædd og frelsi fjölmiðla brotið á bak aftur. Þingræðið verður að skrípaleik og allar meginstoðir lýðræðisins eru brotnar niður hægt og bítandi uns ekki verður aftur snúið. Valdataka Trumps og félaga í Bandaríkjunum mun hafa víðtæk áhrif víða um heim á sviði viðskipta, mannréttinda og lýðræðis. Atlaga Bandaríkjastjórnar gegn alþjóðadómstólum mun veikja stöðu smáríkja og valdaminni þjóða. Stjórnvöld, og þar á meðal hin íslensku, verða að skilja hvert stefnir og bregðast við til varnar lýðræðinu og mannréttindum. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 27. janúar s.l. var haldinn alþjóðlegur minningardagur um helför nasista gegn gyðingum. Að þessu sinni var tilefnið að áttatíu ár eru liðin frá því að rússneski herinn frelsaði fangana sem eftir lifðu í Auschwitz útrýmingarbúðunum. Fjöldamorðin á gyðingum voru í forgrunni minningadaganna sem voru haldnir í anda kjörorðanna ALDREI AFTUR! Aðal athöfnin var í Auschwitz í Póllandi. Fulltrúar fimmtíu þjóða mættu og einnig fjöldi fólks sem lifði af dvölina í útrýmingarbúðum þýsku nasistanna og voru frelsuð 27. janúar 1945. Á minningarathöfninni voru fluttar ræður þar sem sjónarmið síonista voru allsráðandi. Minning fórnarlamba nasistanna var í raun svívirt með því að segja að fólkið sem andmælir nýrri helför séu gyðingahatarar! Innihald kjörorðanna ALDREI AFTUR! náði ekki til gestanna sem sátu í heiðursstúkunni á minningarathöfninni við Auschwitz. Þar sátu Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Karl Bretakóngur og Steve Witkoff fulltrúi Trumps; fulltúar sömu stjórnvalda sem hafa sent Ísraelsher vopnin til að framkvæma þjóðarmorð - ENN OG AFTUR! Vonin um að þjóðarleiðtogar Vesturlanda hefðu dregið einhver lærdóm af hryllingi helfararinnar dó í innantómu orðagjálfri þeirra um mannréttindi og frelsi. Í sömu viku og minningarathöfnin vegna helfararinnar var haldin í Auschwitz drap her Ísraelsmanna 193 Palestínumenn, særðu 397 og leifar 171 Gazabúa voru grafnar úr rústum heimila sinna í Gazaborg. Ísraelsmenn hafa drepið tugþúsundir Palestínumanna í árasum sem hafa staðið mánuðum saman. Það sem átti aldrei að gerast aftur gerist AFTUR - OG AFTUR! Þjóðernisstefnan Helsti lærdómur helfararinnar 1939 -1945 fyrir mannkynið er hversu þjóðernisstefnan er hættuleg. Þjóðernisstefnan æsir upp í fólki andúð gegn „hinum“ - þjóðernisstefnan hvetur til ofsókna gegn minnihlutahópum og þeim sem ekki falla að staðalímyndum þjóðernishyggjunnar. Þjóðernisstefnan æsir upp ýfingar milli hópa þjóða og þjóðríkja og leiðir iðulega til stríðsátaka. Þeir sem fylgja þjóðernisstefnunni trúa Göbbelskum-lygum Trumps og siðblindra forystumanna stjórnmálaflokka sem boða þjóðernisstefnu. Hugur þeirra fyllist hatri gegn fólki sem passar ekki í „normið“. Trans-fólk, samkynhneigðir, hörundsdökkir, femínistar, margvíslegir minnihlutahópar raska geðró fólks sem aðhyllast hugmyndir um eigið ágæti og réttlæti þess að þeirra líkir ráði ríkjum. Níð og lygar um „woke“, um „góða fólkið“er daglegt brauð, líka hér á landi m.a. á Útvarpi Sögu og í athugasemdadálkum samfélagsmiðla. Þjóðernissinnar leita ætíð að fórnalömbum til að níðast á - áður voru það gyðingar Evrópu, nú eru það þeir sem vilja staðfesta þær framfarir sem orðið hafa við aukin réttindi minnihlutahópa. Gyðingar voru helstu fórnarlömb útrýmingarstefnu þýsku nasistanna og meðreiðarsveina þeirra í ýmsum löndum. En það voru ekki bara gyðingar sem voru drepnir með óhugnalegum ásetningi og skipulagi - samkynhneigðir, Romafólk og fólk með þroskaskerðingu - þessir hópar voru utan hópa „hinna verðugu“ og var því troðið í gasklefana. Það eru alltaf „hinir verðugu“ sem standa á bak við ofsóknirnar og drápin. Upphafning „hins sterka“; hvíta karlmannsins sem hafði mótað heiminn, heim ójafnaðar, kynjamismununar, styrjalda og nýlendukúgunar var og er innihaldið sem birtist í ýmsum formum. Ójöfnuður og yfirráð þeirra sem hafa ráðið er leiðarstefið - og þegar „hinir“ reyna að sækja sín réttindi þá skal horfið til fyrri hátta - MAKE THINGS GREAT AGAIN! Framsókn afturhaldsafla víða um heim, Trump í Bandaríkjunum, Orban í Ungverjalandi, AFD í Þýskalandi, Sverigedemokraterna í Svíþjóð ofl. eru allt dæmi um afturhaldsöflin sem dreymir um fyrra ástand, áður en hinsegin fólk, konur og fatlaðir sem kröfðust réttinda sér til handa komust upp á dekk! Á Íslandi er á kreiki fólk sem er haldið fortíðarþrá, fólk sem er andsnúið réttindabaráttu hópa sem hafa búið við skert réttindi, fólk sem skilur ekki fjölbreytileika mannflórunnar og andmælir fjölmenningunni sem það er þó sjálft hluti af. Þetta er fólkið sem oft gengur andstæðingum frjálslyndis og lýðræðis á hönd og grefur þar með undan eigin réttindum. Í Bandaríkjunum, Ungverjalandi og víðar þar sem þjóðernissinnuð öfl hafa náð völdum er grafið undan réttindum minnihlutahópa, ráðist gegn dómskerfinu, lögreglan hervædd og frelsi fjölmiðla brotið á bak aftur. Þingræðið verður að skrípaleik og allar meginstoðir lýðræðisins eru brotnar niður hægt og bítandi uns ekki verður aftur snúið. Valdataka Trumps og félaga í Bandaríkjunum mun hafa víðtæk áhrif víða um heim á sviði viðskipta, mannréttinda og lýðræðis. Atlaga Bandaríkjastjórnar gegn alþjóðadómstólum mun veikja stöðu smáríkja og valdaminni þjóða. Stjórnvöld, og þar á meðal hin íslensku, verða að skilja hvert stefnir og bregðast við til varnar lýðræðinu og mannréttindum. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar