Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 14:47 Nýleg sala hugverkaréttinda Kerecis til móðurfélagsins Coloplast fyrir um 1.300 milljónir dala (rúmlega 180 milljarða króna) hefur vakið verðskuldaða athygli. Þessi sala, sem skilar íslenska ríkissjóðnum um 40 milljörðum króna í skatttekjur, er skýr áminning um mikilvægi nýsköpunar og hugverkaiðnaðar fyrir íslenskt efnahagslíf. Hún varpar einnig ljósi á mikilvægi Vestfjarða fyrir þjóðarbúið og nauðsyn þess að styðja við innviðauppbyggingu á svæðinu. Vestfirðir í forgrunni verðmætasköpunar Kerecis, sem hefur verið í fremstu röð líftæknifyrirtækja vil ég segja á heimsvísu, er skýrt dæmi um hvernig nýsköpun getur skapað umtalsverð verðmæti fyrir samfélagið. Fyrirtækið hefur skapað hundruð starfa og aflað gríðarlegra tekna í íslenskt hagkerfi. Þess ber að geta að af 130 starfsmönnum Kerecis á Íslandi starfa 80 á Ísafirði. Þessi starfsemi sýnir skýrt að Vestfirðir geta verið lykilþáttur í þróun hugverka- og líftækniiðnaðar á Íslandi. Þegar sala Kerecis til Coloplast fór fram árið 2023 runnu 22 milljarðar króna til hluthafa á Vestfjörðum, sem undirstrikar þann mikla efnahagslega ávinning sem svæðið getur veitt landsmönnum öllum. Ef litið er til skattteknanna sem ríkið fær af þessari einstöku sölu og þær settar í samhengi við það fjármagn sem þarf til nauðsynlegrar innviðauppbyggingar á Vestfjörðum þá er það næstum fjórðungur af því þeirri upphæð. En gróft mat á þeim samgöngubótum er um 84 milljarðar króna. Þessar framkvæmdir eru grunnurinn í nýjum samgöngusáttmála fyrir Vestfirði, Vestfjarðalínu. Innviðauppbygging er grunnur að frekari verðmætasköpun Vestfirðir eru fjórðungur mikilla tækifæra og atvinnusköpunar sjávarútvegi, fiskeldi, ferðaþjónustu og hvers kyns nýsköpun. Hins vegar hefur innviðaskortur staðið í vegi fyrir frekari uppbyggingu og efnahagslegri þróun, og tækifæri hafa glatast. Samgöngur eru sérstaklega veikur hlekkur, þar sem vegakerfið er ekki í samræmi við þarfir nútíma atvinnulífs. Það er því skoðunarvert að líta til þessara nýju skatttekna sem hluta mögulegs fjármögnunar fyrir nauðsynlega vegabætur og aðra innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Síðustu ár hafa myndast gríðarleg verðmæti í fjölmörgum atvinnugreinum á Vestfjörðum og hefur uppgangur síðustu ára aukið skattspor Vestfjarða verulega. Samkvæmt greiningum sem KPMG gerði fyrir Innviðafélag Vestfjarða þá skilaði atvinnulífið á Vestfjörðum 40 milljörðum á árunum 2019-2022 í sameiginlega sjóði landsmanna sem er dágott fyrir ekki stærri landshluta þar sem 2% þjóðarinnar býr. Nýsköpun sem burðarás íslensks hagkerfis Saga Kerecis sýnir að hugverkaiðnaður getur skapað gífurleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Það skiptir máli að styðja við og efla nýsköpun á Íslandi, og búa til góða vaxtarumgjörð fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Góður árangur Kerecis undirstrikar hversu mikilvægt er að styðja við fyrirtæki sem byggja á nýsköpun, bæði með beinum fjárfestingum í rannsóknum og þróun, en ekki síður með innviðauppbyggingu sem gerir svæðum eins og Vestfjörðum kleift að blómstra. Vestfirðir eru og geta áfram verið mikilvægur hluti íslensks efnahagslífs, en til þess að svo verði þarf markvissa uppbyggingu innviða. Saga Kerecis er frábært dæmi um það hvernig nýsköpun getur skilað þjóðarbúinu gríðarlegum tekjum, en hún sýnir einnig að til þess að slík verðmætasköpun eigi sér stað, þurfa að vera til staðar góðar aðstæður fyrir nýsköpun og atvinnuuppbyggingu. Hödundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Ísafjarðarbær Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Nýleg sala hugverkaréttinda Kerecis til móðurfélagsins Coloplast fyrir um 1.300 milljónir dala (rúmlega 180 milljarða króna) hefur vakið verðskuldaða athygli. Þessi sala, sem skilar íslenska ríkissjóðnum um 40 milljörðum króna í skatttekjur, er skýr áminning um mikilvægi nýsköpunar og hugverkaiðnaðar fyrir íslenskt efnahagslíf. Hún varpar einnig ljósi á mikilvægi Vestfjarða fyrir þjóðarbúið og nauðsyn þess að styðja við innviðauppbyggingu á svæðinu. Vestfirðir í forgrunni verðmætasköpunar Kerecis, sem hefur verið í fremstu röð líftæknifyrirtækja vil ég segja á heimsvísu, er skýrt dæmi um hvernig nýsköpun getur skapað umtalsverð verðmæti fyrir samfélagið. Fyrirtækið hefur skapað hundruð starfa og aflað gríðarlegra tekna í íslenskt hagkerfi. Þess ber að geta að af 130 starfsmönnum Kerecis á Íslandi starfa 80 á Ísafirði. Þessi starfsemi sýnir skýrt að Vestfirðir geta verið lykilþáttur í þróun hugverka- og líftækniiðnaðar á Íslandi. Þegar sala Kerecis til Coloplast fór fram árið 2023 runnu 22 milljarðar króna til hluthafa á Vestfjörðum, sem undirstrikar þann mikla efnahagslega ávinning sem svæðið getur veitt landsmönnum öllum. Ef litið er til skattteknanna sem ríkið fær af þessari einstöku sölu og þær settar í samhengi við það fjármagn sem þarf til nauðsynlegrar innviðauppbyggingar á Vestfjörðum þá er það næstum fjórðungur af því þeirri upphæð. En gróft mat á þeim samgöngubótum er um 84 milljarðar króna. Þessar framkvæmdir eru grunnurinn í nýjum samgöngusáttmála fyrir Vestfirði, Vestfjarðalínu. Innviðauppbygging er grunnur að frekari verðmætasköpun Vestfirðir eru fjórðungur mikilla tækifæra og atvinnusköpunar sjávarútvegi, fiskeldi, ferðaþjónustu og hvers kyns nýsköpun. Hins vegar hefur innviðaskortur staðið í vegi fyrir frekari uppbyggingu og efnahagslegri þróun, og tækifæri hafa glatast. Samgöngur eru sérstaklega veikur hlekkur, þar sem vegakerfið er ekki í samræmi við þarfir nútíma atvinnulífs. Það er því skoðunarvert að líta til þessara nýju skatttekna sem hluta mögulegs fjármögnunar fyrir nauðsynlega vegabætur og aðra innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Síðustu ár hafa myndast gríðarleg verðmæti í fjölmörgum atvinnugreinum á Vestfjörðum og hefur uppgangur síðustu ára aukið skattspor Vestfjarða verulega. Samkvæmt greiningum sem KPMG gerði fyrir Innviðafélag Vestfjarða þá skilaði atvinnulífið á Vestfjörðum 40 milljörðum á árunum 2019-2022 í sameiginlega sjóði landsmanna sem er dágott fyrir ekki stærri landshluta þar sem 2% þjóðarinnar býr. Nýsköpun sem burðarás íslensks hagkerfis Saga Kerecis sýnir að hugverkaiðnaður getur skapað gífurleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Það skiptir máli að styðja við og efla nýsköpun á Íslandi, og búa til góða vaxtarumgjörð fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Góður árangur Kerecis undirstrikar hversu mikilvægt er að styðja við fyrirtæki sem byggja á nýsköpun, bæði með beinum fjárfestingum í rannsóknum og þróun, en ekki síður með innviðauppbyggingu sem gerir svæðum eins og Vestfjörðum kleift að blómstra. Vestfirðir eru og geta áfram verið mikilvægur hluti íslensks efnahagslífs, en til þess að svo verði þarf markvissa uppbyggingu innviða. Saga Kerecis er frábært dæmi um það hvernig nýsköpun getur skilað þjóðarbúinu gríðarlegum tekjum, en hún sýnir einnig að til þess að slík verðmætasköpun eigi sér stað, þurfa að vera til staðar góðar aðstæður fyrir nýsköpun og atvinnuuppbyggingu. Hödundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun