Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 11:02 Í umræðunni um skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna erum við fullorðnu einstaklingarnir oft dugleg að benda á hvert annað og varpa ábyrgðinni frá okkur. Foreldrar þurfa að taka sig á, skólar verða að vera símalausir, og stjórnvöld þurfa að setja miðlæg lög um símanotkun í skólum og hærra aldurstakmark á samfélagsmiðla. En ég heyri líka oft frá bæði foreldrum og kennurum að tæknin sé komin til að vera og að börn verði að eiga sinn eigin snjallsíma fyrir skólastarf og í leik. Þau verði að læra að nota tæknina strax, annars verða þau eftirá í lífi og starfi. Einnig er þetta öryggistæki, svo börnin geti alltaf fundið sína leið og hringt í foreldra sína ef eitthvað kemur upp á. Síminn er oft borinn saman við aðrar byltingakenndar tæknibreytingar, eins og bækur, útvarp eða sjónvarp. Og það er rétt, þegar þessar tæknibreytingar komu fram var hrópað að þetta væri hræðileg nýjung fyrir börn og ungt fólk, sem ætti frekar að nýta tíma sinn til vinnu. Velkomin á 21. öldina, risaeðlan þín. Ég held hins vegar að við séum að berja hausinn í stein með því að bera saman útvarp og snjallsíma. Með snjallsímanum erum við í fyrsta sinn með „tívolí“ í vasanum. Hann inniheldur alla heimsins skemmtun og afþreyingu, og þú færð alltaf nýtt efni sem kitlar í dópamínstöðvar heilans. Þú hefur aðgang að öllum heimsins upplýsingum, góðum og slæmum, réttum og röngum. Þú getur lært hvað sem þér sýnist: sögu, forritun, næringu, stærðfræði — en bara ef þú hefur agan til að halda þig við efnið, því dópamínið kallar. Þú getur tengst hópum með sameiginleg áhugamál og eignast ævilanga vini, en þú getur líka tengst glæpagengjum, eiturlyfjasölum, barnaperrum eða fest þig í bergmálshelli. Það er hægt að horfa á skemmtileg og fræðandi myndbönd, en einnig á stríðsátök, klám, útskúfun, neteinelti og jafnvel morð í beinni útsendingu. Og þetta allt er aðgengilegt án þess að leita sérstaklega, þar sem algrímið sér um að vísa á efnið. Það er löngu vitað að smáforritin í símanum eru hönnuð á sama hátt og spilakassar. Fyrirtækin sem hanna og forrita leikina og samfélagsmiðlana eru með heil teymi hegðunarfræðinga, sálfræðinga, hönnuða, gagnagreinasérfræðinga, markaðsfræðinga og sérfræðinga í leikjafræðum sem vinna linnulaust, á háum launum, við það að gera forritið eins notendavænt, skemmtilegt og ávanabindandi og mögulegt er. Og á hverjum degi spyrja þau sig: „Hvernig fáum við fleiri notendur til að nota forritið meira í dag en í gær?“ Við fullorðna fólkið, þessi með fullþroskaða framheila, eigum líka erfitt með að slíta okkur frá öllu því sem snjallsímar, netið og samfélagsmiðlar hafa uppá að bjóða. Við getum ekki hugsað okkur að skilja símann eftir heima, loka á samfélagsmiðla, hætta að spila símaleiki eða jafnvel að haga okkur fallega við náungann á netinu. Við fullorðna fólkið erum sjálf háð þessum tækjum, og öllum rifrildunum, fjárhættuspilunum og kláminu sem er aðgengilegt í þeim. Reykjavíkurborg gortar sig af því að 70% skólanna í Reykjavík séu „símalausir“. En hvað þýðir að vera símalaus? Eftir að hafa talað við skólastjórnendur og kennara í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu kemur í ljós að þótt skóli sé „símalaus“, þá hefur það ekki raunveruleg áhrif. Samkvæmt reglum skólans á að vera slökkt á símanum yfir daginn og hann á að vera geymdur í tösku eða skáp. En kennarar hafa ekki tíma né þrek í að leika lögguleik í skólanum, og það má ekki leita á börnum. Þetta þýðir að flest öll börn eru með síma, stilltan á titring, í vasanum eða skólatöskunni allan daginn. Og þar titrar hann með tilkynningum, mörgum sinnum á dag. Barnið má ekki vera í símanum í tímum, en það þýðir samt ekki að síminn sé ekki að trufla það alla kennslustundina. Og auðvitað leitar barnið síðan í símann, undir borði, inni á klósetti eða í frímínútum. En hver er ábyrgð barna? Börnin eiga að sjálfsögðu að hafa þann þroska og geta sýnt þá ábyrgð að láta símann í friði yfir skóladaginn og ekki leyfa honum að trufla sig. Þau eiga að hafa vit fyrir því að slökkva á símanum og ekki stelast í hann inn á klósetti. Er það ekki? Nei. Þegar við erum að tala um tæki jafn ávanabindandi og snjallsímar og öppin sem koma með þeim, þá getum við ekki sett þessa ábyrgð á börnin. Rétt eins og það er ekki á þeirra ábyrgð að meðhöndla áfengi, sígarettur og spilakassa af skynsemi. Snjallsímar og samfélagsmiðlar eru ekki eins og útvarpið. Þeir eru meira eins og bíllinn. Gagnast vel, en það verða alltaf ákveðið mörg bílslys á ári. Og börn eiga ekki að fá að keyra bíl. Börn eiga ekki að vera alnetinu í fremstu víglínu, með ekkert nema sína eigin skynsemi og rökhugsun að vopni. Við þurfum miðlægar skólareglur sem banna síma í öllum grunnskólum landsins. Síminn á ekki að koma inn fyrir veggi skólans, nema í algjörum undantekningum, og þá helst takkasími. Við þurfum að frelsa börnin frá trufluninni sem kemur frá snjallsímum. Við þurfum læst box þar sem nemendur geta geymt símana sína yfir daginn og sótt þá aftur í lok skóladags. Hættum að kalla skóla „símalausa“ sem eru augljóslega ekki símalausir. Og við foreldrar verðum að standa saman og hætta að gefa börnunum okkar snjallsíma og aðgang að samfélagsmiðlum. Það er ekki erfitt ef allir standa saman. Við kennum börnum ekki að keyra með því að rétta þeim bíllyklana, við kennum þeim umferðarreglur, og þegar þau hafa þroska til, þá kennum við þeim að keyra. Hættum að rétta börnum snjallsíma í nafni þess að kenna þeim að nota nýja tækni. Kennum þeim frekar upplýsingatækni, rökhugsun og samkennd, og þegar þau hafa þroska til, þá geta þau nýtt það sem þau hafa lært með sínum eigin snjalltækjum. Gefum börnum ábyrgð í raunheimum sem passar við þeirra þroska og aldur. Ekki gefa þeim þá ábyrgð að verjast alnetinu og mest ávanabindandi tækjum sem uppi hafa verið. Ekki setja þá ábyrgð á þau að varast óvinveitta einstaklinga á netinu, sem reyna að tæla eða svíkja þau. Það á ekki að vera á ábyrgð barnanna að setja sér mörk á samfélagsmiðlum eða dópamínvæddum tölvuleikjum, mörk sem við kunnum ekki að setja okkur sjálf. Ábyrgðin er okkar allra. Okkar fullorðnu með þroskaða framheila. Hvort sem við erum foreldrar, kennarar eða sitjum í ríkisstjórn, þá er ábyrgðin okkar, ekki barnanna. Höfundur er tölvunarfræðingur, móðir og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kvíðakynslóðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Börn og uppeldi Símanotkun barna Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna erum við fullorðnu einstaklingarnir oft dugleg að benda á hvert annað og varpa ábyrgðinni frá okkur. Foreldrar þurfa að taka sig á, skólar verða að vera símalausir, og stjórnvöld þurfa að setja miðlæg lög um símanotkun í skólum og hærra aldurstakmark á samfélagsmiðla. En ég heyri líka oft frá bæði foreldrum og kennurum að tæknin sé komin til að vera og að börn verði að eiga sinn eigin snjallsíma fyrir skólastarf og í leik. Þau verði að læra að nota tæknina strax, annars verða þau eftirá í lífi og starfi. Einnig er þetta öryggistæki, svo börnin geti alltaf fundið sína leið og hringt í foreldra sína ef eitthvað kemur upp á. Síminn er oft borinn saman við aðrar byltingakenndar tæknibreytingar, eins og bækur, útvarp eða sjónvarp. Og það er rétt, þegar þessar tæknibreytingar komu fram var hrópað að þetta væri hræðileg nýjung fyrir börn og ungt fólk, sem ætti frekar að nýta tíma sinn til vinnu. Velkomin á 21. öldina, risaeðlan þín. Ég held hins vegar að við séum að berja hausinn í stein með því að bera saman útvarp og snjallsíma. Með snjallsímanum erum við í fyrsta sinn með „tívolí“ í vasanum. Hann inniheldur alla heimsins skemmtun og afþreyingu, og þú færð alltaf nýtt efni sem kitlar í dópamínstöðvar heilans. Þú hefur aðgang að öllum heimsins upplýsingum, góðum og slæmum, réttum og röngum. Þú getur lært hvað sem þér sýnist: sögu, forritun, næringu, stærðfræði — en bara ef þú hefur agan til að halda þig við efnið, því dópamínið kallar. Þú getur tengst hópum með sameiginleg áhugamál og eignast ævilanga vini, en þú getur líka tengst glæpagengjum, eiturlyfjasölum, barnaperrum eða fest þig í bergmálshelli. Það er hægt að horfa á skemmtileg og fræðandi myndbönd, en einnig á stríðsátök, klám, útskúfun, neteinelti og jafnvel morð í beinni útsendingu. Og þetta allt er aðgengilegt án þess að leita sérstaklega, þar sem algrímið sér um að vísa á efnið. Það er löngu vitað að smáforritin í símanum eru hönnuð á sama hátt og spilakassar. Fyrirtækin sem hanna og forrita leikina og samfélagsmiðlana eru með heil teymi hegðunarfræðinga, sálfræðinga, hönnuða, gagnagreinasérfræðinga, markaðsfræðinga og sérfræðinga í leikjafræðum sem vinna linnulaust, á háum launum, við það að gera forritið eins notendavænt, skemmtilegt og ávanabindandi og mögulegt er. Og á hverjum degi spyrja þau sig: „Hvernig fáum við fleiri notendur til að nota forritið meira í dag en í gær?“ Við fullorðna fólkið, þessi með fullþroskaða framheila, eigum líka erfitt með að slíta okkur frá öllu því sem snjallsímar, netið og samfélagsmiðlar hafa uppá að bjóða. Við getum ekki hugsað okkur að skilja símann eftir heima, loka á samfélagsmiðla, hætta að spila símaleiki eða jafnvel að haga okkur fallega við náungann á netinu. Við fullorðna fólkið erum sjálf háð þessum tækjum, og öllum rifrildunum, fjárhættuspilunum og kláminu sem er aðgengilegt í þeim. Reykjavíkurborg gortar sig af því að 70% skólanna í Reykjavík séu „símalausir“. En hvað þýðir að vera símalaus? Eftir að hafa talað við skólastjórnendur og kennara í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu kemur í ljós að þótt skóli sé „símalaus“, þá hefur það ekki raunveruleg áhrif. Samkvæmt reglum skólans á að vera slökkt á símanum yfir daginn og hann á að vera geymdur í tösku eða skáp. En kennarar hafa ekki tíma né þrek í að leika lögguleik í skólanum, og það má ekki leita á börnum. Þetta þýðir að flest öll börn eru með síma, stilltan á titring, í vasanum eða skólatöskunni allan daginn. Og þar titrar hann með tilkynningum, mörgum sinnum á dag. Barnið má ekki vera í símanum í tímum, en það þýðir samt ekki að síminn sé ekki að trufla það alla kennslustundina. Og auðvitað leitar barnið síðan í símann, undir borði, inni á klósetti eða í frímínútum. En hver er ábyrgð barna? Börnin eiga að sjálfsögðu að hafa þann þroska og geta sýnt þá ábyrgð að láta símann í friði yfir skóladaginn og ekki leyfa honum að trufla sig. Þau eiga að hafa vit fyrir því að slökkva á símanum og ekki stelast í hann inn á klósetti. Er það ekki? Nei. Þegar við erum að tala um tæki jafn ávanabindandi og snjallsímar og öppin sem koma með þeim, þá getum við ekki sett þessa ábyrgð á börnin. Rétt eins og það er ekki á þeirra ábyrgð að meðhöndla áfengi, sígarettur og spilakassa af skynsemi. Snjallsímar og samfélagsmiðlar eru ekki eins og útvarpið. Þeir eru meira eins og bíllinn. Gagnast vel, en það verða alltaf ákveðið mörg bílslys á ári. Og börn eiga ekki að fá að keyra bíl. Börn eiga ekki að vera alnetinu í fremstu víglínu, með ekkert nema sína eigin skynsemi og rökhugsun að vopni. Við þurfum miðlægar skólareglur sem banna síma í öllum grunnskólum landsins. Síminn á ekki að koma inn fyrir veggi skólans, nema í algjörum undantekningum, og þá helst takkasími. Við þurfum að frelsa börnin frá trufluninni sem kemur frá snjallsímum. Við þurfum læst box þar sem nemendur geta geymt símana sína yfir daginn og sótt þá aftur í lok skóladags. Hættum að kalla skóla „símalausa“ sem eru augljóslega ekki símalausir. Og við foreldrar verðum að standa saman og hætta að gefa börnunum okkar snjallsíma og aðgang að samfélagsmiðlum. Það er ekki erfitt ef allir standa saman. Við kennum börnum ekki að keyra með því að rétta þeim bíllyklana, við kennum þeim umferðarreglur, og þegar þau hafa þroska til, þá kennum við þeim að keyra. Hættum að rétta börnum snjallsíma í nafni þess að kenna þeim að nota nýja tækni. Kennum þeim frekar upplýsingatækni, rökhugsun og samkennd, og þegar þau hafa þroska til, þá geta þau nýtt það sem þau hafa lært með sínum eigin snjalltækjum. Gefum börnum ábyrgð í raunheimum sem passar við þeirra þroska og aldur. Ekki gefa þeim þá ábyrgð að verjast alnetinu og mest ávanabindandi tækjum sem uppi hafa verið. Ekki setja þá ábyrgð á þau að varast óvinveitta einstaklinga á netinu, sem reyna að tæla eða svíkja þau. Það á ekki að vera á ábyrgð barnanna að setja sér mörk á samfélagsmiðlum eða dópamínvæddum tölvuleikjum, mörk sem við kunnum ekki að setja okkur sjálf. Ábyrgðin er okkar allra. Okkar fullorðnu með þroskaða framheila. Hvort sem við erum foreldrar, kennarar eða sitjum í ríkisstjórn, þá er ábyrgðin okkar, ekki barnanna. Höfundur er tölvunarfræðingur, móðir og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kvíðakynslóðin.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar