Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 11:02 Í umræðunni um skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna erum við fullorðnu einstaklingarnir oft dugleg að benda á hvert annað og varpa ábyrgðinni frá okkur. Foreldrar þurfa að taka sig á, skólar verða að vera símalausir, og stjórnvöld þurfa að setja miðlæg lög um símanotkun í skólum og hærra aldurstakmark á samfélagsmiðla. En ég heyri líka oft frá bæði foreldrum og kennurum að tæknin sé komin til að vera og að börn verði að eiga sinn eigin snjallsíma fyrir skólastarf og í leik. Þau verði að læra að nota tæknina strax, annars verða þau eftirá í lífi og starfi. Einnig er þetta öryggistæki, svo börnin geti alltaf fundið sína leið og hringt í foreldra sína ef eitthvað kemur upp á. Síminn er oft borinn saman við aðrar byltingakenndar tæknibreytingar, eins og bækur, útvarp eða sjónvarp. Og það er rétt, þegar þessar tæknibreytingar komu fram var hrópað að þetta væri hræðileg nýjung fyrir börn og ungt fólk, sem ætti frekar að nýta tíma sinn til vinnu. Velkomin á 21. öldina, risaeðlan þín. Ég held hins vegar að við séum að berja hausinn í stein með því að bera saman útvarp og snjallsíma. Með snjallsímanum erum við í fyrsta sinn með „tívolí“ í vasanum. Hann inniheldur alla heimsins skemmtun og afþreyingu, og þú færð alltaf nýtt efni sem kitlar í dópamínstöðvar heilans. Þú hefur aðgang að öllum heimsins upplýsingum, góðum og slæmum, réttum og röngum. Þú getur lært hvað sem þér sýnist: sögu, forritun, næringu, stærðfræði — en bara ef þú hefur agan til að halda þig við efnið, því dópamínið kallar. Þú getur tengst hópum með sameiginleg áhugamál og eignast ævilanga vini, en þú getur líka tengst glæpagengjum, eiturlyfjasölum, barnaperrum eða fest þig í bergmálshelli. Það er hægt að horfa á skemmtileg og fræðandi myndbönd, en einnig á stríðsátök, klám, útskúfun, neteinelti og jafnvel morð í beinni útsendingu. Og þetta allt er aðgengilegt án þess að leita sérstaklega, þar sem algrímið sér um að vísa á efnið. Það er löngu vitað að smáforritin í símanum eru hönnuð á sama hátt og spilakassar. Fyrirtækin sem hanna og forrita leikina og samfélagsmiðlana eru með heil teymi hegðunarfræðinga, sálfræðinga, hönnuða, gagnagreinasérfræðinga, markaðsfræðinga og sérfræðinga í leikjafræðum sem vinna linnulaust, á háum launum, við það að gera forritið eins notendavænt, skemmtilegt og ávanabindandi og mögulegt er. Og á hverjum degi spyrja þau sig: „Hvernig fáum við fleiri notendur til að nota forritið meira í dag en í gær?“ Við fullorðna fólkið, þessi með fullþroskaða framheila, eigum líka erfitt með að slíta okkur frá öllu því sem snjallsímar, netið og samfélagsmiðlar hafa uppá að bjóða. Við getum ekki hugsað okkur að skilja símann eftir heima, loka á samfélagsmiðla, hætta að spila símaleiki eða jafnvel að haga okkur fallega við náungann á netinu. Við fullorðna fólkið erum sjálf háð þessum tækjum, og öllum rifrildunum, fjárhættuspilunum og kláminu sem er aðgengilegt í þeim. Reykjavíkurborg gortar sig af því að 70% skólanna í Reykjavík séu „símalausir“. En hvað þýðir að vera símalaus? Eftir að hafa talað við skólastjórnendur og kennara í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu kemur í ljós að þótt skóli sé „símalaus“, þá hefur það ekki raunveruleg áhrif. Samkvæmt reglum skólans á að vera slökkt á símanum yfir daginn og hann á að vera geymdur í tösku eða skáp. En kennarar hafa ekki tíma né þrek í að leika lögguleik í skólanum, og það má ekki leita á börnum. Þetta þýðir að flest öll börn eru með síma, stilltan á titring, í vasanum eða skólatöskunni allan daginn. Og þar titrar hann með tilkynningum, mörgum sinnum á dag. Barnið má ekki vera í símanum í tímum, en það þýðir samt ekki að síminn sé ekki að trufla það alla kennslustundina. Og auðvitað leitar barnið síðan í símann, undir borði, inni á klósetti eða í frímínútum. En hver er ábyrgð barna? Börnin eiga að sjálfsögðu að hafa þann þroska og geta sýnt þá ábyrgð að láta símann í friði yfir skóladaginn og ekki leyfa honum að trufla sig. Þau eiga að hafa vit fyrir því að slökkva á símanum og ekki stelast í hann inn á klósetti. Er það ekki? Nei. Þegar við erum að tala um tæki jafn ávanabindandi og snjallsímar og öppin sem koma með þeim, þá getum við ekki sett þessa ábyrgð á börnin. Rétt eins og það er ekki á þeirra ábyrgð að meðhöndla áfengi, sígarettur og spilakassa af skynsemi. Snjallsímar og samfélagsmiðlar eru ekki eins og útvarpið. Þeir eru meira eins og bíllinn. Gagnast vel, en það verða alltaf ákveðið mörg bílslys á ári. Og börn eiga ekki að fá að keyra bíl. Börn eiga ekki að vera alnetinu í fremstu víglínu, með ekkert nema sína eigin skynsemi og rökhugsun að vopni. Við þurfum miðlægar skólareglur sem banna síma í öllum grunnskólum landsins. Síminn á ekki að koma inn fyrir veggi skólans, nema í algjörum undantekningum, og þá helst takkasími. Við þurfum að frelsa börnin frá trufluninni sem kemur frá snjallsímum. Við þurfum læst box þar sem nemendur geta geymt símana sína yfir daginn og sótt þá aftur í lok skóladags. Hættum að kalla skóla „símalausa“ sem eru augljóslega ekki símalausir. Og við foreldrar verðum að standa saman og hætta að gefa börnunum okkar snjallsíma og aðgang að samfélagsmiðlum. Það er ekki erfitt ef allir standa saman. Við kennum börnum ekki að keyra með því að rétta þeim bíllyklana, við kennum þeim umferðarreglur, og þegar þau hafa þroska til, þá kennum við þeim að keyra. Hættum að rétta börnum snjallsíma í nafni þess að kenna þeim að nota nýja tækni. Kennum þeim frekar upplýsingatækni, rökhugsun og samkennd, og þegar þau hafa þroska til, þá geta þau nýtt það sem þau hafa lært með sínum eigin snjalltækjum. Gefum börnum ábyrgð í raunheimum sem passar við þeirra þroska og aldur. Ekki gefa þeim þá ábyrgð að verjast alnetinu og mest ávanabindandi tækjum sem uppi hafa verið. Ekki setja þá ábyrgð á þau að varast óvinveitta einstaklinga á netinu, sem reyna að tæla eða svíkja þau. Það á ekki að vera á ábyrgð barnanna að setja sér mörk á samfélagsmiðlum eða dópamínvæddum tölvuleikjum, mörk sem við kunnum ekki að setja okkur sjálf. Ábyrgðin er okkar allra. Okkar fullorðnu með þroskaða framheila. Hvort sem við erum foreldrar, kennarar eða sitjum í ríkisstjórn, þá er ábyrgðin okkar, ekki barnanna. Höfundur er tölvunarfræðingur, móðir og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kvíðakynslóðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Börn og uppeldi Símanotkun barna Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna erum við fullorðnu einstaklingarnir oft dugleg að benda á hvert annað og varpa ábyrgðinni frá okkur. Foreldrar þurfa að taka sig á, skólar verða að vera símalausir, og stjórnvöld þurfa að setja miðlæg lög um símanotkun í skólum og hærra aldurstakmark á samfélagsmiðla. En ég heyri líka oft frá bæði foreldrum og kennurum að tæknin sé komin til að vera og að börn verði að eiga sinn eigin snjallsíma fyrir skólastarf og í leik. Þau verði að læra að nota tæknina strax, annars verða þau eftirá í lífi og starfi. Einnig er þetta öryggistæki, svo börnin geti alltaf fundið sína leið og hringt í foreldra sína ef eitthvað kemur upp á. Síminn er oft borinn saman við aðrar byltingakenndar tæknibreytingar, eins og bækur, útvarp eða sjónvarp. Og það er rétt, þegar þessar tæknibreytingar komu fram var hrópað að þetta væri hræðileg nýjung fyrir börn og ungt fólk, sem ætti frekar að nýta tíma sinn til vinnu. Velkomin á 21. öldina, risaeðlan þín. Ég held hins vegar að við séum að berja hausinn í stein með því að bera saman útvarp og snjallsíma. Með snjallsímanum erum við í fyrsta sinn með „tívolí“ í vasanum. Hann inniheldur alla heimsins skemmtun og afþreyingu, og þú færð alltaf nýtt efni sem kitlar í dópamínstöðvar heilans. Þú hefur aðgang að öllum heimsins upplýsingum, góðum og slæmum, réttum og röngum. Þú getur lært hvað sem þér sýnist: sögu, forritun, næringu, stærðfræði — en bara ef þú hefur agan til að halda þig við efnið, því dópamínið kallar. Þú getur tengst hópum með sameiginleg áhugamál og eignast ævilanga vini, en þú getur líka tengst glæpagengjum, eiturlyfjasölum, barnaperrum eða fest þig í bergmálshelli. Það er hægt að horfa á skemmtileg og fræðandi myndbönd, en einnig á stríðsátök, klám, útskúfun, neteinelti og jafnvel morð í beinni útsendingu. Og þetta allt er aðgengilegt án þess að leita sérstaklega, þar sem algrímið sér um að vísa á efnið. Það er löngu vitað að smáforritin í símanum eru hönnuð á sama hátt og spilakassar. Fyrirtækin sem hanna og forrita leikina og samfélagsmiðlana eru með heil teymi hegðunarfræðinga, sálfræðinga, hönnuða, gagnagreinasérfræðinga, markaðsfræðinga og sérfræðinga í leikjafræðum sem vinna linnulaust, á háum launum, við það að gera forritið eins notendavænt, skemmtilegt og ávanabindandi og mögulegt er. Og á hverjum degi spyrja þau sig: „Hvernig fáum við fleiri notendur til að nota forritið meira í dag en í gær?“ Við fullorðna fólkið, þessi með fullþroskaða framheila, eigum líka erfitt með að slíta okkur frá öllu því sem snjallsímar, netið og samfélagsmiðlar hafa uppá að bjóða. Við getum ekki hugsað okkur að skilja símann eftir heima, loka á samfélagsmiðla, hætta að spila símaleiki eða jafnvel að haga okkur fallega við náungann á netinu. Við fullorðna fólkið erum sjálf háð þessum tækjum, og öllum rifrildunum, fjárhættuspilunum og kláminu sem er aðgengilegt í þeim. Reykjavíkurborg gortar sig af því að 70% skólanna í Reykjavík séu „símalausir“. En hvað þýðir að vera símalaus? Eftir að hafa talað við skólastjórnendur og kennara í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu kemur í ljós að þótt skóli sé „símalaus“, þá hefur það ekki raunveruleg áhrif. Samkvæmt reglum skólans á að vera slökkt á símanum yfir daginn og hann á að vera geymdur í tösku eða skáp. En kennarar hafa ekki tíma né þrek í að leika lögguleik í skólanum, og það má ekki leita á börnum. Þetta þýðir að flest öll börn eru með síma, stilltan á titring, í vasanum eða skólatöskunni allan daginn. Og þar titrar hann með tilkynningum, mörgum sinnum á dag. Barnið má ekki vera í símanum í tímum, en það þýðir samt ekki að síminn sé ekki að trufla það alla kennslustundina. Og auðvitað leitar barnið síðan í símann, undir borði, inni á klósetti eða í frímínútum. En hver er ábyrgð barna? Börnin eiga að sjálfsögðu að hafa þann þroska og geta sýnt þá ábyrgð að láta símann í friði yfir skóladaginn og ekki leyfa honum að trufla sig. Þau eiga að hafa vit fyrir því að slökkva á símanum og ekki stelast í hann inn á klósetti. Er það ekki? Nei. Þegar við erum að tala um tæki jafn ávanabindandi og snjallsímar og öppin sem koma með þeim, þá getum við ekki sett þessa ábyrgð á börnin. Rétt eins og það er ekki á þeirra ábyrgð að meðhöndla áfengi, sígarettur og spilakassa af skynsemi. Snjallsímar og samfélagsmiðlar eru ekki eins og útvarpið. Þeir eru meira eins og bíllinn. Gagnast vel, en það verða alltaf ákveðið mörg bílslys á ári. Og börn eiga ekki að fá að keyra bíl. Börn eiga ekki að vera alnetinu í fremstu víglínu, með ekkert nema sína eigin skynsemi og rökhugsun að vopni. Við þurfum miðlægar skólareglur sem banna síma í öllum grunnskólum landsins. Síminn á ekki að koma inn fyrir veggi skólans, nema í algjörum undantekningum, og þá helst takkasími. Við þurfum að frelsa börnin frá trufluninni sem kemur frá snjallsímum. Við þurfum læst box þar sem nemendur geta geymt símana sína yfir daginn og sótt þá aftur í lok skóladags. Hættum að kalla skóla „símalausa“ sem eru augljóslega ekki símalausir. Og við foreldrar verðum að standa saman og hætta að gefa börnunum okkar snjallsíma og aðgang að samfélagsmiðlum. Það er ekki erfitt ef allir standa saman. Við kennum börnum ekki að keyra með því að rétta þeim bíllyklana, við kennum þeim umferðarreglur, og þegar þau hafa þroska til, þá kennum við þeim að keyra. Hættum að rétta börnum snjallsíma í nafni þess að kenna þeim að nota nýja tækni. Kennum þeim frekar upplýsingatækni, rökhugsun og samkennd, og þegar þau hafa þroska til, þá geta þau nýtt það sem þau hafa lært með sínum eigin snjalltækjum. Gefum börnum ábyrgð í raunheimum sem passar við þeirra þroska og aldur. Ekki gefa þeim þá ábyrgð að verjast alnetinu og mest ávanabindandi tækjum sem uppi hafa verið. Ekki setja þá ábyrgð á þau að varast óvinveitta einstaklinga á netinu, sem reyna að tæla eða svíkja þau. Það á ekki að vera á ábyrgð barnanna að setja sér mörk á samfélagsmiðlum eða dópamínvæddum tölvuleikjum, mörk sem við kunnum ekki að setja okkur sjálf. Ábyrgðin er okkar allra. Okkar fullorðnu með þroskaða framheila. Hvort sem við erum foreldrar, kennarar eða sitjum í ríkisstjórn, þá er ábyrgðin okkar, ekki barnanna. Höfundur er tölvunarfræðingur, móðir og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kvíðakynslóðin.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar