Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 18:00 Það voru aldrei neinar fréttir að ráði um nauðganir á mínum tímum. Hvað þá um kynferðislega misnotkun á börnum. Samt lærði ég þá, að það gerðist. Af því að nágrannakona mín sagði mér að bróðir hennar hafði gert henni það. Þessi hegðun er því miður að gerast um allan heim. En fyrir þetta litla land og fámennu þjóð sem telur sig svo framarlega í jafnrétti, hefur kallað upp að hér vanti stórt atriði. Getnaðarfæra kerfin í körlum eru greinilega oft meiri villidýr en þau eru í kvenkyni, þó að sumar nái ansi langt um það varðandi þá. Það eru samt karlarnir sem eru mest áberandi í fréttum um þá glæpi, og lenda oftar fyrir lög og rétt vegna stjórnleysis síns á þessu erfiða kerfi. Það þarf að fræða drengi löngu fyrir þann tíma sem hormóna kerfið fer í gang svo að einhver von sé um að heilabúið nái að setja sig í hugarfar ákvörðunar um að sýna virðingu fyrir félaga í að njóta þess og að sjá mikilvægi algers samþykkis. Leiðbeinendur þurfa að lýsa því ris ferli á þann hátt að meiri von sé á að heilabúið skilji að það sé sjálfstætt kerfi sem þeir eigi að kenna sjálfum sér að vera með ábyrgð á. Það verður ekkert almennilegt jafnrétti í þeim málum fyrr en drengir fái þá leiðsögn, og það löngu áður en líffærin fara að setja það kerfi upp. Því miður erum við líka að sjá í fréttum að menn eins og Harwey Weinstein, svo var það Rolf Harris sem var Ástrali sem hafði flutt til Bretlands, og endalaust aðrir sem sjá sig sem hafi átt kynmökin skilið. Þeir virðast trúa því að bara það að það kynfæri fari inn í konu hafi, og eigi að hafa samasem merki unaðar en ekki sjokks. Svo er líka á hreinu að lög þjóða um slíkt eru löngu úr sér gengin. Þau voru greinilega skrifuð fyrr á tímum af körlum með sitt eigið eigingjarna sjónarhorn á því. Sjónarhorn sem við sjáum líka að trúarbrögðin hafa verið mjög vilhöll með. Hinn fyrrum Kaþólski Biskup hér í Ástralíu var í þessum hópi nauðgara og héldu önnur lið í þeirri stofnun með honum í að afneita reynslu þolenda. En sem betur fer komu lögin svo að lokum til að veita þolendum það sem þeir áttu skilið. Það tók samt nokkur ár fyrir það að verða. Það voru nokkrir Kaþólskir prestar sem fóru í fangelsi hér í Ástralíu fyrir kynferðislega misnotkin á drengjum. Í viðtali við blaðakonu sagði einhn þeirra um þá að þeir hefðu séð það sem rétt sinn og sem einskonar „laun fyrir að hafa verið svo góðir við Guð“. Það er löngu kominn tími til að skrifa ný lög fyrir ekki bara nauðganir og aðra kynferðislega áreitni og misnotkun heldur líka um alla glæpi sem gerast án vitna. Fyrir þær breytingar um tilfinningaleg atriði sem er kynferðislegt og heimilisofbeldi þarf heilt lið af báðum kynjum að setjast niður og tala við þolendur, og kafa inn í það hvernig ný lög þurfi að verða hugsuð og skrifuð. Það eru atvik sem sjaldan hafa vitni að þeim. Svo að það er sérkennilegt að lög fortíðar og fram okkar tíma séu enn hugsuð út frá því að einhver hafi vitnað atburðinn. Hinar langtíma dýru afleiðingar afneitunar og þöggunar Viðhorf fyrir nokkrum áratugum síðan voru þau að laganna verðir hefðu engan rétt til að koma inn í slík mál, eins og heimilisofbeldi. Eiginmenn sem væru að rústa sjálfi eiginkonu sinnar og barna, sem ég veit að gerðist. En allir sem skynjuðu og vissu að eitthvað væri að á þeim heimilum, þorðu ekki að lyfta fingri né segja neitt. Þau litu bara í hina áttina, sem var greinilega af því að „Slíkt var ósnertanlegt einkamál“. Þegar skáldskapur Goðsagnar var séður sem veruleiki lífsins. Hvað þá að neinn segði neitt, ef faðir væri kannski að nota þau fyrir sína kynlífskröfu, eða hreinlega sjúka valdasýki af ótta við að hinir myndu skilja að þeir væru ekki miklir bógar sem mannverur. Sú sorglega staðreynd sem var á Vísi í dag hér í Ástralíu þann 1.febrúar. Að Ólöf Tara Harðardóttir langtíma þolandi slæmrar meðferðar af ýmsu tagi, hafði ekki séð sig getað lifað lengur. Hún hafði gert sitt til að nota eigin slæmu reynslu til að snúa því dæmi við í þjóðinni. Kona með meiriháttar köllun sem var göfgi ungrar konu með erfiðan bakgrunn. Það fráfall svo ungrar konu, er eitt af milljón atriðum staðfestingar á fræðum Thomas Hubl og Peter´s A Levine um innsæi sitt um þau atriði og eru það sem milljónir einstaklinga eru að lifa og hafa látið líf sitt frá. Sannleikur þeirra er í hina áttina gegn einhverjum fræðingi sem hét Adler, og var í algerri afneitun á þeim veruleika að áföll eða ofbeldi væru veruleiki. Kenning hans sem ég las nýlega um í bók sem heitir „The Courage To Be Disliked“. Setning, heiti á bók, sem ég taldi að ætti að vera brandari. En lestur bókarinnar sýndi mér inn í viðhorf sem ég sé sem mjög hættuleg. Og ætti hugsun Adlers ekki að vera séð sem heilagur sannleikur. Í fáum orðum er sá sannleikur hinna tveggja sem ég hef nefnt veruleiki mannvera, hvort sem allir skilji eða viti það, eða ekki. Hvort einhverjir einstaklingar hafi „delete“ eyðingar hnapp í heilanum veit ég ekki, en það gæti verið frá sterkri þörf fyrir að afneita og halda vissri veruleika mynd hvort sem hún væri alger veruleiki. Að það að verða að þegja, og vera sem barn algerlega ófært um að orða erfiða og slæma meðferð á sér, verður að mengun í taugakerfum líkamans. Orð sem ég nota sem þýðingu á því sem þeir báðir vita og skilja. Og um leið mikilvægi þess að það sé tjáð og sagt frá og rétt hjálp fengin. Hjálp sem Ólöf fékk greinilega ekki nægilegt magn af til að létta af því erfiða sem sat í líkama hennar. Fráfall hennar ætti að verða notað til mikillar baráttu og bóta í lögum til að snúa þeim viðhorfum og hegðum við og að allt verði gert til að gerendur sleppi ekki. Það eru mikið fleiri atriði sem þarf að skoða í slíkum tilfellum. Og er eitt skortur á nægri innri sjálfsvirðisvírun í öllum taugakerfum okkar kvenna. Ég hef séð of mörg dæmi þess hér í fjölmennri Ástralíu og ofbeldis að skortur á slíku hafi verið undirrót þess sem endaði líf þeirra. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langt skeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það voru aldrei neinar fréttir að ráði um nauðganir á mínum tímum. Hvað þá um kynferðislega misnotkun á börnum. Samt lærði ég þá, að það gerðist. Af því að nágrannakona mín sagði mér að bróðir hennar hafði gert henni það. Þessi hegðun er því miður að gerast um allan heim. En fyrir þetta litla land og fámennu þjóð sem telur sig svo framarlega í jafnrétti, hefur kallað upp að hér vanti stórt atriði. Getnaðarfæra kerfin í körlum eru greinilega oft meiri villidýr en þau eru í kvenkyni, þó að sumar nái ansi langt um það varðandi þá. Það eru samt karlarnir sem eru mest áberandi í fréttum um þá glæpi, og lenda oftar fyrir lög og rétt vegna stjórnleysis síns á þessu erfiða kerfi. Það þarf að fræða drengi löngu fyrir þann tíma sem hormóna kerfið fer í gang svo að einhver von sé um að heilabúið nái að setja sig í hugarfar ákvörðunar um að sýna virðingu fyrir félaga í að njóta þess og að sjá mikilvægi algers samþykkis. Leiðbeinendur þurfa að lýsa því ris ferli á þann hátt að meiri von sé á að heilabúið skilji að það sé sjálfstætt kerfi sem þeir eigi að kenna sjálfum sér að vera með ábyrgð á. Það verður ekkert almennilegt jafnrétti í þeim málum fyrr en drengir fái þá leiðsögn, og það löngu áður en líffærin fara að setja það kerfi upp. Því miður erum við líka að sjá í fréttum að menn eins og Harwey Weinstein, svo var það Rolf Harris sem var Ástrali sem hafði flutt til Bretlands, og endalaust aðrir sem sjá sig sem hafi átt kynmökin skilið. Þeir virðast trúa því að bara það að það kynfæri fari inn í konu hafi, og eigi að hafa samasem merki unaðar en ekki sjokks. Svo er líka á hreinu að lög þjóða um slíkt eru löngu úr sér gengin. Þau voru greinilega skrifuð fyrr á tímum af körlum með sitt eigið eigingjarna sjónarhorn á því. Sjónarhorn sem við sjáum líka að trúarbrögðin hafa verið mjög vilhöll með. Hinn fyrrum Kaþólski Biskup hér í Ástralíu var í þessum hópi nauðgara og héldu önnur lið í þeirri stofnun með honum í að afneita reynslu þolenda. En sem betur fer komu lögin svo að lokum til að veita þolendum það sem þeir áttu skilið. Það tók samt nokkur ár fyrir það að verða. Það voru nokkrir Kaþólskir prestar sem fóru í fangelsi hér í Ástralíu fyrir kynferðislega misnotkin á drengjum. Í viðtali við blaðakonu sagði einhn þeirra um þá að þeir hefðu séð það sem rétt sinn og sem einskonar „laun fyrir að hafa verið svo góðir við Guð“. Það er löngu kominn tími til að skrifa ný lög fyrir ekki bara nauðganir og aðra kynferðislega áreitni og misnotkun heldur líka um alla glæpi sem gerast án vitna. Fyrir þær breytingar um tilfinningaleg atriði sem er kynferðislegt og heimilisofbeldi þarf heilt lið af báðum kynjum að setjast niður og tala við þolendur, og kafa inn í það hvernig ný lög þurfi að verða hugsuð og skrifuð. Það eru atvik sem sjaldan hafa vitni að þeim. Svo að það er sérkennilegt að lög fortíðar og fram okkar tíma séu enn hugsuð út frá því að einhver hafi vitnað atburðinn. Hinar langtíma dýru afleiðingar afneitunar og þöggunar Viðhorf fyrir nokkrum áratugum síðan voru þau að laganna verðir hefðu engan rétt til að koma inn í slík mál, eins og heimilisofbeldi. Eiginmenn sem væru að rústa sjálfi eiginkonu sinnar og barna, sem ég veit að gerðist. En allir sem skynjuðu og vissu að eitthvað væri að á þeim heimilum, þorðu ekki að lyfta fingri né segja neitt. Þau litu bara í hina áttina, sem var greinilega af því að „Slíkt var ósnertanlegt einkamál“. Þegar skáldskapur Goðsagnar var séður sem veruleiki lífsins. Hvað þá að neinn segði neitt, ef faðir væri kannski að nota þau fyrir sína kynlífskröfu, eða hreinlega sjúka valdasýki af ótta við að hinir myndu skilja að þeir væru ekki miklir bógar sem mannverur. Sú sorglega staðreynd sem var á Vísi í dag hér í Ástralíu þann 1.febrúar. Að Ólöf Tara Harðardóttir langtíma þolandi slæmrar meðferðar af ýmsu tagi, hafði ekki séð sig getað lifað lengur. Hún hafði gert sitt til að nota eigin slæmu reynslu til að snúa því dæmi við í þjóðinni. Kona með meiriháttar köllun sem var göfgi ungrar konu með erfiðan bakgrunn. Það fráfall svo ungrar konu, er eitt af milljón atriðum staðfestingar á fræðum Thomas Hubl og Peter´s A Levine um innsæi sitt um þau atriði og eru það sem milljónir einstaklinga eru að lifa og hafa látið líf sitt frá. Sannleikur þeirra er í hina áttina gegn einhverjum fræðingi sem hét Adler, og var í algerri afneitun á þeim veruleika að áföll eða ofbeldi væru veruleiki. Kenning hans sem ég las nýlega um í bók sem heitir „The Courage To Be Disliked“. Setning, heiti á bók, sem ég taldi að ætti að vera brandari. En lestur bókarinnar sýndi mér inn í viðhorf sem ég sé sem mjög hættuleg. Og ætti hugsun Adlers ekki að vera séð sem heilagur sannleikur. Í fáum orðum er sá sannleikur hinna tveggja sem ég hef nefnt veruleiki mannvera, hvort sem allir skilji eða viti það, eða ekki. Hvort einhverjir einstaklingar hafi „delete“ eyðingar hnapp í heilanum veit ég ekki, en það gæti verið frá sterkri þörf fyrir að afneita og halda vissri veruleika mynd hvort sem hún væri alger veruleiki. Að það að verða að þegja, og vera sem barn algerlega ófært um að orða erfiða og slæma meðferð á sér, verður að mengun í taugakerfum líkamans. Orð sem ég nota sem þýðingu á því sem þeir báðir vita og skilja. Og um leið mikilvægi þess að það sé tjáð og sagt frá og rétt hjálp fengin. Hjálp sem Ólöf fékk greinilega ekki nægilegt magn af til að létta af því erfiða sem sat í líkama hennar. Fráfall hennar ætti að verða notað til mikillar baráttu og bóta í lögum til að snúa þeim viðhorfum og hegðum við og að allt verði gert til að gerendur sleppi ekki. Það eru mikið fleiri atriði sem þarf að skoða í slíkum tilfellum. Og er eitt skortur á nægri innri sjálfsvirðisvírun í öllum taugakerfum okkar kvenna. Ég hef séð of mörg dæmi þess hér í fjölmennri Ástralíu og ofbeldis að skortur á slíku hafi verið undirrót þess sem endaði líf þeirra. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langt skeið.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun