Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2025 13:04 Leikmenn körfuboltaliðs Aþenu hafna því alfarið að hafa verið beittar ofbeldi af hálfu þjálfara síns Brynjars Karls. Og það sem meira er; slíkt tal er til þess fallið að gera lítið úr raunverulegu ofbeldi. aðsend Leikmenn körfuboltaliðs Aþenu í efstu deild kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi af hálfu þjálfara síns Brynjars Karls Sigurðssonar. Yfirlýsingin er afdráttarlaus. Ekki aðeins hafna þær því að vera í ofbeldissambandi, líkt og Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar heldur fram, heldur segja þær í yfirlýsingunni að ummæli af því tagi geri lítið úr raunverulegu ofbeldi. Bjarney vísaði meðal annars til þess að hann kallaði leikmenn sína aumingja og að hann skipti stundum í lið á æfingum þar sem ljótar stelpur væru í öðru liðinu en sætar í hinu. „Ég get rétt ímyndað mér að vera 18-19 ára stelpa og vera sett í ljóta liðið,“ sagði Bjarney. Hún sagðist ekki skilja að leikmenn vildu spila fyrir hann. „En ég veit líka að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi þannig að ég vona að þessir einstaklingar séu með heilsteypt fólk í kringum sig sem getur hjálpað þeim að stíga út úr þessum óheilbrigðu aðstæðum.“ Hún gæti ekki þagað lengur. „Ef sambærilegt atvik myndi gerast i Kringlunni eða annars staðar á förnum vegi þá yrði hringt á lögregluna og viðkomandi að öllum líkindum kærður.“ Brynjar Karl hefur á Facebook óskað eftir samtali við Bjarneyju Láru vegna málsins en Bjarney hefur ekki svarað því. Yfirlýsingin, en hana má sjá í heild sinni hér neðar, er til þess að gera stutt og undir hana skrifa allir leikmenn Aþenu. Yfirlýsing frá leikmönnum Aþenu „Að gefnu tilefni, Við, leikmenn meistaraflokks Aþenu höfum ákveðið að tjá okkur um umræðu síðustu daga. Því hefur verið haldið fram að við séum beittar ofbeldi og orð eins og „ofbeldissamband“ notað til að lýsa okkar aðstæðum. Við viljum taka það skýrt fram að við erum ekki beittar ofbeldi. Okkur þykir slíkar yfirlýsingar vanvirðing við okkur sem fullorðna einstaklinga sem af fúsum og frjálsum vilja göngum í Aþenu og spilum fyrir okkar lið. Við erum fullfærar um að tjá tilfinningar okkar, mynda okkar eigin skoðanir, draga ályktanir og erum á allan hátt dómbærar á það sem gerist í kringum okkur. Að nota orðið ofbeldi í þessu samhengi er bæði villandi og skaðlegt. Það gerir einnig lítið úr alvarlegu eðli raunverulegs ofbeldis. Engin sem hafa haldið þessari umræðu á lofti hafa komið að máli við okkur leikmennina. Það er óásættanlegt að einstaklingar sem hafa tjáð sig um málið opinberlega, t.d. Bjarney Láru Bjarnadóttir sem upphóf ofbeldisásakanirnar, hafi ekki haft beint samband við okkur heldur myndi skoðanir á okkur og geri okkur upp tilfinningar út frá myndbrotum úr viðtölum eða fyrirsögnum í fjölmiðlum. Ásakanir sem þessar eru ekki bara vanvirðing gagnvart okkur leikmönnum meistaraflokks heldur hefur einnig áhrif á iðkendur í yngri flokkum félagsins. Leikmenn meistaraflokks þjálfa yngri flokka og hefur iðkendahópurinn stækkað gríðarlega og inniheldur stelpur sem hafa jafnvel ekki fengið tækifæri til íþróttaiðkunar áður. Við skorum á öll sem hafa áhuga að hafa samband við okkur leikmennina svo við getum rætt málin. Þið eruð velkomin á æfingu hvenær sem er. Yfirlýsing þessi er á engan hátt yfirlýsing félagsins, leikmenn fengu leyfi til að birta hana á Facebook síðu Aþenu. Anna MargrétLucic JónsdóttirÁsa Lind WolframBarbara ZieniewskaDarina Andriivna KhomenskaDzana CrnacElektra Mjöll KubrzenieckaGréta Björg MelstedGwen PetersHanna ÞráinsdóttirJada C SmithLynn PetersTanja Ósk BrynjarsdóttirTeresa S Da SilvaV.K. Morrow“ Körfubolti Ofbeldi gegn börnum Aþena Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir „Breiðholt mesta fátæktargildra landsins“ Brynjar Karl Sigurðsson er einn eftirtektarverðasti þjálfari landsins. Og um leið sá umdeildasti. Brynjar Karl þjálfar kvennalið í körfubolta – Aþenu – sem nú berst um sæti í úrvalsdeild. 25. apríl 2024 07:00 „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, er meðvitaður um eigið ágæti en það kom vel í ljós í viðtali við hann eftir tap á móti toppliði Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. 17. desember 2024 22:17 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt Sjá meira
Yfirlýsingin er afdráttarlaus. Ekki aðeins hafna þær því að vera í ofbeldissambandi, líkt og Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar heldur fram, heldur segja þær í yfirlýsingunni að ummæli af því tagi geri lítið úr raunverulegu ofbeldi. Bjarney vísaði meðal annars til þess að hann kallaði leikmenn sína aumingja og að hann skipti stundum í lið á æfingum þar sem ljótar stelpur væru í öðru liðinu en sætar í hinu. „Ég get rétt ímyndað mér að vera 18-19 ára stelpa og vera sett í ljóta liðið,“ sagði Bjarney. Hún sagðist ekki skilja að leikmenn vildu spila fyrir hann. „En ég veit líka að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi þannig að ég vona að þessir einstaklingar séu með heilsteypt fólk í kringum sig sem getur hjálpað þeim að stíga út úr þessum óheilbrigðu aðstæðum.“ Hún gæti ekki þagað lengur. „Ef sambærilegt atvik myndi gerast i Kringlunni eða annars staðar á förnum vegi þá yrði hringt á lögregluna og viðkomandi að öllum líkindum kærður.“ Brynjar Karl hefur á Facebook óskað eftir samtali við Bjarneyju Láru vegna málsins en Bjarney hefur ekki svarað því. Yfirlýsingin, en hana má sjá í heild sinni hér neðar, er til þess að gera stutt og undir hana skrifa allir leikmenn Aþenu. Yfirlýsing frá leikmönnum Aþenu „Að gefnu tilefni, Við, leikmenn meistaraflokks Aþenu höfum ákveðið að tjá okkur um umræðu síðustu daga. Því hefur verið haldið fram að við séum beittar ofbeldi og orð eins og „ofbeldissamband“ notað til að lýsa okkar aðstæðum. Við viljum taka það skýrt fram að við erum ekki beittar ofbeldi. Okkur þykir slíkar yfirlýsingar vanvirðing við okkur sem fullorðna einstaklinga sem af fúsum og frjálsum vilja göngum í Aþenu og spilum fyrir okkar lið. Við erum fullfærar um að tjá tilfinningar okkar, mynda okkar eigin skoðanir, draga ályktanir og erum á allan hátt dómbærar á það sem gerist í kringum okkur. Að nota orðið ofbeldi í þessu samhengi er bæði villandi og skaðlegt. Það gerir einnig lítið úr alvarlegu eðli raunverulegs ofbeldis. Engin sem hafa haldið þessari umræðu á lofti hafa komið að máli við okkur leikmennina. Það er óásættanlegt að einstaklingar sem hafa tjáð sig um málið opinberlega, t.d. Bjarney Láru Bjarnadóttir sem upphóf ofbeldisásakanirnar, hafi ekki haft beint samband við okkur heldur myndi skoðanir á okkur og geri okkur upp tilfinningar út frá myndbrotum úr viðtölum eða fyrirsögnum í fjölmiðlum. Ásakanir sem þessar eru ekki bara vanvirðing gagnvart okkur leikmönnum meistaraflokks heldur hefur einnig áhrif á iðkendur í yngri flokkum félagsins. Leikmenn meistaraflokks þjálfa yngri flokka og hefur iðkendahópurinn stækkað gríðarlega og inniheldur stelpur sem hafa jafnvel ekki fengið tækifæri til íþróttaiðkunar áður. Við skorum á öll sem hafa áhuga að hafa samband við okkur leikmennina svo við getum rætt málin. Þið eruð velkomin á æfingu hvenær sem er. Yfirlýsing þessi er á engan hátt yfirlýsing félagsins, leikmenn fengu leyfi til að birta hana á Facebook síðu Aþenu. Anna MargrétLucic JónsdóttirÁsa Lind WolframBarbara ZieniewskaDarina Andriivna KhomenskaDzana CrnacElektra Mjöll KubrzenieckaGréta Björg MelstedGwen PetersHanna ÞráinsdóttirJada C SmithLynn PetersTanja Ósk BrynjarsdóttirTeresa S Da SilvaV.K. Morrow“
Körfubolti Ofbeldi gegn börnum Aþena Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir „Breiðholt mesta fátæktargildra landsins“ Brynjar Karl Sigurðsson er einn eftirtektarverðasti þjálfari landsins. Og um leið sá umdeildasti. Brynjar Karl þjálfar kvennalið í körfubolta – Aþenu – sem nú berst um sæti í úrvalsdeild. 25. apríl 2024 07:00 „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, er meðvitaður um eigið ágæti en það kom vel í ljós í viðtali við hann eftir tap á móti toppliði Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. 17. desember 2024 22:17 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt Sjá meira
„Breiðholt mesta fátæktargildra landsins“ Brynjar Karl Sigurðsson er einn eftirtektarverðasti þjálfari landsins. Og um leið sá umdeildasti. Brynjar Karl þjálfar kvennalið í körfubolta – Aþenu – sem nú berst um sæti í úrvalsdeild. 25. apríl 2024 07:00
„Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, er meðvitaður um eigið ágæti en það kom vel í ljós í viðtali við hann eftir tap á móti toppliði Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. 17. desember 2024 22:17