Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar 31. janúar 2025 08:00 Ljóst er orðið að tveir vinstri flokkar ásamt félagasamtökum mynda vinstristjórn þá sem tók við stjórnartaumunum fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þótt þing hafi ekki enn komið saman hefur margt drifið á daga ríkisstjórnarinnar. Öll ófrávíkjanlegu kosningaloforð félagasamtakanna, sem nærtækast er að líkja við Lionsklúbbinn Kidda, hafa til dæmis reynst sérlega frávíkjanleg. Fyrir ráðherrastólana þrjá fengu samtökin 48 strandveiðidaga að launum. Hvernig tryggja á að strandveiðiflotinn, sem klárar venjulega 48 daga kvóta á rúmlega þrjátíu dögum, fái að veiða fulla 48 daga er enn á huldu. Kætir þessi málamiðlun vart fjármála- og efnahagsráðherra sem, í rannsóknum sínum, hefur komist að þeirri niðurstöðu að strandveiðar séu einfaldlega efnahagsleg sóun. Þá hafa félagasamtökin í gegnum tíðina lýst yfir algjörri andstöðu við aðild Íslands að ESB. Þrátt fyrir það þræddi samráðherra þeirra í nýju ríkisstjórninni ganga sambandsins endilanga í leit að svörum um það hvort aðildarumsókn Íslands sé enn „virk“. Lengi lifir í gömlum ESB-glæðum, það er alveg ljóst. Kannski að félagasamtökin komi til með að kyngja ESB aðild, rétt eins og Bókun 35, Borgarlínu, brúnni yfir Fossvog og sölunni á Íslandsbanka, svo fátt eitt sé nefnt. Stærsta kosningamál samtakanna; lágmarks örorku- og ellilífeyrisbætur upp á 450 þúsund krónur, án allra skerðinga, var þegar öllu er á botninn hvolft, loforð án innistæðu. Greinilegt er að aldrei átti að standa við gefin fyrirheit fyrst formaðurinn segir nú að forsenda fyrir efndum sé yfir 50% fylgi í kosningum. Þegar formaður félagasamtakanna er innt eftir svörum um meint svik við kjósendur er þess utan svarað með útúrsnúningum og skætingi við spyrjendur. Það stendur heldur ekki á svörum hjá formanninum orðvara þegar sjónum er beint að þeim kvart milljarð sem samtökin hafa fengið frá skattgreiðendum, án þess að uppfylla skilyrði laga. Er svar formannsins á þá leið að um samantekin ráð og samsæri Sjálfstæðisflokksins og auðvaldsins í landinu sé að ræða. Samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn þegja þunnu hljóði og tala um misbrest í framkvæmd. Reynt er að drepa málinu á dreif og Sjálfstæðisflokknum blandað í málið. Rétt er að benda áhugasömum á að Sjálfstæðisflokkurinn kláraði allar sínar skráningar árið 2022, árið sem lögin tóku gildi. Nú er árið 2025. En þar með var ekki öll sagan sögð. Einhverjum kann þó að þykja nóg um, svona á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar. Skópar týndist nýlega í menntaskóla hér í borg og þótti formanni félagasamtakanna upplagt að hringja í skólameistarann, lesa honum pistilinn og vísa í sambönd sín hjá lögreglunni. Svo virðist sem að gleymst hafi að senda umræddum formanni minnisblað um að hún væri orðin félags – og húsnæðismálaráðherra og að svona hagi maður sér ekki, hvort sem þú ert ráðherra, með sambönd í lögreglunni, eða ekki. Það er ljóst að af nógu verður að taka fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar að þing kemur loksins saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Jens Garðar Helgason Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Ljóst er orðið að tveir vinstri flokkar ásamt félagasamtökum mynda vinstristjórn þá sem tók við stjórnartaumunum fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þótt þing hafi ekki enn komið saman hefur margt drifið á daga ríkisstjórnarinnar. Öll ófrávíkjanlegu kosningaloforð félagasamtakanna, sem nærtækast er að líkja við Lionsklúbbinn Kidda, hafa til dæmis reynst sérlega frávíkjanleg. Fyrir ráðherrastólana þrjá fengu samtökin 48 strandveiðidaga að launum. Hvernig tryggja á að strandveiðiflotinn, sem klárar venjulega 48 daga kvóta á rúmlega þrjátíu dögum, fái að veiða fulla 48 daga er enn á huldu. Kætir þessi málamiðlun vart fjármála- og efnahagsráðherra sem, í rannsóknum sínum, hefur komist að þeirri niðurstöðu að strandveiðar séu einfaldlega efnahagsleg sóun. Þá hafa félagasamtökin í gegnum tíðina lýst yfir algjörri andstöðu við aðild Íslands að ESB. Þrátt fyrir það þræddi samráðherra þeirra í nýju ríkisstjórninni ganga sambandsins endilanga í leit að svörum um það hvort aðildarumsókn Íslands sé enn „virk“. Lengi lifir í gömlum ESB-glæðum, það er alveg ljóst. Kannski að félagasamtökin komi til með að kyngja ESB aðild, rétt eins og Bókun 35, Borgarlínu, brúnni yfir Fossvog og sölunni á Íslandsbanka, svo fátt eitt sé nefnt. Stærsta kosningamál samtakanna; lágmarks örorku- og ellilífeyrisbætur upp á 450 þúsund krónur, án allra skerðinga, var þegar öllu er á botninn hvolft, loforð án innistæðu. Greinilegt er að aldrei átti að standa við gefin fyrirheit fyrst formaðurinn segir nú að forsenda fyrir efndum sé yfir 50% fylgi í kosningum. Þegar formaður félagasamtakanna er innt eftir svörum um meint svik við kjósendur er þess utan svarað með útúrsnúningum og skætingi við spyrjendur. Það stendur heldur ekki á svörum hjá formanninum orðvara þegar sjónum er beint að þeim kvart milljarð sem samtökin hafa fengið frá skattgreiðendum, án þess að uppfylla skilyrði laga. Er svar formannsins á þá leið að um samantekin ráð og samsæri Sjálfstæðisflokksins og auðvaldsins í landinu sé að ræða. Samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn þegja þunnu hljóði og tala um misbrest í framkvæmd. Reynt er að drepa málinu á dreif og Sjálfstæðisflokknum blandað í málið. Rétt er að benda áhugasömum á að Sjálfstæðisflokkurinn kláraði allar sínar skráningar árið 2022, árið sem lögin tóku gildi. Nú er árið 2025. En þar með var ekki öll sagan sögð. Einhverjum kann þó að þykja nóg um, svona á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar. Skópar týndist nýlega í menntaskóla hér í borg og þótti formanni félagasamtakanna upplagt að hringja í skólameistarann, lesa honum pistilinn og vísa í sambönd sín hjá lögreglunni. Svo virðist sem að gleymst hafi að senda umræddum formanni minnisblað um að hún væri orðin félags – og húsnæðismálaráðherra og að svona hagi maður sér ekki, hvort sem þú ert ráðherra, með sambönd í lögreglunni, eða ekki. Það er ljóst að af nógu verður að taka fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar að þing kemur loksins saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun