Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 29. janúar 2025 16:02 Elli og Örorkuþegar þurfa alltaf að borga til baka ef þau fá meiri bætur en þau eiga rétt á það sama hlýtur að gilda um Stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar fengu greitt úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skilyrði fyrir slíkum greiðslum, þeim láðist að skrá sig rétt, úr félagasamtökum í stjórnmálaflokk til að eiga rétt á greiðslum, og uppfylli þar með ekki skilyrði til að fá opinberan styrk sem veittur er árlega til stjórnmálasamtaka. Og núna borga þeir til baka, þetta eru þeirra mistök og þeim ber að borga til baka alveg eins og Elli og Örorkuþegum er gert að borga til baka, okkur er gert að skrá allt rétt, það er á okkar ábyrgð annars þurfum við að borga til baka engin miskun. Við þurfum að vera stöðugt að fylgjast með svo við lendum ekki í endurgreiðslum. Hvernig passa ég upp á að fá ekki ofgreitt? Með því að gæta þess að tekjuáætlun mín hjá TR sé alltaf rétt miðað við þær tekjur sem ég fæ, lífeyrissjóður og Fjármagnstekjur þar með. Með því að að vera alltaf rétt skráð, á ég maka, bý ég ein eða þurfti ég innlögn á spítala eða stofnum, dó ég kannski, þetta þurfum við allt að passa upp á að sé rétt skráð svo við fáum ekki bakreikning frá TR en endurútreikningur fer almennt fram í lok maí ár hvert eftir skil á skattframtali. Ábyrgðin er okkar og við erum látin borga til baka alveg sama hvað. Dæmi: Ef þú býr ein(n) færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 393.715 kr. á mánuði Ef þú býr ekki ein(n), til dæmis ef barnið þitt nær 18 ára aldri þá býrðu ekki lengur einn og færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 332.257 kr. á mánuði, úps þarna hefurðu fengið 61.458 kr of mikið og þarft að borga til baka. Ef þér tækist að eiga smá inn á reikningnum þínum og fá smá fjármagnstekjur kannski 1.000 kr á mánuði færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 393.312 kr. kr. á mánuði, úps þarna hefurðu fengið 403 kr of mikið og þarft að borga til baka. Eða ef þú deyrð í byrjun mánaðar þá þarf að borga til baka frá dánardegi til mánaðarloka, TR borgar fyrir fram. Það er engin miskunn okkur ber að borga til baka það er dregið af bótunum okkar á hverjum mánuði. Fólk sem býr nú þegar við hungurmörk munar um hvern eyri. Það á ekki að gera minni kröfu á æðstu embættismenn landsins eða þá sem sækjast eftir að vera það, Frumvarpið sem um ræðir varð að lögum nr. 109/2021 Flutningsmenn frumvarpsins voru formenn þeirra flokka sem þá áttu sæti á Alþingi árið 2021 (Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn og Píratar ), það ríkti þverpólitísk sátt um þetta frumvarp, 52 greiddu með því atkvæði - hinir ellefu voru fjarverandi. Þetta er ekki "Lítill formgalli" sem er óheppilegur og ekkert mál, og þið vissuð öll um þetta, þið lögðuð þetta til og samþykktuð að lögum. Þann 25. janúar árið 2022, þegar framlögum fyrir það ár var úthlutað, höfðu Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistaflokkurinn ekki skráð sig sem stjórnmálasamtök. Sjálfstæðisflokkur og Píratar bættu úr skráningunni síðar árið 2022, Sósíalistaflokkurinn í nóvember 2023 og Vinstri græn í september 2024. Flokkur fólksins er enn skráður sem félagasamtök. Þeir voru á Þingi þegar þetta var samþykkt og vissu af þessu, þeir hafa enga afsökun. BORGIÐ til baka. P.S. ég og fleiri frábiðjum okkur að vera kölluð "fólkið hennar Ingu" eða "skjólstæðingar Ingu" nú eða þá "hópurinn sem Inga stendur fyrir" Hún er ekki fulltrúi allra Elli og Öryrkja, langt frá því, þó margir hafi í örvæntingu fallið fyrir loforði hennar um " 450.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur skatta- og skerðingarlaust" féllu ekki allir fyrir svoleiðis skrauti. Höfundur hefur oft þurft að borga ofgreiddar bætur til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Eldri borgarar Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Elli og Örorkuþegar þurfa alltaf að borga til baka ef þau fá meiri bætur en þau eiga rétt á það sama hlýtur að gilda um Stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar fengu greitt úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skilyrði fyrir slíkum greiðslum, þeim láðist að skrá sig rétt, úr félagasamtökum í stjórnmálaflokk til að eiga rétt á greiðslum, og uppfylli þar með ekki skilyrði til að fá opinberan styrk sem veittur er árlega til stjórnmálasamtaka. Og núna borga þeir til baka, þetta eru þeirra mistök og þeim ber að borga til baka alveg eins og Elli og Örorkuþegum er gert að borga til baka, okkur er gert að skrá allt rétt, það er á okkar ábyrgð annars þurfum við að borga til baka engin miskun. Við þurfum að vera stöðugt að fylgjast með svo við lendum ekki í endurgreiðslum. Hvernig passa ég upp á að fá ekki ofgreitt? Með því að gæta þess að tekjuáætlun mín hjá TR sé alltaf rétt miðað við þær tekjur sem ég fæ, lífeyrissjóður og Fjármagnstekjur þar með. Með því að að vera alltaf rétt skráð, á ég maka, bý ég ein eða þurfti ég innlögn á spítala eða stofnum, dó ég kannski, þetta þurfum við allt að passa upp á að sé rétt skráð svo við fáum ekki bakreikning frá TR en endurútreikningur fer almennt fram í lok maí ár hvert eftir skil á skattframtali. Ábyrgðin er okkar og við erum látin borga til baka alveg sama hvað. Dæmi: Ef þú býr ein(n) færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 393.715 kr. á mánuði Ef þú býr ekki ein(n), til dæmis ef barnið þitt nær 18 ára aldri þá býrðu ekki lengur einn og færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 332.257 kr. á mánuði, úps þarna hefurðu fengið 61.458 kr of mikið og þarft að borga til baka. Ef þér tækist að eiga smá inn á reikningnum þínum og fá smá fjármagnstekjur kannski 1.000 kr á mánuði færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 393.312 kr. kr. á mánuði, úps þarna hefurðu fengið 403 kr of mikið og þarft að borga til baka. Eða ef þú deyrð í byrjun mánaðar þá þarf að borga til baka frá dánardegi til mánaðarloka, TR borgar fyrir fram. Það er engin miskunn okkur ber að borga til baka það er dregið af bótunum okkar á hverjum mánuði. Fólk sem býr nú þegar við hungurmörk munar um hvern eyri. Það á ekki að gera minni kröfu á æðstu embættismenn landsins eða þá sem sækjast eftir að vera það, Frumvarpið sem um ræðir varð að lögum nr. 109/2021 Flutningsmenn frumvarpsins voru formenn þeirra flokka sem þá áttu sæti á Alþingi árið 2021 (Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn og Píratar ), það ríkti þverpólitísk sátt um þetta frumvarp, 52 greiddu með því atkvæði - hinir ellefu voru fjarverandi. Þetta er ekki "Lítill formgalli" sem er óheppilegur og ekkert mál, og þið vissuð öll um þetta, þið lögðuð þetta til og samþykktuð að lögum. Þann 25. janúar árið 2022, þegar framlögum fyrir það ár var úthlutað, höfðu Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistaflokkurinn ekki skráð sig sem stjórnmálasamtök. Sjálfstæðisflokkur og Píratar bættu úr skráningunni síðar árið 2022, Sósíalistaflokkurinn í nóvember 2023 og Vinstri græn í september 2024. Flokkur fólksins er enn skráður sem félagasamtök. Þeir voru á Þingi þegar þetta var samþykkt og vissu af þessu, þeir hafa enga afsökun. BORGIÐ til baka. P.S. ég og fleiri frábiðjum okkur að vera kölluð "fólkið hennar Ingu" eða "skjólstæðingar Ingu" nú eða þá "hópurinn sem Inga stendur fyrir" Hún er ekki fulltrúi allra Elli og Öryrkja, langt frá því, þó margir hafi í örvæntingu fallið fyrir loforði hennar um " 450.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur skatta- og skerðingarlaust" féllu ekki allir fyrir svoleiðis skrauti. Höfundur hefur oft þurft að borga ofgreiddar bætur til baka.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar